Morgunblaðið - 20.12.1991, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 20.12.1991, Blaðsíða 66
66 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1991 KNATTSPYRIMA / EVROPUKEPPNI 21 ARS LANDSLIÐA Sömu mótheijar og í HM Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, gekk frá niðurröðun í riðla vegna næstu Evrópukeppni U-21 árs landsliða (leikmenn fædd- ir eftir l.ágúst 1971) í knattspyrnu. Riðlarnir verða skipaðir sömu þjóð- um og drógust saman í undan- keppni Heimsmeistaramótsins með þeirri undantekningu að Þýskaland leikur í 3. riðli, en Eystrasaltsríkin *og Norður:írland taka ekki átt. Það þýðir að ísland er í 5. riðli með Sovétríkjunum, Júgóslavíu, Ung- veijalandi, Grikklandi og Lúxem- borg. Leikirnir eiga að fara fram á næstu tveimur árum, en úrslita- keppnin verður árið 1995. Sigur- vegarar riðlanna leika í úrslitum ásamt þeim tveimur liðum í 2. sæti, sem ná besta árangri. Semja verður um leikdaga fyrir 29. febrúar 1992, en gera má ráð fyrir að fyrirkomulagið verði ámóta og var í síðustu Evrópukeppni — 21 árs liðið leikur daginn fyrir leiki a-liðsins í HM. 18 ára liðið gegn Belgíu Forkeppni Evrópumóts U-18 ára liða (leikmenn fæddir 1. ágúst 1974 eða síðar) verður leikin í níu tveggja liða riðlum og fimm þriggja Iiða riðlum. ísland er í 1. riðli ásamt Belgíu og verður leikið heima og að heiman. Sigurvegarinn leikur við efsta liðið í 11. riðli, þar sem eru Iriand, Norður-írland og Rúmenía, um sæti í átta liða úrslitakeppninni í Englandi í júlí 1993. Leikirnir í forkeppninni eiga að fara fram á tímabilinu frá 1. ágúst 1992 til 30.nóvember sama ár, en leikjum um sæti í úrslitakeppninni á að vera lokið fyrir 15. maí 1993. Semja verður um leikdaga fyrir 1. maí á næsta ári. 16 ára liðið gegn Danmörku 16 ára lið íslands (leikmenn fæddir 1. ágúst 1976 eða síðar) mætir Danmörku í riðlakeppni Evr- ópumótsins. Þar eru 12 tveggja liða riðlar og þrír þriggja liða riðlar og fara sigurvegarar riðlanna í úrslita- keppnina í Tyrklandi. Leikimir í riðlakeppninni eiga að fara fram fyrir 11. mars 1993. Étám FOLK ■ ADOLF Óskarsson, markvörð- ur ÍBV í knattspyrnu, hefur ákveð- ið að ganga til liðs við Selfyssinga og leika með þeim næsta sumar. ■ HÖRÐUR Magnússon, marka- kóngur FH-liðsins í knattspyrnu, meiddist á hægri fæti á æfingu - liðbönd tognuðu. Hann er nú í þrýstiumbúðum. ■ HANS Guðmundsson, hand- knattleiksmaður úr FH, er á sjúkra- húsi. Botnlangi var tekinn. ■ KATRIN Krabbe var kjörin besta íþróttakona ársins af íþróttaf- réttamönnum í Þýskalandi í gær, en hlaupadrottningin var einnig efst í kjörinu í fyrra. Heike Henkel, hástökkvari, og Steffi Graf, tennis- leikari, komu næstar. ■ MICHAEL Stich, tennisleikari, var efstur í kjöri karla, en næstir voru helsti andstæðingur hans á tennisvellinum, Boris Becker, og sundmaðurinn Jörg Hoffmann. FRJALSAR KORFUKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ „Tefli fram okkar sterkustu mönnum gegn Pólverjum" segirTorfi Magússon, landsliðsþjálfari. Þrírleikirgegn Pólverjum framundan Pólveijar eru með eitt sterkasta landslið Evrópu. Til að veita þeim harða keppni verðum við að tefla fram okkar öflugasta liði,“ sagði Torfí Magnússon, landsliðs- þjálfari í körfuknattleik, en íslenska liðið leikur þijá leiki við Pólveija á milli jóla og nýárs. Pólveijar, sem höfnuðu í sjöunda sæti í Evrópukeppninni í Róm sl. sumar, koma með alla sína sterkust leikmenn og eru sex þeirra vel yfir tvo metra. „Allir þeir leikmenn sem eru nú í landsliðshópnum hafa skrif- að undir skjal um að þeir séu tilbún- ir að taka þátt í verkefnunum sem Landslidshópurinn Þeir leikmenn sem skipa landsliðshópinn, eru: Pálmar Sigurðsson, UMFG............. 69 Axel Nikulásson, KR................. 52 Jón A. Ingvarsson, Haukum........... 