Morgunblaðið - 12.03.1991, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 12.03.1991, Blaðsíða 51
MÖRGÚtíBLAÐIÐ ÞRIÐJÚÚÁGUR tó MÁRZ 1991 51 Minning: Sigrún Helgadótt- ir frá Grímsey Fædd 8. október 1920 þeim systrum, móður minni, Dáin 2. desember 1990 Guðnýju, og Sigrúnu. Síðustu árin sem móðir min lifði og eftir lát hennar, sýndi Sigrún, eins og svo oft áður, hvern mann hún hafði að geyma. Hún var boðin og búin til að vinna öll þau verk sem inna þurfti af hendi og má segja að hún hafi gengið okkur systkinunum í móður stað. Það' er ekki hægt að minnast Sigrúnar án þess að geta um laufa- brauðið hennar og kleinurnar, já, og yfirleitt allt sem hún fór höndum um. Allt var þar fyrsta flokks og varla hægt að gera betur. Eftir að ég hóf búskap og eignað- ist börn var það sama uppi á ten- ingnum og áður. Hún var vakin og sofin yfir veíferð fjölskyldu minnar. Kannski hef ég notið einhverra forréttinda hjá frænku minni, þar sem ég bar nafn hennar. Ég held þó ekki. Hún var svona við alla, sem henni kynntust. Ég vil að leiðarlokum þakka Sig- rúnu frænku fyrir allt það sem hún gerði fyrir mig, fjölskyldu mína, föður minn og systkini. Ég veit og trúi því að það hefur verið tekið 'vel á móti henni og bið henni blessunar Guðs um alla eilífð. Sigrún Stefánsdóttir Jónas Sigfús- son - Kveðjuorð Þótt nokkuð sé liðið síðan Sigrún frænka mín lést, langar mig að minnast hennar nokkrum orðum. Hún var ein af 14 bömum hjónanna á Borgum í Grímsey, Guðrúnar Pálínu Sigfúsdóttur og Helga Ólafs- sonar smiðs. Hún fór ung að heiman og bjó m.a. á Akureyri um árabil og þang- að fluttu foreldrar hennar, er þau brugðu búi í Grímsey og voru í skjóli hennar síðustu æviárin. Þá eins og alltaf sýndi Sigrún þá fórn- arlund, sem var einkennandi fyrir líf hennar og starf. Ég kynntist henni ekki fyrr en hún flytur til Reykjavíkur og fer að vinna á Vífilsstöðum, þar sem hún vann til margra ára. Þá var hún tíður gestur á æskuheimili mínu, enda var mjög kært með Fæddur 25. apríl 1972 Dáinn 25. nóvember 1990 Mig langar að minnast í örfáum orðum Jónasar Sigfússonar frá Gröf í Víðidal, sem fórst með bátnum Jóhannesi HU 25. nóvember sl. Þegar ég frétti að það væru Jónas og Dagbjartur, sem saknað var þennan dag, og búið væri að leita í nokkra tíma án árangurs, lifði maður í voninni. Við vonuðum öll að betur hefði farið en á horfðist. Mér varð hugsað til þess að ekki var slæmt í sjóinn, það væri björg- unarbátur um borð og aftur og aft- ur bað ég til Guðs. Er tíminn leið og búið var að margleita svæðið, varð maður að trúa því sem gerst hafði, þótt sárt væri að horfa á orðinn hlut. Ein- hvern veginn varð maður á þeirri stundu að sætta sig við þá sorglegu staðreynd að þeir kæmu ekki aftur úr þessari veiðiferð. Jónas kæmi ekki aftur í heimsókn. Og maður spurði sjálfan sig: Hvað kom til að Jónas fór með í róður? Hann hafði ekki farið með Dagbjarti á sjó lengi, en vonaðist til að fá pláss hjá honum í vetur. Kvöldið áður höfðum við farið sam- an í fótbolta líkt og við gerðum reglulega. Þá ræddum við um Reykjavíkurferð sem stóð fyrir dyr- um eftir tvo daga og það verk sem við vorum búnir að taka að okkur fyrir sunnan. Hann talaði um að kaupa sér bifreið, sem hann var búinn að safna sér fyrir, áður en haldið yrði norður aftur. Ekki minntist hann orði á að hann ætl- aði á sjóinn fyrir suðurferðina. En þama sýndi hann á sinn hátt hversu bóngóður hann var alla tíð og alltaf tilbúinn að bjarga málum, oft með stuttum fyrirvara. Þennan eigin- leika þekkti ég vel sem nágranni hans. Og þess vegna var hann á sjó þennan dag. Jónas var fæddur og uppalinn í sveit og vildi helst hvergi annars staðar vera, þótt hann væri farinn að stunda sjóinn æ meira í seinni tíð. í sveitinni vildi hann búa. Hann hafði gaman af veiðum og ungur fór hann að vitja um net í Hópinu, ganga til ijúpna í fjallinu og huga að gæsum. A veturna veiddi hann mink í gildrur, sem hann smíðaði sjálfur og veiðinn var hann jafnan. Þrátt fyrir ungan aldur var hann orðinn talsvert vön