Morgunblaðið - 20.12.1991, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 20.12.1991, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1991 39 Tekjujöfnunarframlög jöfnunarsjóös sveitarfélaga: Framlög til sveitarfélaga með skatttekjur undir meðallagi Meðalnýting tekjustofna skilyrði Sveitarfélög roeð lægri skatt- tekjur. en sambærileg sveitarfé- lög miðað við meðalnýtingu tekjustofna þeirra eiga rétt á framlagi úr jöfnunarsjóði sveit- arfélaga. Tekjur sjóðsins eru framlag úr ríkissjóði er nemur 1,4% af skatttekjum ríkissjóðs af beinum og óbeinum sköttum, hluti landsútsvara og vaxtatekj- ur. Þeim er ráðstafað til greiðslu bundinna framlaga og sérstakra framlaga en afgangurinn fer til jöfnunarframlaga. Landsútsvör eru sérstaklega sundurliðuð í reglugerð um jöfnun- arsjóðinn frá 14. ágúst 1991. Afengis- og tóbaksverslun ríkisins greiðir 5% af hagnaði, Aburðar- verksmiðja ríkisins, Sementsverk- smiðja ríkisins og Sala varnaliðs- eigna 1,3% af heildarsölu. Ennfrem- ur olíufélög sem flytja inn olíu og olíuvörur og annast sölu og dreif- ingu þessara vara 1,3% af heildar- sölu olíu og olíuvara annarra en gasolíu og svartolíu, Járnblendi- verksmiðjan í Hvalfirði 0,5% af rekstrarútgjöldum og bankar og sparisjóðir greiða 1% af mismun heildarútlánsvaxta og heildarinn- lánsvaxta. Fjórðungur landsút- svara, sem til falla í hveiju sveitar- félagi, kemur öllu jafna í hlut þess sveitarfélags. Bundin framlög úr jöfnunarsjóði eru til Sambands íslenskra sveitar- félaga, landshlutasamtaka sveitar- félaga, Lánasjóðs sveitarfélaga og Innheimtustofnunar sveitarfélaga. Utsvar á Seltjarnarnesi og í Garðabæ: Hærri afsláttur af fasteignagj öldum - segir Sigurgeir Sigurðsson bæjar- stjóri á Seltjarnarnesi Seltirningar og Garðbæingar greiða 0,3% hærra útsvar en höfuð- borgarbúar og grannar þeirra í Kópavogi. Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, segir að lág fasteignagjöld vegi upp á móti hærra útsvarshlutfalli. Þá bendir hann á að aðstöðugjöld séu 30% lægri á Seltjarnarnesi en í samanburðarsveitarfélögunum. Ingi- mundur Sigurpálsson, bæjarstjóri í Garðabæ, segir að tekur af að- stöðugjöldum séu óvenju litlar í sveitarfélaginu. Bæjarsljórn Seltirn- inga hefur samþykkt ályktun þar sem áformum ríkisstjórnarinnar um sérstaka skattlagningu á sveitarfélögin í landinu er harðlega mótmælt. „Við höfum hugsað málið þannig að við gefum töluvert hæm afslátt af fasteignagjöldum heldur en þessi samanburðarsveitarfélög," sagði Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, þegar hann var spurður hvemig stæði á því að hiut- fall útsvars væri hærra á Seltjarn- arnesi en í Reykjavík og Kópavogi. „Á Seltjarnarnesi eru fasteigna- gjöldin 0,375%, í Reykjavík 0,421% og í Kópavogi 0,485%. Okkur þykir þetta koma réttar út,“ sagði hann og bætti við að aðstöðugjald á Sel- tjarnarnesi væri 30% lægra en í sveitarfélögunum tveimur. Að- spurður hvort lækkunin vegi upp á móti háu útsvari benti Sigurgeir á árbók sveitarfélaga. „Við erum þar í lægsta flokki,“ sagði hann. Á fundi bæjarstjórnar Sel- tjarnarness um fjárhagsáætlun kaupstaðarins á miðvikudags- kvöldið var samþykkt ályktun þar sem áformum ríkisstjórnar- innar um sérstaka skattlagningu íslensk tónlist selst vel um þessar mundir SALA á hljómföngum, þ.e.a.s. hljómplötum, snældum og geisla- diskum hefur verið með mesta móti á þessu ári, að sögn Steinars Bergs ísleifssonar hljómplötuútgefanda. Hann segir að ljóst sé að sú þróun, sem þegar hafi orðið, haldi áfram hvað varðar jóla- markaðinn, en jafnan selst síðustu 8 vikur fyrir jól um 50% heild- arsölunnar. Verð á hljómplötum frá því um síðustu jól hefur lækkað þegar á heildina er litið og nemur lækkunin um 5 til 10%. Steinar Berg segir að hiutfall íslensku útgáfunnar gagnvart hinni erlendu hafi aldrei verið jafnhagstætt íslenzku tónlistinni. Utlit sé fyrir að heildarsala ís- lensks efnis verði yfir 200.000 eintök af hljómplötum, snældum og geisladiskum, en það er tvö- földun miðað við árið á undan. IflBU i> i 'inrj Um 15 til 20 