Morgunblaðið - 20.12.1991, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 20.12.1991, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1991 Enn deilt um vinnubrögð á þingi: Forseti tilbúinn að endurskoða þingsköp Morgunblaðið/Sverrir Svefngalsi var í sumum þingmönnum eftir langar vökur á Alþingi í fyrrinótt. Hér gera þeir Steingrímur J. Sigfússon, Þorsteinn Páls- son, Kristinn Gunnarsson og Björn Bjarnason að gamni sínu. Beðið þingskjala á næturlöngimi fundi 55. fundur Alþingis í fyrrakvöld og fyrrinótt einkenndist af óvana- legu áhugaleysi á málflutningi þeirra þingmanna sem voru í ræðu- stóli. Menn voru þó ekki sofandi — þótt þess fyndust reyndar dæmi — heldur biðu flestir í nokkurri spennu eftir því að nefndaráliti og þingskjölum væri útbýtt; þannig að fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár yrði tilbúið til 3. umræðu. HART var deilt um gæzlu þing- skapa og vinnubrögð á Alþingi er þingfundur hófst í gær. Stjórnarandstaðan gagnrýndi Stuttar þing’fréttir: Umrætt samkomulagsmál Heilsuvemd og heilsugæsla Reyk- víkinga fengu ítarlegri umræðu á Alþingi heldur en oft áður. Að loknu matarhléi á 55. fundi Alþingis, sem var framhaldið í fyrrakvöld, var fyrir- hugað að hefja umræðu um ráðstaf- anir í ríkisfjármálum 1992. Salome Þorkelsdóttir forseti frestaði umræðu um efnahagsráðstafanirnar til kl. 23. Var því tekið á dagskrá frumvarp um heilbrigðisþjónustu sem gerir ráð fyrir því að Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur starfi með óbreyttri skipan á næsta ári. Um þetta frum- varp er ekki ágreiningur. Þingmenn stjórnarandstöðu töldu sig ekki geta undan því vikist að fara nokkrum orðum um þetta mál, en tóku fram að þeir væra ekki efnislega mótfalln- ir frumvarpinu. Voru heilsu- og heilsuverndarmál Reykvíkinga bæði rædd í tíma og rúmi, t.d. hóf Finnur Ingólfsson (F-Rv) sína úttekt á árinu 1946 og rakti nokkuð þróun þessara mála. Hann upplýsti einnig þingheim um starf heilsugæslustöðva í einstök- um borgarhverfum. Umræðu var lok- ið um þetta mál kl. 23. en atkvæða- greiðslu frestað þar til í gær og var framvarpið þá samþykkt. Heiðurslaun Menntamálanefnd Alþingis hefur skilað tillögu um hvaða listamenn skuli hljóta heiðurslaun listamanna. Nefndin leggur til að 15,3 milljónum skuli varið til heiðurslauna. sem alls átján Iistamenn hljóta. Gerð ertillaga um tvo listamenn sem ekki hafa áður hlotið launin, Sigríði Hagalín leik- konu og Thor Vilhjálmsson rithöf- und. harðlega það, sem Svavar Gestsson, Alþýðubandalagi, kallaði „meirihlutahugmynda- fræði“, þ.e. að ekkert tillit væri tekið til sjónarmiða minnihlut- ans. Salóme Þorkelsdóttir, for- seti Alþingis, taldi vinnubrögð á þinginu til lítils sóma fyrir Alþingi, en lýsti sig tilbúna að endurskoða sum ákvæði þing- skaparlaganna. „Það hefur komið fram að und- anfömu í umræðum um gæzlu þingskapa, að vinnubrögð, sem viðgengizt hafa, séu ekki til sóma fyrir Alþingi,“ sagði Salóme Þor- kelsdóttir. „Forseti getur heils hugar tekið undir að þau vinnubrögð, sem við- gengizt hafa á mestu annatímum þingsins, eru ekki alltaf tii sérs- taks sóma fyrir Alþingi eða til eftirbreytni og engan veginn til þess að auðvelda störf forseta.