Morgunblaðið - 20.08.1991, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1991
19
Tíminn verður ekki stöðvaður
segir Aleksander Kan sagnfræðiprófessor
„Það er ekki hægt að stöðva
tímann eða seinka honum. Ef
hinir nýju valdhafar ná að festa
sig í sessi komast þeir ekki hjá
því að framkvæmda margt að
því sem Gorbatsjov hefur boð-
að,“ segir Aleksander Kan pró-
fessor í sagnfræði við Uppsalahá-
skóla. Kan var einn helsti sér-
fræðingur um sögu Norðurlanda
við sovétsku vísindaakademína á
árunum 1960-86. Fyrir bænir
forsætisráðherra Noregs og
Svíþjóðar leyfði Gorbatsjov Kan
og fjölskylda hans að flytjast frá
Sovétríkjunum.
Síðastliðinn laugardag hélt pró-
fessor _Kan fyrirlestur í Þjóðskjala-
safni Islands um ástandið í Sov-
étríkjunum; hvort ríkjasambandið
væri að liðast í sundur. Þá lét Kan
í ljós vonir um að Sovétríkin, a.m.k.
Rússland og flest lýðveldin þróuð-
ust í átt til lýðræðis og blandaðs
hagkerfis eftir sósíal- demókratísk-
um leiðum. Fyrirlesari benti einnig
á þann möguleika að Gorbatsjov
kynni að fatast flugið.
Morgunblaðið náði tali af Kan
um hádegisbilið í gær þar sem hann
sat þing norrænna sagnfræðinga
um stjórnmálasögu austur á Laug-
arvatni. Prófessorinn sagði fréttirn-
ar enn vera óljósar en taldi athyglis-
vert Gorbatsjov hefði sjálfur skipað
þá menn sem nú virtust hafa velt
honum úr sessi. Þetta væru herfor-
ingar, skriffínnar og fulltrúar mið-
stýringar sem vildu halda í sín völd.
Menn sem teldu flokkskerfið ekki
vera dautt úr öllúm æðum.
Þegar Kan var spurður hvort
hann teldi að verið væri að snúa
aftur til eldri stjórnarhátta kvaðst
hann telja að tímanum yrði ekki
seinkað. Það væri enn von og mögu-
leiki, að verkföll og mótspyrna al-
mennings brytu þessa valdatöku á
bak aftur. Slíkt myndi fyrst og
fremst styrkja Jeltsín.
Hann var þá inntur eftir því hvað
hann teldi að gerðist, ef nýjum vald-
höfum tækist að sitja í valdastólum?
Hann sagði að í fyrsta lagi myndu
valdhafar þá reyna að róa vestrið,
sannfæra það um að Sovétríkin
myndu st'anda við sáttmála og
skuldbindingar. í öðru lagi yrði
reynt að friða almenning heima
fyrir með „vinsælum ráðstöfunum",
t.a.m. með auknu vöru- og matar-
framboði.
Prófessor Kan sagði mönnum
Óhugsandi væri að endurreisa hann
eftir það sem á undan er gengið.
Hann sagði vitanlega óljóst enn hver
yrði framvinda mála. „Þeir þrír sem
hafa nú tekið við hafa ekki verið
neinir bardagamenn fyrir lýðræðinu.
Mér þykir mjög undarlegt að Jeltsín
hafi ekki verið tekinn úr umferð.
Hann hefur styrkt stöðu sína síðustu
mánuði um leið og Gorbasjov hefur
misst allan stuðning. Stefna Jeltsín
var að gera Rússland að þingbundnu
lýðræðisríki og það fór fyrir bijóstið
á mörgum valdamönnum. Það stóð
styrr um það í nefndinni sem var að
semja bandalagssáttmála lýðveld-
anna. Gorbatsjov samþykkti í orði
bandalag fullvalda ríkja en krafðist
samtímis að fulltrúarnir skrifuðu
undir að völdin væru^áfram í ráðu-
neytunum í Moskvu. Fyrir þá menn
sem tóku völdin nú var aðeins um
eitt að ræða; að skella á algerri ógn-
arstjóm strax og taka alla hugsan-
lega andstæðinga höndum. En þetta
gerðu þeir ekki og mér finnst frekar
ótrúlegt að þeir geti haldið völdum
lengi með byssustingjum. Mér þykir
líklegt að margir hugsi sem svo að
þetta skipti ekki öllu máli ef þeir fái
eitthvað að éta. Það skapast því ekki
þjóðareining gegn þessari nýju stjóm
í einu vetfangi," sagði Arnór Hanni-
balsson að lokum.
vera ljóst að gamla kerfið einfald-
lega virkaði ekki, skorturinn á mat-
og neysluvörum væri alkunnur.
Hann taldi því að hinir nýju valdhaf-
ar myndu fyrr en síðar reyna
„kínversku leiðina“; auka fijálsræði
í atvinnurekstri en herða tökin á
stjórnmálasviðinu. „Það er í fyrstu
yfirlýsingum sagt að verið sé að
forða stjórnleysi. Þarna er átt við
andkommúnismann í fjölmiðlum og
umræðuna um að flokkurinn og
flokkskerfið hafi staðnað. Þessi
valdataka á að sýna að kerfið er
ekki dautt úr öllum æðum.“
— Eiga þeir ekki við nýjan sam-
bandssáttmála Sovétríkjanna sem
Gorbatsjov ætlaði að undirrita?
„Það em takmörk fyrir því hvað
valdhafar geta barist við marga
andstæðinga," svaraði Kan. „Eg
held að þeim sé ekki önnur leið fær
en að undirrita sáttmálann. Það er
líka athugandi að hann er almennt
orðaður og mörg túlkunaratriði þar
að finna. En eins og ástandið er
núna er vafamál að fulltrúar lýð-
veldanna treysti sér til að skrifa
undir. Ráðamenn í lýðveldunum
standa miklu nær Gorbatsjov heldur
en nýju valdhöfunum. Sambands-
sáttmálinn er að miklu leyti sköpun-
arverk Gorbatsjovs og það hefði
með vissum hætti styrkt stöðu hans
að undirrita sáttmálann. Ef til vill
rændu þessir menn völdunum ein-
mitt núna vegna þess að þeir töldu
að það yrði erfiðara að velta Gorb-
atsjov úr sessi eftir undirritun,"
sagði prófessor Aleksander Kan.
Aleksander Kan
Morgunblaðið/Bjarni
LLSU
gw ai
_P Jj
Amerísk gæði, öryggi og þægindi eru aðalsmerki Jeep Cherokee. Þetta er btll sem
upplyllir ströngustu kröfur um góða aksturseiginleika; ijúfur og lipur sem fólksbíll
innanbæjar, viljugur, kröftugur og áreiðanlegur utanbæjar, í vegleysum eða ófærð.
Jeep hófu fyrstir framleiðslu á jeppum, fyrir fimmtíu árum, og í dag leiða þeir lest
allra þeirra sem fylgdu í kjölfarið. Það er óhætt að treysta leiðtoganum.
JEEP CHEROKEE, ÁRGERÐ 1991, FRÁ KR. 2.397.000,-
4.0 lítra, 6cyl. vél, 190hestöfl
Fjögurra þrepa sjáífskipting eöa fimm gíra með yfirgír.
Select-trac millikassi meö sjálfskiptingunni.
Læst mismunadrif aö aftan.
Styrkt fjöörun og höggdeyfar.
Rafdrifnar rúður.
Samlæsing huröa með fjarstýringu.
o.m.fl.
ftiÍilíÉi
NÝBÝLAVEGI 2 S 42600
'
' . • ..............................................................................................................................................................................................................................