Morgunblaðið - 12.03.1991, Side 21

Morgunblaðið - 12.03.1991, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1991 21 Alyktun 29. landsfundar Sjálfstæðisflokksins um utanríkismál: Staðfesta NATO-ríkja skilaði árangri I ALYKTUN 29. landsfundar Sjálfstæðisflokksins uni utanríkis- niál segir að frá því að Islending- ar í upphafi seinni heimsstyrjald- ar hafi verið knúnir til að taka utanríkismálin í eigin helndur hafi utanríkisstefna þjóðarinnar ávallt tekið mið af landfræðileg- um, sögulegum og pólitískum for- sendum, sem íslendingar liafi litlu um ráðið. Markmið uLmríkis- stefnunnar hafi ávallt verið að tryggja frelsi og sjálfsákvörðun- arrétt þjóðarinnar, vinna að frið- samlegum samskiptum ríkja og tryggja öryggi og frið í okkar heimshluta. Sjálfstæðisflokkurinn hafi haft forystu um mörkun þeirrar utanríkis- stefnu sem varð til á fyrstu árum lýðveldisins og feli í sér áherslu á varnarsamstarf vestrænna lýðræð- isríkja, aðild að Sameinuðu þjóðun- um, samstarf við aðrar Norðurlanda- þjóðir og fríverslun í alþjóðlegum viðskiptum. Rakið er að undanfarin 2-3 ár hafi orðið gífurlegar breytingar í samskiptum austurs og vesturs. Hver- þjóðin á fætur annarri hafi losnað undan viðjum kommúnismans í A- Evrópu og athyglisvert sé að þar sem ftjálsar kosningar hafi farið fram í þessum löndum hafi sjónarmið ftjáls- lyndra og borgaralega sinnaðra flokka hvarvetna náð mestu fylgi. Sameiningu Þýskalands, sjálfstæði Ungvetjalands, Tékkóslóvakíu og Póllands hafi fylgt stórkostlegur ár- angur í samningaviðræðum austurs og vesturs um samdrátt hefðbundins herafla í Evrópu. Skilyrði hafi skap- ast fyrir stórbættri sambúð og ná- inni efnahagslegri samvinnu ríkja í okkar heimshluta og stafi sá árangur , öðru fremur af staðfestu ríkja Atl- antshafsbandalagsins sem hvergi hafi hvikað frá markaðri stefnu í öryggismálum en einnig hafi efna- hagslegar forsendur neytt stjórnvöld til að losa um tökin og breyta um stefnu gagnvart þeim löndum sem þeir lögðu undir sig eftir lok heims- styijaldarinnar. Það sé vonandi til marks um farsælar lyktir kalda stríðsins að Varsjárvbandalagið hafi nú verið lagt niður. Þó hljóti nylegir atburðir að vera mönnum til umhugs- unar um nauðsyn traustra varna og samstöðu vestrænna lýðræðisríkja. I fyrsta lagi beri að nefna stríðið fyrir botni Persaflóa, sem Saddam Hussein hafi blásið til þegar hann ruddist með herlið sitt inn í Kúvæt. Þetta hafi leitt til þess að ríki Sam- einuðu þjóðanna hafi ekki átt um annað að ræða en að beita íraka valdi. í öðru lagi er bent á að ofbeldis- verk sovéskra hermanna í Eystra- saltsríkjunum undanfarnar vikur hafi skapað nokkra óvissu í viðræðum við Sovétmenn um nýja skipan öryggis- mála í Evrópu. Rakinn er mikill og eindreginn stuðningur Islendinga við sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóða og sú stefna sjálfstæðismanna árétt- uð að íslendingar taki upp fullt stjórnmálasamband við ríkin þtjú jafnskjótt og færi gefst. Þá segir að ofbeldi Sovéthersins í Eystrasalts- ríkjunum, fregnir af brotum gegn nýlega gerðum samningum um af- vopnun og áframhaldandi hernaðar- uppbygging á Kóla-skaga, geri að verkum að íslendingar eins og aðrar vestrænar þjóðir hljóti að fara að öllu með gát í samskiptum við so- véska heimsveldið. Sjálfstæðismenn leggi sem fyrr áherslu á pólitíska samstöðu ríkja Atlantshafsbanda- lagsins og að öll skref sem stigin eru í varnar- og öryggismálum verði tek- in í samræmi við markaða stefnu