“ Hún sagðist hafa mikinn hug á að skapa samstöðu milli þing- manna um að breyta þeim vinnu- brögðum, sem hefðu alltof mikið sett svip sinn á þingið seinustu daga, en tók fram að þeim yrði ekki breytt án samstöðu allra þing- manna. „Forseti telur það hins vegar skyldu sína að sjá ti þess að í þessum önnum og flýti séu ekki brotnar þær starfsvenjur og hefð- ir, sem hér ríkja, bæði skráðar og óskráðar,“ sagði hún. Þingforseti sagði að í nýjum þingsköpum væri sumt nýmæli en annað óbreytt. Það síðamefnda ætti til dæmis við um útbýtingar- rétt á nefndarálitum og breyting- artillögum. Forseti sagði að ef til vill væfi ástæða til að endurskoða þessi ákvæði og fleiri, ogTiún teldi eðlilegt að þessi ákvæði vaeru tek- in til endurskoðunar og væri tilbú- in að beita sér fyrir því. 55. fundur Aiþingis hófst kl. 1 miðdegis í fyrradag og honum lauk laust fyrir kl. 6 í gærmorgun. Fund- arhlé var þó gert vegna nefndar- starfa milli kl. 16. og 20.30 í fyrra- dag. Þetta var um margt óvanaleg- ur þingfundur. Þingmenn stjórnar- andstöðu voru að kalla einir um orðið. Stjórnarliðar gáfu einungis nokkur andsvör við málflutningi stjórnarandstöðu og spumingum. Síðdegis voru þingsköp og frum- varp um bókhald rædd og um kvöld- ið samstarfssamningur Norður- landa og heilsugæsla í Reykjavík. Kl. 23 hófst umræða um ráðstafan- ir í ríkisfjármálum 1992. Stjórnar- andstæðingar ítrekuðu, í nokkru máli, gagnrýni á efnahagsstefnu ríkisstjómarinnar og greindu, í nokkru máli, frá þeim alvarlegu afleiðingum sem þeir töldu að niður- skurður fjárveitinga gæti haft. Yfirleitt var ekki fjölmenni í þing- sal til að hlusta á málflutning ræðu- manna, menn biðu eftir nefndarálit- um og breytingartillögum. Einkum og sér í lagi varðandi frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1992. Um mið- nættið komu nokkur þingskjöl og öðrum var útbýtt síðar um nóttina. Það var rætt manna í millum hvern- ig stjórnarliðinu í fjárlaganefnd og einnig efnahags- og viðskiptanefnd- inni gengi að fullklára sín mál, en vitað var að stjórnarliðar væru ekki fullkomlega einhuga um allar tillög- ur. Síðla nætur var það á Davíð Oddssyni forsætisráðherra að heyra, og öðrum þingmönnum úr stuðningsliði ríkisstjórnarinnar sem enn voru í þinghúsinu, að sam- komulag væri meðal stjórnarliða um öll helstu atriði sem ágreiningur hefði verið um. Ríkistjórninni væri ekkert að vanbúnaði að hefja 3. umræðu um frumvarp til fjárlaga 1992 klukkan 13. Frumvarp til fjárlaga fyrir áríð 1992: Bæði gjöld og tekjur lækka í meðförum fjárlaganefndar í FYRRAKVÖLD og fyrrinótt var nefndarálitum og breytingartillög- um við frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1992 útdeilt til þingmanna. Karl Steinar Guðnason formaður fjárlaganefndar segir að þetta sé að minnsta kosti fyrsta fjárlagafrumvarpið í þrjá áratugi þar sem bæði tekjur og gjöld lækka frá því frumvarpið er fyrst lagt fram. Upphaflega voru áætlaðar heildartekjur ríkissjóðs 106,4 milljarðar en nú fyrir þriðju umræðu 105,4 milljarðar. Samkvæmt upphaflegu frumvarpi voru gjöld rikissjóðs áætluð um 110,2 milljarðar en núna 109,8. Halli ríkissjóðs hefur aukist nokkuð, úr u.þ.b. 3,8 í u.þ.b. 4,1 milljarð. í nefndaráliti meirihluta fjárlaga- nefndar kemur fram að helstu frá- vik frá upphaflegum áætlunum skýrðust af fyrirsjáanlegri skerð- ingu tekna sem stafaði af versn- andi þjóðhagshorfum 1992 og end- urskoðun á tekjugrunni 1991, og væri þetta tvennt metið nálægt 2 milljörðum til lækkunar. A móti vægju sérstakar aðgerðir til tekju- öflunar. Þess má geta að í greiðsluyfirliti frá nefndarmeirihlutanum kemur t.a.m. fram að ríkissjóði eru ætlað- ar 431,5 milljóna meiri tekjur af ýmsum gjöldum af innflutningi og munar þar mest um