Morgunblaðið - 20.12.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.12.1991, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1991 Enn storkar lífið Bókmenntir Ingi Bogi Bogason Steinunn Sigfurðardóttir: Kúa- skítur og norðurljós. (56 bls.) Iðunn 1991 Það er tætingur í tólftu bók Steinunnar. Ljóðin eru samt ekki tætingsleg, miklu fremur marg- breytileg. Mælandinn tætir frá einni hugmynd til annarrar, líklega vegna þess að honum liggur mikið á - hjarta. Niðurröðun ljóðanna er á yfir- borðinu nánast glundroðakennd án þess þó að vera endilega til lýta. Lítum á ljóðið Skáldkonan Ólöf frá Hlöðum með list um Iandið. Við fylgjum henni á einhvern bæ árið 1920 þar sem hún spilar Caruso af grammófóni fyrir kotbjálfana. í næsta ljóði, Hrædýrinu, erum við hrifin til Afríku þar sem hýenan sér „þig“ í myrkrinu og „telur þig af“. I sumum ljóðunum tætir Stein- unn milli tíða. Minningar að vetrar- lagi nefnist tilfinningaríkt ljóð í tveim hlutum sem því miður er of langt til að birtast hér í heild. Það hefst svo: Steinunn Sigurðardóttir Þetta er dagur til að muna, það var hér, þar sem sjórinn tekur við, undir ijörukambi í mars. Þetta er dagur til að harma það sem ég hef Við áttum ekki í hús að venda. Ekkert þak gleymt: yfír tárin. höndum okkar saman, himni sem roðnaði. Aðeins ský yfir kossinn. Tilfinningin í nútíð ljóðsins er önnur en forðum, söknuðurinn hef- ur tekið við af sælunni. Staðurinn er samt sá sami - og þó ekki: „Nú hlaupa tvö börn á skautum með hund, yfir ístjörn sem ekki var. / Ófæddu vitnin.“ Ýmis atriði fortíðar og nútíðar kallast með þessum hætti markvisst á í þessu ljóði. I því felst styrkurinn. Yfirgripsmesta myndmálið er lík- legast í fyrsta ljóðabálki bókarinn- ar, Sjálfsmyndir á sýningu. Erindin heijast gjarnan á stefinu “Sál mín er ...“. Og sálin getur verið jafnt dvergur, stelpa, bóndi sem fakír. Samkvæmt þessu á manneskjan í ljóðum Steinunnar ýmsa möguleika bæði í nútíð og fortíð. Þess vegna hefði ástarsagan í Minningum að vetrarlagi getað endað öðruvísi (og kannski er henni alls ekki lokið). Og á sama hátt hefði Ólöf frá Hlöð- um getað átt von á lifandi lútuleik hjá gestgjafa sínum í kotbænum. Möguleikarnir eru fyrir hendi svo lengi sem menn lifa. Eða eins loka- orðin í lokaljóði bókarinnar (Rue de Varenne, 77) hljóma: Enn storkar lífíð. Það sem hreyfíst. Hið dauðlega. Frágangur bókarinnar er aðlað- andi, nema prentun á eintaki yfirrit- aðs var frekar dauf. Pappír er gróf- ur og austantjaldslegur, ekki sam- boðinn bókinni. Kápan er til sóma. Hver hannaði hana? Lífsreyndur og leitandi Bókmenntir Erlendur Jónsson Karl Oluf Bang: Ég var felu- barn. 288 bls. Fjölvaútgáfa. Reykjavík, 1991. íslenskir læknastúdentar eru komnir í námsferð til Kaupmanna- hafnar. Að sjálfsögðu storma þeir beint inn á sjúkrahús. Hjúkrunar- konurnar gefa þeim gætur. Ein þeirra tekur að spauga og deila þeim niður á stúlkurnar. Og endaði á sjálfri sér: „Þennan með gull- spangagleraugun — hann tek ég sjálf.