Morgunblaðið - 20.12.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.12.1991, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1991 Sögur Betu Bókmenntir Guðrún Þóra Gunnarsdóttir Norma Samúelsdóttir: Fundinn lykill. Skáldsaga, 176 bls. Hildur 1991. Norma Samúelsdóttir kom fram á sjónarsviðið árið 1979 með skáld- sögunni Næstsíðasti dagur ársins. Þar segir af Elísabetu Mc. T. Mark- úsdóttur eða Betu, sem er þriggja barna móðir í Breiðholtinu og hús- bóndinn er í vaktavinnu í álverinu. Þetta var á þeim tíma sem höfund- ar voru að vakna upp við það að Breiðholtið með öllum sínum blokk- arvandamálum gat hentað vel sem raunsæislegt söguefni. Beta á erfitt með að takast á við hvunndaginn, bleyjuþvottur og barnsgrátur pína þandar taugar hennar og hún þráir frið fyrir skrift- ir. Fyrr á þessu ári kom svo út önnur skáldsaga Normu, Óþol. Er þar Beta aftur á ferðinni sem aðal- persóna, leitandi að einhverri lífs- fyllingu sem hún veit ekki hvar er að finna. Nú í haust sendi Norma svo aðra skáldsögu frá sér er hún kallar Fundinn lykil. Enn er sagt af henni Betu sem þráir svo margt sem henni ekki hlotnast. Sagan er í formi laustengdra kafla og margir þeirra gætu staðið sem sjálfstæðar smásögur. í þess- um köflum er brugðið upp svip- myndum úr lífi Betu, hugsunum hennar og draumum. Sumir eru í formi dagbókar frá því hún var ung, aðrir eru meira í skýrsluformi og yfir enn öðrum hvílir einhver dularblær þess óræða. Sagt er frá dvöl Betu í Skotiandi á unglingsár- um, ferðalagi hennar og vinkonu um suðræn lönd, öðru ferðalagi hennar um það bil tveimur áratug- um síðar. Karlmenn í lífi hennar svífa hjá, þó minnst sá sem hún var gift og átti börnin með. Sömu persónur skjóta upp kollinum og voru á síðum fyrstu bókarinnar og sömu atburðir jafnvel líka. Þessi saga er þó talsvert frábrugðin í stíl en þriðjupersónir sjónarhornið er ráðandi og formið allt laustengd- ara en áður var. Beta er í mun meira jafnvægi þótt enn séu taugarnar þandar og skriftir eru hennar helsta leið til að nálgast sjálfa sig: Nú situr hún (sem sagt) í henni París annað sinn á rúmum tuttugu árum. Er líklegast að heimsækja sjálfa sig, alla vega að leita að sjálfri sér, nálgast kjarnann. Kjarna þess sem alltaf er skrifandi. Sú undar- lega árátta. Sá sem skrifar hefur stóru hlutverki að gegna, eins og sá sem leikur á hljóðfærí, semur tónlist. Sá sem býr til málverk. Þeirra er að flytja boðskap. Með lausnir á ýmsum vanda heimsins. (143) Norma boðar þó ekki margar lausnir í þessum sagnabálki sínum um Betu. Þetta er afar persónuleg- Norma Samúelsdóttir ur skáldskapur og má þar sjá tengsl Normu við skáldskap Elísabetar Jökulsdóttur en þó er Norma frekar sér á báti, hvað bókmenntalegt samhengi varðar. Þessi persónulega nálgun er sennilega bæði kostur og galli. Kostur að því leyti að textinn er oft skrifaður af hita, líkt og af mikilli innri þörf en gallinn er sá að finnist manni Beta ekki ýkja áhugaverð persóna er hætt við að sagan vekji ekki upp sterkar kennd- ir. Béta er eina persónan sem ein- hver skil eru gerð, aðrar eru skuggaverur. Og ég verð að viður- kenna.að mér finnst þesdKBefa frek- ar litlaus og leiðinleg persóna, vælu- kjói oft á tíðum. Fólk sem er í stöð- ugri naflaskoðun verður til lengdar hálf þreytandi og því finnst mér tími til þess kominn að Beta fari