bandalagsins. Með samdrætti hetja í Evrópu kunni gildi samgönguleiðar- innar yfir Atlantshaf að aukast fyrir varnir ríkja V-Evrópu. Otímabærar og illa grundaðar hugmyndir um „afvopnun á höfunum" geti skaðað hagsmuni ríkja bandalagsins sem eigi allt undir öruggum sjóflutning- um. Aðild að EB ekki útilokuð Þá segir að hugsanlegt sé að samningar um EES verði ekki annað en aðlögunarsamningur EFTA-ríkj- anna að EB. íslendingar verði að marka sér stefnu um það hve langt þeir vilji ganga með ríkjum EFTA í þessu efni. Ríkisstjórnin hafi enga ákveðna stefnu heldur láti reka á reiðanuni'enda sé mikill ágreiningur innan stjórnarliðsins um afstöðu til annarra ríkja og einangrunarstefna sé landlæg í Framsóknarrflokki og Alþýðubandalagi. Sjálfstæðismenn telja að íslendingar eigi samleið með öðrum EFTA-ríkjum um þátttöku í evrópsku efnahagssvæði að því til- skildu að samningar takist um hindr- unarlaus viðskipti með sjávarafurðir. Ef viðhlítandi samningar takast ekki um hindrunarlaus viðskipti með sjáv- arafurðir leggja sjálfstæðismenn áherslu á að Islendingar leitist við að ná fram þessiim markmiðum eftir öðrum leiðum. íslendingar eigi ekki fremur en aðrar Evrópuþjóðir að úti- loka fyrirfram að til aðildar geti kom- ið að Evrópubandalaginu.. Viðfangs- efnið sé að tryggja þjóðinni efna- hagslega farsæld í framtíðinni og sjá til þess að sjálfstæði og sjálfsákvörð- unarréttur landsins skuli ávallt tryggður ásamt fullri stjórn á auð- lindum landsins. VIRÐISAUKASKATTUR Endurgreiðsla virðisaukaskatts til íbúðarbyggjenda Hvað er endurgreitt? Virðisaukaskattur af vinnu manna við íbúðarhúsnæði er endurgreiddur: • Byggjendur íbúðarhúsnæðis geta fengið endurgreiddan þann virðisaukaskatt sem þeir greiða vegna vinnu manna á byggingarstað hússins. •Eigendur íbúðarhúsnæðis geta fengið endurgreiddan þann virðisaukaskatt sem þeir greiða vegna vinnu manna við viðhald og endurbætur íbúðarhúsnæðis síns. • Þeir sem framleiða íbúðarhús í verk- smiðju hér á landi geta fengið endur- greiddan hluta virðisaukaskatts af söluverði húsanna. Sérstaklega skal tekið fram að hvorki er endurgreiddur virðisaukaskattur vegna tækjavinnu né af efni sem notað er til byggingarframkvæmda. Endurgreiðslubeiðni Sækja skal um endurgreiðslu á sér- stökum eyðublöðum til skattstjóra í því umdæmi sem umsækjandi á lögheimili. Eyðublöðin eru: • RSK 10.17: Bygging íbúðarhúsnæðis til sölu eða leigu.- • RSK 10.18: Bygging, endurbætur og viðhald íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Athygli skal vakin á því að frumrit sölureiknings skal fylgja umsókn um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna endurbóta og viðhalds. Vegna ný- byggingar verður umsækjandi að geta lagtfram umbeðin gögn, t.d. sölu- reikninga þar sem skýrt kemur fram hver vinnuþátturinn er og að vinnan sé unnin á byggingarstað. Uppgjörstímabil Hvert uppgjörstímabil ertveir mánuðir: janúar og febrúar, mars og apríl, maí og júní, júlí og ágúst, september og október, nóvember og desember. Skiladagur Endurgreiðslubeiðni skal berast skatt- stjóra fyrir 15. dag næsta mánaðar eftir að uppgjörstímabili lýkur. Hvenær er endurgreitt? Hafi beiðni um endurgreiðslu verið skilað á tilskildum tíma skal endur- greiðslan fara fram eigi síðar en 5. dag næsta mánaðar eftir skiladag vegna nýbygginga og eigi síðar en 20. dag næsta mánaðar eftir skiladag vegna endurbóta og viðhalds. RSK RIKISSKATTSTJORI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.