Morgunblaðið - 20.12.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.12.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1991 19 Innanhúss- arkitekt TVÆR GÓÐAR List og hönnun Bragi Asgeirsson Um þessar mundir og fram að jólum kynnir húsgagnaversl- unin Epal í Faxafeni 7 innan- hússarkitektinn Leó Jóhannsson. Hann hefur.verið búsettur í Sví- þjóð sl. 12 ár þar sem hann er nafnkenndur og fengið fjölda húsgagna í framleiðslu. Ferill Leós er eftirtektarverð- ur og um leið lærdómsríkur, því að hann aflaði sér góðrar verk- legrar undirstöðuþekkingar í húsasmíði áður en hann hóf nám á því sviði er hann hugðist hasla sér völl, - innanhússarkitektúr. Það verður nefnilega aldrei nóg- samlega brýnt fyrir ungu fólki hve undirstöðuþekkingin er mik- ilvæg og skiptir í flestum tilvik- um sköpum um framvinduna. Aðeins þijátíu og fimm ára er Leó kominn í hóp vel þekktra hönnuða í Svíþjóð, sem er óvenjulegur árangur, því að hér er samkeppnin hörð og óvægin. Jafnframt er hann kynntur í miklu riti í tveim bindum er nefn- ist Annual of Furniture Design- ers, European masters. Þetta segir ekki svo lítið og menn mega gera sér ljóst að það er engu minna erfiði á bak við það að ná langt á sviði list- hönnunar og t.d. vísinda og hér þýðir ekkert annað en að leggja sig allan fram. íslendingar hafa lengstum ekki skilið þýðingu hönnunar við uppbyggingu hvers konar iðnað- ar, sem hefur komið mörgum í koll eins og áþreifanlega blasir við. En hönnun nær yfir vítt svið eins og ég hef áður skilgreint og á einnig við óáþreifanlega hluti, jafnvel draum, svo sem menn geta séð í kvikmyndum. Að hanna snjalla auglýsingu reynir svo t.d. bæði á óáþreifan- legt hugvit, þjálfaða skynræna tilfinningu og útfærslu sem fer fram í höndunum. Lögmál hönn- unar er þannnig allt í kringum okkur og er mikilyægt að menn geri sér ljósa grein fyrir því. Húsgögn Leós Jóhannssonar eru sérkennileg og leiða jafnvel á stundum hugann að hljóðfær- um vegna hins sérkennilega stól- baksforms, sem hann hefur til- einkað sér. Hann sækir þannig einnig hugmyndir sínar til hins áþreifanlega raunveruleika, sem kemur gi;einilegast fram í stóla- röð þar sem hann gengur út frá formi taflmanna. Sennilega finnst einhveijum þetta ekki afskaplega hentugir stólar, en þá má vísa til þess að sum húsgögn verða aldrei al- menningseign heldur höfða öðru fremur til minnihluta, sem dýrk- ar hina formrænu fegurð í sjálfu sér frekar en notagildið. En Leó hannar jafnframt stóla, sem höfða bæði til þæginda og útlitsfegurðar og hrein hátíð er að sitja í og eru nokkrir slíkir á sýningunni. Hér er um sýningu að ræða sem margir unnendur hönnunar munu hafa ánægju af og því er vakin athygli á hinu ágæta fram- taki Epal, að kynna þennan at- hyglisverða íslenzka húsgagna- hönnuð. Stóllinn nefnist „peðið“ og hugmyndin að formi hans er sótt til samnefnds taflmanns. Bókmenntir Súsanna Svavarsdóttir Fleiri börn í Ólátagarði Höfundur: Astrid Lindgren Þýðandi: Sigrún Árnadóttir Skólasögur af Frans Höfundur: Christine Nöstlinger Þýðandi: Jórunn Sigurðardóttir Útgefandi: Mál og menning Fleiri börn í Ólátagarði og Skól- asögur af Frans eru meðal þeirra bóka sem koma út í bókaflokknum „Litlir lestrarhestar“ í ár. Óhætt er að segja að Ólátagarðsbækurn- ar hafi notið mikilla vinsælda hjá börnum hér í gegnum árin. Og nú hefur fjölgað í Ólátagarði. Óli hef- ur eignast litla systur, sem öllum nema Óla finnst ferlega ljót daginn sem hún fæðist, en svo sléttist úr hrukkunum, rauði liturinn fer af Kristínu. En það hefur nú aldeilis fleira á daga þeirra drifið. Þegar sagan hefst er jólaundirbúningur í fullum gangi, krakkarnir baka piparkökur og leika sér í jólasnjón- um á sleðum. Það er mikið um að vera hjá þeim um jólin og ára- mótin og strax á nýja árinu fara þau í heillangt sleðaferðalag; í jólaheimsókn til Jennýjar frænku sinnar — þar sem haldið er gríðar mikið fjölskylduboð. En börnin í Ólátagarði eru uppátækjasöm og það er óhætt að segja að aldrei er dauður tími í Fleiri börn í Ólátagarði. Persónu- lega finnst mér hún skemmtileg- asta bókin af Ólátagarðsbókunum; það er Lísa sem segir söguna, mjög svo blátt áfram og af svo mikilli einlægni að maður á stund- um erfitt með að átta sig á að hún er skrifuð af fullorðinni mann- eskju. En það er einn af stærstu kostum Astrid Lindgren. Málfarið er ágætt og þýðingin skilar and- rúmi sögunnar mjög vel. Skólasögur af Frans er sjálf- stætt framhald af bókinni Fleiri sögur af Frans, sem kom út í sama bókaflokki í fyrra. Þá kunni frans litli ekki að lesa, en nú er hann orðinn sjö ára og kominn í skóla; hann og Gunna vinkona hans eru þó ekki í sama bekk. Því miður eignast Frans fljótlega óvin í bekknum. Það er hinn stóri og feiti Geirharður, sem er mikill áflogahundur. Og Jósef, stóri bróðir Frans er víðsfjarri. Frans leitar á náðir Líllíar, sem hugsar um hann og heimilið á daginn og hún bregður til ráðs sem Frans litla líst ekki alls kostar á. Sögurnar af Frans eru ljúfar og skemmtilegar og skrifaðar út frá sérstæðu sjónarhorni. Þar sigr- ar hið góða án átaka og allir eiga eitthvað til síns máls — og svo eru þau svo ágæt saman Frans og amma hans, sem aldrei getur hald- ið sér saman. Þýðingin er mjög góð og málfarið skemmtilegt. Þessar bækur eru skemmtilegt og aðgengilegt lestrarefni fyrir litla lestrarhesta. Eirikur fráneygi eflir heimsfrægan höfund Gerist á íslandi. Verð kr. 2.680.- HAGKAUP ívKONrULN KONFEKl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.