framlengingu á jöfnunargjaldi og auknar tekjur af gjaldi af bifreiðum og bifhjólum. Það hefur einnig vakið eftirtekt að áætlaðar tekjur ríkissjóðs af hluta af hagnaði Afengis- og tóbaksversl- únarinnar ÁTVR lækka úr 6,8 millj- örðum í 6,65 milljarða, tekjur ríkis- sjóðs af skemmtanaskatti era þó óbreyttar. Meirihluti fjárlaganefndar leggur fram fjölmargar breytingatillögur stórar og smáar. í málaflokkum menntamálaráðuneytisins er lagt til að ekki verði gert ráð fyrir sértekj- um framhaldsskóla uppá 128 millj- ónir. Gerð er tillaga um að Þjóðleik- húsið fái 12 milljónir vegna brýnna öryggiskrafna við frágang við tækj- aútbúnað. Einnig er gert ráð fyrir 30 milljón króna framlagi vegna handboltahallar, hér mun vera um að ræða kostnað við uppgjör vegna undirbúnings handboltahallar, 2/a þessarar upphæðar renna til HSÍ en 'A til Kópavogskaupstaðar. Af málaflokkum heilbrigðisráðuneytis má nefna að liðurinn sértekjur und- ir almennum rekstri sjúkrahúsa í Reykjavík lækkar um 40 milljónir þar eð áform í íjárlagafrumvarpi um lækkun á ferðakostnaði lækna nást ekki fram að fullu. Ekki er lengur gert ráð fyrir því að hafa Borgarspítala og St. Jósefsspítala, Landakoti, undir sama fjárlagalið. Þess má geta að St. Jósefsspítala era ætlaðar í almennan rekstur 981,1 milljón, í viðhald 6,5 milljón- ir, tæki og búnað 10 milljónir og 150 milljónir í sértekjur. Framlag til St. Fransiskusspítala í Stykkis- hólmi hækkar úr 9 milljónum í 24 milljónir. Einnig er að finna í breytingartil- lögum meirihlutans ákvæði um al- menna lækkun rekstrarútgjalda hinn svonefnda „flata niðurskurð". Þ.e. að rekstrarliðir í 4. gr., þeirri greininni sem inniheldur útgjöld rík- issjóðs, eru lækkaðir. Launagjöld lækka um 6,7% og önnur gjöld um 1,3%. Tiliagan felur í sér ákvörðun um að draga úr rekstrarkostnaði ríkisins, m.a. með því að hagræða starfsemi og fækka störfum. Til að veita ráðuneytum svigrúm til út- færslu hagræðingar og samdráttar í starfseminni eru 2/s hlutar lækkun- arinnar færðir á sérstakan safnlið í hverju ráðuneyti til endurráðstöf- unar. Meirihluti fjárlaganefndar gerir tillögu um nokkrar breytingar á 6. grein frumvarpsins en þar eru ýmis heimildaákvæði til fjármálaráð- herra, „sem hafa kostað ríkissjóð milljarða“, sagði Karl Steinar Guðn- ason formaður ijárlaganefndar í þingræðu fyrr í vetur. Að þessu sinni eru íjölmargar tillögur um heimildir til sölu á eigum ríkisins, s. s.: Að selja hlutabréf ríkissjóðs í Endurvinnslunni hf. Að selja hluta- bréf ríkissjóðs í Bifreiðaskoðun ís- lands hf. Að selja hlutabréf ríkis- sjóðs í Ferðaskrifstofu íslands hf. Annarra álit Það er hefð og venja að mennta- málanefnd geri tillögu um ijárveit- ingu til heiðurslauna listamanna, gert er ráð fyrir 15,3 milljónum sem falla í hlut 18 listamanna. Sam- göngunefnd hefur einnig einhuga lagt fram tillögu um að stofn- og rekstrarstyrkir vegna ferja, flóa- báta og vöruflutninga hækki úr 173,2 milljónum í 304,1 milljón. Til flutninga á landi eru ætlaðar 26,4 milljónir en 277,7 milljónir í styrki til fetja og flóabáta. Akraborgin er t. d. styrkt um 50,8 milljónir og Heijólfur um 64,5 milljónir. Þess verður að geta að formaður fjár- laganefndar, Karl Steinar Guðna- son, hefur ekki farið dult með þá skoðun sína að margt megi laga í rekstri feija og flóabáta. Karl Stein- ar var inntur eftir áliti á þessari breytingatillögu samgöngunefndar í gær. Formaður fjárlaganefndar vildi ekki láta hafa neitt annað eft- ir sér en það að sín skoðun væri óbreytt; „Þetta þarf að laga.