Morgunblaðið - 20.12.1991, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 20.12.1991, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1991 hann, stúlkan, hann yrkir ljóð þar til hann deyr með gulnaða fingur einn daginn. Hann hét Jóhann Gunnar. Og árið var 1906. Hún, stúlkan, var dóttir hjónanna Bjarna Sæmundssonar fiskifræð- ings og Steinunnar Sveinsdóttur. Hún ólst upp í Þingholtsstræti núm- er fjórtán og var pabbastelpa, sam- band hennar og vísindamannsins ævinlega jafn dramatískt og slík sambönd verða, einkenndist af ná- kvæmni og smámunasemi vísinda- mannsins og sjálfstæði frumburðar- ins, elstu dótturinnar; hann skamm- ar hana stundum upp á sportið fyr- ir það sem ekki skiptir máli — en elskar hana fyrir hitt... sem skipt- ir máli. Og hún fer í barnaskólann, stúlk- an, og þar er einhvern tíma varpað fyrriparti út í bekkinn: Bömin á bekkjunum sitja bókunum lesa í. Og stúlkan botnar strax: Fús væm þau að flytja ef fengju þau ráðið því. Skáldstúlkan, sem botnar fyrri- parta, skottast kringum bæjartjörn- ina næstu árin með fléttur sínar brúnar en í skólanum er skriftar- kennari sem trúir á mátt kvenna til allra góðra hluta og hún segir: Farðu ekki í kvennaskóla, farðu í háskóla, settu upp hatt sem er eins og stór og Landshöfðingjahúsið! Hún setti met í Menntaskólanum árið 1916, fékk hæstu einkunn sem nokkru sinni hafði verið veitt, hún setti met sem aldrei var slegið í þáverandi einkunnaskala. Og var árinu yngri en strákarnir. Ákveðið er að hún skuli sigla. En hún kemst ekki strax til Englands því það er stríð í heiminum svo hún verður að bíða fram til ársins 1919: England í sárum stríðsins, auðnin, þögnin, bíður stúlkunnar; England . . . heimsveldið; en hún lætur það ekki á sig fá, sumir skilja hana ekki, sumir segja hún skilji ekki Shake- speare, skilji ekki enskar bókmennt- ir — en hún sannar hið gagnstæða, hún verður senior student, forseti nemendafélagsins, hún verður leið- togi ungra kvenna í þessum skóla, sem heitir Westfield og er rétt fyr- ir utan London, leiðtogi þeirra á þessum fyrstu árum eftir stríðið; og þetta stríð var mikið stríð og auðnin var mikil auðn; en hún er fyrst, stúlkan. 0g hlustaði á Rak- maninoff í Crystal Palace rétt eins og Einar Ben: búmmbúmm, stríðs- prelúdían í cís-moll, ópus þijú, núm- er tvö. Hún var fyrst íslenskra kvenna að læra á Englandi. Hún var braut- ryðjandi. Tók BA-próf fyrst íslend- inga í enskum fræðum í Englandi árið 1922. En brautryðjendanna er einsemdin og einsemdinni fylgir þjáningin. Og hún er mikil. Hvernig er hún, tilhugsunin sú, að sigla með eimskipinu út í stríðshrjáða álfuna, sigla þangað og vita ekkert hvað bíður manns, sigla burt — og sigr- ast á öllum þeim erfiðleikum sem álfan geymir; en síðan er það einsk- is metið, það hjálpar ekki, það dug- ar ekki, ekkert, nei, skilríkin virt að vettugi á ættjörðinni. Það er aðeins eitt til orð um þetta: þjáningin. Þetta er landið sem lítur svo á að konan sé einskis nýt, lítur svo á að það sem hún hafi fram að færa sé óþarft, landið viti það sem það þurfi að vita — og það þurfi ekki konu til að segja því neitt fleira. Og hún talaði stundum um þetta: hún byijaði í stundakennslu í há- skólanum 1923, síðan í Menntaskól anum en fékk enga fasta stöðu svo hún tók sig til, stúlkan sem hafði lært á því stríðshijáða