19 Páll Kolbeinsson, KR................ 32 Jón Kr. Gíslason, ÍBK...............100 Valurlngimundarson, UMFT ...........116 Guðmundur Bragason, UMFG............ 51 Birgir Mikaelsson, UMFG............. 54 Sigurður Ingimundarson, ÍBK......... 23 Henning Henningsson, Haukum......... 11 Bárður Eyþórsson, Snæfelli........... 0 Nökkvi Már Jónsson, ÍBK.............. 4 Rúnar Ámason, UMFG.................. 13 Guðni Ó. Guðnason, KR............... 64 Magnús Matthíasson, Valur........... 25 TómasHolton, Val.................... 40 Teitur Örlygsson, UMFN.............. 35 Jón Kr. Gíslason, fyrirliðið landsliðsins, hefur leikið 100 landsleiki. Jón Kr. er sá leikmaður sem er líklegastur til að slá landsleikjamet Torfa Magnússonar, sem er 131 landsleikur. Litháen kemur Llandslið Litháen kemur til landsins í janúar og leikur hér tvo lands- leiki. Þess má geta að landsliðum Litháen, Lettlands og Eystlands hefur verið boðið að senda landslið á Norðurlandamótið í körfuknattleik, sem fer fram í Osló í maí. Það verða því átta þjóðir sem taka þátt í NM. framundan eru. Norðurlandamótinu í Osló í Noregi í maí og undan- keppni Ólympíuleikanna í Barce- lona næsta sumar. Ég hef valið sautján leikmenn, sem fá allir að spreyta sig gegn Pólveijum," sagði Torfi. .Er Pétur Guðmundsson, sem get- ur ekki leikið með gegn Pólveijum, inni í þeirri mynd? „Já, þjálfari get- ur ekki lokað á leikmann sem er 2,18 metra hár, ef hann er tilbúinn að leika. Við erum ekki með það marga leikmenn sem eru yfír tveir metrar.“ ísland hefur leikið fjóra landsleiki gegn Pólveijum og alltaf tapað frekar stórt - 44:91, 43:68, 71:123 og 56:95. Landsleikirnir gegn Pólveijum fara fram í Keflavík, Reykjavík og Borgernesi 27.-29. desember. Midbæjarhlaup KR Hið árlega Miðbæjarhlaup KR fer fram á morgun, laugardaginn 21. des- ember. Hlaupið hefst kl. 14 í Aðal- stræti á móts við Miðbæjarmarkaðinn og verður hlaupið um Suðurgötu, Hring- braut, Sóleyjargötu, Fríkirkjuveg og komið í mark í Vonarstræti við ráðhú- sið. Vegalengdin er tæplega þrír km og geta allir tekið þátt, en keppt verður í karla-, kvenna-, drengja- og stúlkna- flokki. Skráning verður við Miðbæjar- markaðinn frá kl. 13.30. Athugasemd frá IBV Aíþróttasíðu Morgunblaðsins miðvikudaginn 18. desem- ber sl. birtist frétt undir fyrirsögn- inni „Eyjamenn hafa sent inn kæiu vegna leiksins gegn Fram“ og í undirfyrirsögn segir: segja aukakastið sem Fram skoraði sig- urmarkið úr, hafi ekki verið fram- kvæmt á réttum stað. Framarar afar óhressir með framkomu Eyjamanna eftir leikinn, en þá brutust út slagsmál." Þessi frétt hlýtur að vera skóla- bókardæmi um það hvernig frétt á ekki að vera og er Morgunblað- inu til skammar. Þarna er sagt frá afar viðkvæmu máli, kæru ÍBV vegna leiks á móti Fram, þar sem aðeins sjónarmið annars aðil- ans koma fram. Að vísu er haft eftir Haraldi Óskarssyni, form- anni handknattleiksráðs IBV, að hann vilji ekkert um málið segja, en í samtali við undirritaðan seg- ist hann ekkert hafa viljað tjá sig um kæruna við blaðamann Morg- unblaðsins, en sagði álit sitt á dómgæslu og framkomu áhorf- enda í leik ÍBV og Fram í 1. deild handboltans sem fram fór í Eyjum föstudaginn 13. desember sl. en ekkert af þessu kom fram í frétt- inni. Aftur á móti fá formaður handknattleiksdeildar Fram, sem heldur því fram að Eyjamenn séu búnir að tapa vitinu, og þjálfari liðsins að koma sínum skoðunum á framfæri. Þeim láðist að segja alla sög- una, hvers vegna ólætin brutust