Morgunblaðið - 20.12.1991, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 20.12.1991, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1991 Minning: Guðbjörg Bjarman Til að eiga vini verðum við að vera vingjarnleg. Sú hlýja sem felst í vináttu er forsmekkur gleðinnar á himnum. Þessi orð koma í hugann þegar ég sit á dimmu kvöldi á aðventu og reyni að festa á blað nokkur minningarbrot um Gullý frá Víði- völlum. Á milli okkar var sérstakur þráður vináttu, gleði og trausts. Ég hélt að ég yrði fyrri til að slíta þráðinn en hversu skammt nær viska okkar mannanna oft og tíðum. Ég kynntist Gullý fyrst þegar hún var nemandi minn í litlum sveit- askóla norður í Skagafirði. Þessi fallega, glaða hnáta með þykka hárið og brúnu augun átti strax hug minn allan. Gullý var mjög glað- vært bam sem allir löðuðust að. Þegar ég lít til baka og hugsa um þessi ár sé ég hana fyrir mér þar sem hún skottast um og skellihlær. Litla stúlkan útskrifaðist úr bama- skólanum og hélt áfram að mennta sig. Mörgum ámm seinna sátum við saman í flugvél á leið suður. Þá sagði hún mér frá ástinni sinni, honum Teiti, og ég trúði henni fyr- ir ýmsu sem þá var að gerast í mínu lífi. í þessari ferð fann ég sterkt hvað mér þótti vænt um þessa ungu stúlku og hversu heitt ég óskaði þess að hún fyndi hamingjuna. Teitur og Gullý áttu eftir að gift- ast og þroskast saman. Tvö mann- leg hjörtu með líkan smekk og meginreglur, bæði sprottin úr menningu íslenskrar sveitar. Til- finningar þeirra vom af sama meiði og sambandið þeirra varð traust og fallegt. Þau voru bestu vinir hvors annars. Eitt sinn var ég á gangi á Laugaveginum, þá heyrði ég kallað hárri röddu: „Hæ, Jóhanna, ert þetta ekki þú?“ Þetta var Gullý á gangi með börnin sín tvö, Bjössa og Ástu, í kerm. Alltaf sama glað- værðin og hressileikinn. Þá sagði hún mér frá því þegar hún missti Iitlu stúlkuna sína. En hún brosti gegnum tárin og sló á létta strengi og sagði að gaman væri að við reyndum að safna saman öllum krökkunum úr Akraskóla sem bú- sett væm hér syðra og hittast heima hjá mér. Þetta fannst mér góð hug- mynd. En ýmis atvik höguðu því þannig að úr þessu varð ekki. Og Gullý mín mun ekki framar kalla til mín á Laugaveginum. Fyrir réttu ári kom Gullý að máli við mig og bað mig að taka sig í sjúkraþjálfun, hún átti þá von á barni. Það var mér mikil ánægja og gleði að taka upp þráðinn að nýju. Margt var spjallað í meðferð- inni og Gullý lét ýmis hnyttin orð falla um útlit sjálfrar sín eftir því sem hún gildnaði. Við hlógum og grétum pínulítið. Svo fæddist Bald- ur litli, algjör gimsteinn sem dafn- aði nú vel eftir smá vandamál í upphafi. Ég heimsótti Gullý á fæð- ingardeildina og naut þess að sjá hana hressa og káta með litla drenginn sinn. Síðar heimsótti ég Gullý og Teit í Dalhús 81, á fallega heimilið þeirra. Það var í síðasta sinn sem ég sá Gullý. Þegar ég ók þangað núna eftir lát Gullýjar og rokið og rigningin skók bílinn á leiðinni upp eftir fannst mér þetta svo óraunverulegt að ég vildi ekki trúa því að hún kæmi ekki sjálf til dyra. Mér fannst ég skilja svo vel líðan Unnar, móður hennar, þegar hún sagði: „Hún var lífsins ljósið mitt.