Morgunblaðið - 20.12.1991, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 20.12.1991, Blaðsíða 68
VÁTRYGGING mULUNIVADGéDllKVÖLDI IE...IAR 41 SlÓyÁ^ALMENNAR IIIIÖA MOKGUNBLADID, ADALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK SÍMI 691100, FAX 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: IIAFNARSTRÆTI 85 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1991 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Sátt sljórnarliða •um breytingu á sj ómannaafslætti SAMKOMULAG náðist I gær innan þingliðs ríkisstjórnarinnar um út- færslu á skerðingu sjómannaafsláttar. Ekkert samkomulag var hins vegar í meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um frum- varp um tekju- og eignaskatt vegna andstöðu innan þingflokks sjálf- stæðismanna. Þingstörf voru í uppnámi, þar sem ekkert samkomulag hefur enn tekizt milli stjórnar og stjórnarandstöðu um afgreiðslu mála fyrir jólaleyfi. Samkomulagið um skerðingu sjó- mannaafsláttar gerir ráð fyrir að það markmið ríkisstjómarinnar að spara 180 milljónir króna með breytingu á -afslættinum náist. Sjómenn, sem eru 260 lögskráða daga á sjó, fá afslátt fyrir allt árið, eða sem svarar til 365 daga. Hlutaráðnir beitingamenn fá sjómannaafslátt fyrir þá daga, sem þeir eru ráðnir við slík störf. Sjómenn á fiskiskipum undir tólf rúmlestum, þar sem lögskráning er ekki skyld, fá afslátt fyrir róðrardaga. Réttur til afsláttar er þó háður því að sjó- mennskutekjur þeirra séu a.m.k. 30% af tekjuskattstofni. Hefðbundnir samráðsfundir for- manna þingflokka með forseta Al- ®%ingis eru ekki haldnir þessa dagana vegna stirðleika í samskiptum stjóm- ar og stjórnarandstöðu. „Spjallfund- ur“ með forseta og forsætisráðherra var haldinn í gær, en ekkert sam- komulag hefur náðst milli stjómar og andstöðu um framgang helztu mála stjórnarinnar. Margrét Frí- mannsdóttir, formaður þingflokks Alþýðubandalagsins, sagði að verið væri að skoða hvort flötur væri á samningum með því að geyma fram yfir áramót þau mál, sem ekki tengj- ast ijárlögum beint. Ekki var hægt að hefja þriðju umræðu um fjárlagafrumvarpið í gær eins og ríkisstjórnin hafði ætlazt til. Þá var atkvæðagreiðslu um fjáraukalög frestað. í gærkvöldi var fram haldið umræðu um „bandorm- inn“ svokallaða um ráðstafanir í rík- isfjármálum. Búizt var við að °ú umræða stæði fram á nótt og jafn- vel daginn í dag, þar sem upp undir tuttugu þingmenn voru á mælenda- skrá og voru fæstir stuttorðir. Sjá þingsíðu, bls. 38. Morgunblaðið/RAX JÓLAHÁTÍÐ í ÁRBÆJARKIRKJU Fjárhagsáætlun Reykjavíkur: Rúmur milljarður til skólabygginga Reykjavíkurborg áætlar að auka framlög til nýbygginga skóla um _22% á næsta ári og verja 780 iniHjónum króna til þeirra, ef samningar takast um nýjan fjöl- brautaskóla í Breiðholti. Þá er gert ráð fyrir að verja 279 millj- ónum króna til smíði barnaheim- ila og framkvæmda á gæsluvöll- um. Þetta kom fram í ræðu Markúsar Arnar Antonssonar borgarstjóra Reykjavíkur þegar hann fylgdi fjár- hagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár úr hlaði. I ræðunni kom einnig fram,. að til framkvæmda á sviði íþrótta- og æskulýðsmála er áætlað að veija 315 milljónum og fer mest til sundlaugarinnar í Árbæjarhverfi. Lögð verður 400 metra hlaupabraut |*dð aðalleikvanginn í Laugardal og er áætlaður heildarkoctnaður um 80 milljónir. Þá er áformað að veija 