“ Stúdentinn íslenski var Sigvaldi Kaldalóns. Sjálf hafði hún lent í þeim hremmingum að ala barn — ógift! Fæðingu og síðan barni hafði henni tekist að leyna, jafnvel fyrir sínum nánustu. Baminu var komið í fóstur. Enginn mátti vita hvað fyrir hafði komið — utan vinkona sem stúlkan gat treyst. Var að furða þó móðirin unga gæti hugsað sér að hverfa á braut frá þessu ástandi, jafnvel þótt hún yrði að setjast að á hjara verajdar! Til íslands lá leiðin. Á eftir henni kom svo sonurinn, Karl Oluf Bang. Og gerðist að lokum svo dæmigerð- ur íslendingur að hann tók á gam- alsaidri að skrásetja þessa sögu sína. Svipmyndir má kalla þetta frem- ur en samfellda ævisögu. Sumir kaflarnir minna á almenna frásögu- þætti eða jafnvel á smásögur. Sögu- maður hefur víða farið og fengist við margt. Hann hefur verið leit- andi. Aðstæðumar hafa sjaldnast boðið upp á værð og kyrrstöðu. Að því leytinu reyndust æviárin fyrstu gefa forsögn um það sem á eftir kom. Höfundurinn, sem fékkst ekki við ritstörf fyrr en hann tók að færa í letur þessar endurminningar, er maður söguglaður og hreinskilinn. Reynsla hans er óvenjuleg; ævintýr- aleg mundi sumum þykja. Þar af leiðir að hann segir mest frá minnis- stæðum atvikum, gerir minna að því að rekja hversdagssögu þó hún fljóti sums staðar með að vísu. Sum atvikin, sem hann lýsir, voru ekki stórvægileg — nema fyrir hann sjálfan. Bernskuminningar hans segja mikið um danskt þjóðfélag eins og það var í byijun aldar. Mið- að við tilkomu hans í heiminn má segja að hann hafi þó orðið heppinn að alast upp sem stjúpsonur emb- ættismanns — þó íslenskur væri! Að sönnu slapp hann ekki við fá- Karl Oluf Bang tæktina. En þar á móti fylgdi því nokkur virðing að teljast til embætt- ismannsfjölskyldu. Enda þótt Karl Oluf sé meiri ís- lendingur en Dani skoðar hann ís- lenskt mannlíf með glöggu gests auga. Saga hans ber annan yfirsvip en sögur Péturs og Páls sem fædd- ust á Hóli og ólust upp á Gili. Ef til vill er það danski húmorinn sem setur þennan framandlega svip á frásögnina? Frá tíð Hórasar: Forum Romanum Njótum dagsins Bókmennfir Jóhann Hjálmarsson í skugga lárviðar. Þrjátíu ljóð eftir Hóras. Helgi Hálfdanarson þýddi. Vaka-Helgafell 1991. Halakleppur nefnist orðsending frá Helga Hálfdanarsyni, í lok kversins í skugga lárviðar með þrjátíu ljóðum eftir Hóras (Quintus Horatius Flacc- us, 65-8 f.Kr.). Þar víkur Helgi að þýðingum sínum, þeirri staðreynd að hann hefur einkum valið sér ljóð frá fyrri tímum til þýðinga, en ekki „nútímaljóð". Hann lýsir þeirri skoð- un sinni að hann telji aiskilegt að yngri menn en hann fáist við að þýða þann skáldskap sem efstur sé á baugi, en hjá sér sé alls ekki um „óbeit á kveðskap nútímamanna“ að ræða. Að dómi Helga eru, hvað ljóðaþýðingar varðar, margar eyður frá fyrri tímum. Helgi hefur vissulega þýtt nútíma- ljóð og gert það með ágætum eins og þýðingasöfn hans sanna. Þegar í skugga lárviðar er lesið kemur á daginn að þar er hvergi að finna fymt orðalag, Hóras er þannig orðaður á íslensku að engu er líkara en hann sé samtímamaður okkar. Liklegt er þó að væri hann á meðal okkar veldi hann sér önnur bragform en