Morgunblaðið - 12.03.1991, Page 19

Morgunblaðið - 12.03.1991, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1991 19 hlutdeild ríkisins í kostnaði við sam- eiginleg mannvirki verði að fullu lok- ið á árinu 1993. íþróttahús í öll byggðarlög þar sem þau vautar Nokkrar umræður urðu um álykt- un um íþrótta-, æskulýðs- og tóm- stundamál. Allmargir landsfundar- fulltrúar stóðu að breytingartillögu um að felldur yrði út kafli þar meðal annars sagði að Sjálfstæðisflokkur- inn leggi til að sérstakt átak verði gert á landinu til að reisa íþróttahús í öllum byggðarlögum landsins þar sem engin slík aðstaða sé fyrir hendi. Flutningsmenn breytingatillögunnar töldu þessa málsgrein í mótsögn við aðrar ályktanir um samdrátt í ríkis- útgjöldum en breytingartillagan var felld með miklum meirihluta at- kvæða. í ályktuninni segir einnig meðal annars að málefnum íþrótta- og æsk- ulýðshreyfinga sé nú sem fyrr best fyrir komið í höndum íþrótta- og æskulýðssamtaka í landinu. Hvatt er til átaks gegn fíkni- og vímuefna- notkun. Afreksmönnum í iþróttum verði tryggð aðstaða til að fylgja eftir góðum árangri án þess að skað- ast ijárhagslega. Greiðslur í lífeyrissjóði verði skattlausar í ályktun um heilbrigðis- og trygg- ingamál segir meðal annars að lands- fundur Sjálfstæðisflokksins vilji tryggja að sjálfsagður réttur til heil- brigðisþjónustu verði ekki háður mið- stýringu og afkomu ríkisrekstursins hvetju sinni. Sjálfstæðisflokkurinn vilji endurvekja sjúkratryggingar fyrir almenning sem verði starfrækt- ar í stærri rekstrareininugm en var ! á tímum sjúkrasamlaganna. Iðgjald, sem verði tekjutengt, innheimtist | sem hluti af sköttum og skatthlut- fall lækki sem nemur hlutfalli ið- gjalds. Réttindi til þjónustu verði óháð tekjum. Nauðsynlegt sé að skoða launamál og menntun heilbrigðisstétta til að tryggja nægilegt framboð á hæfu starfsfólki í öllum greinum heilbrigð- isþjónustu. Vinna þurfi að víðtækri breytingu á lífeyriskerfi landsmanna þar sem eftirtalin atriði verði höfð að leiðarljósi: Einstaklingum verði fijálst að ávaxta lífeyri hjá hverjum þeim aðila sem til þess verður viður- kenndur og ítrekar fundurinn and- stöðu við hugmyndina um einn lífeyr- issjóð fyrir alla landsmenn. Lífeyris- eign megi skipta í séreign, sem hægt verði að taka út á tilteknum ára- ijölda, og sameign, til þess að mæta lífeyri hjá þeim sem lifa lengur eða búa við skerta starfsorku og til að mæta maka- ög barnalífeyri. Greiðsl- ur i lífeyrissjóð verði skattlausar en greiðslur úr sjóðum verði skattlagðar sem tekjur. Ellilífeyrir almanna- trygginga verði grunnlífeyrir sem greiðist án tillits til annarra tekna. Fundurinn styður hugmyndir um að flytja slysatryggingar frá Trygging- astofnun ríkisins til tryggingafélaga. Byggð með byggð í byggðamálaályktun er lögð áhersla á að ein þjóð búi í landinu. Hafnað er rökleysu annarra stjórn- málaflokka sem í málflutningi sínum etji fólki samari eftir búsetu eða stétt. Borgin og landsbyggðin eigi að styðja hver aðra, vaxa og dafna sam- an. Ný byggðastefna Sjálfstæð- isflokksins borgi sig fyrir þjóðarbúið. Hagkvæmni hennar felist í að bæta atvinnuumhverfi í landinu, nýta vel auðlindir og mannvirki þjóðarinnar og draga úr kostnaði sem hljótist af miklum aðflutningum fólks til höfuð- borgarsvæðisins. Byggðaþróun verði sem jöfnust og hagkvæmust fyrir þjóðarheildina. Atvinnulífi i landinu verði búin eðlileg rekstrarskilyrði svo að fyrirtæki geti skilað arði. Iðnaður og þjónustugreinar dafni á lands- byggðinni við hlið sjávarútvegs og landbúnaðar. Vaxtarsvæði á lands- byggðinni eflist. Með því sé.átt við að þéttbýlisstaðir og sveitir tengist með daglegum öruggum samgöngum og myndi samfelld atvinnu- og þjón- ustusvæði. Hafnað er kostnaðarsöm- um pólitískum handahófslausnum núverandi stjórnvalda sem ekki hafi skilað árangri. Flokkurinn vill að opinberir aðilar og stofnanir þeirra stuðli að því að lífskjör verði sem jöfnust hvar sem menn búa á landinu. .V/7 í,J > f /, '' m m //:.;.;. •7//;::.". . ••■;. • •■•■ ■ '. .... ' • ■ ' ' '...' :... ' • - ." .... ' . ... . ...." .... '. ......" .....'. ■ ■ ' " ' 11 >11 r, !}H% Jt 1 t'\ t 1 ‘•‘‘i I liiiji :ÍM jlliilliii 'Éil I ÍÉIiilljt fí IWB í « 1 f /!;■ i'/"iii‘t I, !, 1', ’ 1 ■;, u v' ■kí;.; Wmm • ..• ... ..• ...'• .••••:.• . '/VV,'/': /:■'■ / ' mikWMÍÍllÍlí /V///://////: ; /■ ■. :/-.//:///:///:./■:/.'// //':/../:/;•: 7/;/// *. ;*;: :.:/.* /:.*;’ •: .*/ *: / *:. ://:/:///:///:/:///;//: •.:•;•:• Wi:0iijijj:jj /7///77///7//V//7 Íji0ij0i:ji:0;;iij ://////:///://:////////////:/ PPVMIm '‘íáWÍÍilmiM • ■';■': :/•'/', ■/■7;''7.';':::;://•;/:;./7 Pantanir berist í síðasta lagi 15. mars til Agnesar Vilhelmsdóttur hjá Innkaupastofnun ríkisins Borgartúni 7, s; 91-26844 1 mmsm ... Tölvukaup hf. Skeifurmi 17 sími 687220 fax 687260 ' 'i i J " t' 'h ! i ' U,i!<-! t1 i " i ■! . //•://.:;.. //;' ://///;//:/://;7. • • . .':• ; " : 2111 • /.*/•' 7.**'.7 *: 7 */ * /.-* • / .*:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.