Englandi, og fór út í Hafnarfjörð og leigði sér herbergi og kenndi í Flensborg. Hún, konan, andspænis aftur- haldinu, andspænis þjóðfélaginu sem þekkti ekki sinn vitjunartíma, konan andspænis fortíðinni: konan var nútíminn. Og það skildi þjóðfé- lagið vitaskuld ekki. Hafnaði henni. Vildi hana ekki. Og þriðji áratugur- inn. Próflausir karlmenn sitja að stöðum. Konunni er hafnað. Þetta er sársaukafuilur áratugur: konan missir þá sem hún elskar; þetta var tíminn þegar ungt fólk dó úr berkl- HVÍTIR HNAKKAPÚÐAR - MIKIÐ ÚRVAL Borgartúni 26, sími (91) 622262 K#N€R SKRIFSTOFUSTÓLUNN VINNUR MEÐ ÞÉR Aachen: Verö frá 16.340.- Stálwi SKÚLAGATA 61 • REYKJAVÍK SÍMI 612987 • FAX 612981 frlnÞIÞ í Kaupmannahöfn FÆST í BLAOASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OGÁRÁDHÚSTORGI Anna Bjarnadótt- ir — Minning HUSGOGN Fædd 11. júlí 1897 Dáin 9. desember 1991 Frú Steinunn Anna Bjarnadóttir prestsfrú í Reykholti er látin í hárri elli. Móðursystir mín var ætíð hluti af tilveru okkar systkinanna sem ólumst upp í Þingholtsstræti 14. Frú Anna og séra Einar ásamt börnum þeirra, Bjarna, Steinunni Önnu og Guðmundi, hafa verið allt frá barnæsku svo nátengd okkur að í huga okkar var nánast um sömu fjölskyldu að ræða. Vera okk- ar í Reykholti á hveiju sumri og dvöl Bjarna og Guðmundar á náms- árunum í Þingholtsstrætinu hafði þau áhrif, að í hugum okkar var um einhvers konar stórfjölskyldu að ræða, þær systur Anna og Krist- ín móðir mín voru einnig mjög sam- rýndar, aldar upp í menningaranda þeim sem ríkti í foreldrahúsum hjá Bjarna Sæmundssyni og Steinunni Önnu Sveinsdóttur, og það var ávallt tilhlökkunarefni þegar von var á prestshjónunum í heimsókn. Nánast á hveiju sumri var haldið í Reykholt, og einhvern veginn var staðurinn hluti af tilveru okkar, því þarna vorum við ávallt eins og heima hjá okkur, þó heimilishaldið á prestsetrinu væri með nokkuð öðrum hætti en við áttum að venj- ast í Þingholtsstrætinu. Þarna var öðruvísi staðfesta, ákveðinn virðu- leiki og agi sem einhvern veginn var öðruvísi heima. Frú Anna eða Bubba eins og við kölluðum hana, stjórnaði heimilishaldinu með festu, dugnaði og virðuleika eins og henni var einni lagið og séra Einar full- komnaði heimilisbraginn með föð- urlegri framkomu sinni, glettni og ákveðinni ýtni á eiginkonu sína með tillögum sínum í miðri máltíð um efnivið í þá næstu. Ég held að í þau fáu skipti sem ég heyrði Bubbu hækka róminn var þegar umræð- urnar í miðjum kræsingum gengu út á næstu máltíð. Aldrei mun gleymast sá andi sem ríkti í presthúsinu í Reykholti. Her- bergin hétu sínum nöfnum, kjallar- inn átti sína leyndardóma, sum her- bergin full af bóka- og blaðakössum sem forvitnilegt var að horfa á og jafnvel forvitnast í. Ein var sú vist- arvera sem aldrei gleymist, en það var búrið, sem ætíð var læst. En stundum var unnt að anda að sér þeirri sérstöku lykt sem þar ríkti, sambland af alls kyns matarilmi, sem gat kallað fram vatn í munn unglingsins. Já, í huganum var presthúsið ávallt höll þó eftir á að hyggja hafi stofurnar eigi verið stórar eða fullar af ptjáli. Minningin um séra Einar við skriftir með pípuna sína inná kont- ór fullum af bókum, bókum sem greinilega voru ekki til skrauts heldur til lesturs, og ákveðin rödd frú Önnu sem tilkynnti að háttatími væri kominn. Og ávallt var komið inn