Morgunblaðið - 20.12.1991, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 20. DESEMBER 1991
49
Jóhann Marel Jón
asson - Minning'
Fæddur 30. júní 1926
Dáinn 12. desember 1991
Jóhann Marel Jónasson lést á
Landspítalanum eftir stutta legu.
Hann hafði ekki gengið heill til
skógar undanfarið ár en hugurinn
og lífsviljinn var svo sterkur að
Jóhann barðist hetjulega fram á
síðasta dag.
Jóhann var sonur Jónasar Jóns-
sonar kaupmanns og konu hans,
Jóhönnu Bjarnadóttur. Jóhann ólst
upp á Þórsgötu 14 í stórum systk-
inahóp. Hann var fljótt kraftmikill
og dugnaðarforkur til vinnu. Það
var árið 1969 sem okkar kynni
hófust, þegar hann kvæntist Sigríði
Gunnarsdóttur, dóttur Gunnars
Sigurðssonar kaupmanns í Von og
konu hans, Margrétar Gunnarsdótt-
ur.
Þetta var seinna hjónaband
þeirra beggja og frá sínu fyrra
hjónabandi átti Jóhann: Viðar, Birgi
og Björk. Börn Sigríðar eru Lilja
og Jón Gunnar. Barnabörn þeirra
beggja eru orðin 18.
Jóhann og Sísí ráku umfangs-
mikla innflutningsverslun í bygg-
ingavörum undir nafninu JOCO
L.M. Jóhannsson & Co. hf.
Það var alltaf mikið að gerast
hjá Jóhanni, mikil spenna í loftinu
því að Jóhann var „business“ maður
fram í fingurgómana og fljótur að
koma auga á möguleikana.
í fjölskylduveislum var Jóhann
hrókur alls fagnaðar og átti hann
auðvelt með að lifa sig inn í líðandi
stund. Greiðvikinn var hann með
afbrigðum og áttu menn „hauk í
horni“ þar sem Jóhann var. Það
voru samt krafturinn og bjartsýnin
sem höfðu yfirhöndina í rekstri fyr-
irtækisins og um leið og ákvörðun
hafði verið tekin var salan sett á
fulla ferð enda bjó Jóhann yfir mikl-
um sölumannshæfileikum sem
hjálpuðu til við að láta draumana
rætast.
Sísí og Jóhann voru mjög sam-
rýmd, unnu saman í fyrirtækinu og
voru vinir og félagar. Jóhann hafði
yndi af börnum og var mikill dýra-
vinur. Það var gaman að fylgjast
með litlu poodle-hundunum Pílu og
Perlu þegar Jóhann og Sísí voru
að leika við þær.
Píla og Perla voru ómissandi
þáttur í heimilislífinu og veittu Jó-
hanni ómælda gleði. Þegar Jóhann
var orðinn veikur véku þær ekki frá
honum og létu alltaf vita þegar
hann fór fram úr rúminu. Já, þær
kölluðu fram það góða og gleðina
í Jóhanni eins og dýrin gera alltaf.
Jóhann var glæsilegur heimsmaður
og höfðingi heim að sækja. Þau
voru glæsileg þorrablótin sem Sísí
og Jóhann héldu ijölskyldunni á
þorranum í Von enda var hver rétt-
ur valinn af fagmönnum og af mik-
illi alúð. Heimili þeirra ber vott um
góðan smekk og fegurð, gestrisni
og móttökur alltaf hjartanlegar.
Við vottum Sísí og öllum aðstand-
endum samúð okkar og biðjum Guð
að geyma góðan dreng.
Edda og Konráð.
Að missa afa sinn er sárt og
mikil lífsreynsla ungri sál. Ef afinn
þar að auki hefur verið besti vinur
manns verður sársaukinn enn dýpri
og missirinn meiri. Því hvað er dýr-
mætara en að eiga afa sem allt
skilur og kann ráð við öllu? Nú bíð-
ur enginn afi á Laugaveginum eftit'
litla sendlinum sínum og skrifar upp
verkefni dagsins og teiknar kort
sem eiga að vísa honum veginn.
