Morgunblaðið - 12.03.1991, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.03.1991, Blaðsíða 33
kÓRÖÚNBLAÐIÐ ÞRIÐJUÚAGÚR 12. MARZ 1991 33 ALMANNATRYGGINGAR, helstu bótaflokkar 1.febrúar1991 Mánaðargreiðslur Elli / örorkulífeyrir (grunnlífeyrir) .................. 11.497 'k hjónalífeyrir .:.................................... 10.347 Full tekjutrygging ..................................... 21.154 Heimilisuppbót ......................................... 7.191 Sérstök heimilisuppbót .................................. 4.946 Barnalífeyrirv/1 barns .................................. 7.042 Meðlag v/ 1 barns ....................................... 7.042 Mæðralaun/feðralaun v/1 barns ............................4.412 Mæðralaun/feðralaun v/ 2ja barna ...................... 11.562 Mæðralaun/feðralaun v/ 3ja barna eða fleiri ............ 20.507 Ekkjubætur/ekkilsbætur6mánaða .......................... 14.406 Ekkjubætur/ekkilsbætur12mánaða .........'.............. 10.802 Fullurekkjulífeyrir ................................... 11.497 Dánarbætur í 8 ár (v/slysa) ............................ 14.406 Fæðingarstyrkur ........................................ 23.398 Vasapeningar vistmanna .................................. 7.089 Vasapeningar v/sjúkratrygginga .......................... 5.957 Daggreiðslur Fullirfæðingardagpeningar .............................. 981,00 Sjúkradagpeningareinstaklings .......................... 490,70 Sjúkradagpeningarfyrirhvertbarnáframfæri ............... 133,15 Slysadagpeningareinstaklings ..........•............... 620,80 Slysadagpeningarfyrir hvert barn á framfæri ............ 133,15 FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA 11. mars. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 92,00 81,00 84,77 91,911 7.791.626 Þorskur(óst) 94,00 79,00 85,58 8,325 712.477 Ýsa 129,00 80,00 105,31 3,595 378.612 Ýsa (ósl.) 106,00 100,00 100,38 0,700 70.264 Karfi 38,00 30,00 34,82 2,738 95.355 Ufsi 39,00 29,00 37,87 2,743 103.893 Ufsi (ósl.) 29,00 29,00 29,00 0,160 4.640 Steinbítur 41,00 34,00 38,36 0,274 10.521 Steinbítur(ösL) 41,00 38,00 40,17 5,160 207.293 Langa 58,00 58,00 58,00 0,361 20.919 Lúða 395,00 270,00 339,52 0,558 189.620 Koli 78,00 35,00 47,93 0,600 . 28.757 Keila (ósl.) 25,00 25,00 25,00 0,125 3.126 Rauðm/gr. 90,00 90,00 90,00 0,009 810 Skötubör. 195,00 195,00 195,00 0,014 2.730 Skötuselur 200,00 200,00 200,00 0,072 14.400 Hrogn 200,00 20,00 192,62 2,445 470.871 Bland. sv. 64,00 64,00 64,00 0,288 18.432 Samtals 84,31 120.078 10.124.346 FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 102,00 69,00 89,78 31,361 2.815.680 Þorskur (ósl.) 94,00 58,00 86,46 15,157 1.310.512 Smáþorskur 83,00 75,00 78,58 3,380 265.612 Ýsa 138,00 90,00 100,91 5,801 585.399 Ýsa (ósl.) 129,00 85,00 100,80 0,995 100.292 Karfi 37,00 20,00 32,44 60,634 1.967.082 Ufsi 46,00 46,00 46,00 0,681 31.326 Ufsi (ósl.) 45,00 45,00 45,00 2,462 110.790 Steinbítur 38,00 25,00 34,66 4,128 143.069 Langa 45,00 33,00 42,19 0,697 29.403 Lúða 560,00 400,00 441,14 0,271 119.550 Skarkoli 62,00 54,00 54,98 0,915 50.306 Keila 26,00 26,00 26,00 0,139 3.614 Skata • 115,00 115,00 115,00 0,038 4.370 Skötuselur 205,00 205,00 205,00 0,262 53.710 Lýsa 46,00 46,00 46,00 