“ Hver skilur þá ráðstöfun að ung móðir er tekin frá eiginmanni og þremur ungum bömum? Það er fátt um svör. Tími Gullýjar hér á jörð var alltof stuttur. Við förum aðeins einu sinni þessa vegferð og ég tel að Gullý hafi notað vel tækifæri lífsins. Ég veit að fjölskyldur Teits og Gullýjar standa nú þéttar saman en nokkru sinni. Það þarf að um- lykja ekkjumanninn unga og bömin smáu þéttu neti kærleika og ástúð- ar. Oft er mannleg reynsla svo þung að hún virðist nær óþolandi. En þó allt virðist dimmt og óútskýranlegt verðum við að treysta kærleika Guðs og trúa því að hann stendur alltaf við hlið okkar og styrkir okk- ur. Ég bið algóðan Guð að styrkja Teit, börnin þeirra þijú og fjölskyld- ur. Blessuð sé minning Gullýjar frá Víðivöllum. Jóhanna Sigr. Sigurðardóttir Guð heit eg á þig, að græðir mig, minnast, mildinpr, mín mest þurfum þín. (Úr Heyr himna smiður, höf. K.T.) Þessar aldagömlu hendingar hafa hvað eftir annað leitað á huga minn, síðan ég frétti andlát æsku- vinkonu minnar og skólasystur. Hvernig getur hún verið dáin hún Gullý? Það hljómar svo fáránlega, ótrúlega og dapurlega. Engin orð fá lýst slíku áfalli. Það er fullkom- lega óréttlátt að leggja svo yfir- þyrmandi staðreynd á hennar nán- ustu. Hvern dag síðan ég frétti lát hennar hef ég hlustað á hana — í minningunni. Mjúki hláturinn, bros- ið, krassandi athugasemdirnar og frásagnargleðin. Bernskubrekin koma upp í hugann. í minningunni þegar brotin raðast saman og taka á sig ýmsar myndir, fínn ég gleði og söknuð. Hópur barna og síðan unglinga, sem fylgdust að upp úr barnaskólanum, fermdust saman og mótuðu hvert annað í leik og starfí. Gullý var alltaf í farar- broddi. Annars var oft erfítt að vita hver teymdi hvem. Þetta krakka- stóð óx upp og fór sitt í hveija átt- ina. En svo gerðist eftirminnilegur atburður, sem Gullý átti dijúgan þátt í. Árið sem við urðum þrítug hittumst við til að halda upp á af- mælin okkar saman og auðvitað var stefnan tekin á stórveislu í fyllingu næstajugs. Það er einkennilega undarlegt þetta líf. En hver veit sína ævina? Kæm vinir, sem ég veit fyrir víst að saknið hennar jafn- mikið og ég, gleðjumst yfír að hafa þekkt hana, hlúum að minningu hennar og viðhorfí. Minnumst henn- ar og allra annarra horfínna vina á þann hátt að aðrir heyri og megi læra af. Teitur, Unnur og fjölskyldur, ég votta ykkur dýpstu samúð mína. Guð gefí ykkur styrk. Sigríður Sigurðardóttir I svartasta skammdegi ársins yljum við okkur um hjartarætur með tilhlökkun jólanna. Jólaljósin koma í glugga eitt af öðm, börnin telja dagana og eftirvæntingin vex. Allir ætla að gleðjast og fagna og vera fjarri sorg og trega. En ekki eru allir jafn heppnir. Föstudaginn 13. desember heldur ung móðir syni sínum fagnað inn á annað ár tilverunnar og eftir það fá þau ei samfagnað með hennþ meir. Eftir þann dag er hún öll. Án fyrirboða er hún Gullý, vinkona mín, tekin burt frá litlu börnunum sínum' þremur og elskulegum eiginmanni, í blóma lífsins, og jólin, mesta há- tíð bamanna, falla í skuggann. Hví hún? Hún sem átti svo margt ógert í lífínu, og síst af öllu ætlaði hún sér að taka börnin úr móðurfaðmi, sem áttu hug hennar allan. Ég var svo lánsöm að fá að kynn- ast Gullý fyrir nokkrum árum. Leið- ir okkar lágu saman á marga vegu fyrir utan það að vera nágrannar. Við kynntumst vel er við kenndum sömu námsgrein í skólum borgar- innar, og hélt samband okkar áfram að styrkjast og treystast á öðrum vettvangi, þótt kennslan hyrfí úr myndinni. Fjölskyldur okkar stækk- uðu og fátt varð okkur óviðkom- andi um þau mál. Gullý var svo hlý og notaleg í návist. Hún hafði svo jákvætt hugarfar og gaf mikið af sjálfri sér á virkan hátt, að ósjálfr- átt laðaðist maður sífellt meira að henni, ekki bara ég heldur öll fjöl- skyldan. Hún gaf sér alltaf tíma til að spjalla við börnin um'leik þeirra og störf og var óþreytandi