Morgunblaðið - 20.12.1991, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 20.12.1991, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1991 53 var hún þessi litla stelpa, með þessi glitrandi augu? Þetta voru mín fyrstu kynni af Guðbjörgu Björnsdóttur Bjarman. Hún var þá nýflutt í Skagafjörðinn ásamt móður sinni og bróður. For- eldrar hennar eru Unnur Benedikts- dóttir Gröndal og Björn Sveinsson Bjarman. Síðar varð hún nemandi minn í 5 ár og þá kynntist ég henni nán- ar. Hún var hvers' manns hugljúfi og brosið hennar blíða hafði þau áhrif að öllum leið vel í návist henn- ar. Hún var iðin og samviskusöm í námi og við kölluðum hana stundum „gömlu konuna með pijónana sína“, því að henni féli sjaldan verk úr hendi. Að loknu skyldunámi hélt Guð- björg til náms í Menntaskólanum á Akureyri. Þar kynntist hún eftirlif- andi manni sínum, Teiti Gunnars- syni frá Hjarðarfelli. Að námi loknu settust þau að í Reykjavík. Svo þegar aðventu- og jólaljósin lýsa upp svartasta skammdegið og ljósanna hátíð er í nánd, kemur helfregnin, Gullý frá Víðivöllum er dáin. Hve þungt er slíkt högg. Gullý, sem aðeins var 37 ára, er hrifin brott frá eiginmanni og þrem- ur ungum börnum. Hver er tilgang- ur þessa lífs? Hún sem enn átti svo margt ógert. Við slíka fregn finnst manni sem sól sígi í ægi á dagmál- um. En milli fjörs og feigðar er að- eins eitt fótmál. Gullý er okkur horfin, en þó er hún okkur nær. Við munum aldrei gleyma þessari góðu stúlku, með glitrandi augun og brosið blíða. Minninguna getur enginn frá okkur tekið. En svipti- byljir mannlegar tilveru eru utan þess sjónmáls, sem þekking okkar nær til. Ég votta ljölskyldu hennar mína dýpstu samúð. Bið þess að faðir ljóss og lífs veiti ykkur styrk. Veginn fram undan þekkjum við ekki, en megi minningin um ástvin- inn horfna verða ykkar leiðarljós. Helga Bjarnadóttir Guðbjörg Bjarman, Gullý, var bróðurdóttir Steinunnar konu minnar, heimagangur og heimilis- föst um tíma á bernskuárum hjá henni og ömmu sinni og alnöfnu meðan þær áttu heima á Akureyri, síðar heimilisvinur og aufúsugestur hjá okkur hér syðra, hjartfólgin frænka og vinkona dætra okkar. Hún var fyrir skemmstu komin úr ferðalagi með systur sinni þegar lát hennar bar að á snöggu auga- bragði. Jól í vændum og undirbún- ingur friðsællar fagnaðarhátíðar hafinn hjá þriggja barna móður í blóma lífsins á nýja heimilinu henn- ar sem hún var enn að skapa með þeim og manni sínum, góðum dreng og vönduðum. Frá æskuárum hafði hún unnað tónum og notið þess að tjá lífsgleði sína og tilfinningar í söng, fyrst með skólasystkinum sín- um fyrir norðan, seinna með Skag- firsku söngsveitinni. Hljómar að- ventunnar voru teknir að fylla loft- ið og ljósin að kvikna. Hvað var þá eðlilegra en gera sér vonir um að þau mundu víkja á bug svart- nættinu sem þessa skammdegis- daga kemst nær því en nokkru sinni ella um ársins hring að kaffæra okkur í botnlausum brunni sínum? Og þá þetta högg, þetta þunga högg. Fyrsti afmælisdagur yngri drengsins að kvöldi kominn og móðir hans gengur til hvílu, ofurlít- ið þreytt, en sæl yfir ástvinaauði sínum, heimili og fjölskyldu. Ný verkefni kalla alls staðar á hana. Hún er staðráðin í að takast á við þau. Eftirvæntingin liggur í loftinu og lífið bíður. Og svo er Gullý auk alls annars viljug, hjálpfús og tillits- söm við aðra og telur ekki eftir sér að gefa þeim af sjálfri sér og tíma sínum. En hún vaknar ekki