þau sem birtast í kver- inu. I skugga lárviðar er afar vandað kver, jafnt ytra sem innra. Helgi gerir grein fyrir Hórasi, höfuðskáld- inu rómverska, sem tók mið af bragl- ist Grikkja og orti um dásemdir lífs- ins og nánd dauðans. Þýðandinn lætur fylgja gagnlegar skýringar og er það þakkarvert því óneitanlega höfum við nútímalesendur fjarlægst gríska og rómverska menningu og erum illa að okkur í fornum brag- reglum. Það er ljóðræn fegurð og íþrótt máls sem við blasir í í skugga lárvið- ar. Stundum verða ljóð liðinna tíma stirð og uppskrúfuð í þýðingum. í slíka gröf fellur Helgi ekki, allt er lipurt og óþvingað hjá honum. Það er ekki auðvelt að gera upp á milli þýðinganna, en hér skal þess freistað með því að birta eitt ljóð- anna sem geðjaðist undirrituðum lesanda, og er auk þess í styttra lagi, mátulegt fyrir dagblaðslesanda í jólaönnum:: Njótum dagsins Spurðu’ einskis þess um örlög vor sem ekki er leyft að hnýsast í: það æviskeið og endalok sem ætla goðin þér og mér. Reyndu’ ekki að lesa Lífsins bók né leita skaltu á spámanns fund. Bezt er að allt sem bíður vor á bak við tímann leynist vel fremur en sé oss sjálfum Ijóst hvort senda vill oss Júpíter þann vetur hinztan sem um sinn á sjávarhömrum brýtur hrönn. Því máttu hygginn helja skál en hvergi stunda á langa von. Nú, sem ég örfá orð hef mælt, úr augsýn hraður tíminn flaug. Lífsgleðin, hneigðin til munað- ar, er að vísu meiri í öðrum ljóðum, en í ofangreindu ljóði stendur Hóras ákaflega nærri samtíma okkar. Æska, sem upphaflega birtist hjá Helga í Undir haustfjöllum (1960), hefur þann boðskap að flytja að menn eigi að láta áhyggjur morgun- dagsins sjá um sig og þiggja sér- hvern dag sem forlögin unna þeim. Fyrsta erindi ljóðsins er einstaklega falleg náttúrumynd og svo er um fleiri erindi í í skugga lárviðar. Gamansemi Snorra _________Bækur______________ Sölvi Sveinsson Skuggsjá hefur gefið út Gaman- semi Snorra Sturlusonar. Nokkur valin dæmi eftir Finnboga Guð- mundsson landsbókavörð. Bókin er sex arkir að lengd, eða 95 tölusettar síður með 31 teikningu eftir Aðal- börgu Þórðardóttur og Gunnar Ey- þórsson. Af kynningu á kápu verður ráðið, að bókin er gefin út af því tilefni, að 750 ár eru liðin „frá því er Árni beiskur veitti Snorra Sturlu- syni banasár í kjallara heimilis hans í Reykholti. Það voru hroðalegar afðarir. Við þær verður þó ekki dval- izt hér, heldur minnzt gleðimannsins Snorra og rifjaðir upp ýmsir gaman- þættir í verkum hans ...“ í neðanmálsgrein á bls. 5 kemur fram, að bókin er safn þátta, sem áður hafa birzt í tímaritinu And- vara, sem Finnbogi stýrði, sérstöku riti um gamansemi höfundar Eglu og í afmælisriti til Kristjáns Eld- járns. Fullur helmingur þessa kvers er tekinn beint upp úr ritum Snorra, Eddu og Heimskringlu, en þó mest úr Eglu, sem Finnbogi eignar Snor- ra, eins og raunar rnargir hafa gert. Textabrot eru tengd með ábending- um höfundar, endursögnum og skoð- unum. Það er hefð fyrir því að birta á bók greinar og ritgerðir, sem áður hafa komið fyrir almennings sjónir í blöðum, tímaritum