að miðla þeim af reynslu sinni og þekkingu. Gullý hafði fjölmarga mannkosti og var mikilhæfur fræðari frá náttú- runnar hendi, á því er enginn vafí. „Þegar þú ert sorgmæddur skoðaðu þá aft- ur huga þinn og þú munt sjá, að þú grætur vegnd þess, sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran - Spámaðurinn.) Elsku Teitur, Bjössi, Ásta og Baldur litli. Ykkar tregi er mikill. Við huggum okkur við það að minn- ing hennar er björt og fögur. Söknuðurinn er sár. Sigrún Átta dögum vant í vetrarsólstöður lést í Reykjavík Guðbjörg Björns- dóttir Bjarman. Þessi árstími er mörgum íslendingum erfíður og ekki löngu fyrir andlátið barst í tal okkar Guðbjargar að brátt tæki daginn að lengja, myrkrið að víkja, hægt en markvisst. Árlega ræddum við þessi sömu hvörf, árlega kom- umst við að þeirri niðurstöðu að þrautum öllum linnti með hækkandi sól. Hún lifði ekki að verða vitni að þessari endurtekningu. Hérvist Guð- bjargar lauk, aðrir halda áfram veg- ferð sinni enn um stund. Nú er ekkert eftir nema minning- ar. Fyrst gamlar myndir. Á stofu- gólfí stendur brúneyg stúlka í spari- kjól. Hún er fríð og alvörugefin. Handleggir og kálfar eru þéttir og koppar myndast á olnbogum þegar hún teygir upp hendurnar og bros- ir. Benni bróðir á að rétta mér ... en hvað? Svo skýr er myndin ekki. Nokkrar myndir eru til heima á Bergstaðastræti, á þeim öllum er Guðbjörg í kjól og oftast er sólskin. Á einni er myrkur, kvöld, en þar er hún að bráða sér út úr bifreið sem ekki hefur numið staðar. Slys, en þó ekki alvarlegra en svo að börn öfunda hana af því, svona í aðra röndina. Á tröppunum hjá Ingu frænku sá hún fimm ára ástæðu til að snupra mig sex ára fyrir aula- hátt þegar fullorðna fólkið var að taka af okkur myndir. Smám saman verða myndir skýr- ari og fleiri. Með þeim fylgir texti. Nú er hún flutt norður í Skagafjörð ásamt móður sinni og Benedikt bróður. Á hveiju sumri flykkjast börn frá Reykjavík til dvalar á Víði- völlum. Sumir eru sumarpart, aðrir t GÍSLI ÞÓRARINN MAGNÚSSON, Varmárbrekku, Mosfellsbæ, lést 19. desember. Vinir. + Elskulegur eiginmaður minn,. KRISTJÁN BJARNI JÓNSSON, Kópavogsbraut1A, er látinn. Inga Þórunn Jónsdóttir. t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, + PÁLL SIGTRYGGUR BJÖRNSSON, Eiginmaður minn og faðir okkar, Oddagötu 1, BENJAMÍN MARKÚSSON Seyðisfirði, frá Ystu-Görðum, sem andaðist 11. desember, verður jarðsunginn frá Seyðisfjarðar- Kolbeinsstaðahreppi, kirkju laugardaginn, 21. desember kl. 14.00. andaðist á Sjúkrahúsi Akraness 19. desember. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Arndís Þorsteinsdóttir og börn. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og + Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, langamma, ARI JÓNSSON, LILJA TORFADÓTTIR, Skipasundi 73, Laugarnesvegi 51, lést í Landakotsspítala 9. desember síðastliðinn. Reykjavfk, Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. andaðist í Landakotsspítala miðvikudaginn 18. desember. Camilla Proppé, Geirmundur Guðmundsson, Svava Aradóttir, Ari Þorleifsson, börn, tengdabörn, barnabörn Jón Friðrik Arason, Marisa Arason, Þórhallur Arason, Þráinn Þórhallsson. og barnabarnabörn. fara ekki fyrr en eftir réttir og koma um svipað leyti og spóinn næsta sumar. í þeim hópi erum við Hall- dóra Sveinsdóttir. Eftirvæntingin er mikil þegar amma og afi aka okkur norður. Amma fer með gamanmál áh þess að taka eftir því að krakka- bjálfamir bæla niður í sér hláturinn til þess að valda ekki misskilningi. Seint