0,020 920 Kinnar 75,00 75,00 • 75,00 0,044 3.300 Gellur 280,00 280,00 280,00 0,047 13.020 Hrogn 260,00 120,00 134,55 1,329 178.820 Blandað 29,00 10,00 11,09 1,112 12.336 Undirmál 75,00 10,00 59,43 2,578 153.203 Samtals 60,22 132,050 7.952.315 FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 90,00 73,00 85,49 77,900 6.660.003 Þorskur (ósl.) 114,00 75,00 96,60 37,561 3.628.408 Þorskur (dbl.) 81,00 69,00 75,33 15,500 1.167.600 Ýsa 130,00 101,00 122,81 4,089 502.161 Ýsa (ósl.) 100,00 65,00 97,14 4,516 438.703 Karfi 35,00 29,00 34,66 7,447 258.071 Ufsi 40,00 24,00 37,63 60,318 2.269.604 Steinbítur 47,00 27,00 45,41 6,739 306.017 Hlýri/steinb. 49,00 46,00 48,06 0,540 25.953 Langa 60,00 30,00 58,35 3,665 213.838 Blálanga/langa 64,00 64,00 64,00 0,747 47.808 Blálanga 60,00 60,00 60,00 0,528 31.680 Lúða 515,00 375,00 434,38 0,529 229.785 Skarkoli 59,00 20,00 50,90 0,513 26.112 Hrognkelsi 15,00 15,00 15,00 0,013 195 Keila 33,00 10,00 30,21 8,593 259.556 Rauðmagi 100,00 100,00 100,00 0,090 9.000 Skata 74,00 50,00 68,97 0,037 , 2.552 Háfur 5,00 5,00 5,00 0,106 530 Náskata 5,00 5,00 5,00 0,028 140 Lýsa 18,00 5,00 14,49 0,074 1.072 Kinnar 69,00 69,00 69,00 0,073 5.037 Gellur 100,00 100,00 100,00 0,033 3.300 Undirmál 26,00 26,00 26,00 0,020 520 Samtals 70,05 229,671 16.087.705 Selt var úr Skarfi, Sighvati, Sigríði Þorleifs . o.fl. í dag verður selt úr dagróðra- bátum o.fl. Jón Baldvin Hannibalsson: I Alþýðuflokknum blundar vilji tfi að endurvekja viðreisn Rætt við forystumenn stjórnmálaflokka að loknum landsfundi Sjálfstæðisflokksins „ÉG ÓSKA _ nýjum formanni til hamingju. Ég hef alltaf getað starfað með Davíð Oddssyni," sagði Steingrímur Hermannsson formaður Fram- sóknarflokksins þegar leitað var álits hans á breytingum á forystu Sjálfstæðisflokksins. Rætt var við formenn stjórnmálaflokk- anna um áhrif forystuskiptanna, kosningabaráttuna og viðhorf til stjórnarsamstarfs með Sjálfstæð- isflokknum eftir kosningar. Jón Baldvin Hannibalsson sagði að erfitt væri að greina pólitísk áhrif formannsskiptanna, þau hefðu gnæft svo yfir annað á landsfund- inum að lítið hefði frést um mál- efni. Hins vegar ættu málefni fyrst og fremst að gefa líkur á sam- starfi flokka eftir kosningar. Ólaf- ur Ragnar Grímsson sagði að hörðustu hægri öflin í Sjálfstæðis- flokknum hefðu verið baklijarl Davíðs og Júlíus Sólnes sagðist þeirrar skoðunar að flokkurinn hafi tekið afdrifaríka stefnu til hægri. Málmfríður Sigurjónsdótt- ir sagðist ekki sjá að þetta breytti miklu. „Ég skal ekki segja til um hvaða breytingar verða. Þorsteinn Pálsson segir að það verði harðari stefna. Hann þekkir það eflaust miklu betur en ég. Ég vona samt að hún verði ekki svo 'hörð að samstarf reynist erfitt," sagði Steingrímur Hermanns- son. Hann sagðist ekki eiga von á breýttu yfirbragði kosningabarátt- unnar. „Hún byggist á störfum nú- verandi ríkisstjórnar og á því sem gerst hefur hjá þeim ríkisstjórnum sem starfað hafa á þessu kjörtíma- bili. Því verður ekki breytt þó þarna breytist formennska,“ sagði Steingi'ímur. Hann sagðist ekki geta metið það nú hvort auðveldara eða erfiðara yrði að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum undir forystu Davíðs en Þorsteins. „Ég hef átt ágætt samstarf við