Morgunblaðið - 12.03.1991, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.03.1991, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1991 Skattafrumvarp: Skattfrádráttur vegiia hluta- bréfakaupa takmarkaður Fækkun frádráttarliða - lægra skatthlutfall ÓLAFUR Ragnar Grímsson fjármálaráðherra mælti á 74. fundi efri deildar í gær fyrir frumvarpi um breytingar á lögum um tekju- og eignarskatt. I frumvarpinu eru breytingar sem félast í því að fækka frádráttarliðum og undanþágum frá skatti, auk þess að breikka skattstofninn en lækka jafnframt skatthlutfallið, m.a. er gert ráð fyrir að hámark frádráttar vegna hlutabréfakaupa iækki úr Í25.925 krónum í 86.000 krónur. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að skatthlutfall fyrirtækja lækki úr 50% í 45%. Þá er gerð tillaga um að verðbreytingarfærsla taki breyt- ingum. Auk þess sem tillaga er gerð um að lækka heimildir til að leggja hluta af hagnaði í sérstakan fjárfestingarsjóð úr 15% í 10%. í frumvarpinu eru jafnframt gerðar breytingar varðandi frádrátt vegna hlutabréfaviðskipta og krafa gerð um að viðkomandi eigi hlutabréfín í minnst tvö ár áður en þau geti nýst til skattafrádráttar. í ræðu Ólafs Ragnars Gríms- sonar fjármálaráðherra kom fram að frumvarpið væri þáttur í þeirri breytingu sem væri verið að gera á íslenska skattkerfinu með hliðsjón annars vegar af alþjóðlegri aðlögun og hins vegar hjöðnun verðbólgu. Ólafur Ragnar sagðist telja það nauðsynlegt að breyta lögum um skattlagningu fyrirtækja til að minnkandi verðbólga kæmi ekki fram í aukinni skattbyrði fyrirtækj- anna. Eyjólfur Konráð Jónsson (S-Rv) sagðist fagna því að víðtækt samkomulag væri orðið um þá hugsun að hvetja fólkið í landinu til að eiga hiutdeild í atvinnuvegun- um. Eyjólfur Konráð gerði athuga- semd við það að hámark frádráttar vegna hlutabréfakaupa væri lækk- að. Danfríður Skarphéðinsdóttir (SK-VI) sagðist heldur hefði kosið að sjá frumvarp um hækkun skatt- leysismarka eða frumvarp um ann- að tekjuskattsþrep í stað umrædds frumvarps. Hún sagði frumvarpið lýsa því að atvinnulífið og fyrirtæk- in gengju fyrir hjá ríkisstjórninni. Einkavæðing í skógrækt: Bændur vinni verkið Þingsályktunartillaga Margrétar Frímannsdóttur Þingsályktunartillaga Margrétar Frímannsdóttur (Ab-SI) um auk- inn þátt bænda í landgræðslu- og skógræktarstarfi var samþykkt i sameinuðu þingi í gær. „Alþingi ályktar að skora á landbúnaðar- ráðherra að kanna möguleika á að auka þátt bænda í Iand- græðslu- og skógræktarstarfi með því að þeir taki að sér verk- efni sem núna eru unnin af ríkisstofnunum og jafnframt beiti ráðherra §ér fyrir nauðsynlegum lagabreytingum í því skyni.