aftur, og óhugnanlega raunsönn og áleitin gerast nú orð Jóhanns Siguijóns- sonar: Bak við mig bíður dauðinn ber hann í hendi styrkri hyldjúpan næturhimin helltan fullan af myrkri. Gegn ofurvaldi harms og myrk- úrs teflir hugurinn fram myndum um sól og vor. Gullý á fimmta árinu í heimsókn hjá afa og ömmu sinni og föðursyst- ur á Hamarstíg 2 með Benna bróð- ur sínum. Þá sá ég hana fyrst á stigaganginum framan við eldhús- dyrnar og man enn hve mér þótti hún fallegt barn, döggeyg, kankvís og prúð. Svo líða árin, og litla stúlkan frá því forð.um sem nú á heima á Víði- völlum í Blönduhlíð hjá móður sinni og seinni manni hennar, sem reynd- ar var bræðrungur Björns föður hennar gerist nemandi í Mennta- skólanum á Akureyri og kynnist þar Teiti Gunnarssyni frá Hjarðar- felli í Miklaholtshreppi. Úr sama bekk og hann var líka unnusfi einn- ar frænku hennar sem dökk er yfir- litum eins og hún. 011 voru þau jafnaldrar, og þegar þeir urðu stúd- entar aðeins á undan frænkunum vildi svo til að við Steinunn vorum stödd á Akureyri vegna stúdentsaf- mælis og korrium þar að sem hópur nýstúdenta beið eftir hefðbundinni myndatöku í fögrum lundi á Syðri- brekkunni. Ein dóttir okkar sem þá var orðin ellefu ára, en nú er, búsett í Lundúnum, var að rifja það upp í símtali við móður sína á dög- unum þegar hópurinn var að stilla sér upp og gleðin skein á vonar- hýrri brá. Það rifjaðist upp fyrir okkur öllum hve vinina dreymdi þá sælt og hve unnustarnir sem við sáum þá í fyrsta sinn voru svip- hreinir og prúðir með hvítu kollana og stöllurnar sem horfðu á þá raða sér upp ánægðar með sinn hlut. Tólf árum seinna varð Gulli tíu- ára stúdent, ég tuttugu og fimm, og við skemmtum okkur á Akur- eyri við glaum og gleði í góðra vina hópi í Golfskálanum á Jaðarsvelli þar sem dansinn dunaði og hver júlíárgangur jós af brunni minning- anna og stofnaði til kynna við hina á þeim tíma árs sem Norðurland er vafið vorbjörtum degi allan sólar- hringinn og aðeins skyggir um lág- nættið. Orðið var áliðnara sumars þegar við Nunna komum í heimsókn til Unnar og Gísla á Víðivöllum eina kvöldstund með Sólheimahjónum, Röddu og Gunna. Gullý var þá ekki heima, en öllum nálægt samt, því þetta var sumarið sem hún gifti sig, og því sveif andi söngs, von- gleði og birtu yfir vötnunum eins og alls staðar þar sem hún fór. Og einnig yfir Héraðsvötnum. Bakk- arnir voru grænir, síðsumarbirtan mild og friðsælt í fjallanna skjóli þegar „Kvöldið er fagurt“ ómaði þar í kyrrðinni út um stofugluggana á Víðivöllum. Og eru nú á fáum árum þrjú farin sem þar sungu eða hefðu getað tekið undir. Á þeim slóðum átti og eignaðist Gullý margs konar rætur, en það átti hún vitaskuld einnig í Reykja- vík þar sem hún ól börn sín og þar sem heimili hennar og starfsvett- vangur varð eftir að þau hjón komu heim frá námi í Lundi. I Lundi kom- um við Nunna í heimsókn til þeirra að sumarlagi fyrir meira en áratug og nutum gestrisni og skemmtunar í garði þeirra. Óteljandi eru þær stundir sem fjölskylda mín átti með henni og fjölskyldu hennar hér syðra, bæði heima hjá okkur, henni sjálfri eða öðrum úr hinum fjöl- menna frændgarði ættingja og tengdafólks. I því sambandi minn- umst við þess á Smiðjuveginum þegar Gullý beitti sér fyrir því að öll hin mörgu systkinabörn konu minnar færðu henni mikla gjöf í þakklætisskyni fyrir hennar skerf til þess að láta ekki rofna þann hring frændsemi, vináttu og minn- inga