Morgunblaðið - 20.12.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.12.1991, Blaðsíða 2
L MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1991 Heilbrigðisráðherra: Fæðingarheimilið fært til Landspítala Ekkert hefur enn verið ákveðið, segir stjórnarformaður Borgarspítalans FÆÐINGARHEIMILIÐ við Eiríksgötu verður fært frá Borgarspít- ala undir kvennadeild Landspítalans um áramót samkvæmt sam- komulagi heilbrigðisráðuneytisins og Reykjavíkurborgar, að sögn Sighvats Björgvinssonar heilbrigðisráðherra. Segir hann að viðræð- ur um hvernig þetta verði framkvæmt muni hefjast innan tíðar en miðað sé við að starfsemi heimilisins verði haldið óbreyttri þrátt fyrir tilflutninginn. Arni Sigfússon, borgarfulltrúi og formað- ur stjórnar Borgarspítalans, segir að ekkert hafi verið ákveðið um þetta af hálfu borgarinnar en stefnt sé að því að viðræður um málið hefjist milli jóla og nýárs og að af þessu geti hugsanlega orðið á næstu mánuðum. „Á fjárlögum er ekki gert ráð fyrir að Borgarspítalinn sinni rekstri Fæðingarheimilisins en við- ræður eru að hefjast við Landspít- alann um hvemig hann geti ann- ast reksturinn. Ég hef lýst því yfir að það eigi ekki að leggja Fæðing- arheimilið niður og hef fengið stuðning heilbrigðisráðherra við það. Þá stöndum við frammi fyrir því með hvaða hætti Landspítalinn getur sinnt þessari þjónustu og viljum við leggja áherslu á að með því yrði öryggið aukið vegna auk- innar hagræðingar. Ég tel því út í hött að hafna því að skoða þenn- an möguleika til hlítar. Hins vegar á Reykjavíkurborg húsið og því er eftir að semja um ýmsa hluti. Það hefur ekki verið tekin afstaða til þessa í borgarstjóm og ekki form- lega í stjóm sjúkrastofnana borg- arinnar," sagði Árni. Hann sagði öruggt að ekki yrði af sameiningu strax um áramót. „Ef af þessu verður þarf að tryggja málefni starfsmanna. Svona um- breyting á sér ekki stað nema að loknum viðræðum og að sá aðili sem er ábyrgur fyrir rekstrinum hafi samþykkt þetta en það er Reykjavíkurborg. Þetta hefur ekki verið rætt og verður ekki lokið fyrir áramót þó stefnt sé að því á næstu mánuðum,“ sagði hann. Davíð Á. Gunnarsson, forstjóri Ríkisspítalanna, segir að ráða- mönnum spítalans hafi verið kynnt þessi niðurstaða á þriðjudag. Og stefnt sé að því að Fæðingarheimil- ið verði tengt kvennadeild Land- spítalans um áramót við afgreiðslu íjárlaga á Alþingi. „Við erum að byija að skoða hvemig þetta verð- ur gert. Það verður að gerast í nánu samstarfí við Borgarspítal- ann og það starfsfólk sem þama vinnur,“ sagði Davíð. Kvaðst hann ekki treysta sér til að leggja mat á hvort starfsemi Fæðingarheimil- isins breyttist við þennan tilflutn- ing. „Við munum fyrst og fremst gæta þess að starfsfólkinu sé sýnd fyllsta nærgætni,“ sagði hann. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Jólasnjór í Eyjum Vestmannaeyj u m. TALSVERÐUM snjó kyngdi niður á stuttum tíma í Eyjum í fyrri- nótt. Þegar Eyjamenn vöknuðu í gærmorgnn var jafnfallinn 20 sentimetra snjór. Siyórinn var óvenju fallegur enda var blanka- Iogn í Eyjum og því sat snjórinn á girðingum, jólaskreytingum og jólatijám sem einskonar viðauki við jólaskrautið. Eyjamenn eru yfirleitt ekki fyrr en eftir jól þar sem hann hrifnir af snjónum en í gær töluðu fullkomnaði jólastemmninguna margir um að þeir vonuðust til sem nú væri komin í bæinn. að þennan snjó tæki ekki upp Grímur Vildi fá að leggja veg á Heklutind