Morgunblaðið - 20.12.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.12.1991, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1991 13 Misheppnað valdarán upphaf þáttaskila _______Bækur__________ Björn Bjarnason í HELGREIPUM HARÐLÍNU- MANNA. Höfundur: Gunnar Stefán Wathne Möller. Þýðandi: Baldur Hólmgeirsson. Útgefandi: Fróði, 1991. 178 bls., ljósmyndir. Sífellt kemur betur í ljós, hve ■ afdrifaríkir atburðir gerðust í Sov- étríkjunum 19. til 21. ágúst síðastl- iðinn, þegar tilraun var gerð til valdaráns þar sem harðlínumönnum tókst ekki að ná völdum í landinu með því að loka Mikhaíl Gorbatsj- ov, forseta Sovétríkjanna, inni í sumarhúsi í Fóros á Krímskaga. Með misheppnuðu valdabrölti sínu Jólasöngv- ar í Lang holtskirkju ÁRLEGIR jólasöngvar Kórs Langholtskirkju verða haldnir í kvöld, föstudag 20. desember og hefjast klukkan 23. Einsöngvarar á tónleikunum verða Bergþór Pálsson, Dagbjört N. Jónsdóttir og Olöf Kolbrún Harð- ardóttir. Þá munu einnig leika hljóð- færaleikarnir Bernard S. Wilkinson á flautu, Hallfríður Ólafsdóttir á flautu, Monika Abendroth á hörpu, Jón Sigurðsson á kontrabassa og Gústaf Jóhannesson á orgel. Skóla- kór Árbæjarskóla syngur með Kór Langholtskirkju undir stjórn Ás- laugar Bergsteinsdóttur. I frétt um tónleikana segir, að geisladiskurinn „Bam er oss fætt“ hafi selst í um 2.00 eintökum og á tæplega 600 snældum. Vonir standa til að nýtt upplag af disknum komi á markað fyrir jól og takist það megi búast við 3.000 diska sölu, sem þýðir gullplötu. Þetta mun þegar orðin metsala hérlendis á geisladiski með sígildri tónlist. --------♦-» ♦—I— Afmælis- syrpa NVSV NVSV, sem er Náttúruverndar- félag Suðvesturlands efnir til 10 ára afmælissyrpu, þar sem tekið verður fyrir ákveðið svið hveiju sinni, svo sem tegundir, lífríki, vistkerfi, orka, mengun o.fl. og verður þetta í kynningum og vettvangsferðum þátttakenda. Afmælissyrpan hefst á vetrarsól- stöðum sunnudaginn 22. desember og stendur til voijafndægurs 20. marz. Þátttakendur fá afhent ókeypis sérstök afmælissyrpukort, númeruð og merkt hveiju sviði og verður dregið mánaðarlega um vinninga sem gefnir verða til þess- ara hluta. Tilefni þessarar afmælissyrpu er að sunnudaginn 20. desember 1970 komu nokrir áhugamenn saman í Reykjavík og ákváðu að stofna nátt- úruverndarfélag. Til bráðabirgða var því gefið nafnið Náttúruvernd- arfélag Reykjavíkur og nágrennis, en 15 maí árið eftir var Náttúru- verndarfélag Suðvesturlands form- lega stofnað. urðu þeir hins vegar til þess að leysa úr læðingi krafta, sem nú hafa splundrað Sovétríkjunum og gert bæði Gorbatsjov og gömlu ráða- mennina í Kreml valda- og land- lausa. I bókinni / helgreipum harðlínu- manna er þessum furðulega en stutta kafla mannkynssögunnar lýst. Gunnar Stefán Wathne Möller, höfundur bókarinnar, er af íslensku bergi brotinn en alinn upp í Banda- ríkjunum. Samhliða því sem hann stundar nám við Harvard-háskóla hefur hann komið á fót og rekið fyrirtækið Bisnost í Moskvu, sem sérhæfir sig í þjónustu við vestræna