Morgunblaðið - 20.12.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.12.1991, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 20. DESEMBER 1991 Grimmur safnari Bókmenntir Einar Falur Ingólfsson John Fowles: Safnarinn Skáldsaga, 194 bls. Sigurður A. Magnússon þýddi. Bjartur 1991. „Ofbeldi og valdbeiting eru óverj- andi. Ef ég beiti ofbeldi fer ég niðrá sama plan og hann. Ég á við að þá hafi ég enga eiginlega trú á mætti skynseminnar, á samúð og mannúð" (161). Máttur skynseminnar, samúð og mannúð eru fyrirbæri sem ekki fer mikið fyrir í Safnaranum, skáldsögu um taumlaust ofbeldi og valdbeit- ingu eins og hún gerist andstyggi- legust. Orðin hér að framan, um mátt skynseminnar gagnvart of- beldinu, koma frá Míröndu, efnileg- um myndlistarnema og annarri að- alpersónu sögunnar, sem skrifstof- umaðurinn og fiðrildasafnarinn Clegg heillast svo af að hann rænir henni og heldur fanginni í kjallara úti í sveit; sannfærður um að geta á þann hátt sýnt henni fram á verð- leika sína og fengið hana til að elska sig. John Fowles er einn þekktasti rithöfundur Breta, en ein af bókum hans hefur áður komið út í ís- lenskri þýðingu, hin heillandi og margræða Ástkona franska lautinantsins. Safnarinn (The Collector), sem kom út árið 1963, er fyrsta skáldsaga hans og í henni leikur Fowles sér með kunnuleg stef bókmenntanna, svo sem saka- málasöguna og gotneska rómantík, en hann er sagður hafa brúað bil á milli alþýðlegra verka og svokall- aðrar hámenningar og hefur verið stimlaður póst-módernisti fyrir vik- ið. BóEírTni er skipt í þijá hluta. Fyrst segir Clegg frá því sem ger- ist, hvernig hann hrífst af Míröndu, rænir henni og samskiptum þeirra. Þá fær Míranda orðið, hún sýnir sömu atburði frá sínum sjónarhóli og mikill munur er á frásögnunum; á meðan Clegg framkvæmir í ein- hvers konar sturlunarmóðu hluti sem teljast rangir út frá ölium eðli- legum gildum mannfélgsins og rétt- lætir þá ætíð á sinn hátt, þá leitast Míranda við að skilja gerðir Cleggs, bæta hann, vekja samúð og fá hann til að láta sig lausan. Á milli frá- sagnanna takast hin ólíku gildi á. Clegg hefur síðan orðið í lokakafl- anum. Safnarinn er að miklu leyti fijáls- leg og írónísk endurvinnsla á Of- viðrínu eftir Shakespeare. Þár segir frá greifa sem er í útlegð á fallegri eyju ásamt Míröndu dóttur sinni. Á eyjunni var fyrir óskapnaðurinn Kalíban. í fyrstu hafði greifinn mmsm GJÖF sem gleöur.... BUXNAPRESSA Hvítar - svartar - brúnar. Verð kr. 9.900,- stgr. Kalíban hjá sér en lét hann fara þegar hann gerðist of nærgöngull við Míröndu. Greifinn magnar upp óveður sem sekkur nálægu skipi og skolar áhöfninni á land á eyj- unni. Þar á meðal er konungssonur- inn Ferdínand, hann verður ást- fanginn af Míröndu og þau enda í hinu fullkomna ástarsambandi. Ciegg kemur Míröndu fyrir í vel útbúnum kjallara, þar eru bækur, hljómplötur og fleira, en hann gefur henni ekki upp sitt rétta nafn held- ur kveðst heita Ferdínand. Flún þekkir leikritið, býður við þessari tilviljun nafnanna og kallar hann Kajíban. í „endurvinnslu" sinni lætur Fowles Kalíban ekki missa nein völd og hann snýr við öllu því sem varðar kynlíf. í leikritinu er Kalíban útskúfaður því hann girnist Mí- röndu og lostinn er þar settur fram sem eitt af náttúruöflunum sem siðmenningin verður að hemja. í Safnaranum kemur breskt