Rangárvallahreppur hafnaði beiðninni Selfossi. „Ég er viss um að þetta gæti orðið sama gullnáman og að- sóknin að Gullfossi og Geysi,“ sagði Sveinn Tyrfingsson í Lækjartúni um fyrirætlan sína en hreppsnefnd Rangárvalla- hrepps hafnaði erindi hans um leyfi til þess að leggja veg upp á Heklutind. Stöð 2 ætlar ekki að ger- ast hluthafí í nýju dagblaði / • Halldór Gunnar Ragnarsson Lést eftir umferðarslys ÍSLENSKA útvarpsfélagið, er rekur Stöð 2 og Bylgjuna, hefur ákveð- ið að leggja ekki hlutafé í stofnun nýs dagblaðs á vegum Nýmælis hf. og var ákvörðun þess efnis tekin á sljórnarfundi í vikunni. Hins veg- ar hefur félagið lagt fram hugmyndir um að tengjast Nýmæli með öðrum hætti. Gunnar Steinn Pálsson stjómarformaður Nýmælis segir að þetta séu vissulega vonbrigði fyrir félagið en hafi samt ekki kom- ið þeim algerlega á óvart. Teikn hafi verið á lofti undanfaraa daga um að svona myndi fara. PILTURINN sem lést eftir um- ferðarslys á Höfðabakkabrú í fyrradag hét Halldór Gunnar Ragpiarson og var 19 ára gamall. Hann fæddist 24. maí 1972 og bjó í foreldrahúsum í Fannafold 52 í Reykjavík. „Við erum auðvitað nú þegar í áhætturekstri, við erum að koma nýrri sjónvarpsrás, Sýn, í loftið, skuldir félagsins eru ennþá miklar, efnahagsástandið í landinu fer versnandi og stjórn Islenska út- varpsfélagsins mat það svo að á þessum forsendum ætti hún ekki að fara út í frekari áhætturekstur," sagði Jóhann J. Ólafsson stjórnar- formaður íslenska útvarpsfélagsins við Morgunblaðið. Þessi ákvörðun var tekin á miðvikudag og tilkynnt stjórn Nýmælis í gær. Hallur Páll Jónsson framkvæmda- stjóri Þjóðviljans sagði við Morgun- Heildarskuldir sveitarfélaga 13-14 milljarðar: Greiðslur lækka um 140 millj. fyrir hvert prósentustig vaxta - segir Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra JÓHANNA Sigurðardóttir félagsmálaráðherra segir að það sé hagsmunamál sveitarfélaganna að ríkisstjórninni takist að tryggja áframhaldandi stöðugleika, þar sem þau séu mörg hver talsvert skuldsett. Heildarskuldir þeirra séu á bilinu 13-14 milljarðar kr. og fyrir hvert prósentustig sem takist að lækka vexti minnki greiðslubyrði þeirra um 140 milljónir kr. Félagsmálaráðherra sagði að ráðherra var í gær send ályktun ríkisstjómin stæði að fullu við lög- boðið framlag í Jöfnunarsjóð sveit- arfélaga en við þær aðstæður sem nú ríktu væri útilokað að bæta þar um betur, auk þess sem slíkt væri ekki heimilt að lögum. Félagsmála- stjórnar Sambands sveitarfélaga þar sem spurst er fyrir um hvort ráðherra muni beita sér fyrir að framlag til Jöfnunarsjóðsins verði aukið við afgreiðslu íjárlaga. Ráðherra hefur gagnrýnt út- svarshækkun stærri sveitarfélaga, sem skapi þeim rétt til framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Hún mun í dag óska eftir viðræðum við stjórn Sambands ísl. sveitarfé- laga um breytingar á reglum sjóðs- ins. Sagði hún að nú væri sú staða komin upp að hún teldi rétt að fjall- að verði um hvort setja eigi þak eða skorður við að örfá sveitarfélög geti gleypt stóran hluta af sjóðn- um. Sjá einnig bls. 39. blaðið, að þrátt fyrir ákvörðun ís- lenska útvarpsfélagsins væri engan bilbug að fínna á öðrum aðilum Nýmælis hf. Að sjálfsögðu yrði leitað að öðrum til að koma í stað Stöðvar 2 og sú vinna myndi fara fram næstu dagana. Hrólfur Ölvisson framkvæmda- stjóri Tímans sagði að augljóslega þyrftu fleiri aðilar að koma til skjal- anna en Þjóðviljinn, Tíminn og