í svefnherbergið og kvöldbæn- irnar lesnar saman, og næsta morg- un beið okkar ávallt girnilegur morgunmatur. Minningin um Bubbu verður ávallt tengd Reykholti, þar sem hún réð ríkjum, en sannanlega nutum við samvista við hana seinni árin og sérstaklega minnist ég hennar sem ferðafélaga á sólarströnd, þar Verða þeir sem ekki lúta allsherjarreglu gerðir óvirkir? Spádómarnir rætast sem hún var á sinn hátt hrókur alls fagnaðar og ekki í vandræðum með að bjarga sér þó stundum væri nokkuð umstang í kringum hana, því hún hafði ákveðnar kröfur og ófeimin við að stjórna umhverfi sínu á jákvæðan og virðulegan hátt, og öll tókum við þátt í þessu með sérstakri ánægju. Já, starfsaldur Önnu hefur verið langur, kennarahæfileikar hennar eru rómaðir eins og allir nemendur hennar bera vitni um. Aldrei hef ég áttað mig á því hvernig hún gat bæði sinnt fullu kennarastarfi í Reykholtsskóla ásamt húsmóður- starfinu á prestsetrinu, því ávallt var hún til staðar, þar sem hún átti í raun að vera. Síðustu árin hefur Anna notið góðrar aðhlynningar barna sinna og barnabarna. Avallt verið hress í viðmóti þó elli kerling hafi tekið sinn toll. Lokið er lífshlaupi konu sem ógleymanleg verður í hugum þeirra sem henni kynntust. Ég var einn af þessum heppnu. Minningin um Reykholt og fjöl- skyldulífið þar gleymist aldrei, enda hluti af því uppeldi sem við fengum öll.við slíkt samneyti. Við fyllumst öll einlægum söknuði við fráfall slíkrar konu, því mannlífið hefur auðgast að mun við kynnin. Við systkinin Steinunn Ásta og Þóra og fjölskyldur okkar kveðjum Bubbu og sendum jafnframt inni- legar samúðarkveðjur til barna og barnabarna þeirra Reykholtshjóna. Blessuð sé minning þeirra. Bjarni Marteinsson Stúlkan, lítil, hún er á gangi ásamt föður sínum kringum Tjörn- ina; og þau hitta Hannes Hafstein — og ráðherrann er kátur enda nýorðinn ráðherra og þeir taka ofan hvor fyrir öðrum ráðherrann og vís- indamaðurinn og stúlkan horfir á þá kurteislega og feimnislega í ull- arkápu sinni og hneigir sig fyrir ráðherranum og gerir sinn honnör fyrir honum og þá er öldin ennþá afar ung, aðeins nokkurra ára. Við skrásetjum þetta, löngulöngu seinna, við skrásetjum þennan tíma þegar öldin var ung, við festum hann á blað: og hann lifnar, gamli tíminn, þorpið við Tjörnina; þarna var brunnur, þarna var kofi, þarna bjuggu embættismenn, þarna bjuggu fátæklingar, fólk sem lifði á því að bera vatn í hús — þau hétu Kristófer og Ástríður. Og þarna er staðurinn þar sem kvikn- aði í, þar sem strákar köstuðu eld- spýtu í olíupoll við batteríið og það- an barst reykurinn í óhemjulegum norðanvindi. Þarna stóð húsið þar sem skemmtanirnar og skrautsýn- ingarnar voru haldnar, Fjalaköttur- inn sjálfur, og barn lá í rúmi og fór með ljóð:-Deyjandi barn. Og svo brann bakaríið, brandlúðrar voru þandir, ömurlegir brandlúðrar, vatn sótt í læk, hraðfleygir neistar: Núna brennur Guð og allir góðu englarn- ir, segir stúlkan. En í herbergi hennar logar lát- únslampinn og skuggi hans er sterkur, hann kemur í stað engils- ins, skugginn, og undir skugganum spilar hún fant og kasínu við fóstru sína en á strætinu rekst hún á tón- skáld með hrafnsvart hár og ást- konu hans sem semur fegurstu söngvana í bænum. Og börn borða brúnan bijóstsykur úr kramarhús- um, börn tína blóm af leiðunum í kirkjugarðinum, hrekkja