Morgunblaðið - 20.12.1991, Side 42
42
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1991
ekki hafa þau eytt neinu í ferðalög,
hvorki utanlands né innan, aldrei
farið neitt, nema á efri árum til
Reykjavíkur til lækninga. Hjónin
Jóhanna dóttir hennar og hennar
góði maður Bent hafa viljað taka
Agnesi á heimili sitt í Mosfellsbæ,
en þá hefur hún bara viljað fara
strax til heimilis síns Gjögurs. Börn
og tengdabörn koma alltaf í heim-
sókn á sumrin til foreldra sinna á
Gjögri og er mikil kærleikur á milli
alllra barnanna og tengdabarnanna
og eru oft 18 manns þá í heimili hjá
Agnesi.
Eg er oft að hugsa um í okkar
skulduga þjóðfélagi eftir öll þessi
góðu aflaár og geysilega miklu
vinnu, að ég kynntist því í sumar
þegar við hjónin vorum í sumarbú-
stað okkar að Axel á Gjögri hefur
aldrei veðsett hús sitt eða jörð og
skuldar hvergi nokkrum. Axel var
alltaf duglegur við sjóinn, að afla
heimilinu til matar og ljölhæfar sort-
ir bæði af allskonar físki, selskjöt
og fuglum og var ónískur að gefa
hveijum sem var í soðið. Axel hafði
bara kindur, vildi ekki sjáað hafa
beljur, en skipti við bændur á mjólk
og smjöri og fiski og fuglum. Agnes
heimtaði ekki neitt hvorki húsgögn
né ferðalög eins og áður greinir.
Eg óska ykkur hjónaefnunum
allra heilla og þakka fyrir skemmti-
leg kynni, ég mun aldrei gleyma
Agnesi á Gjögri, hún hefur afrekað
svo miklu. Fáir eða engir gætu farið
í hennar spor. En samt finnst mér
innst inni að Agnes Gísladóttir sé
til fyrirmyndar í sínum störfum.
Gleðilegjól. Guðsblessun fylgi þér
Agnes, heimili og niðjum þínum.
Regína Thorarensen,
Selfossi.
Afmæliskveðja:
Agnes Gísladótt-
ir, Gjögri
Agnes er dóttir hinna mætu hjóna
Steinunnar Óladóttur og Gísla Guð-
mundssonar frá Kjós í Arneshreppi.
Gísli var mikill og góður fræðimaður
og kennari, þrátt fyrir það að hann
hefði aldrei verið neitt í skóla, enda
uppalinn á menningarheimili. Agnes
fæddist á Gjögri og hefur alið allan
sinn aldur þar. Ung að árum fóru
þau Axel Thorarensen að búa sam-
an, sem er einnig fæddur á Gjögri,
og varð Axel 85 ára í haust og
Agnes 80 ára í dag. Þau áttu níu
börn, fjóra syni og fímm dætur.
Tveir synir eru látnir en dæturnar
eru allar vel giftar, öll börn þeirra
eru dugleg og fjölhæf í öllum störf-
um, mesta myndarfólk sem alls stað-
ar hefurkomið sér vel, enda reglu-
fólk.
Agnes var mikil móðir, passaði
börnin sín afar vel. Ég er viss um
það, þótt barnaheimili hefði verið á
Gjögri þá hefði Agnes aldrei trúað
neinum fyrir sínum börnum, svo
annt var henni um þau. Það má
segja með sanni að hún hafi fylgst
með hveiju spori þeirra. Aldrei hafði
Agnes heimilishjálp eða vinnukonu,
nema þá fáu daga sem hún lá á
sæng að fjölga mannkyninu. Einnig
man ég eftir því þegar Agnes missti
fóstur, þá var hún komin strax á
fætur og farin að vinna sín verk,
sækja vatn, elda matinn á hinu stóra
heimili og þrífa húsið. Agnes er þrif-
in sjálf og hraust. En sl. þtjú ár
hefur hún mikið verið við rúmið og
alveg hætt að vinna, en hefur þó
fótavist fyrir sínar þarfir.
Agnes og Axel hafa alltaf komist
vel af, enda bæði hörkudugleg og
__________Brids_____________
Arnór Ragnarsson
Bernódus og Árni
unnu L.A. Café-mótið
Bemódus Kristinsson og Árni
Loftsson sigruðu í L.A. Café-mótinu
sem spilað var sl. laugardag. Þeir fé-
lagar leiddu mótið um miðbik þess og
sigruðu nokkuð óvænt eftir hörku-
keppni.