eða á öðrum vettvangi. Það er ýmist úrval greina um ýmis efni eða safn ritgerða og þátta um eitt viðfang, eins og hér er raunin. Til þess að réttlæta slíka útgáfu þykir mér sem tvennt þurfí að koma til. Annars vegar að efnið eigi ríkt erindi við almenning, hins vegar að fólk eigi óhægt um vik að komast yfír það á upprunalegum vettvangi. Þeir sem hug hafa á eiga auðvelt um vik að nálgast þau rit þar sem hugmyndir Finnboga birtust fyrst á prenti, og þessi útgáfa er sjálfri sére sundurþykk að mínu mati. Textabrot Finnbogi Guðmundsson eru á samræmdri stafsetningu fornri, sem svo hefur verið kölluð, og stíll Finnboga er hátíðlegur. Teikningar eru hins vegar með því sniði, að þær geta með engu móti kveðizt á við meginmál bókar, því þær bera keim af myndasögum nú- tímans; eru í sjálfu sér skoplegar. Sá hluti bókar, sem byggist á Egils sögu, finnst mér heilsteyptast- ur, og er ég þó alls ekki sammála öllu, sem þar stendur, enda hafa menn misjafnt skopskyn - sem bet- ur fer. Á bls. 54 er mynd af Ey- vindi skreyju, þar sem hann hleypur fyrir borð í fullum herklæðum. Mér hefur alltaf þótt háðung Eyvindar mest fyrir þá sök, að hann hljóp nakinn eða lítt klæddur fyrir borð. Það er reyndar ekki sagt berum orð- um í Eglu, en „þeir Egill tóku skip- in pg föt þeirra og vopn“. Ég tel, að höfundur hafi misskilið Eddu Snorra á stöku stað. Ég hygg, að Snorra hafí sízt verið hlátur í sinni, þegar hann skrásetti goðsögn- ina um fjötrun Fenrisúlfs og goðin hlógu, þegar úlfurinn beit hönd af Tý. „Þessi stórkostlega saga,“ segir Finnbogi, „verður sígilt dæmi um þá tegund fyndni, sem löngum hefur fylgt oss og þykir ekki hrífa, nema hún sé sögð á kostnað einhvers, sé með öðrum orðum dálítið illkvittin: Þá hlógu allir nema Týr; hann lét hönd sína!“ í sjálfu sér er rétt lýst kímnigáfu íslendinga, en á alröngum forsendum. Snorri er að endursegja goðsögn, sem lýsir válegum atburð- um. Goðin hafa fjötrað Fenrisúlf, þess vegna hlakkar í þeim, þess vegna hlógu þau. En þau gengu í raun á gefin orð. Þess vegna var Tý sízt hlátur í hug. Snorri skerpir andstæðurnar í frásögn sinni með því að leggja áherzlu á kæti goða og þögn Týs. Af hálfu forlags er heimanbúnað- ur bókar óvandaður. Titilsíða er of- hlaðin. Meginmál bókarinnar byijar klippt og skorið efst á bls. 5, og mér fannst sem formáli fyrirsögn eða kaflaheiti hefði fallið niður úr eintakinu mínu. Bókin er líka enda- sleppt, því að henni lýkur með texta- broti úr Ágripi af Noregskonunga- sögum. Ég vænti niðurstöðu eða samantektar, en slíku er ekki til að dreifa; með undirtitil bókarinnar, Nokkur valin dæmi, kann þó að vera sleginn varnagli gegn slíkum vænt- ingum. Letur er misstórt eftir því hvort um er að ræða tilvísanir eða texta Finnboga. Stærðarmunur er of lítill og fyrir vikið eru síðurnar órólegar fyrir auga; svolítið skortir á samræmingu. Ég hef verið þeirrar skoðunar, að útgáfufyrirtæki eigi fremur að gefa út nýjar rannsóknir en þætti, sem áður hafa birzt á prenti. Þessi bók styrkir þá skoðun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.