stéttaó- réttlæti í stað náttúrunnar og svo er Clegg ekki kynofsamaður, hann wmm H1 John Fowles getur ekki nálgast Míröndu líkam- lega heldur bara horft á hana. Fowles leikur sér á ýmsan hátt með rómantíkina. Míranda er dæmi- gerð ung stúlka sem dreymir um að verða ástfangin af manni, lifa með honum og njóta með honum ásta, líkamlegra jafnt sem and- legra. Clegg hefur hins vegar aldrei kynnst ást eða rómantískum ævin- týrum. Skilningur hans á rómantík er alls ekki tengdur kynlífi, og er yfirleitt allur annar en viðgengst. Rómantík er miklu frekar eitthvað sem eignarrétturinn gefur, þ.e. að eiga eitthvað fallegt útaf fyrir sig. Clegg fullnægir rómantískum til- hneigingum sínum með því að geyma Míröndu - rétt eins og fiðr- ildin sem eru klassískt mótív feg- urðar - hann vill geta notið návist- ar við hana einn manna, getað þef- að af henni og í besta falli snert. Þegar á líður koma síðan óhjá- kvæmilega upp árekstar milli þess- ara tveggja hugmyndaheima. Verkið byggir mikið á hugmynd- um um vald, stjórnun og raunsæi, og birtist það meðal annars í ólíkum hugmyndum Míröndu og Cleggs um listina. Míranda er uppfull af ópers- ónulegum hugmyndum og kenning- um, og reynir meo þeim að hafa áhrif á Clegg, en sér ekki að kar.nski er hann einmitt í ástríðu sinni og athöfnum hinn fullkomni og einbeitti listamaður. Þýðing Sigurðar A. Magnússonar rennur ágætlega en á köflum vill hans eigin stíll verða of áberandi, til dæmis hvernig hann skeytir smáorðum saman: fyrstístað, niðrá, niðrað, áðuren, öðrusinni, eittsinn, endaþótt. Öll þessi dæmi eru af fyrstu síðu bókarinnar. Þá er bókin skrifuð þannig að mikill munur er á orðfæri Míröndu og Gleggs; hún er menntuð og beitir málinu á flöl- breytilegan hátt, er andstæða Cleggs sem hefur mjög fátæklegan og þröngan orðaforða; hann sækir lýsingar og orðaleppa í hvers kyns afþreyingarmiðla. Því skýtur skökku við að sjá hann segja hluti eins og: „Mét' fannst gaman að láta hana bryðja mélin“ (70), „hugsun hennar var einspora" (76), eða „Þér ferst Flekkur að gelta“ (80). Stund- um bregður fyrir þýðingarstíl: „Auk þess setti ég renniloku innaná dyrn- ar sem lágu að kjallaranum og líka höfðu læsingu, svo ég yrði ekki truflað.ur“ (14). Safnarinn er vel skrifuð bók, margþætt og ákaflega spennandi. Ég kynntist sögunni á frummálinu fyrir nokkrum árum og vissi því fullkomnlega hvernig málin myndu þróast, en samt var ég svo spennt- ur við lesturinn - þrátt fyrir óánægju með þýðinguna á köflum - að ég varð að lesa um það; gleypa í mig lýsingar textans. Það hljóta að vera góð meðmæli með sögu. Tuttugu og þijú ár með Megasi Bókmenntir Skafti Þ. Halldórsson Megas: Textar. Almenna bókafélagið. 1991. Tíminn líður. Við sem bráðungir sátum við skör meistarans fyrir ekki svo löngu, að því er okkur finnst, sjáum það allt í einu á prenti að 23 ár eru liðin frá því að hann tók að ögra vorri þjóð með kveð- skap sínum og trúbadorsöng. Magnús Þór Jónsson og kvæði hans hafa í gegnum tíðina ekki alltaf þótt stofustáss og prýði því að Megas yrkir um það sem ekki má. Þó er nú svo að sjá sem hann hafi verið tekinn í nokkra sátt hin síð- ustu ár og er það vel því að fá skáld eru betur að því komin að á þau sé hlustað. Ég tel það til töluverðra tíðinda að komið er út textasafn Megasar. Raunar er það svo að flest í því safnl hefur birst áður. Annaðhvort