Morgunblaðið - 20.12.1991, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.12.1991, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1991 25 Við byggjum Vík með þinni hjálp eftir Þórarin Tyrfingsson Síðastliðinn þriðjudag komu fyrstu vistmennirnir á nýtt meðferðarheim- ili SÁÁ, Vík á Kjalarnesi. Vík tekur við af Sogni í Ólfusi, en þar komu fimm þúsund manns í meðferð á 13 árum. SÁÁ stendur nú að happdrætti til að fjármagna byggingu Víkur. Með því að kaupa miða í þessu happ- drætti hefur allur almenningur tæki- færi til að hlúa að því mikilvæga meðferðarstarfi sem fram fer hjá SÁÁ. Fullyrða má að þetta meðferðar- starf sé eitt mesta framfaraspor í heilbrigðismálum þjóðarinnar hin síð- ari ár. Um 10 þúsund einstaklingar hafa komið í meðferð hjá SÁÁ og stærsti hluti þeirra hefur byrjað nýtt og vímulaust líf. íslenska þjóðin hefur hingað til stutt við bakið á SÁÁ þegar til stór- ræðanna kemur. Það er von mín að Þórarinn Tyrfingsson sá stuðningur skili sér nú, þegar við þurfum á honum að halda til að ljúka byggingu Víkur. Höfundur er formaður SAA ELDSPREN GJ A í JÓLAPAKKA eftir Sigurð Ragnarsson Nú á aðventunni birtist landslýð skýrt dæmi um misnotkun valds. Þetta er jólaboðskapur ríkisstjórn- arinnar. Álögur á sveitarfélög lands- ins. Hvað eru sveitarfélögin? Þau eru í raun ekki annað en fólkið í land- inu. Hveijir eiga sveitarsjóðina? Eng- ir aðrir en fólkið í landinu, hvert í sinni heimabyggð. Auknar byrðar á þessi samlög geta ekki birst í öðru en hærri sköttum eða minni þjónustu. Ekki er annað en sanngjarnt að sveitarfélögin taki þátt í útgjalda- vanda hins opinbera til jafns við ríkis- sjóð. Þegar tekjur dragast saman í þjóðfélaginu kemur það fram á ná- kvæmlega sama hátt í sveitarsjóðun- um eins og í ríkissjóði. Þannig taka sveitarfélögin þátt í erfiðleikum sam- dráttar til jafns við ríkið. Jólaboðskapur ríkisstjórnarinnar felur í sér að ekki á að gætg. þessa jafnræðis. Stóri bróðir vill hengja þyngri bagga á litla bróður en hann sjálfur ætlar að bera. Vandi ríkissjóðs er fremur vegna of mikilla útgjalda heldur en af of litlum tekjum. Þar gildir sama lög- mál og á heimilunum. Ekki dugar a eyða meiru en tekjur standa undir. Hins vegar er ríkissjóður, með Al- þingi að bakhjarli, í þeirri aðstöðu að geta ávísað úr hefti nágrannans. Ef þessu valdi verður beitt er það ekkert annað en gróf misnotkun. Mörg sveitarfélög hafa þegar full- nýtt tekjustofna sína. Þau geta ekki brugðist við auknum útgjöldum á annan hátt en að skerða þjónustu. Svo hagar til að útgjöld sveitarfélaga til hreinlætismála, þar með talin sorphirða, eru svipuð og hugmynd- irnar um þátttöku þeirra í löggæslu. Því mundi passa að sinna ekki hrein- lætismálum meðan ríkisstjórnin færir gjafir sínar. Er verið að biðja um eitthvað slíkt? Hugmynd ríkisstjórnarinnar er eldsprengja í jólapakka. Eg vara sveitarstjórnamenn við að þiggja pakkann. Höfundur er sveitarstjóri í Mývatnssveit. Menningarslys eftir Magnús Blöndal Jóhannsson Fyrstu viðbrögð mín við þeirri frétt að ráðinn hafi verið menningarfull- trúi við íslenska sendiráðið í Lundún- um voru forundran og hneykslan. Erum við virkilega svo fátæk af hæfu fólki að það þurfi að ráða ger- samlega óhæfan mann í þetta emb- ætti. Undir öllum kringumstæðum þarf sá aðili sem gegnir þessu starfí að vera mjög vel inni t öllum þáttum íslenskrar menningar og ætti því að vera fær um að gefa rétta og já- kvæða yfirsýn yfír menningu okkar, en ekki einhveija skrumskælingu og fáheyrða lágkúru. Þó að menningar- fulltrúinn hafi reynt að upphefja sjálfan sig og eigin afrek í viðtali á Rás 2 fyrir nokkrum dögum þá eru það eingöngu hans orð og lítið mark takandi á slíku sjálfshóli. Það er með öllu óskiljanlegt. að utanríkisráðun- eytið ráði slíkan ..ann til starfa. Það má að vísu segjVað „menningarfull- trúanum“ hafi nú loksins tekist að afla sér frægðar á heimsvísu, þar sem hingað til hefur títt nefndur maður aðeins verið „heimsfrægur“ á Akureyri þar til nú að hann hefur Magnús Blöndal Jóhannsson aflað sér langþráðrar viðurkenning- ar, en vissulega ekki sem fulltrúi íslenskrar menningar. Annars eru tímar hirðfíflanna að öllum líkindum horfnir inn í fortíðina, nema þá að þetta sé endurreisn þeirrar stéttar sem fyrr á öldum skemmtu konung- um, keisurum og öðru fyrirfólki. Hinsvegar dreg ég í efa að íslenskri þjóð sé skemmt. Höfundur er meðlimur í Tónskáldafélagi íslands og Bandalagi íslenskra listamanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.