Morgunblaðið - 20.12.1991, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 20.12.1991, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1991 FJÓRPIINGSSJÚKRAHÚSIÐ A AKUREYRj Breyting á heimsðknartíma vegna jóla og áramóta Aðfangadag og gamlársúag: Heimsóknartími kl. 18.00-21.00 Jóladag, annan dag jóla og nýársdag: Heimsóknartími kl. 14.00-16.00 kl. 19.00-20.00 og eftir samkomulagi við viðkomandi deild Akureyri ÁritimíBókval Vegna Gjölcla NÓttí boranni ►►►►►►► „Virkilega spennandi og óvenjuleg unglingasaga eftir einn efnilegasta rithöfund okkar.“ Arnaldur Indrióason, kvikmyndagagnrýnandi Morgunblaósins Lúðrasveit tónlistarskólanna á Dalvík og í Ólafsfirði: Lék á þremur stödum á einum og sama degi LÚÐRASVEIT Tónlistarskólans á Dalvík og Tónlistarskólans í Ólafsfirði lék á þremur stöðum á sunnudaginn, 8. desember. í hljómsveitinni eru þrjátíu hljóðfæraleikarar, sem leika á tíu mismunandi hljóðfæri. Er starf hljómsveitarinnar fjörugt og hafa nemendur af því mikla ánægju. Lúðrasveit Tónlistarskólans á Dalvík og Tónlistarskólans í Ólafs- fírði lék á síðasta ári í Grunnskó- lanum á Árskógssandi til að kynna nemendum starfsemi sína og þau hljóðfæri sem leikið er á í hljóm- sveitinni. Á þessum vetri hafa átta nem- endur við Árskógsskóla notið til- sagnar á blásturshljóðfæri og eru þeir nú meðlimir í lúðrasveitinni. Hin sameinaða lúðrasveit gerði víðreist á sunnudaginn, 8. desem- ber, en þá lék hún á ijáröflunar- samkomu sem kvenfélagið hélt í Árskógsskóla til að standa straum af kaupum á klarinetti, sem skólinn nýlega festi kaup á. Síðar um daginn lék hljóm- sveitin í Ólafsfírði er ljós voru kveikt á jólatré bæjarins og að því loknu hélt hún stutta tón- leika í Tjarnarborg. Þá var haldið til Dalvíkur og lék hljóm- sveitin einnig er kveikt var á jólatré Dalvíkinga. Mánudaginn 9. desember kynnti hljómsveitin hljóðfæri sín og lék fyrir nemendur Grunnskóla Hríseyjar. Stjórnandi Lúðrasveitar tónlist- arskólanna á Dalvík og í Ólafsfírði er Michael Jacques. Kröfur í þrotabú Björns V. Gíslasonar hf. um 21,2 míllj. LÝSTAR almennar kröfur í þrotabú Björns V. Gíslasonar hf. á Ólafsfirði nema tæpum 21,2 milljónum króna. Alls var 19 kröfum lýst í búið. Á fyrsta skiptafundi í búinu sem eitt tilboð hafði borist í bifreið haldinn var' í gær kom fram að í eigu búsins og var því tekið. „ BlLALEIGUBÍLAR Höldursf. UM JÓLIN Eins og undanfarin 15 ár bjóðum við 50% afslátt af dag- og kílómetragjaldi yfir hátíðirnar. BÍLALEIGA AKUREYRAR, Skeifunni 9, Reykjavík, sími 686915, Akureyri, sími 96-21715 og útibúin í kringum landið. r NTDEC** FJÖLSKYLDULEIKTÚLVAN Á AÐEINS 8.900,- NI/20 LEIKJUM Tveir stýripinnar og þríhliða tengi fyrir sjónvarp fylgja. Frábært úrval leikja á mjög hagstæðu verði frá kr. 1.290,- kr. íslenskur leiðarvísir. Árs ábyrgð. Heildsala — smásala _______ NAUST HF. • GEISLAGÖTU 14 -600 AKUREYRI • SÍMI 96-21300 Annað lausafé, sem einkum eru gömul veiðarfæri, verða seld á nauðungaruppboði eftir ára- mót, að sögn Kjartans Þorkelss- onar bæjarfógeta. Ein forgangskrafa barst, frá Birni Val Gíslasyni, eins af eigend- um fyrirtækisins, upp á 148 þús- und krónur og var henni hafnað. Kjartan sagðist ekki hafa tekið afstöðu til almennra krafna þar sem óvíst væri hvort eitthvað feng- ist upp í þær. Stjórnarformaður fýrirtækisins, Sigtryggur Valgeir Jónsson, gerði kröfu í búið upp á tæpar 7 milljón- ir króna, en við hana gerði Björn Valur Gíslason athugasemd og kvað kröfuna ekki hafa verið skuld hlutafélagsins heldur lán fengið til hlutafjárkaupa á sínum tíma. Stærstu kröfuhafar í búið eru Sparisjóður Ólafsfjarðar og Kaupfélag Eyfírðinga auk hluthaf- anna. ------»•■■» ♦---- Tónlistarskóli Mývatnssveitar: Vel heppnað- ir tónleikar nemenda Björk, Mývatnssveit. I Tónlistarskóla Mývatns- sveitar eru 28 nemendur í vetur á fyrri önn. Eftir áramót bætast við 6 nemendur og er það svip- aður nemendafjöldi og á síðasta skólaári. Skólastjórinn er Viðar Alfreðs- son, hann kennir á píanó, orgel, gítar, trompet, klarinett, þver- flautu, blokkflautu og selló, auk þess tónfræði. Sigríður Vilhelms- dóttir kennir á fiðlu og auk þess einum nemanda á píanó. Jólatónleikar nemenda voru haldnir i Reykjahlíðarkirkju sunnudaginn 15. desember. Þar komu fram nemendur skólans og léku á öll þau hljóðfæri sem kennt er á í skólanum. Ennfremur lék strengjasveit 9 nemenda. Undirtektir viðstaddra voru frábærar enda verulega ánægjulegt á að hlýða. Mjög góð aðsókn var, eða ná- lega fullsetin kirkja. Krislján
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.