grenjaskytta. Hann fékk ungur að fara með eldri bræðrum sínum á greni og lærði af þeim. Jónas hafði gaman af íþróttum og þö sérstaklega fótbolta. Hann var virkur félagi í ungmenna- félagi sveitarinnar, léttur á fæti og kvikur. Hann átti auðvelt með að drífa menn áfram ef á móti blés og kunni að taka sigri jafnt og ósigri. Þannig koma minningarnar fram í hugann aftur og aftur, því Jónas skildi þær svo margar eftir. Þær geymast í huga samferða- manna hans. Já, minningar munu lifa um góðan dreng, sem átti svo margt eftir ógert — dreng sem fór allt, allt of snemma frá okkur. Hans er og verður sárt saknað. Ég vil svo enda þessi fátæklegu skrif mín á því að votta foreldrum hans, systkinum og frændsystkin- um hans djúpa samúð mína. Megi góður Guð styrkja þau og varðveita. Ólafur Benediktsson t Eiginmaður minn, lést 11. mars. Fyrir hönd fjölskyldunnar, TEITUR FINNBOGASON, Háteigi, Háteigsvegi 36, Guðný Ó. Halldórsdóttir. t Eiginmaður minn, JÓHANN LÁRUSSON, Jörundarholti 224, Akranesi, andaðist í Sjúkrahúsi Akraness þann 8. mars. Fyrir hönd aðstandenda, Svanheiður Friðþjófsdóttir. t Bálför móður minnar, tengdamóðir og ömmu, SIGRÍÐAR FAABERG, Laufásvegi 66, hefur farið fram í kyrrþey að ósk hennar. Við þökkum innilega fyrir samúðarkveðjur og sérstaklega starfs- fólki á hjartadeild Landspítalans fyrir hlýju og hjúkrun í veikindum hennar. Asta Faaberg, Arni Kristinsson, Gísli Þór Jónsson. t Ástkær móðir min, sambýliskona og systir okkar, JÓHANNA KRISTÍN YNGVADÓTTIR (HRAUNFJÖRÐ) listmálari, Heimahvammi, Blesugróf, lést þann 10. mars sl. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Björg ívarsdóttir, Matthías Fagerholm. og systkini hinnar látnu. t Konan mín, HJÖRDÍS TRYGGVADÓTTIR KVARAN, andaðist 6. mars á heimili sínu, Ketilsbraut 23, Húsavík. Jarðarförin fer fram frá Húsavíkurkirkju fimmtudaginn 14. þessa mánaðar kl. 14.00. Finnur Kristjánsson. t Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, HREIÐAR SVAN JÓNSSON múrari, Skeljagranda 2, Reykjavík, sem lést 2. mars sl., verður jarðsunginn frá Langholtskirkju þriðju- daginn 12. mars kl. 13.30. Jóna Lára Pétursdóttir, Lilja Margrét Hreiðarsdóttir, Guðný Baldursdóttir, Guðný Rut Hreiðarsdóttir, Steinunn Baldursdóttir, Sigurbjörg Kolbrún Hreiðarsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, STEFÁN HELGI HALLDÓRSSON frá Króki, Laugabrekku 19, Húsavík, verður jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 16. mars kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Áslaug K. Georgsdóttir, Jóhanna Stefánsdóttir, Sigurgeir Harðarson og barnabörn. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN GUNNARSSON, Þverá, verður jarðsungirln frá Miklaholtskirkju laugardaginn 16. mars kl. 14.00. Kristín Þorleifsdóttir, Ásgeir Gunnar Jónsson, Guðrún Gunnarsdóttir, Guðmundur Jónsson, Halldór Jónsson, Áslaug Guðmundsdóttir, Sigurður Jónsson, Berglind Birgisdóttir, Súsana Jónsdóttir, Sólveig Gyða Jónsdóttir, og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, FINNBOGA VALDIMARSSONAR, Hverfisgötu 87, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks öldrunardeildar Landspítalans, Hátúni 10b, og heimahlynningar Krabbameinsfélagsins. Magnea Árnadóttir, Árni Finnbogason, Margrét Bjarnadóttir, Ingibjörg Finnbogadóttir, Sigurjón Ingvason, Sigríður Finnbogadóttir, Ármann Jónasson, Guðrún Finnbogadóttir, Júlíus ívarsson, barnabörn og barnabarnabarn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður og ömmu, GUÐRÚNAR K. PÉTURSDÓTTUR. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar 13 á Landspítalanum. Pétur Steingrfmsson, Sigurveig Sigtryggsdóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför bróður okkar, GUÐMUNDAR BETÚELSSONAR frá Kaldá, Önundarfirði. Guð blessi ykkur öll. Systkini hins látna. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður minnar, fósturmóður og tengdamóður, SIGRÍÐAR JENNÝAR SKAGAN. María Skagan, Sigríður Lister, Kenneth Lister.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.