Morgunblaðið - 20.12.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.12.1991, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1991 SAGNAÞÆTTIR OG PERS- ÓNULEGUR FRÓÐLEIKUR Bækur Pétur Pétursson Auðunn Bragi Sveinsson: Sitt- hvað kringum presta. Þættir af íslenskum prestum. Skuggsjá, 220 bls. Klerkar hafa löngum verið al- þýðu manna minnisstæðir og spunnist hafa um þá sögur, jafnvel þjóðsögur. Hlutverk prestsins og staða eru víðtæk og oft vinnur þetta fólk hin margvíslegustu störf jafn- hliða og í tengsium við sjálft prest- starfíð og tengist á þann hátt fólk- inu við ýmsar aðstæður. Þetta á ekki síst við presta sem starfa utan Stór-Reykjavíkursvæðisins. Oft á tíðum fínnst fólki presthlutverkið þó framandi og gerir oftar en ekki góðlátlegt grín að prestum, en á stundum eru þeir síðasta haldreipið sem leitað er til í sorg og erfíðleik- um. Þessi bók er ágætt dæmi um það hvemig ýmiskonar sagnaþættir og þjóðlegur fróðleikur verða til. Ein- hver tekur sig til og varðveitir hjá sér persónulegar minningar um sér- kennilegt eða athyglisvert fólk og atburði og segir öðrum frá. Þessi tegund bókmennta lifir greinilega enn og uppspretta hennar er óþijót- andi. Hún er mannleg samskipti og mannleg kynni — maður er manns gaman. Á öldinni sem leið var fróð- leikur af þessu tagi ekki settur á prent fyrr en hann hafði velkst um milli manna og slípast í munnlegri frásögn áratugum og jafnvel öidum saman, var þá bætt við og breytt og oft urðu úr þessu magnþrungnar þjóðsögur og þjóðsagnapersónur sem greyptu sig inn í vitund þjóðar- innar. Hin persónulega uppspretta sagnanna hvarf í skuggann og þær fengu eigið líf. Höfundurinn er fyrrverandi kennari og skólastjóri sem segir frá kynnum sínum af prestum, saman- lagt 65 prestum, ungum og göml- um. Þeir eiga það sameiginlegt að haf á einhvern hátt komið við lífs- sögu hans sjálfs, þó mjög mismun- andi sé. Höfundurinn hefur kennt á ýmsum stöðum úti á landi og þess vegna komist í snertingu við marga klerka sem sinna fræðslu og skólamálum. Þá var höfundur einn vetur kennari við lýðháskólann í Skálholti og áhugi hans á kristnum menningararfí hefur leitt hann á vit enn fleiri presta. Hér er bæði um að ræða klerka sem látnir eru fyrir áratugum og ungt fólk sem nýlega hefur tekið prestsvígslu. Bestu þættirnir eru að vonum þeir sem byggja á nán- ustu kynnunum. Þannig eru lýsing- arnar á þeim prestum sem koma við uppvaxtarsögu höfundar þær bestu í þessu persónulega safni hans. Þar er sagt frá því hvernig sveitungarnir mátu klerka sína og hvaða ímynd þeir fengu í hugum fólks. Það sem eykur á gildi þeirra er að höfundur fylgir sögupersónum eftir og getur um feril þeirra allan. Bókmenntir Jenna Jensdóttir Þráinn Bertelsson: Laddi. Líf og saga. 1991. „Af hveiju var ég svona heimsk- ur, svona ljótur, svona asnalegur, svona rosalega feiminn. Apabróðir- inn í Hafnarfirði. Skrímslið unga, heimskastur allra í bænum. Af hveiju einmitt ég?“ Þannig er sjálfsmynd Þórhalls Sigurðssonar frá bernskuárunum í Hafnarfírði. Alinn upp af einstæðri móður, við mikla fátækt, ásamt öðrum bróður. Nokkur kjölfesta voru móðurforeldrar á efri hæðinni. Það forðar drengnum frá sálar- háska að fljótlega uppgötvar hann að með því að láta fíflalega og þykj- ast vera einhver annar en hann er, getur hann komið fólki til þess að hlæja. Og smám saman aflar hann sér vinsælda með þessu háttarlagi. En bernskuminningarnar frá Hafnarfirði eru líka tengdar hraun- inu og hinum stórkostlegu ævintýr- um sem það getur búið einmana barni. Ekki síður eru bjartir dagarnir þegar drengurinn dvelur austur í Miðey í Rangárvallasýslu hjá afa og ömmu, föðurnum og tveim bræð- rum sínum sem allir fluttu þangað þegar foreldrarnir skildu. Hæfileikaríkur, ungur maður unir ekki við þá skikkan að nema LEITIN Verð kr. 1.680,- Auðunn Bragi Sveinsson Þetta á við um þættina um séra Björn 0. Björnsson og séra Gunnar Árnason. En oft eru kynnin mjög lítil eða jafnvel engin. Þannig byggir þáttur- inn um merkisklerkinn séra Eirík J. Eiríksson þjóðgarðsvörð á eftir- farandi samböndum: „Hann [sr. Eiríkur] kannaðist vel við mig, ekki síst vegna þess að einn kennari við skólann á Núpi, Arngrímur Jóns- son, var bekkjarfélagi minn úr mublusmíði