Lokastaðan:
Ámi Loftsson - Bernódus Kristinsson 103
Matthías Þorvaldsson - Sverrir Ármannsson 99
Jón Baldursson — AðalsteinnJörgensen 85
Guðm. Sv. Hermannsson - Helgi Jóhannsson 59
Kristján Blöndal - Bjöm Theódórsson 46
Sævar Þorbjömsson - Jónas P. Erlingsson 41
Þröstur Ingimarsson - Þórður Björnsson 40
Páll Hjaltason — Oddur Hjaltason 32
Kristján Hauksson var reiknimeist-
ari og keppnisstjóri.
Vetrar-Michell
Föstudaginn 13. desember var spil-
aður vetrar-Michell að venju í Sigtúni
9. Þetta var síðasta skipti sem spilað
verður fyrir jól og föstudagsspila-
mennskan hefst aftur 10. janúar 1992
kl. 19.00. Úrslit þennan föstudaginn
urðu þannig í N/S:
Baldur Bjartmarsson - Guðmundur Þórðarson 343
Þráinn Sigurðsson - Vilhjálmur Sigurðsson 318
Guðlaugur Sveinsson - Magnús Sverrisson 301
Hrafnhildur Skúladóttir - Jörundur Þórðarson 288
A/V:
Páll Þór Bergsson - Þröstur Bergmann 316
KolbrúnThomas-EinarPétursson 302
Guðmundur Skúlason - Einar Hafsteinsson 297
Tómas Siguijónsson - Þorleifur Þórarinsson 289
Meðalskor var 270.
Bridsamband íslands sendir öllum
spilurum jólakveðjur og óskar þeim
farsæls komandi árs með þakklæti
fyrir árið sem er að líða.
Bridsfélag Eskifjarðar og
Reyðarfjarðar
10. desember var spilaður eins
kvölds tvímenningur þar sem hefð-
bundnum pörum var skipt. Úrslit urðu
þessi:
Atli V. Jóhannesson - Svavar Kristinsson 244
Aðalsteinn Jónsson - Kristmann Jónsson 235
JónasJónsson-BjömJónsson 232
Óttar Guðmundsson - Hörður Þórhallsson 230
Þorbergur Hauksson - Andrés Gunnlaugsson 225
Alls spiluðu 16 pör.
17. desember var síðan spilaður
árlegur konfektkassatvímenningur, en
hann er ávallt spilaður síðasta spila-
kvöld fyrir jól. Úrslit urðu þessi:
Ásgeir Metúsalemsson - Friðjón Vigfússon 193
Haukur Bjömsson - ÞorbergurHauksson 175
HafsteinnLarsen-AuðbergurJónsson 172
Aðalsteinn JónSson - Gísli Stefánsson 167
JónasJónsson-GuðmundurMagnússon 164
Alls spiluðu 14 pör.
Bridsfélag Eskifjarðar og Reyðar-
garðar óskar öllum bridsspilurum á
Islandi gleðilegra jóla og farsæls kom-
andi árs.
Bridsfélag Hreyfils
Eftir sjöundu umferð sveitakeppn-
innar hafa tvær sveitir tekið nokkuð
afgerandi forystu, en staða efstu
sveita er þessi:
Sveit Oskars Sigurðssonar 156
Sveit Daníels Halldórssonar 155
SveitÁrnaKristjánssonar 128
Sveit Sigurðar Ólafssonar 120
SveitÓlafs Jakobssonar 115
Sveit Tómasar Sigurðssonar 115
Næsta umferð verður spiluð á nýju
ári, mánudaginn 6. janúar, og hefst
að venju kl. 19.30 í Hreyfilshúsinu.
Bridsfélag Hreyfils sendir umsjónar-
manni þáttarins og lesendum bestu
óskir um gleðileg jól og gæfuríkt nýtt
ár.
NÝVERIÐ opnaði hljómplötuversl-
unin Hljómalind í Austurstræti, en
Hljómalind hefur um nokkurt skeið
verið með póstversiun og einnig sölu-
bás í Kolaportinu. Eigandi Hljóma-
lindar Kristinn Sæmundsson, sagði
að Hljómalind hefði sérhæft sig í
sölu á ódýrum geisladiskum og
hljómplötum.