kýrnar í Vatnsmýrinni en hræðast fyrsta bílinn í bænum: kallinn sem keypti hann var svo óheppinn að kaupa handónýtan skijóð. Aumingja kall- inn. Verður að ýta bílnum upp allar brekkur, það skröltir herfilega í honum, margir óttast hann, marga dreymir að hann keyri yfir hvern sem er, valti hálfan bæinn undir sér og flýta sér þess vegna burt þegar þeir sjá hann nálgast. En í húsi stúlkunnar býr berklaveikt skáld uppi á loftinu, hún talar við um og þannig missti hún litlu syst- ur sína og manninn sem henni var kærastur. En hún gefur sig ekki, hún fer um landið, fer á hesti sínum yfir Kjöl — og skrifar um það röð blaða- greina, skrifar um landið og gróður- inn og fjöllin sem virðast ævinlega blá eins og hún orðaði það sjálf: „í ljósbjarma fjarlægðar". 1930: Alþingishátíðin. lOg þangað fara þau bæði og slá upp segltjöldum sínum á þingvellin- um — og þarna hittast þau og kynn- ast, presturinn ungi ... og konan. Hann hét Einar Guðnason. Þau fara upp í Reykholt og þar búa þau í fjörutíu ár og hún kennir ungu fólki í héraðsskólanum. En tíminn reynd- ist henni óhallkvæmur eins og áð- ur, hún missti tvö böm skömmu áður en penisilínið náði í Borgar- fjörðinn. En þijú lifðu. Þau voru víða kunn að gestrisni, rausnarskap, prestshjónin í Reyk- holti, Einar og Anna, — og hjá þeim gerðist alltaf eitthvað, ekki bara það að kóngar og prinsar og drottningar kæmu í heimsókn í prestshúsið í funkisstílnum. Smá- drengur hjá afa og ömmu hafði á tilfinningunni að þau stjórnuðu miklu af framvindunni, rás atburð- anna — án þess að gera nokkurn tíma vart við það. Einn vinur minn, gamall nemandi konunnar, sem þá var mjög róttæk- ur, hefur lýst þessu fyrir mér: hún var sterk, hún var svo mikil per- sóna, konan, hún var kennari af guðs náð, menn lærðu og hrifust í skólanum við baðlaug Snorra — og henni og Einari var alveg sama þótt nemendurnir væru róttækir og vildu gera byltingar, þau skildu það allt þótt þau væru sjálf aldrei hlynnt því að gera byltingar, heimspeki þeirra var runnin upp úr húman- ismanum, manngildinu og umburð- arlyndinu, sem þessi öld hefur svo oft saknað grátlega. Þau voru alltaf þau. Svo fluttu þau í bæinn, bjuggu á Nesinu, hann dó í ársbyijun 1976. Og árið er 1976: hún er sextíu ára stúdent og Háskólabíó er þétt- setið, þar eru þúsund manns, það eru skólaslit í Menntaskólanum; konan talar og fólkið hlustar; hún er sjötíu og níu, hún gengur reffi- lega að pontunni, hún talar blaða- laust, hún segir brandara, hún minnir á ungæðishátt árgangsins, nýliðna giftingu, hún talar skipu- lega og rausnarlega, hún talar þannig að fólkið hlustar. Og ein- hver spurði sjálfan sig: hefði hún ekki mátt ná til fleira fólks í þessu landi og leiðbeina því, þessi kona? Og árið er 1986: hann verður stúdent, drengurinn; og hún verður sjötíu ára stúdent — og við skálum fyrir því. Hann fer burt, hann fer til Þýskalands, hún er ekkert ánægð með það, gamla konan, hún hefur sínar efasemdir um það, hún trúir ekki á Þjóðveija. Og hafði ástæðu til. Myndin: stúlkan í kjól sín'um ljós- um, augu hennar seiðandi og hár hennar liðað og bylgjað; þetta er myndin sem hapn ólst upp við, drengurinn. Og það fór ekkert á milli mála: þetta var heimskona. Augun í hálfmöttu, dempuðu gler- inu og brúnleitum rammanum:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.