“ Megintilgangur þessarar tillögu er að benda á nýjar leiðir til að styrkja búsetu í sveitum í kjölfar þess samdráttar sem orðið hefur í hefðbundnum búgreinum en jafn- framt að benda á nýjar leiðir til að bæta gróðurverndarstarfið á vegum þess opinbera. Tillögu Margrétar hafði verið vís- að til atvinnumálanefndar 22. nóv- ember síðastliðinn. Við síðari um- ræðu mælti Arni Gunnarsson fyrir áliti atvinnumálanefndar (A-Nv), nefndin lagði til að tillagan yrði samþykkt án breytinga. Þingsályktunartillagan var ekki frekar rædd við þessa síðari um- ræðu en það hafði komið kröftug- lega fram í framsöguræðu Margrét- ar Frímannsdóttur fyrir tillögunni í nóvember að hún taldi fátt mæla á móti því að bændur tækju að verulegu leyti við verkefnum sem unnin væru af ríkisstofnunun. Framsögumaður gerir ráð fyrir því að bændur komi að ræktunarstarf- inu sem verktakar en stofnanir rík- isins sjái um stefnumótun og áætla- nagerð og hafi faglega umsjón með verkefnum. „Núna sjá Landgræðsla ríkisins og Skógrækt ríkisins að mestu um framkvæmdir í Iand- græðslu og skógrækt. Það má jafn- vel segja að Skógrækt ríkisins sé að stórum hlut plöntuframleiðslu- og plöntunarfyrirtæki í stað þess að vera sá faglegi leiðbeinandi sem gildandi lög um skógrækt gera ráð fyrir. í dag er engin ástæða til þess að ríkið sé með allar framkvæmdir á eigin vegum.“ Skógræktin til endurskoðunar í framsöguræðu Margrétar Frí- mannsdóttur kom fram að það fyrir- komulag sem nú er á á þessum málum gæti jafnvel verið hemill á eðlilega þróun. „Ef t.d. tölur um starfsemi Skógræktar ríkisins eru skoðaðar bera þær með sér að end- urskoða þurfi starfshætti þeirrar stofnunar. Heildarframlög ríkis- sjóðs til skógræktar hafa aukist jafnt og þétt síðastliðin 50 ár miðað við fast verðlag. Framlög til skóg- ræktar voru t.d. meira en þrefalt hærri á þessu ári en þau voru fýrir 30 árum. Þessi auknu fjárframlög virðast þó ekki hafa skilað sér í aukinni gróðursetningu.“ Margrét Frímannsdóttir segir að þessi tillaga feli ekki í sér aukin fjárútlát fyrir ríkissjóð þar sem hér sé að mestu um að ræða tilfærslu á störfum og verkefnum sem núna séu unnin á vegum ríkisins hjá Landgræðslu ríkisins og Skógrækt ríkisins. Margrét nefndi í framsögu- ræðu sinni dæmi af bónda sem framleiddi 200 þús. asparplöntur fyrir rannsóknastöðina á Mógilsá, „og fékk samkvæmt samningi 12 krónur fyrir plöntuna. Þá var opin- bert verð Skógræktar ríkisins á sams konar plöntum 18 kr., sem er 50% hærra en bóndinn fékk, og á verð Skógræktar ríkisins að vera kostnaðarverð." Margrét sagði einnig: „Og ríkissjóður sparaði rúm- lega eina milljón með því að fá bóndann til að framleiða í stað þess að fela ríkisfyrirtækinu verkið.“ Stuttar þingfréttir Búfjárhald Frumvarp landbúnaðarráð- herra um búfjárhaid var samþykkt í neðri deild í gær sem lög frá Alþingi. Tilgangur laga þessara er að tryggja svo sem föng eru á góða meðferð og aðbúnað búfjár í samræmi við þarfir og að það hafi ætíð nægilegt fóður og drykk. Tilgangur laganna er einnig að tryggja að við framleiðslu búfjára- furða sé eingöngu notað hraust og heilbrigt búfé. Landbúnaðamefnd neðri deild- ar lagði til að frumvarpið yrði til um að nafn Setbergspresta- kalls fengi að standa óbreytt eins 'og það háfi verið um aldir. Grunnskólinn og auglýsingamistök Afdrif grunnskólafrumvarpsins eru enn óráðin. Frumvarpið var til 3. umræðu í neðri deild í gær en varð ekki útrætt. Sjálfstæðis- menn vilja enn sem fyrr að frum- varpið verði endurskoðað en Sva- var Gestsson menntamálaráð- herra vill að það