Djass á Blúsbarnum
Fressmenn
spila á Blús-
barnum
HLJ ÓMSVEITIN Fressmenn
munu spila í kvöld á Blúsbarnum
við Laugaveg og hefjast tónleik-
arnir klukkan 23,30. Þetta eru
fyrstu opinberu tónleikar þeirra
ásamt fiðluleikaranum Sean
Bradley.
Hljómsveitin mun spila blús, rokk
soul og írska þjóðlagatónlist, en
hana skipa eftirtaldir: Björn M. Sig-
uijónsson, söngur, Kristján Már
Hauksson, gítar, slide og munn-
harpa, Jón Ingi Thorvaldsson, bassi
og Steinar Sigurðsson, trommur.
Tveir félagar í Fressmenn, sem
apila á Blúsbarnum í kvöld.
Kristinn Sæmundsson í Hljómalind.
Morgunblaðið/RAX
Hljómalind í Austurstræti
HUÓMSVEITIN Crossroads leikur
djass á Blúsbarnum í kvöld, annað
kvöld, laugardag leikur KGB jólalög
í djassútsetningu og á sunnudags-
kvöld leika þekktir djassleikarar.
Crossroads skipa Páll Kristjáns-
son söngvari, Tyrfingur Þórarinsson
gítarleikari, Ástþór Helgason bassa-
leikari, og Hreiðar, sem leikur á
trommur. KGB er hljómsveit Kristj-
áns Guðmundssonar, en ásamt hon-
um leika Stefán Ingólfsson bassa-
leikari og Steingrímur Guðmundsson
trommari. Þeir, sem spðila á sunnu-
dagsskvöldið eru: Tómas R. Einars-
son, Sigurður Flosason og Eðvarð
Lárusson.
Sjúkraliðar
Sjúkraliða vantar að sjúkra- og ellideild
Hornbrekku, Ólafsfirði.
Umsóknarfrestur er til 20. janúar 1992.
Nánari upplýsingar gefa hjúkrunarforstjóri
eða forstöðumaður í síma 96-62480.
ÝMISLEGT
Gullsmiðatal
Út er komið á vegum Félags íslenskra gull-
smiða Gullsmiðatal. Inniheldur talið sögu
um 200 gull- og silfursmiða, núlifandi og lát-
inna, í máli og myndum. Einnig er skrá yfir
200 smiði, sem nær aftur um mörg hundruð ár.
Gullsmiðatalið er snyrtilega innbundið og
fæst í Gullhöllinni, Laugavegi 49, sími 17742
og Demantahúsinu, Borgarkringlunni, sími
679944 og Reykjavíkurvegi 62, Hafnarfirði,
sími 651313.
Verð kr. 5.000,-. Aðeins 300 eintök.
BÁTAR — SKIP
Fiskverkendur
Óskum eftir 660 lítra körum í þokkalega
góðu ástandi.
Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir
þriðjudaginn 24. desember merkt:
„Kör - 9633.“
TIL SÖLU
Yfirfæranlegt tap
Til sölu er fyrirtæki með uppsafnað tap.
Til frekari upplýsinga, vinsamlegast leggið
inn nafn og símanúmer á auglýsingadeild
Mbl. merkt: „Tap - 7050.“
FERÐAFEIAG
ÍSIANDS
ÖLOUGÖTU3S: 11798 18533
Esja - vetrarsólstöður
Sunnudaginn 22. des.
kl. 10.30
Gengið verður frá Esjubergi á
Kerhólakamb (851 m) um vetrar-
sólstöður. Á mánudag höfum við
sólarlag 1 mín. síðar en á sunnu-
dag og daginn tekur að lengja
smátt og smátt. Hjá mörgum
er gönguferð á Esju oröin fastur
liður í jólastemmningunni.
Kveðjið skammdegið með
Ferðafélaginu á Esju. Fólk á eig-
in bílum velkomið með. Brottför
frá Umferðarmiðstöðinni, aust-
anmegin. Farmiðar við bíl.
Verð kr. 1.000.-
Sunnudaginn 29. des. kl. 16.30
verður farin blysför frá Mörk-
inni 6 inn í Elliðaárdal. Ókeypis
ferð.
Uppselt er t áramótaferð
Ferðafélagsins til Þórsmerkur.
Ferðafélagið óskar félögum, far-
þegum og öllum stuðnings-
mönnum gleöilegra jóla og þakk-
ar ánægjuleg samskipti á árinu.
Ferðafélag islands. '
//jár wt/t
ÚTIVIST
Dagsferðir sunnudag-
inn 22. desember
Kl. 13.00: Bessastaðanes.
Sjáumst!
Útivist.