Morgunblaðið - 20.12.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.12.1991, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1991 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ANTHONY HAZLITT HEARD Suður-Afríka: Fyrstu skrefin stigin á leiðinni til lýðræðis í FYRSTA sinn í blóðugri og ófriðlegri sögu Suður-Afríku hafa nú verið stigin þar fyrstu skrefin í átt til raunverulegs lýðræð- is. Hið ótrúlega hefur gerzt. Allir aðilar í þessu 40 milljóna þjóðfélagi margra tungumála og margra menningarhópa hafa skuldbundið sig til að tryggja lýðræði í framtíðinni, að undan- skildum þeim allra róttækustu. En hugsanlegt er að jafnvel þessir róttæku hópar til hægri og vinstri gangi til liðs við bar- áttuna fyrir lýðræði. Leiðin framundan verður mörkuð ofbeldi - því ofbeldi er nánast allsstaðar nálægt í þessu landi heillandi fegurðar og harðn- eskju. En undirstaða hefur verið lögð sem gefur tilefni til veru- legrar bjartsýni. Astæðan er fyrst og fremst sú að undirbúningsviðræður milli allra aðila um samningu nýrrar stjórnarskrár hafa verið hnökra- litlar og farið vel af stað. Bráðabirgðastjórn á næsta leiti? í viðræðum sem fram fóru í lok nóvember var undirbúinn jarðvegurinn fyrir svonefnda ráð- stefnu um lýðræði í Suður-Afr- íku, eða Codesa (Conference for a Democratic South Africa). Næsta skrefíð verður fyrsta alls- heijarsamkoma Codesa, sem haldin verður dagana 20. og 21. desember í nágrenni Jóhannesar- borgar - aðeins nokkrum vikum síðar en áætlað hafði verið. Sú ráðstefna gæti fljótlega leitt til myndunar bráðabirgðastjómar, og til nýrrar lýðræðislegrar stjórnarskrár. Það er ástæða fyrir því að lausn er aðkallandi, og ástæðan er nokkuð kaldhæðnisleg. í stuttu máli sagt er umheim- urinn að gleyma Suður-Afríku. Það felur í sér að nauðsynlegur alþjóða fjárhagsstuðningur við þessa tilraun til að koma á lýð- ræði getur brugðizt. Meðan tilefnislaus harðneskja kynþáttaaðskilnaðarstefnunnar, apartheid, blasti við umheiminum í mánnsaldur eða meir kom ekki til greina að Suður-Afríka gleymdist. Þó stundum bærúst litlar frétt- ir frá Suður-Afríku, að hluta vegna þrúgandi ritskoðunar minnihlutastjómar Afrikaner- þjóðernissinna, blossuðu stöðugt upp átök sem minntu á óörugga tilvist landsins. Átökin eru vel kunn — atvik á borð við skothríð- ina í Sharpeville (1960), upp- reisnina í Soweto (1976), og það mannskæða neyðarástand sem ríkti frá miðjum níunda áratugn- um. Andstaða blökkumanna gegn stjórn hvítra átti stærstan þátt í því að Pieter W. Botha fyrrum forseti missti tökin á stjóminni og ný ríkisstjóm Frederiks W. de Klerks varð að leita Ieiða til málamiðlunar undir stöðugum þrýstingi vegna erlendrar andúð- ar og refsiaðgerða. Áhrifin frá Austur-Evrópu Aðalhvatinn að ákvörðun stjórnarinnar í Pretoríu um að viðurkenna rétt svartra andófs- manna, og jafnvel kommúnista, var frelsisbarátta ríkjanna í Austur-Evrópu. De Klerk forseti taldi að kommúnisminn væri orð- inn bitlaus. Hann taldi óhætt að heimila starfsemi þeirra og tak- ast á við þá í kosningum frekar en með vopnum. Það kaldhæðnislega við þetta er að þessi sömu ríki í Austur- Evrópu, sem á vissan hátt stuðl- uðu að frelsun blökkumanna í Suður Afríku, em nú svo mjög í brennidepli heimsviðburðanna - og þurfa á svo mikilli aðstoð að halda - að Suður-Afríka er svo til horfin úr alþjóða augsýn. Landið er að öðlast sess sem eins- konar annars flokks ríki með góðu veðurlagi, auðugu náttúru- lífí, íjölbreyttu þjóðlífí, gulli og demöntum - og