Morgunblaðið - 12.03.1991, Side 60

Morgunblaðið - 12.03.1991, Side 60
ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1991 VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR. Samþykkt verði kaup á nýrri þyrlu ALLSHERJARNEFND Alþingis samþykkti á fundi sínum í gær einróma að leggja til að þings- ályktunartillaga Inga Björns Al- bertssonar um björgunarþyrlu verði samþykkt óbreytt. Tillaga Inga Björns er svohljóðandi: „Al- þingi ályktar að fela ríkisstjórn- inni að sjá til þess að á árinu 1991 verði gerður samningur um kaup á fullko/ninni björgunar- þyrlu fyrir Landhelgisgæsluna." Allsheijarnefnd kom saman til aukafundar um málið í gær og var álit nefndarinnar samþykkt ein- róma af öllum sjö nefndarmönnum. Þó skrifaði Jón Kristjánsson undir með fyrirvara, sem hann hyggst gera grein fyrir í umræðum þegar tillagan verður tekin fyrir í samein- uðu þingi. I nefndarálitinu kemur fram að umsagnir um tillöguna hafi borist frá Slysavarnafélagi íslands, Far- manna- og fiskimannasambandi ís- lands, Sjómannasambandi íslands, Flugmálastjórn, Flugbjörgunar- sveitinni í Reykjavík og Landhelgis- gæslu íslands. Morgunblaðið/KGA Þorsteinn Pálsson fráfarandi formaður Sjálfstæðisflokksins óskar Davíð Oddssyni nýkjörnum formanni flokksins til hamingju með kjörið. Milli þeirra stendur Gunnar Ragnars fundarstjóri á landsfundi flokksins. Davíð Oddsson kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins: Hljóp inn á flugbraut og tafði flugumferð MAÐUR hljóp inn á flugbraut á Reykjavíkurflugvelli um klukkan 19.30 í gærkvöldi og varð að stöðva flugumferð urn völlinn í um tíu mínútur af þeim sökum. Samkvæmt upplýsingum frá Flugturni var engin flugvél á flugbrautinni eða í lendingu þeg- ar atvikið varð og skapaðist því ekki bráð hætta af athæfi mannsins. A meðan beðið var eftir að lögregla fjarlægði manninn biðu tvær flugvélar eftir lendingar- leyfi og flugu í hringi á meðan. Lögregla brást skjótt við og hafði tekið manninn í sína vörslu innan tíu mínútna. Ekki í vafa um að flokkur- inn verði sterkari en áður • • Onnur sál og harðara yfirbragð, segir Þorsteinn Pálsson DAVIÐ Oddsson bar sigurorð af Þorsteini Pálssyni í formannskjöri í Sjálfstæðisflokknum á landsfundi flokksins á sunnudag. Hlaut Davíð 733 atkvæði af 1.388 eða 52,8%, en Þorsteinn Pálsson hlaut 651 atkvæði eða 46,9%. Friðrik Sophusson var kjörinn varaformaður flokksins með 998 atkvæðum af 1.314 eða 75,9%. Davíð Oddsson sagði við Morgun- blaðið að þar serh kosningabaráttan milli hans og Þorsteins Pálssonar hefði farið málefnalega og heiðar- lega fram, væri hann ekki í minnsta vafa um að þau sár sem kunni að hafa opnast grói fljótt og flokkurinn verði sterkari en nokkru sinni fyrr. „Ég fann það mjög glöggt á lands- fundinum að það er ekkert annað í huga fólks en að Sjálfstæðisflokk- urinn snúi sér sameinaður að and- stæðingunum," sagði Davíð. Hann sagðist áskilja sér rétt til að taka sér tíma til að setja mark sitt á flokkinn, en ætlaði ekki að geysast Ný flugstjórnarmiðstöð í Reykjavík: Áætlaður kostnaður um 500 milljónir kr. FJÁRHAGSNEFND Alþjóða flugmálastofnunarinnar (ICAO) sam- þykkti áætlanir Flugmálastjórnar um aukinn tækjakost og byggingu nýrrar flugstjórnarmiðstöðvar á Reykjavíkurflugvelli á fundi sínum í Montreal í Kanada í gær. Nefndin gerir ráð fyrir um 9 milljón dollara kostnaði vegna framkvæmdanna eða sem nemu um 515 millj- ónum króna. ICAO greiðir 82% kostnaðar í formi húsaleigu á 20 árum, en hlut- ur íslenska ríkisins er 18%. Heimild er fyrir framkvæmdunum á fjárlög- um og sagðist Steingrímur