í þremur textasöfnum trúbadorsins, Megas I, Megas II og Megas (III): kominn er fráleitt farinn, sem komu út á árunum 1968-1973, eða á plötuumslögum. Þó eru þarna allnokkrir textar frá fyrri árum og raunar nýrri sem ég minnist ekkí að hafa séð á prenti fyrr. Það ber að vara menn við því að textar Megasar eru ekki venjuieg ljóð. Þeir eiga líf sitt að verulegu leyti undir lagi og mótast af þörfum laglínunnar. Þess vegna er mikið um endurtekningar, viðlög og kóra í kvæðum Megasar. Segja má að Megas hafi á sínum tíma átt töluverðan þátt í því að bijóta upp íslenskt ljóðmál sem var að mörgu leyti full bóklegt. Ég hygg raunar að þessi þáttur skáld- skapar hans hafi haft veruleg áhrif á yngri skáld og orðið til þess m.a. að hann öðlaðist meistaranafnbót. Málfarstilraunir Megasar beinast að flestum sviðum málsins og hann reynir með ýmsu móti að bijóta upp ljóðmálið. Þetta er gert með furðu- legum líkingum: „en amma hún er dýr í rekstri / og rafknúin sjálfvirk með IBM“ (bls. 36) eða með alls konar óhátíðlegu máli, jafnvel mál- fari sem meðvitað ögrar viðteknum gildum: „Sauðdrukkinn úti í hrauni lá Hallgrímsson Jónas / og hraut eins og sögunarverksmiðja í Brasil- íu“ (bls. 50). Algengt er að Megas bregði fyrir sig unglingaslangri og komi því jafnvel fyrir þar sem það á ekki beinlínis heima eins og þegar hann lætur þá Ingólf og Hjörleif segja: „alveg drulla-klistrað" (bls. 92) við komuna hingað til lands. Þá notar hann gjarnan erlendar slettur: „Droppaðu nojunni vinan / og veitu soldið pós“ (bls. 243) er ekki beinlínis gullaldarmál en það nálgast málfar ákveðins hluta al- þýðu. Megas leyfir sér jafnvel að senda málfræðireglur veg allrar veraldar eins og þegar ort er um ungfrú Reykjavík: „það er þessi dama hún er ekki hægt“ (bls. 328). Annað einkenni á ljóðmáli Meg- asar er leikur hans að ýmsum klisj- um úr fjölmiðlamáli sem hann að- hæfir ljóðmáli sínu oft út frá háðsku sjónarhorni: „Launaþrællinn hnígur niður lafmóður með ægilegan sting / og lánskjaravísitalan hverf- ur út við sjóndeildarhring“ (bls. 187) segir í kvæðinu Svo skal böl bæta. Ofarlega er einnig í minni „stórsóknarfórn" (bls. 137) Gvend- ar jaka. I upphafi ferils síns reis Megas með öldu æskulýðsróttækni ’68- kynslóðarinnar. Éfni kvæða hans túlkaði hugsjónir hennar, samfé- lagslega gagnrýni og vandamál. Þegar aldan sú hneig fann Megas sig í félagslegu tómarúmi. Að þessu víkur hann í kvæðinu Veðurlag (bls. 347): Það saxast heldur á sextíuogátta gengið og sjálfur meistarinn fór fyrir lítið í beinni við tókum mið af Transylvaníu svo lengi að tárin sem fljúga verða varla mikið hreinni en minningin sem geymir góða drengi miðlar þrótti og von í vankaðan flokk Þótt ekki hafi orðið verulegar stökkbreytingar á kveðskap Megas- ar hefur mér virst kvæðin verða ögn sjálfhverfari og innhverfari með tímanum — en þannig er víst tíðar- andinn nú um stundir. Megineinkenni á kveðskap Meg- asar er háðið og ljóðheimur hans Einar Farestveit&Co.hf. Borgartúni 28, simi 622901. LM 4 stoppar vW dymar ■i imm Er Evrópubandalagið með járntennur? Spádómarnir rætast er oftast hæðin og paródísk afhjúp- un á ýmsum krókum tilverunnar. í þeim tilgangi eru margar grát- fyndnar sögur sagðar í kvæðunum. Ljóðsjálfið er þá að vanda andhetja, einhver tilbúin persóna sem gjarnan er lítilmagni, dreginn upp úr