býsn af bað- ströndum. En í augum margra á Vestur- löndum, sem eiga nóg með eigin vandamál, er meginland Afríku hvimleitt landsvæði hijáð af eyðni og mikilii fátækt. Jafnvel iönd sem ekki falla inn í þennan ramma, eins og Suður-Afríka, hljóta þann dóm. Það að athygli umheimsins beinist nú ekki lengur að Suður- Afríku getur að sjálfsögðu haft sína kosti. Því fylgir að alþjóða fjölmiðlar munu ekki gera erfiða ferð landsins til lýðræðis að jafn miklu stórmáli og fréttir frá Suður-Afríku voru jafnan áður. Reyndar hlutu undirbúningsvið- ræðumar í lok nóvember mun minni alþjóða umfjöllun en ætlað hafði verið og nýleg heimsókn Mandela til New York og Sam- einuðu þjóðanna vakti litla at- hygli miðað við fyrri heimsóknir hans. En þótt skortur á alþjóða at- hygli geti haft góð áhrif á gang samninganna, er gallinn sá að ólíklegt er að nauðsynleg fjár- hagsaðstoð og erlendar fjárfest- ingar fáist til að rétta við staðn- aðan efnahag landsins. Sam- dráttur á alþjóðavettvangi, sér- staklega í Bandaríkjunum, hefur hér einnig gífurleg áhrif. Af þessu leiðir að allir íbúar Suður-Afríku verða að standa saman, setjast sameiginlega und- ir árar. Það verður ekki auðvelt í landi sem apartheid hefur þegar gert slyppt og snautt. Umheimurínn sem að hluta til á þátt í að bijóta niður efnahag Suður-Afríku með refsiaðgerðum og brottflutningi fjármuna úr landi, hlýtur að hafa einhveijar skyldur til að aðstoða við endur- uppbygginguna. En á hveiju hef- ur heimsbyggðin efni þegar lokið er við að ijármagna og fæða rík- in í Austur-Evrópu? Áhyggjur og vaxandi atvinnuleysi Þetta alvarlega ástand hefur vakið kvíða hjá hvítum mönnum, sem bæði fara með stjórn lands- ins og njóta forréttinda. Þeir hafa áhyggjur af mörgu: hruni gamla, örugga (fyrir þá) kerfis- ins, tveggja stafa verðbólgu und- anfama tvo áratugi, engum hag- vexti, og óheftum glæpum og árásum sem fylgja fjárhagsleg- um þrengingum. Blökkumenn héldu að frelsið væri á næsta leiti þegar þeir sáu Nelson Mandela á sögulegri göngu hans frá fangelsinu í febrúar 1990, en litlar breytingar hafa orðið á högum þeirra aðrar en vaðandi innbyrðis ofbeldi. Sem dæmi um alvarlegar horf- ur má nefna að reiknað er með að innan við 10% þeirra 400.000 manna sem verða í atvinnuleit á næsta ári geti átt kost á ráðn- ingu. Hægri flokkur íhaldsmanna hefur unnið verulega á þjóðar- flokk De Klerks í aukakosning- um, og gerir það De Klerk erfitt að standa við fyrirheit sín um að tryggja samþykki hvítra kjós- enda á grundvallarbreytingum í átt til lýðræðis. Jafnvel Nelson Mandela - sem er hallur að endurbótastefnu De Klerks - á við erfiðleika að stríða hjá almennum kjósendum. Rót- tækir gagnrýnendur hans sækja fylgi sitt til þess fjölda sem enga vinnu fær, og neita með öllu að ræða við „ólögmæta“ ríkisstjórn í Suður-Afríku. Spurningin er hvort Mandela verður að lúta í lægra haldi fyrir öfgamönnum á vinstri vængnum, og hvort De Klerk verður á sama hátt að láta undan kröfum öfga- manna á hægri vængnum. Svo virðist sem fylgi öfgamanna til vinstri og hægri séu takmörk sett - sennilega er það minna en 10% kjósenda hjá hvorum. Allt bendir til að fljótlega verði mynduð sameiginleg bráðabirgð- astjóm þeirra Mandela og De Klerks, og síðan verði efnt til fijálsra kosninga þar sem Mand- ela ætti að sigra, þó ekki með neinum yfírburðum. Þar til svo verður munu ásak- anir um að Mandela sé í leyni- makki við hvíta, og að De Klerk sé í leynimakki við svarta gerast æ háværari. Þetta verður spennu þrungin