Al- þýðublaðið, og það þyrfti að koma í ljós strax upp úr áramótum hvert stefndi. Að minnsta kosti væri ljóst að þessi ákvörðun íslenska útvarps- félagsins yrði til þess að tefja málið um einhverja mánuði. Þótt íslenska útvarpsfélagið hafi ákveðið að leggja ekki fram hlutafé til Nýmælis hefur það lagt fram til- boð um annars konar aðild að félag- inu. Það fælist í því að leggja félag- inu til áskriftarlista Stöðvar 2, á sama hátt og dagblöðin legðu fram sína áskrifendalista, og þessi listi yrði metinn sem hluti af viðskipta- vild nýja blaðsins. Að sögn Jóhanns J. Ólafssonar er það tillaga Stöðvar 2, að það yrði reiknað sem 2.000 króna hlutafjárframlag ef áskrifandi á þessum lista keypti nýja blaðið í 6 mánuði. Þá lýsti íslenska útvarpsfélagið yfír áhuga sínum á að eiga samstarf við nýtt dagblað ef af stofnun þess yrði, sem yrði í því formi að blaðið tæki að sér að gefa út og dreifa Sjónvarpsvísi Stöðvar 2 til áskrif- enda stöðvarinnar. Jóhann sagði að Stöð 2 hefði lagt til að semja við nýja blaðið um útgáfu Sjónvarpsvís- is í þijú ár til að byija með, og vildi greiða fyrir það 1 milljón króna á mánuði, að hálfu leyti með auglýs- ingum og að hálfu leyti með pening- um. Gunnar Steinn Pálsson sagði að þótt íslenska útvarpsfélagið hafí nú dottið út úr myndinni myndi undir- búningur að stofnun dagblaðs halda áfram af hálfu Nýmælis. Aðspurður um hvort annar jafnstór aðili og ís- lenska útvarpsfélagið væri í sigtinu, sagði Gunnar Steinn að þeim hefðu borist ábendingar um aðra aðila sem áhuga hafa á að tengjast málinu. „Eftir niðurstöðu skoðanakönnunar og útreikninga á rekstrargrundvelli myndarlegs dagblaðs er ekki spum- ing um að hér er um góða fjárfest- ingu að ræða,“ sagði Gunnar Steinn. Mjólkurfræð- ingar aflýsa verkfalli MJÓLKURFRÆÐINGAR aHýstu áður boðuðu verkfalli í gær. Samningafundir aðila stóðu í all- an gærdag og var ekki lokið þeg- ar Morgunblaðið fór í prentun í nótt. Guðlaugur Þorvaldsson rík- issáttasemjari sagði að mikil vinna væri í gangi en vildi ekki leggja mat á hvort samningar tækjust. Guðlaugur taldi að ef ekki næðist saman í þessari lotu yrði viðræðun- um væntanlega frestað. Vinnuveit- endasambandið og Vinnumálasam- bandið töldu verkfallsboðun mjólk- urfræðinga ólöglega og höfðu vísað málinu til Félagsdóms þegar mjólk- urfræðingar ákváðu að aflýsa verk- fallinu og hefja viðræður. I I Sveinn hafði í huga að bjóða ferðafólki upp á þann möguleika að fara akandi upp á Heklu. Þaðan er víðsýnt í góðu skyggni en fjall- ið er erfítt uppgöngu og nokkra klukkutíma tekur að ganga á tind- inn. Sveinn sagðist hafa hugsað sér að taka vegatoll af þeim sem þarna færu um en ljóst væri að gera þyrfti góðan veg sem fær væri öllum bílum. Hann sagði ljóst að þessi leið yrði fær tvo til þijá manuði á ári og því unnt að standa að eftirliti með henni. Hann sagði að sér sýndist að auðveldast væri að fara upp fjallið að austanverðu. I svarbréfí frá Rangárvalla- hreppi segir að erindi Sveins hafi verið tekið fyrir á fundi hrepps- nefndar en því hafnað. Guðmund- ur Gunnlaugsson, sveitarstjóri á Hellu, sagði að mönnum hefði fundist hugmyndin fíumleg og skemmtileg en hreppsnefndar- mönnum leist ekki á hana eins og hún lá fyrir. Menn óttuðust spjöll og náttúruskemmdir í kjölfar mik- illar umferðar og þótti ekki passa að vegir væru lagðir upp á fjöll með þessum hætti. Sig. Jóns. I >
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.