kaupsýslumenn og aðra, er eiga erindi til Sovétríkjanna. Á bók- arkápu er jafnframt greint frá því, að hann hafi sett á laggirnar í Moskvu fræðastofnun á sviði fé- lags- og stjórnmálavísinda, sem efnir til námskeiða fyrir erlenda stúdenta í rússnesku og Sovétfræð- um. Hann hefur því góðar forsend- ur fyrir því að ráðast í það verk að rita í skyndingu bók um hið flókna og margbrotna baksvið valdaránsins. Við starfið naut hann aðstoðar starfsfólks síns og hefur víða verið leitað fanga. Bókin er ekki sérstaklega samin fyrir íslenska lesendur. Hún nýtist þeim jafnt sem hefur áhuga á að kynna sér einstök atriði atburðarás- arinnar og hinum sem hefur vitn- eskju um megindrætti hennar en vill fá tækifæri til að skoða hana með hliðsjón af innviðum hins hrunda sovéska stjórnkerfis. í upp- hafi er forsprökkum valdaránsins lýst, þá er skýrð afstaða einstakra valdahópa innan sovéska kerfisins, dregin upp mynd af því sem gerðist hina örlagaríku daga og loks rýnt inn í framtíðina. Af lestri bókarinn- ar geta menn þannig einnig kynnst ástandinu innan sovésku valdastétt- arinnar á síðustu dögum hins hnign- andi heimsveldis. í stuttu máli er það ófögur lýsing, sem byggist að mestu á frásögnum af vanhæfum mönnum. Hið furðulega við valda- ránstilraunina er, að hún virtist frá upphafi dæmd til að mistakast vegna þess hve illa var að henni staðið. Þetta vissu menn þó ekki fyrr en eftir á og allt önnur mynd blasti við því fólki, sem hópaðist saman á götum Moskvu til að veija rússneska þinghúsið. Vakningunni sem varð í Moskvu þessa sólarhringa er lýst sem ein- stæðum atburði, síðan' kommúnist- ar tóku að beita alræði sínu gegn almenningi. Undir forystu þeirra var fólki skipað að fara út á stræti og torg, þegar stjórnarherrarnir þurftu á því að halda sér til dýrð- ar. Að þessu sinni streymdi mann- ljöldinn út á göturnar að eigin frum- kvæði. í vestrænum fjölmiðlum var sagt, að fjölmennið á götum úti sýndi lýðræðisást fólksins, sem vildi slá skjaldborg um hinn lýðræðis- sinnaða Bóris Jeltsín. í bókinni er hins vegar lítið talað um lýðræði í þessu sambandi. Vitnað er til um- mæla ungs pilts, Dima, sem sat við þinghúsið og sagði: „Þar til fýrir skemmstu fann ég ekki ýkja mikið til föðurlandsástar. Kannski var það vegna starfa Kommúnistaflokksins; lyganna allt umhverfis okkur. En þarna gerðist það allt í einu, að ættjarðarástin greip mig í fyrsta sinni. Ég tók persónulega þátt í atburðarásinni. Ég er enn ungur, ég á eftir að búa í þessu landi og mér stendur ekki á sama um fram- tíð þess.“ Þarna er að mínu mati rétt lýst þeim kröftum, sem leyst- ust úr læðingi við valdaránstilraun- ina. Fólkið á götum Moskvu taldi sig vera að veija ættjörðina. Lýð- ræðið þekkir það alls ekki, því að Jeltsín er eini maðurinn í sögu Rússlands, sem hefur verið kjörinn til forystu þar. Frásögnin í bókinni er knöpp og hnitmiðuð. Hún er rituð á ensku. Því miður hefur þýðing hennar ekki tekist sem skyldi á þeim stutta tíma, Gunnar Stefán Wathne Möller sem var til stefnu og ýmsar