Morgunblaðið - 20.12.1991, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 20.12.1991, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1991 47 hljómaði meðal annars í rómantísk- um viðhorfum og fáguðum tónlist- arsmekk. Hann var ákaflega tón- elskur maður með djúpa og þýða söngrödd, sem féll vel að óskalögum hans. Gunnar lék prýðilega á gítar og naut sín vel með það hljóðfæri í i höndum á góðum stundum. Þær í stundir átti hann ekki síst í öræfa- og jöklaferðum, sem urðu margar, < í þröngum hópi góðra og glaðsinna I vina. Gunnar átti öflugan og vel búinn bil til slíkra ferða, sem voru I honum sönn lífsnautn. Hann var I einstaklega félagslyndur maður, en jafnframt reglusamur og lifði heil- brigðu lífi. Eftirlifandi eiginkona Gunnars er Kolbrún Svavarsdóttir kaupmað- ur, fædd 24. ágúst 1939. Þau eign- uðust fjögur börn, sem öll eru upp- komin. Þau eru: Aldis, fædd 19. apríl 1959, Þór, fæddur 17. desem- ber 1964, Rut, fædd 12. janúar 1966, og yngst er Dagný, fædd 16. október 1971. Þau hafa öll stofnað heimili og eru barnabörnin orðin fimm. Þau Gunnar og Kolbrún voru ein- staklega samhent og vinamörg. Rausnarskapur var þeim báðum eðlislægur og nutu hans margir. Tengsl þeirra við börnin og fjöl- skyldur þeirra voru einstaklega sterk í leik og starfi og má þar margt nefna. Skíðaáhugi er mikill í fjölskyld- unum og hafa þau hjónin ekki ver- ið eftirbátar barna sinna að áhuga og iðkun. Þau hjónin byijuðu frem- ur seint að stunda íþróttina, en náðu þrátt fyrir það ótrúlega góðu valdi á henni. Þau fóru margar skíðaferðir saman til Lech í Austur- ríki og voru þau vinsælir skíðafélag- ar. Þar nutu þau stórbrotins lands- lags Alpanna og fjölbreytileika. Urðum við hjónin þeim samferða þangað árið 1986 og nutum ómet- anlegrar leiðsagnar þeirra og fé- lagsskapar í þriggja vikna ferð. Sú ferð er nú að baki, en skilur eftir dýrmætar minningar. Þau hjónin fóru sína síðustu skíð- Íaferð sl. vetur til Bandaríkjanna. Varð ekki á Gunnari merkt, að þar færi veikur maður. IÞegar alvarleg veikindi ber að höndum reynir mjög á styrk og samheldni fjölskyldna. Þeim styrk Ier misskipt og ekki á allra færi að annast veikt fólk á heimili um lang- an tíma. Löng sjúkrahússvist var Gunnari ekki að skapi. Með vilja- sterka eiginkonu og börnin að bak- hjarli auðnaðist honum að dveljast heima fram undir það síðasta, en þijá síðustu sólarhringana dvaldist hann á sjúkrahúsi, þar sem hann hlaut hægt og þjáningarlaust andlát í nálægð ástvina sinna. Missir eiginkonu og barna er mikill, en ekki þarf síður að hugsa til barnabarnanna um þessar mund- ir. Megi góður Guð verða eiginkonu og öðmm aðstandendum til styrktar á þessum erfiðu tímum. Helga Enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Hveijum hefði dottið í hug þegar Gunnar bar einn af sínum bestu vinum til grafar í janúar sl. að áður en árið væri liðið væri hann I I I allur? Gunnar var fæddur 27. júlí 1929 og var því aðeins 62 ára er hann 'ést. Ég kynntist Gunnari fyrst árið 1985 er við fórum að ferðast saman ásamt fjölskyldum okkar og fleiri vinum, en í þeim ferðum var Gunn- ar hrókur alls fagnaðar. Minnist ég kvöldanna vel, þar sem hann spilaði á gítar og stjórnaði söng, en hann var söngelskur mjög. Hin síðari ár var Gunnar farinn að fara mikið í jöklaferðir og minn- ist ég einnar slíkrar er ég fór með honum í apríl sl. Skíði voru líka eitt af hans mestu áhugamálum enda var hann skíðamaður ágætur og ferðirnar til Austurríkis orðnar æði margar. Gunnar var völundarsmiður bæði á járn og tré enda ekki langt að sækja það, en hann var sonur hins þekkta húsasmíðameistara Jens Eyjólfssonar. Jens var einn umsvif- amesti byggingameistari bæjarins á fyrri hluta aldarinnar, byggði m.a. Landakotskirkju og fieiri stór- hýsi í bænum. Jens byggði sér glæsilegt hús á landi sínu í Selásn- um og þar hefur Gunnar búið með sinni góðu fjölskyldu undanfarin 26 ár. Þá var þetta uppi í sveit og ekkert hús í næsta nágrenni, en nú er mörg þúsund manna byggð allt um kring. Gunnar var bóngóður með af- brigðum og var verkstæði hans nánast eins og félagsheimili, því þar komu félagarnir saman og réðu ráðum sínum um næstu ferð og dyttuðu að bílum sínum. Snemma í vor sagði Gunnar við mig að hann ætti nú kannski ekki eftir nema svona 10 ár til ferðalaga en það urðu nú aðeins 10 mánuðir en ekki ár. Nú er Gunnar lagður af stað í hinstu ferðina og veit ég að vel verður tekið á móti lionum. Gunnar kveð ég með þökk í huga og sendum við hjónin fjölskyldu hans okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Fari hann í friði. Guðmundur Hervinsson Stakir sófar með leðri á slitflötum. Litir: Svartur, brúnn, koníak. Verð kr. 69.000,- stgr. Ármúla 8, símar 812275 og 685375. ^ ToToo A ö Glæsileg sérverslun með kaffi, te og konfekt d^rá 1886, þegar Walter Whittard opnaði fyrstu verslun sína við Fleet Street í London, hefur fyrirtæki hans sérhæft sig í sölu fyrsta flokks te- og kaffitegunda hvaðanæva úr heim- J^já Whittard færðu skemmtilegar jólagjafir í öllum verðflokkum. ínum. ^e það og kaffi sem Whittard selur er vand- lega valið úr uppskeru hvers árs og hjá rækt- endum sem skara framúr er aðeins tekið hið allra besta. Þá er mikil áhersla lögð á óvenjulegar og fremur fágætar tegundir. Jy^hittard of London í Borgarkringlunni er fyrSta verslunin sem opnar undir nafni Whittard utan Bretlands. Þar ríkir gamaldags jóla- stemmning sem kemur þér í sannkall- að hátíðarskap. vernig væri að gefa úrvals te eða kaffi í skemmtilegum gjafaumbúðum í jólagjöf? Við eigum einnig mikið úrval af kaffibúnaði, te- kötlum og öðrum postulínsvörum, konfekt og ýmis konar óvenjulega matvöru fyrir sælkera. J// pplifðu skemmtilega jólastemmningu í anda liðinna tírna. 3/ Whittard of London ríkir gamaldags bresk jólastemmning sem kemur þér í sannkallað há- tíðarskap. Þar er því tilvalið að gera jólagjafainnkaupin um leið og þú ...y-j-* kaupir þér jólate eða ^ of lON°Oai O jólakaffi sem mun ylja þér á köldum vetrardögum. 1886 Borgarkringlunni 2. hæð Sími (91) 68 12 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.