Morgunblaðið - 20.12.1991, Page 14

Morgunblaðið - 20.12.1991, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 20. DESEMBER 1991 Manngerðir hellar _________Bækur_____________ Haraldur Sigurðsson Árni Hjartarson, Guðmundur J. Guðmundsson og Hallgerður Gísladóttir: Manngerðir hellar á Islandi. Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1991. 332 bls. Manngerðir hellar hafa verið til á íslandi að minnsta kosti frá lok- um 12. aldar. í jarteinabók Þorláks biskups helga, sem rituð mun hafa verið 1199, er getið um nauta- dauða, sem varð í Odda á Rangár- völlum, þegar einn slíkur hellir hrundi. Uxi einn mikill og góður bjargaðist illa lemstraður einn úr hrauninu fyrir ténað hins sæla biskups, sem fékk að launum fimm álna kerti. Hellir þessi hlýtur að hafa verið gerður af mannahönd- um. Jarðfræðilegar aðstæður hindra gerð þeirra af náttúrunnar völdum. Um manngerða hella eða hella sem hljóta að vera manngerðir er allvíða getið í eldri heimildum, t.a.m. í íittektum, vísitasíum, Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns að ónefndum sýslu- og sóknalýsingum. Mikil dulúð hefur lengi verið bundin hellum á íslandi, ekki síst hinum náttúrugerðu. Þeir voru löngum bústaðir annarlegra vætta og tröll bjuggu að jafnaði í hellum. Þessa gætti að sjálfsögðu minna í manngerðu hellunum, sem voru heima við bæi og gengið var um nærri daglega. Þó vildi það stund- um til að kálfur eða köttur álpað- ist inn í einhvem þeirra, og mátti þá vona, að þeir kæmu út einhvers staðar í fjarska, ef til vill í næstu sveit. Það er líka athyglisvert við þessa bæjahella, hve víða var bund- in þeim trú á álfa, vættir og annan ófögnuð. Mér sýnist að mest hafi borið á þessu um hellana í Eyja- ijallasveit og í Mýrdalnum. Manngerðir hellar munu ekki hafa þekkst á Norðurlöndum, en á Bretlandseyjum, í Frakklandi og víðar voru þeir algengir og eru jafnvel enn, meira að segja sem mannahýbýli, ef til vill helst handa túristum til að býsnast yfir. Höf- undar bókarinnar telja, að hellag- erð hafi borist til landsins með mönnum, sem höfðu spurnir af slíkum vinnubrögðum á Irlandi eða annars staðar í Vestur-Evrópu. Mætti þá gera sér í hugarlund, að fólk, sem flutti til landsins frá Bretlandseyjum, ekki síst írlandi, hafi flutt þessa tækni með sér hingað. Er þá með nokkrum hætti og nægum fyrirvörum ekki alveg út í bláinn að tala um írabýli, og ekki væri það með öllu ófróðlegt að vita hvort íranöfnin (íraheiði og írahvammur) í grennd við Efra- hvolshella séu forn eða ekki til komin fyrr en á þessari öld, þegar farið var að rekja fyrirbrigði þetta til papabyggða fyrir landnám. Ýmsir hinna manngerðu hella eru svo fornir, að þeir hafa verið gerð- ir áður en núverandi jarðir urðu sjálfstæð býli og bærinn þá tekið nafn af hellunum, t.a.m. Hellar, Hrólfsstaðahellir o.s.frv. Hellarnir eru frá mismunandi tímum, sumir mjög fornir, en aðrir gerðir fýrir svo sem fimmtíu árum (á Ytri-Sól- heimum). Um síðustu aldamót var farið að gefa manngerðu hellunum veru- lega gaum. Það var Brynjúlfur Jónsson frá Minnanúpi, sem þar reið á vaðið og kannaði allmarga þeirra. Hann gat líklega fyrstur manna upp á því, að þeir væru verk papa, sem getið er um í Landnámu. Samtímis og síðar tók Einar Benediktsson skáld upp sama þráð. Hann kannaði allmarga hella og þóttist finna þar óræk merki um eldfornt helgihald og forsögulegt landnám fyrir komu norrænna manna. Síðan hafa ýms- ir orðið til þess að halda sömu eða svipuðum skoðunum á loft. Og eins og stundum vill verða þykir mörg- um sú hugmynd sennilegust, sem íjærst er sanni. Matthías Þórð- arson þjóðminjavörður kannaði marga af þessum hellum á árunum 1917 og 1919, og niðurstaða hans varð sú, að þar væru engar mark- tækar íeifar er bentu til slíkrar forneskju, og hin sama varð niður- staða þremenninganna, sem rituðu bók þá, sem hér er til umræðu. Höfundarnir skilgreina mann- gerða hella „sem göng eða hvelf- ingar, sem enn hafa holað í hart eða hálfhart berg“. Þar hafa menn hýst búsmala sinn öldum saman og jafnvel búið þar ef svo bar til. Kunnastur þessa hella er sennilega Laugarvatnshellir, þar sem búið var um skeið á fyrri hluta aldarinn- ar og fór ekki í eyði fyrr en 