hjá tilvonandi tengda- föður sínum. Hann hafði svo sem fengið smjörþef af heimsmenning- unni, verið á Raufarhöfn í síldinni með móður sinni og farið til Skot- lands með félögum sínum, en ekki var algengt að unglingar væru svo forframaðir þá til dags. Svo hefst lífshlaup Þórhalls Sig- urðssonar, sem staðnæmist í skemmtanaiðnaðinum. Innanlands og utan og það gengur á ýmsu. Best lætur honum þegar hinar ólík- ustu fígúrur spretta út úr vitund hans, taka af honum völdin og færa honum um leið vinsældir og frægð. Bak við leynist Þórhallur Sig- urðsson, feimlnn, einlægur maður. Svo feiminn, einn síns liðs, að hann fer helst ekki í bíó fyrr en búið er að slökkva ljósin, og yfirgefur stað- inn áður en kveikt er á ný. Það sýnist snjöll hugmynd að láta hinar ýmsu persónugerðir, sem Þórhallur hefur skapað koma fram í bókinni, og segja sitt álit á sjálfum honum. Á þann hátt upplýsast beint hinir margslungnu hæfileikar hans til þess að vera annað en hann sjálf- ur. Þótt Þórhallur Sigurðsson hleypi lesanda ekki að sér þegar hann ræðir af alvöru um sjálfan sig og einkalíf sitt, þá kemur hann þar betur út en margir þeir er feta hávegi listarinnar. Ljóðabók eftir Kristján Hreinsson ÚT er komin bókin Mannhaf eftir Kristján Hreinsson. Þetta er ljóðabók og kvæðin 28 auk ljóðsins Mannhaf, sem bókin bæði byrjar og endar á. Þetta er fimmta ljóðabók Kristj- áns. Hún er 90 blaðsíður, unnin hjá Stensli hf. og Gutenberg, en höfundur annaðist sjálfur útlit kápu. Kennaraskólanum, og minnist hann oft á mig við sr. Erík, að sögn hans í mín eyru“ - enda er þessi frásögn oft á mig við sr. Erík, að sögn hans í mín eyru“ - enda er þessi frásögn þunnur þrettándi fyrir þá sem eitt- hvað þekktu til þessa manns. Stundum eru málfarið og stíllinn yfírborðskennd og er það að vonum því þráðurinn sem textinn er spunn- in úr er oft þunnur. Það sem vant- ar á persónuleg kynni er bætt upp með því sem höfundur gerir sér í hugarlund út frá orðspori. Betra hefði verið að vinna betur úr þeim þáttum þar sem höfundur þekkti vel til en sleppa hinum. Spyija má af hveiju þessi pers- ónulegu minningabrot sem eru mjög mismunandi eigi erindi í eina bók. Um það verða lesendur að dæma, en ekki er ólíklegt að fólk sem heyrt hefur getið um ýmsa þeirra sem þarna er frá sagt hafí af því eitthvert gaman að bera hug- myndir sínar um þá saman við reynslu Auðuns Braga. Aðeins nokkrar frásagnanna ná með tærn- ar þar sem þjóðsögumar hafa hæl- ana, en allt er þetta meira og minna framlag til sagnaþátta af íslenskum prestum. Þórhallur Sigurðsson Hann skilur eftir mynd af manni, sem er sérlega viðfelldinn, hlýr og vel hugsandi. Manni sem á alltaf eitthvað gott að segja um samferða- fólk sitt. Er tilbúinn að skrifa á sinn reikning það sem miður hefur farið í einkalífi, og þráir kannski að vera í öðru en því sem hefur verið hlutskipti hans til þessa. Þráinn Bertelsson sýnir hér enn hve vel honum tekst að vinna úr þeim þáttum sem viðkvæmastir eru í mannlegum samskiptum. Hann kemur því mjög vel til skila hver Þórhallur Sigurðsson í raun og veru er. Mikið af ljósmyndum er í bók- inni, þær tala sínu máli. Bókin er vönduð að málfari og allri gerð. Ég held að allir sem þekkja hann Ladda (hver þekkir hann ekki?) ættu að lesa þessa bók. Kristján Hreinsson REDSTONE „CRAZYB0Y“ SJÓNVARPS- LEIKJATÖLVAN ★ Fullkomlega samhæfð fyrir Nintendo-leiki. ★ Vélinni fylgir fjöldi frábærra leikja, þ.m.t. Super Mario Bros. ★ 2 Turbo stýri- pinnar og tengingar við sjónvarp. ★ Stereo-útgangur fyrir heyrn- artól. ★ A/V-útgangur. ★ íslenskar leiðbeiningar. Verðdæmi á leikjum: Super Mario 2 kr. 2.980. Super Mario 3 kr. 2.980. Turtles II kr. 3.390. Robocop II kr. 2.980. Soccer kr. 2.980. Double Dragon I kr. 2.780. Double Dragon III kr. 2.980. Top Gun 2 kr. 2.980. Devil Boy I kr. 2.980. Devil Boy II kr. 2.980. Devil Boy III kr. 2.980. Live Force kr. 2.980. Batman kr. 2.980. Chip and Dale kr. 2.980. •• Verð: Með 20 leikjum kr.13.490 stgr. Með 42 leikjum kr. 14.990 stgr. Með 76 leikjum kr. 19.900 stgr. TÖLVULAND Borgarkringlunni, sími 91-688819 Laddi vw HJÁIPUM HJÁLPADU 0KKUR! Munið heimsendan gíroseóil. HJÁLPARSTOFNUN KIRKJUNNAR t I I i i i I I i I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.