ein- hveijum menriingarkima til að vitna í gegnum skáldið. Ljóðsviðið er að jafnaði borgin og þó einkum dekkri hliðar hennar. I því umhverfi er lík- legt að við rekumst á kunnustu persónur Megasar, plastpokamann-' inn, krókódílámanninn, Hvassaleit- isdónann, Grísalappalísu eða jafnvel fatlafólið. En viðfangsefni Megasar eru einnig annars konar. Hann er leit- andi sál og því rekumst við oft á sjálfskryfjandi ljóð í nihiliskum anda og þegar best lætur hugljúf ástarljóð. En þau eru varla venjuleg frekar en annað sem frá Megasi berst. I hans blíðasta ástarljóði, Fílahirðinum frá Súrín, eru ávext- irnir sannarlega forboðnir (bls. 282): Og hvílíkt regindjúp það var og ótrúlegt sem opnaðist mér í augunum svörtu svo fullt af framandi blíðu þegar ég leit til þín heillaður og hðndin mín brá á leik í hárinu þínu svo biksvörtu og striðu ég var bara að leita að ævintýrum einn enn sem kemur og fer Magnús Þór Jónsson, Megas. við voram ejnsog fiðrildi í nóttinni mjúku dimmu en hörundið þitt brúna það var mýkra en allt sem er mjúkt og mig hafði aldrei órað fyrir neinu svo grimmu Textar Megasar er þykk bók, 353 síður. Þar eru allar helstu perl- ur Megasar saman komnar. Bókin er myndskreytt með ljósmyndum af listamanninum og teikningum eftir skáldið sem áður hafa birst í fyrri textabókum þess. Unnendum ljóða Megasar er bók þessi mikill hvalreki. Martin og Viktoría Bókmenntir Sigurður Haukur Guðjónsson Höfundur: Klaus Lynggaard. Þýðing: Hilmar Hilmarsson. Kápa: Guðjón Eggertsson. Setning og umbrot: HH, Mál og menning. Prentverk: G. Ben. prentstofa hf. Útgefandi: Mál og menning. Skáld spurði mig um daginn: Er það virkilega rétt, að bókmennt- ir fyrir unglinga séu aðeins ómerki- legt hnoð, lágkúra? Ég gat með góðri samvizku neitað, hafði Iesið marga góða bókina þetta haustið eftir íslenzka höfunda, en enga þýdda. Hefði þessi verið lesin, þá hefði mér orðið erfíðara um svör. Mér leið við lesturinn eins og á dönsku veitingahúsi eitt sinn er ég hafði beðið um lambakjöt, ætlaði að kanna, hví slíkt væri ekki í hávegum hjá dönskum. Slepjunni verður ekki með orðum lýst, ég kúgaðist og skildi. Já, hér er bók með öllu þessu norræna kjaftæði, sem einkenna átti bókmenntir um tíma, en ég hélt að allir væru hættir að eyða bleki í. Allavega sá ég eftir papp- írnum: Drottinn minn, 260 síður! Höfundur kann vissulega sitt fag, hann er léttur og fyndinn, á stundum meinhnyttinn. En það er engu líkara en hann haldi, að kenn- arinn sem gægist yfir öxl hans sé Sigmund gamli Freud, viti ekki að karlinn er löngu dauður. Aðalpersónur sögunnar eru" tvær: Martin og Viktoría. Martin er gæðastrákur. Umhverfi hans nöturlegt skúmaskot, með þeim einkennum sem slíku fylgir. Hon- um líður illa. Kynnist Viktoríu, telpu úr hinum fínni heimi í heila- búi danskra. Þau eiga að vera andstæður, en eru það í raun ekki. Strákurinn er jafnt í vímu á sviðun- um báðum, aðeins í annarri mynd. Skáldskapur, nei, miklu fremur gamlar, snjáðar ljósmyndir. Þýðing Hilmars er lipur og góð, og hvílíka þolinmæði hlýtur þessi maður ekki að hafa. Frágangur allur er útgáfunni til sóma, eins og vant er. En valið! Skil það ekki. Sölubók fyrir van- þroska unglinga, — það er öruggt, það eru ekki aðeins gamlar kerl- ingar ggjjjgjggg sólgnar í danska rómana, danskt klám.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.