nú að skoða umheiminn og lifa Iíf- inu meira Iifandi. A Fjöldasöngnr í Islensku óperunni Mál og niyndir Bókmenntir Ingi Bogi Bogason Ragna Sigurðardóttir: 27 her- bergi. Mál og menning 1991. Mannlaust hótelherbergi módel ’67, tvíbreitt umbúið rúm, gluggi sem varpar inn yfirlýstri dagsbirtu, á móti lampi sem kastar gulu ljósi úr dimmasta skotinu. Þetta er hin stere- ótýpíska mynd sem Ragna Sigurðar- dóttir bregður upp af herbergjunum 27 í þessari bók, a.m.k. eins og þessi sjáandi sér hana. Það er þungur eyðileiki í yfir- bragðinu. Litirnir renna út í einhvern ónáttúruleika. Blái liturinn er óeðli- lega blár, guli liturinn eins og gulnað- ur. Manni dettur í hug afmynd af afmynd af afmynd. Ýmsar prentb- rellur hljóta hér að vera notaðar til að undirstrika þessa áferð. Þessir sérkennilegu tígluðu eða hringlaga rastar, eins og horft sé inn í herberg- in gegnum undarleg, misriðin net. Einar og sér hafa myndirnar tak- markaða skírskotun. Textinn gefur þeim ákveðna merkingu - nema það sé öfugt. Lítið er um stílleg átök, inntakið einfalt. Samt geymir textinn sínar eigin myndir sem kallast á við ljósmyndirnar. Gjarnan sagt frá pers- ónum sem eru rétt ókomnar eða al- veg nýfarnar: „Ég kom heim um miðja nótt ogíbúðin mín var á hvolfi. Fötin mín lágu út um allt. Einhver hafði tæmt skápinn og skúffurnar á gólfið. Bréfin mín lágu á víð og dreif, einhver hafði lesið þau. Alls staðar voru stór, skítug fótspor og ísskáp- urinn hafði verið tæmdur. Þegar ég fór til lögreglunnar sögðu þeir að ég hlyti að eiga óvini... “ Og ósjálfrátt renna texti og mynd saman fyrir augum manns, dramað lyftist af blaðsíðunum. Samt treður framand- Ragna Sigurðardóttir leikinn sér milli lesandans og bókar- innar, upplifunin á texta og mynd verður sjaldnast óskipt. Minningin, þótt hún sé heil, nær oft ekki að endurfæðast. Textinn verður óræður, dularfullur og opinn, eins og strax á fyrstu blaðsíðunni þar sem segir að alltaf sé kveikt á sjónvarpinu - hljóð- lausu. Þessi bók virðist mér geyma að- draganda að einhverju öðru meira, hún er áhugaverð tilraun um sam- spil texta og mynda. (Lítil leiðrétting innan sviga Ég vil ekki taka of djúpt í árínni. En svo vill til að einhver prófarkales- ari þokaði þessu skáletraða þágufalli yfír í þolfall í texta mínum sl. föstu- dag. Ég pota þessari leiðréttingu hér inn aðallega af þeirri ástæðu að nokkrum dögum áður hafði ég áminnt prófhrellda nemendur mína um að taka helst aldrei of djúpt í árinni ella næðu þeir seint landi í flestum skilningi.) TÓNLISTARBANDALAG ís- Iands og framkvæmdanefnd um Ar söngsins standa fyrir fjölda- söng laugardaginn 21. desember á tímabilinu frá klukkan 15 til 17 i Islensku óperunni við Ing- ólfsstræti. Opið hús verður á þessum tíma fyrir þá, sem vilja staldra við og syngja nokkur jólalög sér og öðrum til ánægju. Með þessu opna húsi vill Tónlist- arbandalag Islands og fram- kvæmdanefnd um Ar söngsins minna á að söngur er mikilvægur þáttur í jólahátíðinni, en söngur hefur farið ört dvínandi undanfarin ár, segir í fréttatikynningu frá Tónlistarbandalaginu. Einnig er með þessari uppákomu minnt á söngbókina „Hvað er svo glatt“, sem bandalagið gaf nýlega út í Barnakór tekur lagið. tilefni Árs söngsins. Marteinn H. Friðriksson útsetti flest Iögin og Þórunn Björnsdóttir tók saman. í íslensku óperunni munu