“ Nefndarálit frá minnihluta fjár- laganefndar hafði ekki enn borist í gær en minnihluti efnahags- og Stuttar þingfréttir: Þá nótt er liðin Til snarpra orðaskipta kom á næturfundi Alþingis í fyrrinótt um það hvort stjórnarliðar hefðu fallið á tíma. Þ.e.a.s. hvort nefndarálit og breytingartillögur við frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1992 hefðu kom- ið nægjanlega fljótt fram til þess að málið mætti taka fyrir á næsta fundi. Það var u.þ.b. stundarfjórðungi fyrir klukkan tvö að Svavar Gests- son (Ab-Rv) vakti athygli á því að breytingartillögum og nefndaráliti hefði verið dreift nokkrum mínútum eftir miðnætti. Þar að auki væri fyrst núna að fundarstjóri tilkynnti formlega um útbýtingu þessara þingskjala. M.ö.o. til þess að unnt væri að ræða fjárlagafrumvarpið yrði að leita afbrigða frá þingsköp- um sem 2/3 hlutar þingmanna yrðu að samþykkja. Hann vísaði til 29. gr. og 51. gr. sem kveða á um að eigi megi taka mál til umræðu fyrr en a.m.k. einni nóttu síðar en nefnd- arálitum og breytingartillögum hef- ur verið útbýtt. Geir H. Haarde (S-Rv) formaður þingflokks sjálfstæðismanna mót- mælti þessari túlkun Svavar Gests- sonar og benti á það að þess fynd- ust ótal dæmi að þingskjölum hefði verið útdeilt á næturfundum og tek- in til umræðu á næsta fundi þegar birti af degi án þess að afbrigða þyrfti að leita. Varaforseti þingsins, Björn Bjarnason, sagði að embætt- ismenn þingsins staðfestu að þessa fyndust ótal fordæmi. Þingmenn deildu nokkuð um þessi atriði, hvort um samkomulagsmál hefði þá verið um að ræða. Einnig átöldu stjórnar- andstæðingar meint virðingarleysi meirihlutans gagnvart minnihlutan- um. viðskiptanefndar hefur skilað nefndaráliti. Þar kemur m.a. fram að hagur þjóðarbúsins sé þröngur og staða ríkissjóðs erfið. „Þótt af- koma ríkissjóðs sé alvarlegt áhyggjuefni er hin mikla afkomu- rýrnun atvinnuveganna í reynd mun alvarlegra mál. Hætt er við að at- vinnuleysi muni aukast af þeim sökum, afkoma heimilanna versna og framleiðslan minnka.“ í nefnd- aráliti segir að við þessar aðstæður hafi ríkisstjórnin ákveðið að auka skattlagningu atvinnuveganna verulega. Telji bæði fulltrúar at- vinnurekenda og launþega að ríkis- stjórnin standi að aðför að atvinnu- vegunum. Minnihlutinn gagnrýnir ýmsa tekjuöflun og/eða sparnað ríkissjóðs, s.s. að ætla sveitarfélög- um að greiða fyrir kostnað við lög- gæslu. Minnihluti efnahags- og við- skiptanefndar vill reyna aðrar leið- ir, s.s. skatt á fjármagnstekjur en einnig er bent á: „Skatta af einka- söluvörum. Ekki er gert ráð fyrir því að vörur ÁTVR verið hækkaðar umfram almennt verðlag. Við þær aðstæður sem nú er í þjóðfélaginu er ekki óeðlilegt að þessar vörur verði hækkaðar sérstaklega. Það mikilvægasta af öllu er að koma í veg fyrir hækkun helstu nauðsynja- vara og veija ráðstöfunartekjur lág- launafólks. Ef þessar vörar væru hækkaðar sérstaklega um 6% mun það skila ríkissjóði 400 milljónum í tekjur á árinu 1992.“ Það hafði verið ráðgert að 3. umræða um fjárlagafrumvarpið færi fram í gær en af því gat þó ekki orðið vegna þess að stuðnings- mönnum stjórnar og stjórnarand- stæðingum greindi mjög á um, hvort nauðsynleg þingskjöl hefðu borist nógu tímanlega til þess að umræðan mætti hefjast án þess að afbrigða þyrfti að leita frá þing- sköpum Álþings. Ráðgert var að umræðan færi þá fram í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.