Morgunblaðið - 20.12.1991, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1991
I helgreipum
harðlínumatina
FROÐI hf. gefur út fyrir þessi jól bók eftir Gunnar Stefán Wat-
hne Möller um valdaránið í Sovétríkjunum. Gunnar er 23 ára,
sonur Þórunnar Wathne og Jakobs Möller og rekur ráðgjafar- og
ferðaþjónustufyrirtækið Bisnost í Moskvu ásamt því að stund nám
'við Harvard-háskólann í Bandaríkjunum. Hann kom fyrst til
Moskvu 1980 í stutta heimsókn en síðan aftur fyrir 4 árum til að
stunda nám í rússnesku. I samtali við Morgunblaðið í sumar sagð-
ist hann hafa dvalist samtals tvö ár i Sovétríkjunum. Hér fer á
eftir brot úr einum kafla úr bók hans, sem hann nefnir Framtíðin:
Misheppnað valdarán og hrun
kommúnismanns leiddu til andúð-
ar á kommúnisma um mestan
hluta landsins. Þessi andúð hindr-
ar að hægt sé að lappa upp á
kennisetningar kommúnismanns
og er jafnframt nauðsynlegur
jarðvegur fyrir frjálslynda, lýð-
ræðislega skoðanamyndun. Með
tilliti til möguleikanna á uppbygg-
ingu þjóðríkja samfara ákaflega
óstöðugu stjórnmálaástandi, efna-
*hagskreppu og innanríkjaárekstr-
um er hægt að gera sér í hugar-
lund tvo möguleika í þróun mála
í Sovétríkjunum í náinni framtíð.
Fyrrri möguleikinn væri hag-
stæðari fyrir alla hlutaðeigandi.
Mynduð yrði ný alríkisdeild til
bráðabirgða, sem tækist á við
stjórnmálaleg sem efnahagsleg
vandamál og deilumál milli land-
svæða. Með þessu móti yrði hafð-
ur hemill á kreppunni í þjóðfélag-
ipu. Um tíma væri tryggð sam-
staða innan Sovétríkjanna og yfir-
ráð yfir kjarnorkuvopnabúnaði
þeirra örugg. Núverandi efna-
hgstengsl héldust óbreytt í sam-
eiginlegu efnahagskerfi. Sundr-
ungu ríkisins yrði afstýrt. Aðstæð-
ur yrðu hagstæðar fyrir samstarf
við Vesturlönd og fyrir grundvall-
arendurbætur í , efnahgasmálum
og á stjórnarfari. A þennan hátt
yrði lagður grundvöllur að því að
taka alla þætti sovéskra efnahags-
mála með í hið alþjóðlega efna-
hags- og hagkerfi.
Þegar Gorbatsjoff forseti og
leiðtogar 10 iýðvelda kunngjörðu
álit sitt á aukafundi í Æðstaráði
Sovétríkjanna þann 26. ágúst var
þessari framtíðarsýn breytt úr
óskhyggju í raunverulega stjórn-
arstefnu. Markmiðin falla vel að
heildarþróun í heiminum en fram-
tíðn verður að leiða í ljós hvort
þau nást. Það er allt komið undir
því að leiðtogar lýðræðissinna
byggi stjórnmálastefnu sína á
sameiginlegum hagsmunum og
ýti aldagömlum deilumálum og
tortryggni úr veginum.
Gorbatsjoff forseti lítur svo á,
að talsverðir möguleikar séu á að
atburðarásin gæti orðið þessi.
Hins vegar eru margir efins og
er ég þar í flokki. Upplausn Sovét-
ríkjanna er komin það langt, að
það er einstaklega erfitt að stöðva
hana eða jafnvel hægja á henni.
Það eru ríkar ástæður til efa-
semda, sem felast fyrst og fremst
í rótgróinni tortryggni á hvers
konar alríkisvald, ótta við rúss-
neska heimsvaldastefnu og það
að þjóðarrembingur blossi upp.
Sagnfræðilegu staðreyndina verð-
ur líka að taka með í reikninginn.
Saga rússnesku þjóðarinnar er lík-
ust pendúl, sem sveiflast frá ein-
um öfgunum til annarra. „Gullni
meðalvegurinn" hefur aðeins
náðst með ótrúlegum þjáningum.