10 milljónum til að undirbúa nýjan golf- völl, væntanlega í landi Keldna. Hjá borgarstjóra kom fram, að gert væri ráð fyrir að tekjur borgar- innar hækkuðu um 5,6% á milli ára og yrðu 12 milljarðar og 851 milljón króna. Hins vegar er gert ráð fyrir að rekstrargjöld borgarsjóðs lækki samkvæmt frumvarpinu um tæplega 1,4% frá áætlaðri útkomu þessa árs og verði 9 milljarðar króna, en sam- anlögð útgjöld hækki um 5,6% og verði 12.851 milljón. Sjá miðopnu. * Island fyrsta vestræna ríkið sem viðurkennir Slóveníu og Króatíu: Ljóst að EB hefur mistekist að stöðva stríðsaðgerðir Serba - segir Jón Baldvin Hannibalsson og telur brýnt að Sameinuðu þjóðirnar taki sem fyrst að sér friðargæslu RÍKISSTJÓRN íslands sendi í gær stjórnum Slóveníu og Króatíu skeyti þar sem sagt var að ákveðið hefði verið að viðurkenna þau sem sjálf- stæð og fullvalda ríki. I yfirlýsingu Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra segir jafnframt að íslensk stjórnvöld séu reiðubúin að taka upp sljórnmálasamband við ríkin og verði tilhögun þeirra mála ákveðin á næstu dögum. Island varð með þessu fyrsta vestræna ríkið sem viðurkennir sjálfstæði ríkjanna tveggja en áður höfðu Lithá- en og Úkraína riðið á vaðið. Evrópubandalagið (EB) hefur samþykkt að viðurkenna sjálfstæði þeirra júgóslavnesku lýðvelda sem þess óska 15. janúar ef þau upp- fylli skilyrði um að halda í heiðri lýðræði, tryggja réttindi minni- hlutahópa og breyta ekki landa- mærum. Jón Baldvin Hannibalsson sagði að ríkisstjórnin hefði tekið ákvörðun í málinu sl. sunnudag. Ekki skipti máli þótt EB biði fram í janúar, bandalagið hefði annarra hags- muna að gæta en við þar sem það stæði fyrir friðarráðstefnu um mál- efni Júgóslavíu í Haag. Klofningur væri í bandalaginu í þessu máli, vitað væri að Þjóðveijar vildu flýta viðurkenningunni. Utanríkisráð- herra var spurður hver hann teldi að yrðu viðbrögð Serba. „Við höfum auðvitað velt því mikið fyrir okkur því að ástæðan fyrir þeim drætti sem orðið hefur er fýrst og fremst sú að menn hafa viljað vita með meiri vissu hyort einhver von væri til þess að Evrópubandalagið gæti með friðarráðstefnunni knúið Serba til að láta af styijaldaraðgerðum. Nú hafa allir gefið upp von um það. Viðurkenningin byggir á því að Slóvenía og Króatía hafa með formlegum hætti fullnægt þeim skilmálum sem menn voru almennt sammála um að setja og ríkin tvö hafa tekið af tvímæli um það að þau eru reiðubúin að virða réttindi minnihlutahópa. Það hafa þau gert með sérstakri löggjöf sem við met- um gilda. Nú skiptir mestu að þau ríki, sem hafa markað sér þessa stefnu, haldi sínu samstarfi áfram og þá ekki síst innan Sameinuðu þjóðanna, hins alþjóðlegá samfélags, til að stöðva þessi vopnaviðskipti, koma á raunverulegum friði og tryggja hann með nærveru friðargæslu- sveita." Jón Baldvin sagði það nú fullreynt að Júgóslavía væri úr sög- unni og færu önnur lýðveldi gamla sambandsríkisins fram á viðurkenn- ingu yrði það metið hvort þau full- nægðu þeim skilmálum sem settir væru. Eyjólfur Konráð Jónsson, for- maður utanríkismálanefndar Al- þingis, sagði að þar hefði verið sam- staða á mánudag um að sjálfstæði ríkjanna tveggja yrði viðurkennt þegar ríkisstjórnin teldi það tíma- bært en þó ekki síðar en önnur ríki hefðu ákveðið. Full samstaða væri um málið í 'hefndinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.