Sigfús- son samgönguráðheiTa vona að fyrsta skóflustungan yrði tekin á næstu vikum, því mikill vaxtar- broddur^væri samfara framkvæmd- unum. Áætáaður byggirtgartími er 12 mánuðir. Samgöngu- og fjár- málaráðuneyti taka endanlega ákvörðun um framhaldið á næstu dögum. Að sögn Hauks Haukssonar, að- stoðarflugmálastjóra, hefur málið verið í undirbúningi í fjögur til fimm ár, en flugumferð á svæðinu, sem Flugmálastjórn sinnir á norðan- verðu Atlantshafi, hefur aukist um 70% á tímabilinu og er nú um 70.000 flug á ári. Haukur sagði að þessi mikla umferð kallaði á aukinn mannafla og tækjakost, því kerfið væri sprungið og framkvæmdirnar nauðsynlegar til að halda starfinu áfram. Haukur sagði að nýtt sjálfvirkni- kerfi yrði sett upp í lok ársins og væri æskilegt að setja það upp strax í nýju byggingunni. Því þyrftu framkvæmdir að heijast sem allra fyrst. „Þetta er arðbær verktaka- starfsemi, sem skilar gjaldeyri inn í landið og er farvegur fyrir mikla uppbyggingu á tækniþekkingu hér á landi,“ sagði Haukur. þar fram með fyrirgangi, heldur fara með löndum og njóta krafta og ráða þeirra sem fyrir eru og vel þekkja til. Þorsteinn Pálsson sagði við Morgunblaðið, að vinnubrögð í kringum framboð Davíðs, væru þess eðlis að niðurstaða formanns- kjörsins hljóti að túlkast sem ósk landsfundarins um harðara yfir- bragð á Sjálfstæðisflokknum en áður. Þetta væri svolítið önnur sál, en þekkst jiefði í flokknum fram til þessa. „Ég taldi að ég hefði ver- ið búinn að byggja flokkinn.upp í mjög góða stöðu, bæði með því að samræma sundruð öfl og skila um margra missera skeið bestu niður- stöðunum í skoðanakönnunum, sem við höfum fengið, þannig að ég er mjög sáttur við þá stöðu Sjálfstæð- isflokksins sem ég skil við,“ sagði Þorsteinn. Friðrik Sophusson sagði við Morgunblaðið að það hefði verið óvænt staða fyrir hann, jafnt sem aðra, að leitað var til hans í vara- formannskjöri. „Ég býst við að sá mikli stuðningur sem ég hlaut, sé fyi'st og fremst vegna þess að menn telja að ég, vegna reynslu minnar og hvað ég þekki vel til í flokknum, geti hjálpað til við að búa um þau sár sem kannski verða að loknu þessu formannskjöri," sagði Frið- rik. í miðstjórnarkjöri á landsfundi Sjálfstæðisflokksins fékk Þorgrím- ur Daníelsson bóndi og guðfræði- nemi á Tannastöðum, Vestur- Húnavatnssýslu, flest atkvæði eða 888. Þuríður Pálsdóttir yfirkennari í Reykjavík fékk næst flest atkvæði eða 869. Af ellefu miðstjórnar- mönnum, sem kosnir voru á fundin- um, voru átta af landsbyggðinni. Sjá einnig bls. 2, 16-21, 24-25, miðopnu og 33. Hrefnu- og langreyða- veiðar verði leyfðar TIU nefndarmenn af fjórtán í sjávarútvegsnefndum beggja deilda Al- þingis leggja í dag fram þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að veiðar á hrefnu og langreyði verði teknar upp á ný hið fyrsta í sam- ræmi við niðurstöður vísindarannsókna Hafrannsóknastofnunar. Jón Sæmundur Siguijónsson, einn flutningsmanna tillögunnar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að tillagan væri lögð fram nú vegna þess að beðið hefði verið eftir að vísindanefnd Alþjóða hvalveiðiráðs- ins kæmi saman í Reykjavík í síðustu viku og staðfesti niðurstöður um ástand langreyðastofnsins. Aðrir flutningsmenn tillögunnar eru Stefán Guðmundsson, Kristinn Pétursson, Alexander Sþefánsson, Halldór Blöndal, Guðni Ágústsson, Matthías Bjarnason, Karvel Pálma- son, Guðmundur H. Garðarsson og Jóhann Einvarðsson. Jón Sæmundur sagði ekki ljóst hvort tillagan fengist afgreidd fyrir þinglausnir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.