Síðasta dæmið um þetta er bylting
bolsévikka árið 1917 og endalok
hennar 1991. Ég fæ ekki betur
séð en þjóðir í Sovétríkjunum þurfi
að þola miklar hörmungar áður
en þær verða færar um að taka
yfirvegaða og skynsamlega
ákvörðun um réttu leiðina í fram-
tíðinni. Lenín skildi mætavel þetta
sérkenni hugsunarháttar Rússa.
Þegar hann skilgreindi áform um
uppbyggingu bolsévikkaflokksins
í upphafi aldarinnar, skrifaði
hann. „Aður en við sameinumst
verðum við að koma okkur saman
um skýr og glögg landamæri. Það
er meira en líklegt að illmögulegt
og allt annað en sársaukalaust
30% verðlækkun
Útsölustaður: Bílaborgarhúsið, Fosshálsi 1.
Til styrktar íþróttafélagi fatlaðra
Útsölustaður: Við Fríkirkjuna í Reykjavík
Til styrktar Safnaðarheimili Fríkirkjunnar
Verðlisti: Almennt verð 1990 Tilboð 1991:
126—150 m 30% 1.850
151—175 m +30% 2.320
176—200 m 4<r45 +30% 2.970
201—250 m 5^5 +30% 3.630
Aðeins 1. flokks Normansþinur
Styðjum gott málefni
^mmmmmmmmm
Gunnar S. W. Möller.
verði að stöðva landamæradeilur
lýðveldanna í framtíðinni.
Seinni framtíðarsýnin einkenn-
ist af stjórnlausri upplausn ríki-
skerfisins, miðstýringaraflanna
og stjórnarinnar. Lýðveldin koma
til með að rísa hvert gegn öðru.
I þessu tilfelli eru óhjákvæmilegir
blóðugir árekstrar, sem byggjast
bæði á þjóðerniskennd og hug-
myndafræði. Það yrði upplausna-
rástand, svipað og á Balkanskaga,
valdajafnvæginu væri stefnt í
voða í Evrópu og jafnvel heimin-
um öllum. Þá eru meira en líkleg
tímabundin bandalög lýðvelda
byggð á þjóðemislegum, hug-
myndafræðilegum og efnahags-
legum grunni.
Það er líka harla líklegt, að
kreppan þróist út í alþjóðlegar
víddir og önnur ríki dragist inn í
málið. Undir slíkum kringum-
stæðum gætu alþjóðlegar stofnan-
ir, sem starfa að því að viðhalda
festu og öryggi í heiminum,
neyðst til þess að gerast milli-
gönguaðilar. Með öðrum orðum
ástandið yrði svipað og í Júgóslav-
íu en þó mun hrikalegra.
Með tilliti til stærðar Sovétríkj-
anna, kjarnorkuvopnabúrs þeirra
og umfangs efnahagskreppunnar,
myndi þessi atburðarás binda
enda á lýðræðisþróunina og koma
gjörsamlega í veg fyrir, að unnt
yrði að koma á einu efnahag-
skerfi í öllu landinu. Slíkar að-
stæður myndu orsaka óánægju
fjöldans, sem myndi láta til sín
taka og leggja grunn að myndun
nýrra alræðisstjórna. Harðlínu-
menn og fasistar gætu líka látið
til sín taka.
Vegna upplausnar Sovétríkj-
anna og þeirra yfirlýsinga, sem
Úkraínumenn og Kasakstanar
hafa gefið út um að landsvæði
þeirra verði kjarnorkulaus, neyð-
ast Rússar til að taka á sig
ábyrgðina á því að geyma kjarn-
orkuvopnin. Að sumra áliti mun
það taka um 5 ár að flytja öll slík
vopn til Rússlands frá hinum lýð-
veldunum og kosta eitthvað nærri
20 milljörðum rúblná. Slíkar byrð-
ar á herðar Rússa, sem þegar eru
hrjáðir af efnahagslegri og stjórn-
málalegri kreppu, gætu komið af
stað neikvæðri þróun í stjórnmál-
um innanlands og út á við. Ein-
angrað frá samfélagi þjóðanna og
þvingað til að taka við milljónum
af rússneskum flóttamönnum frá
hinum lýðveldunum í skugga
efnahagslegs hruns væri Rússland
í mjög slæmri aðstöðu.