sem við finnum nú hvers virði er þegar einn úr hópnum er án fyrir- vara kvaddur á brott og sárt syrgð- ur. Margt sein rifja mætti upp um Gullý og stundir hennar með okkur sem þekktum hana á ekki erindi út fyrir þann hring, en verður nú áreiðanlega til þess að ylja mörgum um hjartarætur og milda harm þeirra sem næstir henni standa þegar frá líður. Hún hafði hreinan skjöld, og það hafði einnig fjöl- skylda hennar í Dalhúsum 81 sem á af henni bjarta mynd sem mun lýsa henni út úr vetrarskugganum þegar sumrar á ný. Það kann að vera lítil huggun að segja að tíminn sé hinn mikli læknir, og í þeirri von biðjum við hjónin, dætur okkat' heirna og heim- an og fjölskyldur þeirra eiginmanni og börnum Gullýar, foreldrum, systkinum og öðrum ástvinum frið- sælla jóla — þrátt fyrir allt — og þess að andi guðs og auður minn- inganna vísi þeim veg í sólarátt. Gullý var fallegt barn. Og hún var fögur kona. Hún var í meðal- lagi há, en svaraði sér vel, hafði hátt enni og hvelft og netta og fín- lega andlitsdrætti. Hún var dökk- hærð og dökkeygð með skæran glampa í augum undir mjúkum brúnabogum. En ekki var minnst um vert þá fegurð sálarinnar sem hún var gædd, gleðina, hlýjuna og góðvildina. Hún sameinaði látleysi og reisn í fasi og framkomu, liafði afar notalega 'kímnigáfu, sagði skemmtilega frá og var vel ritfær, t.d. ágætur bréfritari eins og Hulda dóttir mín, sem nú dvelst við nám í Leeds, fékk að reyna núna á jóla- föstunni. Gullý varðveitti allan sinn æskuþokka til hinstu stundar, glettnina í svipnum, hið spurula blik, hlutnæm og opinmynnt eins og hún biði forvitin svars við spurn eða óráðinni gátu. Þannig sé ég hana fyrir mér, og þannig sá ég hana í síðasta sinn í sunnudagskaffi heima hjá Birni föð- ur hennar og Sveinu konu hans í Fellsmúlanum um daginn. Magnús Ásgeirsson oili ekki mikið frá eigin bijósti, en sagði í ljóði eftir æskuvin sinn sem andað- ist langt um aldur fram. En minning þín er mjúk og hlý og mun oss standa nærri. Með hveiju vori hún vex á ný og verður ávallt kærri. Ef lífsins gáta á lausnir til, þær ljóma bak við dauðans þil. Og því er gröfin þeim í vil, sem þráðu útsýn stærri. Með þeim orðum kveð ég Guð- björgu Bjarman í þökk og trú. Hjörtur Pálsson Sjá næstu síðu. STEINAR WAAGE Skinnfóðraðir ökklaskór. Litir: Svart og brúnt. Stærðir: 36-46. Verð áður kr. 5.995,- Verð nú kr. 4.495,- Póstsendum samdægurs. 5% staðgreiðsluafsláttur. DOMIIS MEDICA, KRIN6LUHNI, TOPPSKÓRINN, Egilsgötu3, Kringlunni8-12, Veltusundil, sími 18519. sími 689212. sími21212. TVÆR GOÐAR EFTl TRYGGVA EMILSSON ÞEKKIRÞÚHANA? Úr ritdómi: Óvíða hef ég lesið kjarnbetra og fegurra mál. Það er í senn gamalt og nýtt. Hinn aldni sagnasjóður, Tryggvi Emilsson, getur líkt og [konanj í lok sögunnar horft sáttur yfir farinn æviveg enda hefur hann fremur verið veitandi en þurfandi. (Skafti Þ. Halldórsson, Mbl.) X Z.loUkr \J> FRABÆRBOK! Úr ritdómi: Sagan er vel skrifuð og.á fallegu kjarn- góðu máli þar sem hvergi er slegið af. Myndirnar sem eru í fullum litum eru athyglisverðar og skemmtilegar. Vafalaust á þessi saga eftir að verða vinsæl meðal barna sem kunna að meta ævintýri sem eru stærri en hvers- dagsiegur raunveruleikinn. r— . A (Sigrún Klara Hannesdóttir, Mbl.) r 980kr. vjv Dreifing: íslensk bókadreifing hf., Suðurlandsbraut 4, sími 686862. __ —................ ....... ...........................m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.