ýmsir Árni Sæberg hljóðfæraleikarar styðja við söng- inn og sönghópar koma í heim- sókn. Heitt kaffi verður á könn- unni og eru allir velkomnir. SIEMENS Litlu raftœkin frá SIEMENS gleðja augaö og eru afbragðs jólagjaflr! kaffívélar hrærivélar fj brauðristar f| vöfflujárn || strokjárn handþeytarar eggjaseyðar djúpsteikingarpottar hraðsuðukönnur símtæki áleggshnífar kornkvarnir „raclette“-tæki veggklukkur vekjaraklukkur rakatæki handryksugur blástursofnar hitapúðar o.m.fl Lítið inn til okkar og skoðið vönduð tœki. Munið umboðsmenn okkar víðs vegar um landið! Lífsviðhorf merkismanna Bókmenntir Sigurjón Björnsson Lífsviðhorf mitt. Mótun og lífs- gildi átta landsþekktra einstakl- inga. Ritstjórn: Garðar Sverris- son. Iðunn, Reykjavík 1991, 197 bls. „Nöfn þeirra og andlit þekkja allir gjörla,“ segir á bókarkápu. Ög það er mikið rétt. Átta menn ræða hér mótunarferil sinn og lífsviðhorf. Viðtöl eru það nefnd, tekin af jafn- mörgum, en í sumum tilvikum virðist mér þó vera um sjálfstæðar ritgerðir að ræða, stundum vandlega samdar. Enginn galli er það. Guðjón Arngrímsson ræðir við Guðlaug Þorvaldsson sáttasemjara ríkisins og fyrrum háskólarektor, Jóhanna Kristjónsdóttir á tal við Guðrúnu Agnarsdóttur lækni og fyrrum alþingismann, Jónína Micha- elsdóttir sér um viðtal við Hörð Sigurgestsson forstjóra Eimskips, Sigmundur Ernir Rúnarsson hefur Jónas Kristjánsson ritstjóra í kall- færi og Helgi Már Arthursson Marús Örn Antonsson borgarstjóra og fyrr- um útvarpsstjóra; Steingrímur Her- mannsson alþingismaður og fyrrum forsætisráðherra er viðmælandi Atla Magnússonar. Einar Kárason hlustar á Thor Viihjálmsson rithöfund og Illugi Jökulsson á Ögmund Jónasson forseta BSRB. Viðtöl þessi eða greinar eru býsna ólík eins og gefur að skilja, því að ekki er um einlitan hóp manna að ræða. Það er ekki aðeins að skoðan- ir þeirra séu ólíkar á marga lund, heldur líka hvernig þeir kjósa að gera grein fyrir sjálfum sér. Sumir fjalla talsvert um bernsku sína og unglingsár, það uppeldi sem þeir hlutu og þann jarðveg sem þeir eru vaxnir úr. Lífsviðhorfín koma þá sem eðlilegt framhald. Aðrir fara fljótt yfir sögu um fortíð sína en leggja þeim mun meiri áherslu á nútíðina. Og hún er mismunandi eftir því hver lítur á. Einn heldur sér mest við starf Garðar Sverrisson sitt, annar sekkur sér í heimspekileg- ar hugleiðingar. Einn er baráttuglað- ur og vígreifur, annar mildur og sáttfús og þar fram eftir götum. Naumast er hægt að segja að þessir áttmenningar sjái beinlínis „sýnir". Yfirleitt virðast þeir vera fremur jarðbundnir þó að undantekningar séu á því. Að lítt athuguðu máli mætti ætla að bók sem þessi væri forvitnileg og til fróðleiks og íhugunar fallin. Svo er þó varla hægt að telja. Því veldur aðallega það að þessir einstaklingar eru svo vel kunnir af athöfnum sín- um, orðum bæði og gerðum að fátt getur komið manni á óvart sem frá þeim kemur á prenti. Hver fer t.a.m. ekki nokkuð nærri um lífsskoðanir Steingríms Hermannssonar hafi hann á annað borð haft augu og eyru opin? Ætli skoðanir Jónasar Kristjánssonar á landbúnaðar- og markaðsmálum séu ekki sæmilega kunnar þeim sem lesa leiðara DV? Og þannig mætti áfram halda. Engu að síður er þetta hugguleg jólabók og snyrtilega frá henni geng- ið af hálfu ritstjóra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.