Morgunblaðið - 20.12.1991, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1991
25
Við byggjum Vík
með þinni hjálp
eftir Þórarin
Tyrfingsson
Síðastliðinn þriðjudag komu fyrstu
vistmennirnir á nýtt meðferðarheim-
ili SÁÁ, Vík á Kjalarnesi. Vík tekur
við af Sogni í Ólfusi, en þar komu
fimm þúsund manns í meðferð á 13
árum.
SÁÁ stendur nú að happdrætti til
að fjármagna byggingu Víkur. Með
því að kaupa miða í þessu happ-
drætti hefur allur almenningur tæki-
færi til að hlúa að því mikilvæga
meðferðarstarfi sem fram fer hjá
SÁÁ.
Fullyrða má að þetta meðferðar-
starf sé eitt mesta framfaraspor í
heilbrigðismálum þjóðarinnar hin síð-
ari ár. Um 10 þúsund einstaklingar
hafa komið í meðferð hjá SÁÁ og
stærsti hluti þeirra hefur byrjað nýtt
og vímulaust líf.
íslenska þjóðin hefur hingað til
stutt við bakið á SÁÁ þegar til stór-
ræðanna kemur. Það er von mín að
Þórarinn Tyrfingsson
sá stuðningur skili sér nú, þegar við
þurfum á honum að halda til að ljúka
byggingu Víkur.
Höfundur er formaður SAA
ELDSPREN GJ A
í JÓLAPAKKA
eftir Sigurð
Ragnarsson
Nú á aðventunni birtist landslýð
skýrt dæmi um misnotkun valds.
Þetta er jólaboðskapur ríkisstjórn-
arinnar. Álögur á sveitarfélög lands-
ins.
Hvað eru sveitarfélögin? Þau eru
í raun ekki annað en fólkið í land-
inu. Hveijir eiga sveitarsjóðina? Eng-
ir aðrir en fólkið í landinu, hvert í
sinni heimabyggð. Auknar byrðar á
þessi samlög geta ekki birst í öðru
en hærri sköttum eða minni þjónustu.
Ekki er annað en sanngjarnt að
sveitarfélögin taki þátt í útgjalda-
vanda hins opinbera til jafns við ríkis-
sjóð. Þegar tekjur dragast saman í
þjóðfélaginu kemur það fram á ná-
kvæmlega sama hátt í sveitarsjóðun-
um eins og í ríkissjóði. Þannig taka
sveitarfélögin þátt í erfiðleikum sam-
dráttar til jafns við ríkið.
Jólaboðskapur ríkisstjórnarinnar
felur í sér að ekki á að gætg. þessa
jafnræðis. Stóri bróðir vill hengja
þyngri bagga á litla bróður en hann
sjálfur ætlar að bera.
Vandi ríkissjóðs er fremur vegna
of mikilla útgjalda heldur en af of
litlum tekjum. Þar gildir sama lög-
mál og á heimilunum. Ekki dugar a
eyða meiru en tekjur standa undir.
Hins vegar er ríkissjóður, með Al-
þingi að bakhjarli, í þeirri aðstöðu
að geta ávísað úr hefti nágrannans.
Ef þessu valdi verður beitt er það
ekkert annað en gróf misnotkun.
Mörg sveitarfélög hafa þegar full-
nýtt tekjustofna sína. Þau geta ekki
brugðist við auknum útgjöldum á
annan hátt en að skerða þjónustu.
Svo hagar til að útgjöld sveitarfélaga
til hreinlætismála, þar með talin
sorphirða, eru svipuð og hugmynd-
irnar um þátttöku þeirra í löggæslu.
Því mundi passa að sinna ekki hrein-
lætismálum meðan ríkisstjórnin færir
gjafir sínar. Er verið að biðja um
eitthvað slíkt?
Hugmynd ríkisstjórnarinnar er
eldsprengja í jólapakka. Eg vara
sveitarstjórnamenn við að þiggja
pakkann.
Höfundur er sveitarstjóri í
Mývatnssveit.
Menningarslys
eftir Magnús Blöndal
Jóhannsson
Fyrstu viðbrögð mín við þeirri frétt
að ráðinn hafi verið menningarfull-
trúi við íslenska sendiráðið í Lundún-
um voru forundran og hneykslan.
Erum við virkilega svo fátæk af
hæfu fólki að það þurfi að ráða ger-
samlega óhæfan mann í þetta emb-
ætti.
Undir öllum kringumstæðum þarf
sá aðili sem gegnir þessu starfí að
vera mjög vel inni t öllum þáttum
íslenskrar menningar og ætti því að
vera fær um að gefa rétta og já-
kvæða yfirsýn yfír menningu okkar,
en ekki einhveija skrumskælingu og
fáheyrða lágkúru. Þó að menningar-
fulltrúinn hafi reynt að upphefja
sjálfan sig og eigin afrek í viðtali á
Rás 2 fyrir nokkrum dögum þá eru
það eingöngu hans orð og lítið mark
takandi á slíku sjálfshóli. Það er með
öllu óskiljanlegt. að utanríkisráðun-
eytið ráði slíkan ..ann til starfa. Það
má að vísu segjVað „menningarfull-
trúanum“ hafi nú loksins tekist að
afla sér frægðar á heimsvísu, þar
sem hingað til hefur títt nefndur
maður aðeins verið „heimsfrægur“ á
Akureyri þar til nú að hann hefur
Magnús Blöndal Jóhannsson
aflað sér langþráðrar viðurkenning-
ar, en vissulega ekki sem fulltrúi
íslenskrar menningar. Annars eru
tímar hirðfíflanna að öllum líkindum
horfnir inn í fortíðina, nema þá að
þetta sé endurreisn þeirrar stéttar
sem fyrr á öldum skemmtu konung-
um, keisurum og öðru fyrirfólki.
Hinsvegar dreg ég í efa að íslenskri
þjóð sé skemmt.
Höfundur er meðlimur í
Tónskáldafélagi íslands og
Bandalagi íslenskra listamanna.