verði samþykkt þessu þingi. Við umræðuna í gær gagn- rýndu sjálfstæðismenn harkalega auglýsingar um frumvarpið og birst höfðu í dagblöðum fyrir síð- ustu helgi. Töldu þeir að mennta- málaráðuneytið væri þar að aug- lýsa og borga fyrir kosningaáróð- ur menntamálaráðherra. Svavar Gestsson menntamálaráðherra sagði m.a. að í gangi væri kynn- ingarátak, m.a. á vegum foreldra- samtaka, og væri menntamála- ráðuneytið aðili að þessu átaki. En það að þessar auglýsingar hefðu 'birst á sama tíma og Al- þingi væri að fjalla um málið hefðu hins vegar verið mistök. Þær hefðu átt að koma seinna og með talsvert öðrum hætti. Mennt- amálaráðherra sagði að ekki væri við neinn annan að sakast en sig. Þingmenn ræddu grunnskóla- frumvarpið nokkuð og Geir H. Haarde (S-Rv) gerði grein fyrir breytingartillögum. Málið var ekki útrætt en með hliðsjón af því hve skammt er til þingloka og harðri andstöðu í þinginu er tvísýnt um að frumvarpið hljóti afgreiðslu. Vegrið Þingsályktunartillaga frá Inga Birni Albertsyni (S-VI) um áætlun um uppsetningu vegriða var sám- þykkt í sameinuðu þingi í gær. „Alþingi ályktar að fela sam- gönguráðherra að móta hið fyrsta áætlun um uppsetningu vegriða í vegakerfi landsins. Áætlunina skal leggja fyrir Alþingi eigi síðar en 1. nóvember 1991.“ Héraðsskógar Frumvarp um héraðsskóga var í gær samþykkt í efri deild sem lög frá Alþingi. Tilgangur laganna er að stuðla að ræktun nytjaskóga á Fljótsdalshéraði og umhirðu þess skóglendis sem þar er fyrir og treysta byggð og efla atvinn- ulíf á Héraði. Mannanöfn Frumvarp til laga um manna- nöfn var afgreitt frá neðri deild í gær. Frumvarpið var lagt fram í efri deild. Það hefur tekið nokkr- um breytingum í meðförum beggja deilda. Frumvarpið fer nú til einnar umræðu í efri deild. Lækkun húshitunarkostnaðar Tillaga til þingsályktunar um lækkun húshitunarkostnaðar þar sem hann er hæstur og minnkun aðstöðumunar var lögð fram í efri deild í gær. Auknum jöfnuði skal ná í þremur áföngum á næstu tveimur árum, þannig að kostnað- ur við hitun íbúðarhúsnæðis verði ekki hærri en 5.000 krónur að jafnaði á mánuði, miðað við verð- lag í janúar 1991. samþykkt með þeim breytingum sem gerðar voru í meðferð efri deildar. í efri deild höfðu nokkrar breytingar verið gerðar, m.a. var kveðið á um að graðhestar skyldu vera í öruggri vörslu allt árið frá 16 mánaða aldri í stað 18 már.uða eins og frumvarpið hafði upphaf- lega gert ráð fyrir. Setbergsprestakall Setbergsprestakall í Eyrarsveit á Snæfellsnesi hefur endurheimt sitt gamla heiti. I gær var sam- þykkt sem lög frá Alþingi frum- varp Friðjóns Þórðarsonar (S-Vl) um breytingu á lögum nr. 62/1990 um skipan prestakalla og prófastsdæma og um starfs- menn þjóðkirkjunnar. Hinn 1. júlí 1990 gengu í gildi ný lög um skipan prestakalla og prófastsdæma og um starfsmenn þjóðkirkju íslands. Samkvæmt hinum nýju lögum var nafni Set- bergsprestakalls breytt í Grundar- fjarðarprestakall. Þessu vildu sóknarbörn og sóknarprestur ekki una, og fóru þess á leit við Frið- jón Þórðarson að hann hlutaðist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.