Davíð Oddsson. En það kann að breytast ef mál- efnaáherslur breytast hjá flokknum undir hans stjórn í kosningabarátt- unni,“ sagði Steingrímur. Málefni ráða hugsan- legu stjórnarsamstarfi Jón Baldvin Hannibalsson for- maður Alþýðuflokksins kvaðst vilja byrja á að óska nýkjörnum formanni til hamingju með kjörið og láta í ljós þá ósk að þau áhrif sem hann í vaxandi mæli mun hafa á landsmál verði þjóðinni til góðs. „Ég vil líka nota tækifærið til að láta í ljós þá skoðun að Þorsteinn Pálsson hafí brugðist við þessum úrslitum af karlmennsku og æðru- leysi sem er honum til sóma og kannski öðrum til eftirbreytni þegar á reynir í stjómmálum almennt.“ Jón Baldvin sagði enn sem komið er vera erfitt að greina pólitísk áhrif formannsskiptanna, þau hefðu gnæft svo yfir annað á landsfundinum að lítið hefði frést um málefni. Hins vegar ættu málefni fyrst og fremst að gefa líkur á samstarfi flokka eft- ir kosningar. Þar væru stórir mál- efnaflokkar sem hæst bæru, viðræð- ur við Evrópubandalagið, opnun þjóðfélagsins og fijálsari viðskipta- hættir, endurskipulagning í átt til markaðsvæðingar í landbúnaði og sjávarútvegi og ráðstafanir til að auka hér hagvöxt og bæta lífskjör. „Margt í stefnumálum okkar jafn- aðarmanna á skylt við grundvallar- viðhorf í Sjálfstæðisflokknuin fyrr á tíð og það hlýtur að vera einn af þeim kostum sem við tökum til at- hugunar að kosningum loknum hvort þessir flokkar starfi saman,“ sagði Jón Baldvin. Ilann sagði það hvemig forystumönnum þessara flokka lynd- ir saman einnig hafa áhrif á hugsan- legt stjórnarsamstarf. „Það er ekkert launungarmál að í Alþýðuflokknum blundar alltaf vilji til að endurvekja Viðreisn,“ sagði hann, en benti jafnframt á að menn gerðu sér grein fyrir að tímamir hefðu breyst síðan sú stjórn var við lýði. „Það liggur ekkert fyrir um það fyrir kosningar hvaða flokkar stefna að samstarfi og þess er ekki að vænta nema mglin skýrist við munnlegan málflutning í kosningabaráttunni." Hörðustu hægriöflin voru bakhjarl Davíðs Ólafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsins sagði kjör Davíðs Oddssonar skapa miklar breytingar. „Um leið og honum er persónulega óskað til hamingju, þá er ljóst að hörðustu hægriöflin í Sjálf- stæðisflokknum voru bakhjarlinn í liðssveit Davíðs. Þorsteinn Pálsson höfðaði til miðjunnar í sinni setning- arræðu. Þeim boðskap var hafnað í formannskjörinu," sagði Ólafur. Hann sagði línumar í íslenskum stjórnmálum hafa orðið skarpari við formannsskiptin. „Þegar fulltrúi hörðustu hægriaflanna í Sjálfstæðis- flokknum tekur við formennskunni duga engin vettlingatök hjá vinstri mönnum á Islandi. Nú þarf hver og einn vinstri sinni að meta hveijum sé best trystandi til að vera það mótvægi sem þarf. Á fundi frambjóðenda Alþýðu- bandalagsins, sem haldinn var um síðustu helgi, þar sem við gengum frá kosningastefnuskrá okkar, var ákveðið að við erum reiðubúin að veita öljum okkar kröftum til að vera þetta mótvægi. Það þarf að koma í veg fyrir það að harða hægri klíkan í Sjálfstæðisflokknum fái að leika sér með ísland," sagði Ólafur Ragnar Grímsson. „Afdrifarík stefna til hægri“ Júlíus Sólnes formaður Borgara- flokksins sagði: „Ég tel að Sjálfstæð- isflokkurinn hafi þarna eignast mjög mikilsvirtan og