Nú heyrast engin hughreystingar-
og hvatningarorð þegar vanda ber
að höndum. Nú laumar enginn afi
lengur aur í litla lófa. Nú fyllir
enginn afi í nammiskúffuna sem
aðeins má fara í eftir matinn.
Nú stikar enginn stoltur afi með
Valsaratrefil með nafna sínum á
fótboltaleikina og hrópar og kallar
í hita Ieiksins. Nú skreppur enginn
afi og kaupir takkaskó þegar mest
á ríður. Nú birtist enginn afí oftar
í tjalddyrunum með heit rúnstykki
og vínarbrauð á björtum sumar-
morgni.
Og ljúfu gönguferðirnar í Öskju-
hlíðinni með Sísí og afa, með Pílu
og Perlu, litlu hundunum hans afa,
verða aldrei þær sömu án hans. Ef
til vill var það einmitt í afstöðu sinni
til dýranna sem hann kenndi okkur
mest um manngæsku og mannkær-
leika. Öllum átti að sýna hlýju og
virðingu, líka dýrunum, sem hann
sinnti af sömu natni og okkur
barnabörnunum.
Ekkert var honum óviðkomandi
í uppeldi okkar og starfi. Hann
hringdi í sveitina þegar við vorum
þar og spurði um heyskapinn og
húsdýrin. Hann lét sig aldrei vanta
þegar við sungum og spiluðum í
drengjakórnum og bjöllukórnum í
Laugarneskirkjunni eða annars
staðar, og hann fylgdist stoltur með
afrekum okkar, stórum og smáum,
jafnt í skóla sem félagslífi.
Meðan við bjuggum fyrir norðan
fagnaði hann hverri heimsókn okk-
ar í bæinn sem kóngar væru á ferð
og afi og Sísí heimtuðu alltaf að
fá að nesta okkur til ferðarinnar
þegar heim var haldið. Þær kræs-
ingar sem komu upp úr nestisköss-
unum áttu stóran þátt í að létta
ökkur skilnaðarstundina við elsku
afa.
Kurteisi var eins konar einkunn-
arorð afa. Statt og stöðugt áminnti
hann okkur um að vera kurteis og
þakka alltaf fyrir okkur, hvort sem
okkur hefði verið boðið eitthvað eða
ekki. Blót var eitur í hans eyrum
og oft áminnti hann okkur um að
deilur og vandamál ætti að ræða
um og leysa á friðsamlegan hátt
en ekki með slagsmálum.
Þótt hann dekraði við okkur
minnti hann okkur líka oft á að
þægindi og velgengni væru ekki
sjálfsögð. Það væri öllum hollt og
gott að þurfa að hafa fyrir hlutun-
um. Við áttum að meta fínu bún-
ingsklefana í Valsheimilinu, sjálfur
hafði hann, á sínum yngri árum í
íþróttum, skipt um föt niðri á túni,
og þótti engum mikið.
Hann vildi alltaf að við værum
vel til fara, dömuleg og herraleg,
og sagði tæpitungulaust álit sitt á
of síðum eða rifnum gallabuxum.
Hann kenndi okkur líka að gera
kröfur tii þjónustu og vöru og víst.
var það hálf skondið í fyrstu þegar
hann sendi okkur út í bakarí með
lítið nafnspjald með kveðju, svo
bakarinn vissi hver væri að kaupa
brauðið.
Þeii' voru bjartir sumai'dagarnir
þegar við stóðum með afa og
köstuðum fyrir silung í Þingvalla-
vatni, oft með litlum árangri. Það
bætti afi upp með ís í næstu sjoppu.