Þó að þessi möguleiki sé skelfi-
legur er ekki hægt að vísa honum
á bug eftir lauslega athugun, sé
litið til stjórnmálaástandsins í
Sovétríkjunum í dag. Eftir margra
áratuga einræði er andúðin á mið-
stýringu í landinu allt of rótgróin
til þess að henni verði á svip-
stundu snúið til heilbrigðra stjórn-
málaskoðana. Hin „vísindalega
lausn“ að skeyta engu þjóðernis-
vandamálinu í Sovétríkjunum hef-
ur afskræmt svo samskipti manna
af ýmsum þjóðernum, að í landinu
eru að minnsta kosti 28 svæði þar
sem óviðráðanlegt blóðbað getur
brotist út þá og þegar. í raun og
veru er ekkert stjórnmálaafl í
landinu, sem hefur reynslu til að
leysa slíkar deilur á lýðræðislegan
hátt. Það er aðeins hægt að vona,
að leiðtogar lýðveldanna beiti heil-
brigðri skynsemi, svo að sjálfs-
virðing þegna þeirra fái að njóta
sín. Því má ekki gleyma, að. borg-
arastyijöldin, sem fylgdi í kjölfar
bolsévikkabyltingarinnar 1917 er
mörgum íbúum Sovétríkjanna í
fersku minni. Og atburðirnir í
Júgóslavíu eru líka áminning um
hvað gerist þegar þjóðerniskennd
fær óhefta útrás.
Það er meira en líklegt, að þró-
un mála í Sovétríkjunum verði í
samræmi við báðar spárnar hér
að framan. Eystrasaltsríkin hall-
ast líklega að ríkjasambandi full-
valda ríkja, en Transkákasía og
Mið-Asíuríkin lenda í ringulreið,
sundrungu og harðvítugum átök-
um þjóðernissinna.
Margir áhrifamenn í fylgdarliði
Jeltsíns líta svo á, að upplausn
Sovétríkjanna verði ekki stöðvuð
með því að stofna sambandsríki
lýðveldanna, sem áður voru í Sov-
étríkjunum, heldur muni hún
halda áfram. Tilhneigingin til upp-
lausnar er mjög hættuleg hagsm-
unum Rússa. Að áliti rússneskra
stjórnmálamanna gefa sundrung-
in og breyting lýðveldana í sjálf-
stæð ríki tilefni til víðtækra
árekstra, jafnvel hernaðar-
aðgerða. Svo til öll landamæri
milli lýðvelda gætu orðið að bit-
beini, þar sem það er afskaplega
líklegt, að deilur gætu risið um
yfirráð náttúruauðlinda.
Vígbúnaðarkapphlaup lýðveld-
anna gæti stigmagnast; sömuleið-
is innlend framleiðsla gjö-
reyðingarvopna og eru kjarnorku-
vopn þar meðtalin. Þessi mögu-
leiki er sannarlega fyrir hendi
enda þótt mörg lýðveldi tali nú
um að þau verði kjarnorkulaus
svæði. Eðli sjálfstæðisbaráttunnar
verður til þess að öfgaöfl innan
lýðveldanna leggja áherslu á að
sýna vald sitt. Miðað við núver-
andi óvissuástand er talið að öfga-
öfl fái byr undir báða vængi og
gjöreyðingarvopn eru áhrifamesta
valdatákn sem þau eiga völ á.
Nú þegar eru farin að sjást merki
þróunar í þessa átt. Vænst er
mikillar samkeppni lýðveldanna
um erlenda aðstoð.
Þar sem Úkraína stefnir nú að
algjöru sjálfstæði gæti Rússland
fyrr eða síðar lent í ríkjasambandi
með Asíulýðveldunum en það
væri engan veginn hagstætt,
hvorki efnahags- né stjómmála-
lega séð. Af þessum sökum ætti
Jeltsín að taka til athugunar að
hætta tilraunum sínum til að
skapa miðstýringarafl lýðveld-
anna og snúa sér alfarið að
hagsmunamálum Rússa. Sam-
bandið á milli lýðveldanna er að
verða stórmál á sviði alþjóðasam-
skipta því að líkurnar á algjörri
sundrungu Sovétríkjanna stofnar
jafnvæginu í heiminum í hættu.
Rússnesku leiðtogarnir hafa
þungar áhyggjur af því, að Sovét-
ríkin liðist alveg í sundur og Rúss-
land einangrist á sviði alþjóða-
mála. Umfram allt gæti þetta
veikt stöðu Rússlands til muna
og orsakað tilfinnanlega skerð-
ingu á viðskiptatengslum við út-
lönd. Þingið gerir sér fyllilega ljóst
að ráðamenn í vestrænu viðskipta-