dugmikinn leiðtoga og tel að þama verði mjög sterk forysta. Hins vegar er ég þeirrar skoð- unar að flokkurinn hafi um leið tekið afdrifaríka stefnu til hægri í stjórn- málum og óttast að flokkurinn muni nú aðhyllast harðneskjulega pen- ingamálastefnu í pólitík. Maður hlýt- ur að líta svo á að landsfundurinn hafi í raun hafnað þeirri hugmynd fráfarandi formanns að sækja inn að miðjunni og taka upp stefnu í meiri átt til fijálslyndis og mannúðar en verið hefur, en það var reyndar kjörorð landsfundarins. Við lítum svo á að það sé þeim mun meiri þörf fyrir fijálslynda hreyfmgu á hægri vængnum til þess að veita þessum nýja hægriflokki visst aðhald. Það er ljóst að nýi formaðurinn hefur öðruvísi stíl en sá fyrri og kann það að hafa áhrif á kosninga- baráttuna. Það verður líka að taka mið af þeim straumhvörfum sem orðið hafa, menn hljóta að hafa skoð- un á þeirri nýju hægristefnu sem þarna kemur fram. Þetta er raunar rnjög í anda þess sem ég hef verið að spá um þróun íslenskra stjórn- mála, að hér muni myndast harður hægriflokkur, stór fijálslyndur flokk- ur á miðjunni eða hægra megin við hana og síðan einn jafnaðarmanna- flokkur,“ sagði Júlíus. „Davíð óreyndur í Iandsmálastarfi" * - „Ég sé ekki á þessari stundu að þetta breyti miklu. Okkur finnst þetta fyrst og fremst vera innanhúss- mál Sjálfstæðis- flokksins,“ sagði Málmfríður Sigurð- ardóttir þingkona Samtaka um kvennalista. „Það má búast við ein- hveijum breýting- um á áherslum. Það hefur ekki reynt á Davíð Oddsson í landsmálastarfi, því hann hefur í rauninni verið alls ráðandi á sínum vettvangi og innan- um jábræður. Maður spyr sig að því hvernig honum muni gánga að sætta sjónarmið innan síns eigin flokks og hvernig honum muni ganga sam- starfið við aðra flokka þar sem alltaf þurfa að koma til málamiðlanir og samkomulag. Það er líka mikil spurn- ing hvemig þessi eindregna Reykjavíkurforysta leggst í fólkið á landsbyggðinni og fulltrúa þess og hvernig það samstarf gengur. Burt- séð frá þessu, hefur það alltaf verið mér umhugsunarefni hrópið á ein- hvern sterkan leiðtoga í Sjálfstæðis- flokknum, ekki síst í ljósi þess að Sjálfstæðisflokkurinn lítur á sig sem mikinn lýðræðisflokk. Það er eins og menn telja hann ekki geta þrifist nema hafa einhvern sterkan leiðtoga. Við höfum ekki reynslu af sam- starfi við þessa nýju forystu. Við höfðum ekkert nema gott um forystu Þorsteins Pálssonar að segja í þeim stjórnarmyndunarviðræðum sem við áttum við hann. Hann kom drengi- lega fram við okkur. Við sjáum ekki ástæðu til að vænta annars af hinni nýju forystu,“ sagði Málmfríður. Olíuverð á Rotterdam-markaði, síðustu tíu vikur, 28. des. - 8. mars, dollarar hvert tonn ■ Á FUNDI hreppsnefndar Gerðahrepps 27. febr. 1991 var samþykkt að senda Alþingi og ríkisstjórn áskorun um tafarlaus kaup á björgunarþyrlu fyrir Land- helgisgæsluna. 20. febrúar sl. varð mannbjörg þegar Steindór GK frá Garði strandaði við Krísuvíkur- bjarg. Atvikið minnti okkur áþreif- anlega á hve mikilvæg björgunar- þyrla er fyrir sjómenn okkar og aðra þá sem í alvarlegum nauðum geta lent. Væntum að tekið verði stríix á málinu og jákvæð af- greiðsla fáist, segir í frgttatilkynn-' ingu Gerðahrepps.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.