um kvöldið náum við Ioks áfangastað. Nýir gúmmískór og harðar gallabuxur eru dregnar fram. Ferðalangar em fegnir að hitta fyrir frænku sína en ekki er auðvelt að leyna vonbrigðum þegar í ljós kemur að daginn eftir þarf hún að byija á sundnámskeiði. En þannig verður þetta víst að vera, lungann úr deginum í þijár vikur. Hún tekur þessu af þeirri ró sem einkennir minningar. Hún er líka sundmaður góður. Á sumrin gengum við þrú yfir- leitt saman til verka. Frænka sýndi búskap áhuga við hæfi, en var allt- af sú sem hafði yfírsýnina. Sunnan- fólk vissi að hlöður vom fullar að hausti en tómar að vori og hafði óljósa hugmynd um hvað gerst hafði um veturinn. Hún vissi það í smá- atriðum, en sá ekki ástæðu til þess að gera veður út af því, enda „ger- ist nú fátt hér á veturna“. Við sáum um mjaltir á kvöldin, frænka hreytl- aði — og við töluðum alveg óendan- lega mikið. Um hvað sem var og stundum varð einhver skotinn í ein- hveijum og þá þurfti að ræða það sérstaklega. Sjálfsagðar breytingar urðu á útlitinu og það virtist ekkert duga á árans bólumar á andlitinu og sest var á rökstóla. Fram á nótt. Á veturna fóm bréf á milli. Guðbjörg varð hugjúf kona. Erf- itt er að skipa henni í afmarkaðan hóp, en ung öðlaðist hún ríka rétt- lætiskennd og samúð með þeim sem minna máttu sín. Teitur Gunnars- son, skólabróðir hennar í mennta- skóla, kom til sögu á þessum tíma. Leiðir þeirra lágu saman nógu snemma til þess að svo ólíkir menn gætu mótað hvor annan af gagn- kvæmri virðingu. Fyrir fímmtán ámm og hálfu betur stofnuðu þau til hjónabands og var ekki flanað að neinu. Kynni þeirra em nær tveggja áratuga. Teit og Guðbjörgu var alltaf gott heim að sækja og gestir fóru ríkari af fundi. Þau hafa mætt andstreymi sem dugar til að sliga marga. Ungt fólk með langa sögu að baki og mikla lífsreynslu hlýtur að vera gott að hitta. Minningar eru margar og góðar. Nú verða þær fáðar reglulega, og bréfín og ljósmyndirnar og innilegu samtölin, og við reynum að setja atburði í samhengi og læra af lífínu — vanmáttug gemm við hróp að dauðanum. Elsku Teitur, Björn, Ásthildur og Baldur. Nú hafíð þið verið lostin því höggi sem enginn skýrir. Ekki gagn- ar að spyija og vænta svars. Styrk- ur ykkar felst í að standa saman °g þiggja stuðning sem við reynum að veita, oft án þess að rata þá ókunnugu stigu sem þrýtur í hjartanu. Sigurður Konráðsson Kveðja frá Lundi Þegar jólin nálgast eru vinir og ættingjar á íslandi ofarlega í hug- anum. Minningar um liðnar stundir koma fram í hugskotið. Eitt kvöldið þegar ég var að skrifa jólakveðjuna til Gullýjar frænku, Teits og barn- anna rifjaðist upp yndislegt kvöld sem við Dóra systir og makar okkar áttum hjá þeim í sumar sem leið. Gestrisin eins og alltaf reiddu þau fram ljúfar veitingar í notalegu and- rúmslofti á nýja heimilinu þeirra í Dalhúsum. Eftir góða máltíð var setið og spjallað um alla heima og geima. Rifjaðar upp gamlar minn- ingar frá því við vorum smástelpur í sveitinni hjá Gullý á Víðivöllum og allt fram til fullorðinsáranna; já, því ýmislegt höfum við brallað sam- an í gegnum tíðina. En það var líka horft fram á veginn og spáð í fram- tíðina sem blasti við. Vegurinn virt- ist bjartur og fagur eins og íslenskt sumarkvöldið. Og við kvöddumst þetta kvöld í áhyggjulausri trú um að við mundum hittast fljótlega aft- ur. Því vegir okkar hafa í gegnum alla tíð legið saman, þó við oft byggjum ijarri hvor annarri um lengri eða skemmri tíma. Ekki óraði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.