út. Flest ef ekki öll 1. deildarliðin í handbolta öfunda leikmenn ÍBV af áhorfendum sínum. Þeir hafa sýnt það gegnum árin að þeir styðja sína menn í gegnum þykkt og þunnt, lifa sig inn í leikinn, fagna þegar vel gengur en þeir kunna líka að taka ósigri sinna manna þegar þeir láta í minni pokann fyrir betra liði. Aftur á móti eiga þeir bágt með að sætta sig við að mistök dómara ráðí úrslitum, eins og því miður hefur gerst. Blaðamaður Morgunblaðsins sem skrifaði umrædda frétt hefur ekki fyrir því að kanna hvað lá að baki óánægju Eyjamanna í lok leiks ÍBV og Fram. Sjónarmið Fram fá að koma fram en ekki Eyjamanna. Óánægjuna má rekja til þess er markverði Fram var vísað úr leiknum í fyrri hálfleik fyrir mjög óíþróttamannslega framkomu, er hann af ásettu ráði sparkaði í einn áhorfandann utan vallar. Það var upphafið, en upp úr sauð þegar Framarar tóku aukakast á ólöglegan hátt á síð- ustu sekúndum leiksins_ og tryggðu sér þar með sigur. í frétt Morgunblaðsins er haft eftir þjálf- ara Fram að komið hafi til slags- mála að leik loknum og er á hon- um að skilja að allir áhorfendur hafi ráðist á menn hans. Hið rétta er að einn eða tveir unglingar áreittu varamarkvörð Fram sem svaraði fyrir sig með því að sparka til þeirra. Þetta var eins og olía á eld og stuðningsmönnum Eyja- manna hitnaði heldur betur í hamsi. Var brugðist við þessu af forsvarsmönnum handknattleiks- ráðs ÍBV og komust leikmenn og dómarar óáreittir til búningsklefa sinna. Kæra ÍBV er nú til meðferðar hjá dómstóli HSÍ, sem er eðlilegur farvegur og óháð frétt Morgun- blaðsins og því sem gerðist eftir leik. Það er trú mín að hjá dóm- stólnum fái öll sjónarmið að koma fram og hann gæti fyllsta hlut- leysis. Þetta er prófmál sem verð- ur stefnumarkandi í framtíðinni og er ábyrgð dómstólsins mikil og áríðandi að niðurstaða liggi fyrir sem fyrst. Morgunblaðið hefur með sinni fréttamennsku kveðið upp dóm, en hlutverk blaðamanns er að segja frá en ekki dæma. Þetta er í annað skipti á nokkrum dögum sem blaðið veitist ómaklega að okkur Eyjamönnum og okkur hlýtur að vera spurn: Hvers eigum við að gjalda hjá stærsta og út- breiddasta blaði Iandins? Ekki ætla ég að tjá mig um dómgæsluna í vetur að þessu sinni, en það hlýtur að vera krafa liða á landsbyggðinni að dómarar ferðist ekki með aðkomuliðum í leik. Þetta hefur verið regla í knattspyrnu í nokkur ár og ætti líka að vera í handknattleik. Með íþróttakveðju og von um vandaðri vinnubrögð í framtíðinni, Ómar Garðarsson, formað- ur íþróttabandalags Vest- mannaeyja. Athugasemd ritslj.: Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi góða stund við Harald Óskarsson, formann handknatt- leiksráðs IBV, sl. þriðjudag um kæru ÍBV og það sem gerðist eftir leikinn. I lok samtalsins ósk- aði Haraldur eftir því að ekkert yrði haft eftir sér um málið í heild sinni. Að sjálfsögðu var farið að ósk hans. Höfundur ofangreindrar at- hugasemdar er fréttaritari DV í Vestmannaeyjum og taldi ekki ástæðu til að fjalla um fyrrnefnd- an leik í blaði sínu þótt hann segi að hlutverk blaðamanna sé „að segja frá,“ en sjálfur gerði hann það ekki. Morgunblaðið hefur ekki áhuga á öðru en herma það sem rétt er og harmar ef á það hefur skort í frásögn af fyrrnefndum leik, enda úr því bætt í blaðinu í gær með samtali við þjálfara Eyjamanna. En blaðið vísar algjörlega á bug öllum fullyrðingum um að það hafi veist að Eyjamönnum. Morgunblaðið hefur sinnt Vest- mannaeyjum um árabil eins vel og frekast er kostur og mun halda því áfram enda á blaðið trausta og áhugasama lesendur og vel- unnara í Eyjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.