Þessir björtu dagar munu lýsa upp
skammdegismyrkrið sem nú hellist
yfir okkur í öllu sínu veldi þegar
við kveðjum elsku afa okkar í hinsta
sinn. Þegar sætið hans afa verður
autt í Laugavegsboðinu á jóladag
og hlátrasköllin hans óma ekki
lengur, heyrum við sterku röddina
hans innra með okkur og látum
hana hvetja okkur til dugnaðar og
dáða í anda hans, sem okkur þótti
svo innilega vænt um. Og þegar
við í sumar tjöldum án þess að afi
stingi inn kollinum í morgunsárið
minnumst við þess að við eigum
að dreifa birtu og gleði umhverfis
okkur. Og nú þegar kveðjustundin
er upp runnin hugsum við með gleði
tii þess góða veganestis sem hann
útbjó handa okkur. Og þegar við
þjótum á eftir boltanum á vellinum
sjáum við rauða Valsaratrefilinn
hans afa blakta í golunni og heyrum
hrópin hans hvetja okkur til dáða.
Þannig mun 'minningin um elsku
afa okkar lifa innra með okkur um
ókomin ár og vísa okkur veginn,
líkt og kortin sem hann teiknaði
fyrir litla sendilinn sinn, og við
munum búa að þeim trausta grunni
sem hann lagði í lífi okkar. Við
þökkum fyrir allar góðu stundirnar
með afa og biðjum Guð að geyma
hann.
Erla Huld og Jóhann Marel.
í dag er til moldar borinn vinur
minn og félagi, Jóhann Marel Jón-
asson. Mig setti hljóðan er. ég frétti
andlát hans og í hugann hrönnuð-
ust upp minningar. Ég kynntist
Jóhanni ungur að árum er ég var
veturlangt við nám í Reykjavík.
Kynni okkar urðu strax náin, enda
leit hann alltaf á mig sem tengda-
son eftir að ég kvæntist Lilju Sig-
urðardóttui', dóttur Sigríðar Gunn-
arsdóttur úr Von, sem varð síðari
eiginkona hans. Barnabörnin fyrir
norðan sakna afa Jóa í Von, enda
fylgdist hann með uppeldi rolling-
anna frá ári til árs og lét sig allt
varða er horfði til heilla. Ráðhollur
var Jóhann og gott var að eiga
hann að er illa gekk og holskeflur
hversdagsleikans risu sem hæst.
Við gleymum ekki gleðistundunum
sem við áttum saman þar sem
„grand old dad“ fór á kostum.
Kvöldlangt gátum við setið og
hlustað á frásagnir af sérkennileg-
ustu uppákomum, enda hafði afi
Jói reynt margt. Hann var hug-
myndaríkur og þess naut hann í
ríkum mæli þegar viðskipti voru
annars vegar. Oft fór hann offari
og varð að rifa seglin, en alltaf kom
liann niður á fæturna. Já, það var
haft á orði að Jóhann Marel ætti
níu líf. Svo fór þó að hann varð að
Iáta í minni pokann fyrir sláttu-
manninum með ljáinn. Sjúkdóms-
legan varð ströng en aldrei heyrðist
vol né víl. Nei, Jóhann Marel var
sterkur maður og mætti örlögum
sínum af karlmennsku.
Þar fór höfðingi sem Jóhann var,
og hann lét sig miklu varða heill
þeirra sem minna máttu sín í þjóðfé-
laginu og hafði afskipti af þeim til
góðs, þannig var Jóhann. Hann
mátti ekkert aumt sjá og lét sig
varða margt er ekki er haft í há-
mælum. Tengdamóður minni reynd-
ist Jóhann góður eiginmaður og
vinur og var hann góður og umburð-
arlyndur faðir. Hans er sárt sakn-
að. Bót gegn harmi er minningin
um góðan mann sem öllum reyndist
vel.
Óli G. Jóhannsson
SÍMINN ER
689400
BYGGT & BÚIÐ
KRINGLUNNI
<
co
<