Morgunblaðið - 20.12.1991, Side 31

Morgunblaðið - 20.12.1991, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1991 31 Stjórnendur Borgarspítala um sameiningu sjúkrahúsa: Viðbrögð lækna Landakots sér- hagsmunagæsla vegna launa „VIÐ erum ekki ánægð með þær sviptingar sem hafa orðið á Landakoti, og mislíkar mest þau vinnubrögð sem hafa komið upp, bæði í nefndinni um sameiningu spítalanna, af hálfu nefnd- armanna Landakots og þeirra sem hafa grafið undan þessum störfum innan spítalans, og hafa ekki komið hreint fram gagn- vart okkur,“ segir Jóhannes M. Gunnarsson yfirlæknir á Borg- arspítalanum. Jóhannes Pálmason framkvæmdastjóri spítalans segir að viðbrögð lækna Landakots verði ekki skilin örðuvísi en sem hrein sérhagsmunagæsla vegna launakerfis lækna spít- alans. „Hópur lækna og starfsmanna Landakots grófu undan þessu starfi," segir hann. Meirihluti fjárlaganefndar Al- þingis hefur afgreitt tillögur heil- brigðisráðherra um fjárveitingar til Landakotsspítala, Borgarspítala og St. Jósefsspítala nær óbreyttar til þriðju umræðu. Skv. tillögunni verður hreint ríkisframlag til Borg- arspítalans tæplega 2,6 milljarðar kr. sem er óbreytt fjárveiting að raungildi frá yfirstandandi ári. Jó- INNLENT hannes M. Gunnarsson, yfírlæknir á Borgarspítalanum, segir að þetta sé skásti kosturinn fyrst ekki gekk að fylgja þeirri áætlun að sameina Borgarspítala og Landakot eins og tillaga var gerð um í skýrslu nefnd- arinnar. Vegið að Borgarspítalanum Jóhannes átti sæti í nefndinni af hálfu Borgarspítalans auk Jó- hannesar Pálmasonar og Sigríðar Snæbjörnsdóttur hjúkrunarfor- stjóra. Þau segja að sérálit hjúkr- unarforstjóra Landakots í nefnd- inni, hafi ekki komið fram fyrr en í lok nefndarstarfsins eftir að haldnir höfðu verið tugir funda en hún hafi ekki haft frammi and- mæli gegn niðurstöðu hópsins fyrr en þá. „Okkur finnst vegið faglega að Borgarspítalanum þegar því er haldið á lofti að þjónustan á Landa- koti sé sérstaklega góð. í raun er um svipuð þjónustukerfi að ræða á spítölunum. Það sem skilur á milli eru hins vegar ólík launakerfi spítalanna, þar sem læknar Landa- kots fá greitt fyrir hvert viðvik en hér eru læknar á mánaðarlaunum. Laun hjúkrunarfræðinga á Landa- koti eru einnig hærri en hjá okk- ur,“ sagði Sigríður. Jóhannes Pálmason sagði að fulltrúar Borgarspítalans hefðu samþykkt skýrslu nefndarinnar og það muni reynast erfitt fyrir þá að hefja viðræður upp á nýtt á allt öðrum forsendum, „eins og þessi uppreisnarhópur á Landa- koti, úndir forystu Sigurðar Björnssonar, hefur talað um“, sagði hann. „Okkur virðist það líka vera lúa- legt bragð að draga St. Jósefssyst- urnar fram í þessum leik og skilja þær svo eftir einar. Þær hefðu ekki gengið fram fyrir skjöldu nema fyrir þrýsting," sagði Jó- hannes Pálmason. Hljótum að fá obbann af 200 milljónum í tillögum heilbrigðisráðherra -eru lagðar til hliðar tæplega 200 millj. kr. óskipttil spítalanna vegna nauðsynlegra framkvæmda við endurskipulagningu sjúkrahús- þjónustu á höfðuborgarsvæðinu. Fulltrúar Borgarspítalans segja að með þessu sé ráðherra að taka afstöðu með niðurstöðu nefndar- innar um að lagt verði í ákveðnar framkvæmdir á Borgarspítalanum, eins og að ljúka við B-álmuna, vegna áforma um sameiningu sjúkrahúsanna. „Þegar að þessari ákvörðun kemur hljótum við því að fá obbann af þessari upphæð," sagði Jóhannes Gunnarsson. Fram kom í máli þeirra, að vegna niðurskurðar á framlögum til Landakots sé vandséð að spítal- inn geti eftirleiðis sinnt sömu þjón- ustu og hann hefur gert, og því muni stærri hluti bráðaþjónustunn- ar óhjákvæmilega lenda á Landspítalanum og Borgarspíta- lanum. Sameining við Landspítala útilokuð Aðspurð hvort hugsanlega kæmi til að könnuð verði sameining Borgarspítala og Landspítala sögðu þau að ávallt hefði legið skýr afstaða Reykjavíkurborgar gegn slíkri sameiningu. „Hins veg- ar virðast ákveðin öfl innan Landspítalans ganga með það í maganum um að sameinast Borg- arspítalanum. Borgin hefur engan áhuga á slíku og það hefur komið mjög skýrt fram hjá ráðherra að enginn vilji sé til að gera þetta. Skynsamlegast sé að byggja upp tvo spítala, Landspítala og Borgar- spítala. Það hafa Landspítalamenn átt erfitt með að þola vegna þess að þeir teldu sig geta misst ein- hveija tugi milljóna á ári,“ sagði Jóhannes Gunnarsson. Jón Eiríksson bóndi, oddviti og ljósmyndari. Ljósmyndir frá Skeiðum ODDVITANEFND Laugarás- læknishéraðs og Afréttarmálafé- lag Flóa og Skeiða hafa gefið út myndabókina „Aldahvörf á Skeið- um, ljósmyndir Jóns Eiríkssonar í Vorsabæ. Bókin er gefin út í til- efni 70 ára afmælis bóndans og ljósmyndarans í Vorsabæ. Jón Eiríksson í Vorsabæ á Skeið- um hefur verið áhugaljósmyndari í 50 ár, því að árið 1941 eignaðist hann fyrstu ljósmyndavél sína, Kodak-kassavél. Síðan hefur hann tekið myndir, bæði svart-hvítar og í lit, og á nú um 10.000 myndir í safni sínu. Yfirleitt eru það ekki landslags- myndir, heldur mannlífsmyndir, teknar við hin ýmsu tækifæri. Myndirnar í bókina völdu auk Jóns Eiríkssonar sjálfs Inga Lára Bald- vinsdóttir og Páll Lýðsson, sem skrif- ar formálann að bókinni, „Að grípa augnablikið“, þar sem hann rekur æviferil Jóns Eiríkssonar. / beinni útsendingu á Stöð ffannan hvern þriðjudag. Jóla-Happó 26.DES. Dregið 24. DES. Vinningar birtast 26.DES. Sölu lýkur 22. DES. 7JAN., 21.JAN., 4.FEB., 18.FEB., 3.MARS .... -efþúáttmiða! ovDRÆrr/

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.