sigling. Höfundur starfar sjálfstætt sem dálkaliöfundur í Ilöfönborg og var áður ritstjóri Cape Times. Ilann er höfundur bóknrinnnr „The Cape of Storms", sem fjnllnr um erfiðleikana í Suður-Afríku ogkom úthjá bókaforlagi Arkansas liáskóla. mv- .njjMuMölöþk Króatía og Slóvenía: Reuter Dauði til sölu Ný sígarettutegund er komin á markaðinn í Bretlandi og ber hún heitið Death (Dauði). Á pakkanum er mynd af hauskúpu og krosslögð- um beinum ásamt viðvörunarorðum enda segjast framleiðendur ekki vilja að nokkur velkist í vafa um hættur tóbaksnautnarinnar. Á pakkan- um stendur: „Sígarettur eru vanabindandi og heilsuspillandi. Ef þú reykir ekki skaltu ekki byija. Ef þú reykir skaltu hætta.“ Stjórnandi verksmiðjunnar segist koma heiðarlega fram en markmiðið sé að hagn- ast á framleiðslunni. „Ég sel dauðann - þar er minn markaður.“ Sjálf- ur hefur hann lengi reykt eins og skorsteinn. Hann segir að salan gangi vel þótt verðið sé hærra en á flestum öðrum sígarettum. 10% af tekjum renna til stofnana sem rannsaka krabbamein. Eiga fátt sameiginlegt með öðrum S-Slövum Ljubljana, Zagreb. Reuter. ÞJÓÐIR Vestur-Evrópu eru nú í þann mund að viðurkenna sjálf- stæði Slóveníu og Króatíu, sem eiga i reynd fátt sameiginlegt menningarlega með hinum lýðveldunum er hafa myndað sam- bandsríkið Júgóslavíu. Slóvenía á landamæri að Ítalíu, Austurríki og Ungveijalandi og Slóvenar eru að mörgu leyti ólíkir hinum suður-slavnesku þjóðunum, sem mynduðu sambandsríkið. Menningarlega eiga þeir mun fleira sameiginlegt með Austurrík- ismönnum en öðrum Suður-Slöv- um. Slóvenía tilheyrði Austurríki- Ungveijalandi þar til árið 1918, þegar það varð hluti af Konung- dæmi Serba, Króata og Slóvena, sem varð síðar að Júgóslavíu. Hin- ar þjóðirnar tilheyrðu hins vegar Tyrkjaveldi, að Króatíu undanskil- inni. Slóvenar eru tæplega tvær milljónir, eða minna en 9% íbúa Júgóslavíu. Þeir hafa í áraraðir verið í fylkingarbijósti lýðræðis- afla í Austur-Evrópu þótt þeir hafí verið undir stjórn kommúnista frá heimsstyijöldinni síðari. Þeir urðu fyrstir júgóslavnesku þjóð- anna til að leyfa stjórnarandstöðu- flokka og árið 1990 efndu þeir til fyrstu fijálsu kosninganna í Júgó- slavíu frá seinna stríðinu. Þótt ekki séu miklar náttúru- auðlindir í Slóveníu hefur efnahag- ur lýðveldisins verið mun betri en annarra lýðvelda Júgóslavíu. Þar eru meðal annars framleiddir bíl- ar, ísskápar og húsgögn. Slóvenar tala ekki sama tungu- Króatar hafa átt í erjum við Serba í aldir Króatía var næst stærsta lýð- veldi Júgóslavíu og íbúar þess eru um 4,5 milljónir. Það var sjálf- stætt ríki frá því á fyrri hluta tí- undu aldar og þar til Ungveijar náðu því á sitt vald árið 1102. Síðar tilheyrði Króatía Austurríki- Ungveijalandi eins og Slóvenía. Króatar og Serbar tala sama tungumál en hafa eldað grátt silf- ur í aldir. Króatar eru rómversk- kaþólskir, en Serbar í grísk- kaþólsku rétttrúnaðarkirkjunni og lutu stjórn Tyrkja í 500 ár. Fyrir stríðið voru helstu at- vinnugreinarnar í Króatíu skipa- smíðar, skógarhögg, olíuvinnsla og vefnaður. Þar hefur verið fram- leidd meiri olía en í öðrum lýðveld- um Júgóslavíu. 70% ferðamanna í Júgóslavíu komu til Króatíu og þaðan kom um fjórðungur iðnað- arframleiðslunnar. mál og aðrar suður-slavneskar þjóðir og menning þeirra ei ein- stök. Þeir hafa hins vegar ekki haft eigið ríki frá því á áttunda áratugnum er germanskir ætt- flokkar lögðu undir sig ríki Samos konungs. ERLENT J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.