Morgunblaðið - 20.12.1991, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.12.1991, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1991 Jólatónleikar Tónlist- arskóla Stykkishólms Stykkishólmi. TÓNLISTARSKÓLINN í Stykkishólmi efndi til jólatónleika nú á jólaföstunni og voru þeir vel sóttir og mikið um að vera. Tónleika- skráin var í mörgum liðum og tónverk eftir ótal höfunda bæði inn- lenda og erlenda og komu fram yfir 50 nemendur. Tónleikarnir hófust með 11 nem- enda hljómsveit sem lék jólalög, einleikur á píanó og orgel sem nokkrir nemendur fluttu, gítarleik- ur fjögurra nemenda, svo nokkuð sé taiið. Klarinettuhljómsveit og harmonikuhljómsveit sú fyrsta á starfsferli tónlistarskólans. Að lokum lék Lúðrasveit Stykkis- hólms 6 lög, en í henni eru nú 28 hljóðfæraleikarar. Stjórnandi lúðra- sveitarinnar er Daði Þór Einarsson sem einnig er skólastjóri tónlistar- skólans. Þessir tónleikar voru sérstaklega góðir og gaman hve hljóðfæraleik- ararnir stóðu sig vel og lögðu sig alla fram. Það voru áheyrendur sammála um og klöppuðu þeim lof í lófa. - Arni Morgunblaðið/Árni Helgason Meðal þeirra sem fram komu voru þessir krakkar sem léku á klari- nett. Skóladagheimilisbörn sungu jólasöngva. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Sungið af innlifun um.jólin. Selfoss: Afmælis- o g jólasöngvar í Alfheimum Selfossi. BÖRN og starfsfólk á leikskólanum Álf- heimuin á Selfossi fögnuðu þriggja ára starfsafmæli 13. desember síðastliðinn og lýstu formlegri opnun nýrrar heilsdags leik- skóladeildar. Þetta var gert með söng, upp- lestri og veitingum. í Álfheimum er starfræktur heilsdags leik- skóli með 40 börnum og skóladagheimili með 25 bömum. Við Álfheima eru 12,25 stöðugildi. Sig. Jóns. Þingeyri: Heim með liósið úr kirkiunni Þingeyri. U KIRKJUSÓKN hefur verið góð á aðventunni hér á Þingeyri. 1. sunnu- dag í aðventu var fjölskylduguðsþjónusta þar sem m.a. voru kynntir sálmar úr hinni nýju sálmabók og á 2. sunnudcgi í aðventu var aðventu- kvöld í Þingeyrarkirkju. Báða sunnudagana var kirkjan þétt setin. í nokkur ár hefur verið haldið upp á fyrsta sunnudag í aðventu á Þing- eyri með því að hafa fjölskylduguðs- þjónustu þar sem ungir og aldnir koma saman og syngja samabland af hefðbundnum sálmum og léttari. Síðan hefur sóknarnefndin verið með kaffiveitingar til sölu í Félagsheimil- inu á staðnum. Hefur þessi siður öðlast fastan sess í hugum fólks, þannig að á annað hundrað manns hefur komið til kirkju á þessum degi. Aðventukvöld hefur einnig verið haldið í fleiri ár og þætti sjálfsagt mörgum desembermánuður drunga- legri ef ekki væri sú' upplyfting frá erli daganna. Organistalaust hefur verið á Þingeyri frá því í sumar, en Tómas Jónsson hefur stjórnað kirkju- kórnum með prýði og er jafn viðam- ikið verkefni og undirbúningu að- ventukvölds sönnun þess. Á sjálfu aðventukvöldinu naut kirkjukórinn aðstoðar séra Gunnars Björnssonar í Holti og lék hann einnig undir á orgel kirkjunnar. Ræðumaður kvöldsins var Sigurð- ur Blöndal skólastjóri Héraðsskólans á Núpi. Flutti hann eftirtektarverða hugleiðingu. Sóknarpresturinn séra Gunnar Eiríkur Hauksson fór með bæn og stjórnaði helgileik fermingar- barna, sem lauk með tendrun kerta- ljósa. Sungu svo allir saman í lokin með kertaljós logandi í rökkrinu. Þegar út var komið reyndi fólk svo að komast eins langt heim á leið með kertin logandi og þar sem oft eru miklar stillur hér á Þingeyri kom- ast margir alla leið heim með ljósið úr kirkjunni. - Gunnar Eiríkur Morgunblaðið/Gunnar E. Hauksson Krakkar með logandi kerti í lokin á guðsþjónustunni. $ ...aó sjátfsögóu! Lyftu þér upp og opnaðu pilsner
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.