1922. Oyggjandi heimildir um mannvist er einnig að finna í Miklaholtshelli í_ Hraungerðishreppi. í Jarðabók Árna Magnússonar segir frá býli, sem nefnist þá aðeins Hellir, að það „taki nafn af því, að þar eru engin bæjarhús ... og býr fólkið í einum hraunhellir". Hellarnir eru mjög misjafnir að stærð. Sumir eru hálfgerðar skons- ur, en stærstur mun vera Hellna- hellir í Landsveit, nálægt 200 m2. Ekki eru þeir síður misjafnir að gerð. Sumir einfaldir og óbrotnir. Árni Hjartarson, Hallgerður Gísladóttir og Guðmundur J. Guðmunds- son. í öðrum gætir þess meir, að bygg- ingameistarinn reynir að skapa þeim fagurt form með bogum og hvelfingum, er stundum þóttu minna á kirkjur. Þangað má ef til vill rekja þá hugmynd í upphafi, að mönnum kom það til hugar að um guðshús væri að ræða. Gaman væri að vita, hvort húsagerðarlist- ar gætir fremur í hinum eldri hell- um en yngri. Mikið er um hvers konar ristur og krot á veggjum hellanna. Flest- ar þeirra virðast ungar að árum. Þó hægt fari hefur eyðingin með hjálp sauðkindarinnar leikið þessar minjar grátt á mjúkum sandsteins- veggjum. Sumt sem þótti sæmilega skýrt fyrir sjötíu árum, þegar Matthías Þórðarson var þar á ferð, verður ekki lengur lesið. Meginefni þessa krots er fangamörk, nöfn og ártöl, en þar er líka að finna stafafléttur, rúnir, búmörk, krossa og jafnvel myndir. í bók sinni segja höfundarnir frá rannsóknum sem þeir hafa gert á nokkurra ára bili. Birtar eru „upp- mælingar, almennar lýsingar og vangaveltur um 170 manngerða hella, hellaleifar og horfna hella á um 90 bæjum“ eins og höfundarn- ir komast sjálfir að orði. Ef frá eru taldir 4 norðlenskir hellar eru þeir allir á svæðinu frá Ölfusi austur að Mýrdalssandi. Þetta á sér að vissu leyti eðlileg takmörk. Berg- Q Spennandi bók en jafnframt upplýsandi um ástandið á N.-írlandi. Fjörlega skrifuð, spennandi skáldsaga eftir Leó E. Löve. ^ Norður-lrland • IRA Spennandi skáldsaga .<<? eftir Leó E. Löve. M. sir, Jlí- aöguna » me6 lausnmni ei'S Úr blaðadómi um OFUREFLI eftir Leó E. Löve. grunni landsins er nú einu sinni þannig várið, að þar er helst færi á að koma við slíkum byggingum. Víða eru þykk lög af seti, gjósku eða áfoki sem runnið er saman í auðunninn sandstein. Hvergi er fyrir hendi meira af slíku - byggingarefni en einmitt á Suður- landi, þó víðar sé það að finna í minna mæli. Hér virðist vera skipulega geng- ið til verks og bókin öll rís á traust- um grunni vandaðrar vinnu. Mæl- ingunum fylgja grunnlínumyndir, ef hellarnir voru í því ástandi að því yrði komið við. Ristur og krot eru sýnd með glöggum eftirmynd- um. Myndir, svarthvítar og í litum, eru frá mörgum hellanna, einkum af inngangi og forskálum. Ég sakna þess helst, hve höfundarnir hafa gert sér lítið far um að ná innimyndum úr hellunum sjálfum, en þar er vafalaust hægara um að tala en í að komast. Þar er heldur ekki að vænta þeirra skrautmynda, sem prýða suma hraunhellana. Eins og fyrr var að vikið hvílir mikil dul yfir hellum almennt, og þá ekki síður yfír manngerðu hell- unum. Þeir hafa orðið uppspretta ótal þjóðsagna og munnmæla. Margt af sögum þessum hafa höf- undarnir tekið upp í bók sína. Sum- ar þeirra eru að vísu gamlir kunn- ingjar, en aðrar eru prentaðar hér í fyrsta sinn. Allur frágangur af hálfu útgef- anda og prentsmiðju er í góðu lagi, og fáar prentvillur rakst ég á, raunar við hraðari lestur. Þó vil ég benda á eina villu. Á bls. 146 segir, að Ólafur Felixson frá Ægissíðu hafi gerst leikstjóri í Noregi. Þetta er ekki rétt. Hann gerðist þar ritstjóri. Að lokum finn ég ástæðu til þess að árna hinum ungu fræði- mönnum til hamingju með vel gerða bók. Sýning á handgerð- um höttum SÝNING á handgerðum höttum eftir Auði Svanhvíti Sigurðar- dóttur verður opnuð í Galleríi Sævars Karls að Bankastræti 9, föstudaginn 20. desember. Auður Svanhvít er fatahönbnuð- ur og stundaði nám í fataiðn við Iðnskólann í Reykjavík 1987-1989, en hélt síðan til London og útskrif- aðist frá Uentral school of Fashion 1990. Hún nam hattagefð hjá hattagerðarmeistara drottingar- móður í London 1989-1990. Sýn- ingin stendur til 11. janúar og er opin á sama tfma og verzlunin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.