klaufa- villur og prentvillur eru í bókinni. Kynni mín af ritun erlendra frétta hafa sannfært mig um að menn þurfa að minnsta kosti nokkra mánuði til að bijóta mál svo til mergjar, að þeir geti fyrirhafnarlít- ið og á svipstundu íslenskað ná- kvæmar lýsingar á sovéska stjórn- kerfinu með þeim hætti, að vel falli að tungunni. Þýðandinn hefur greinilega ekki hlotið slíka þjálfun og hefði efni bókarinnar komist mun betur til skila á íslensku, ef hugað hefði verið að þessum mikil- væga þætti í upphafi. Er ástæða til að harma, að ekki skuli fylgt hinum samræmdu reglum íslenskr- ar málnefndar við umritum á nöfn- um úr rússnesku. Hefði það eitt sett vandvirknislegri svip á bókina. I bókinni er ekki sagt síðasta orðið um hina örlagaríku ágúst- daga. Kannski verður aldrei upplýst til fulls, hvað gerðist og sá orðróm- ur hefur síður en svo verið kveðinn niður, að Gorbatsjov hafi jafnvel verið í vitorði með samsærismönn- unum. í bókinni segir á einum stað: „Það er alls ekki víst að sannleikur- inn komi nokkru sinni fram. Því hvernig á að túlka orð Gorbatsj- offs, sem hann lét falla á blaða- mannafundi stuttu eftir að hann kom frá Fóros? „En ég hef hvort sem er ekki sagt ykkur allt.“ Svo bætti hann allt í einu við: „Og það geri ég aldrei.““ Lokakafli bókarinnar heitir Framtíðin. Þar leitast höfundur við að draga ályktanir af áhrifum at- burðanna. Hann sá þá ekki fyrir frekar en aðrir, að Sovétríkin myndu leysast upp með jafnskjótum hætti og gerst hefur. Hann telur hins vegar ekki ólíklegt að það kunni að gerast og varar sterklega við hættunum, sem því muni óhjá- kvæmilega fylgja. Telur hann blóð- uga árekstra óhjákvæmilega, sem byggist á þjóðerniskennd og hug- myndafræði. Hann segir meðal ann- ars: „Hin „vísindalega lausn“ að skeyta engu þjóðernisvandamálinu í Sovétríkjunum hefur afskræmt svo samskipti manna af ýmsum þjóðernum, að í landinu eru að minnsta kosti 28 svæði þar sem óviðráðanlegt blóðbað getur brotist út þá og þegar.“ Hér er vissulega ekki um neinn hræðsluáróður að ræða heldur raunsætt mat á hinni viðkvæmu og hættulegu stöðu. Stærsta spurning- in lýtur síðan að því, hvort Rússar kjósa að einangra sig á bakvið kjarnorkuvopnin eða markmið þeirra „sé að binda enda á pólitíska og efnahagslega einangrun Rúss- lands og tiyggja stöðu þess í efna- hagskerfi og ríkjasambandi sið- menntaðra þjóða," svo að enn sé vitnað í hinn stórfróðlega lokakafla bókarinnar. Höfundur telur, að Rússland eigi erfítt með að tengjast öðrum og þess vegna verði annarra þjóða menn að láta að sér kveða innan Rússlands til að hjálpa þjóð- inni út úr einangruninni. Hér er því miklu verki ólokið, sem kann að ráða örlögum fleiri en Rússa á kom- andi árum. •« & ( « i5 Smekklegar jólagjafir Glæsilegt úrval af peysum, úlpum og blússum BMIBBlgBB Baðmottusett Parketmottur Baðvogir Ferðatöskur Snyrtitöskur GEíSIP H SKYRTUR SLOPPAR INNISETT * NÁTTFÖT FRAKKAR HATTAR TREFLAR HANSKAR INNISKÓR LOÐHÚFUR JAKKAR BUXUR. 9 4 ÍH'C:,. 4 :4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.