titlar ná 3.000 ein- taka sölu, en fyrir slíka sölu veit- ir Samband hljómplötuútgefenda gullplötu í viðurkenningu til við- komandi flytjenda, þar af munu a.m.k. 8 titlar fá svokölluð plat- ínuverðlaun, sem veitist fyrir sölu á 7.500 eintökum. dulr Sérstökum framlögum skal úthlut- að til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga, greiða úr sérstökum fárhagsörðugleikum sveitarfélaga, styrkja kostnaðarsamar stofnfram- kvæmdir hjá fámennum sveitarfé- lögum, aðstoða dreifbýlissveitarfé- lög til að standa undir auknum rekstrarkostnaði við grunnskóla vegna breyttrar verkaskiptingar ríkis og sveitarfélaga og bæta upp annan aukinn kostnað vegna breyttrar verkaskiptingar ríkis og sveitarfélaga. Til jöfnunarframlaga skal veija tekjum sjóðsins sem eru umfram ráðstöfun í bundin framlög og sér- stök framlag. Um framlögin segir í reglugerðinni að sé meðaltal skatt- tekna á íbúa í sveitarfélagi lægra en landsmeðaltal skuli greiða sveit- arfélaginu allt að mismuninum sem tekjujöfnunarframlag. Sé meðaltal skatttekna á íbúa í sveitarfélagi með færri en 300 íbúa lægra en meðaltal skatttekna á íbúa í slíkum sveitarfélögum skal greiða sveitar- félaginu allt að mismuninum sem tekjujöfnunarframlag. Skilyrði fyrir greiðslu tekjujöfnunarframlaga til sveitarfélaga er að þau hafi nýtt sér tekjustofna sína eðlilega en fé- lagsmálaráðherra gefur hvern nóv- embermánuð út reglur um eðlilega nýtingu tekjustofna sveitarfélaga á næsta ári. Upphæð tekjujöfnunarframlaga ræðst af því fé er jöfnunarsjóðurinn hefur til greiðslu jöfnunarframlaga. Miða skal við að fé til greiðslu tekju- jöfnunarframlaga verði ekki hærra en því sem nemur 65% af jöfnunar- framlögum. Hafnarfjörður: Sjálfstæðisflokkur vildi óbreytt útsvar Eðlilegra að skera niður, segir Jóhann Bergþórsson bæjarfulltrúi FULLTRÚAR Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Hafnarfjarðar eru þeirrar skoðunar að eðlilegra hefði verið að skera niður í rekstri og framkvæmdum en að hækka hlutfall útsvars að sögn Jóhanns Bergþórssonar, oddvita sjálfstæðismanna. Meirihluti bæjarstjórnar hefur tekið ákvörðun um að hækka hlutfall útsvars úr 6,7% í 7,5%. Jóhann sagði að menn teldu hækkunina verulega umfram hækkaða byrði vegna aðgerða ríkis- stjórnarinnar og fremur ætti að skera niður í rekstri og fram- kvæmdum en hækka hlutfall út: svars til að mæta sparnaðinum. í því sambandi tók hann fram að talað væri uni að sveitarfélögin tækju á sig byrðar en þeim ekki velt á hinn almenna launþega. Um hlutfall útsvars sem ákveðið hefur verið sagði Jóhann að verið væri að teygja sig til að totta úr jöfnun- arsjóði sveitarfélaga og sækja þar með í sjóð sem minni sveitarfélögin hefðu sennilega treyst á. „Þessi hækkun sannar líka,“ sagði Jóhann, „að þessi afspyrnu- sterka fjárhagsstaða er bara bull eitt enda má lesa í nýjustu árbók sveitarfélaga hver staðan er orðin hjá Hafnaríjarðarbæ. Við teljum að ekki eigi að laga þetta með sömu óráðsíunni heldur draga saman og velta ekki sparnaðinum yfir á bæj- arbúa I fýrirsjáanlegu verulegu samdráttarskeiði í atvinnulegu til- liti.“ á sveitarfélögin í landinu er harðlega mótmælt. „Sérstaklega er ámælisvert að koma með slík- ar aðgerðir þegar sveitarfélögin eru um það bil að ljúka gerð fjár- hagsáætlana og eiga í raun enga aðra möguleika en að hækka álögur eða auka lántökur,“ segir í ályktuninni. Ekki er gert ráð fyrir sparnaðaráformum ríkis- valdsins við ákvarðanatöku um útsvarshlutfall í Seltjarnarnes- kaupstað. „Menn hafa talið sig þurfa þetta miklar tekjur til þess að standa undir þjónustu og framkvæmdum bæjarfélagsins," sagði Ingimundur Sigurpálsson, bæjarstjóri í Garðabæ, þegar spurst var fyrir um útsvarshlutfallið. „Svo má benda á að við höfum litlar aðrar tekjur en af útsvari. Það er 75% af heildar- tekjunum en aðstöðugjald aðeins um 10% en það er minna hlutfall en algengt er.“ KENWOOD RAFMAGNSPANNAN HENTAR VEL I MARGSKONAR MATARGERÐ KAUPTU KENWOOD Á KR. 9.474 HEKLA LAUGAVEGI 174 S.695500/695550
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.