Morgunblaðið - 20.12.1991, Page 45

Morgunblaðið - 20.12.1991, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1991 45 iýefíUc yðtLa Sfiontfrzttta&cvi í áœát<z <p&eUi£l<yú&i Laugavegi 62 Sími 13508 ER ÓÁFENGT l x r i u r r !(' r ,\ r að að ná þessum markmiðum nema með hjálp frá Vesturlönd- um. Einnig hljóta að fara fram víðtækar viðræður við Evrópu- bandalagið og Bandaríkin um að koma á eðlilegum samskiptum innan hins evrópska hluta ríkja- bandalagsins sem orðið hefur tii á rústum Sovétríkjanna. Rússn- eska stjórnin lítur svo á að ákaf- lega mikilvægt sé að koma á slík- um tengslum. Talið er að því fyrr sem Vesturlönd ákvarði stöðu sína á svæðinu því betra sé það fyrir Rússsland. Núverandi ástand minnir á stefnu Péturs mikla. Sem stendur er ákaflega erfitt fyrir Rússland að tengjast Evrópu; þess vegna verður Rússland að einbeita sér að því að fá Vesturlönd til að taka virkari þátt í mélefnum Rúss- lands. Sérfræðingar Rússa í utan- ríkismálum teldu eftirfarandi leið heppilegasta í sjálfstæðri utanrík- isstefnu: Að Vesturlönd taki virk- an þátt í róttækum umbótum á rússneskum efnahagsmálum og að í iðnríkjunum verði fyrirtæki á sviði kaupsýslu og viðskipta, sem hefðu hug á því að vel gangi að byggja upp rússneskt efnahagslíf. Pyrstu dagana eftir hina mis- heppnuðu vaidaránstilraun var rætt um þann möguleika að aftur- haldsöfl reyndu annað valdarán með það fyrir augum að koma aftur á alræðisríki miðstýringar og flokksskrifræðis. En róttækar og skjótar ráðstafanir, einkum rússnesku stjórnarinnar og snögg sundrung Sovétríkjanna, hafa allt að því útilokað þennarn möguleika. I náinni framtíð verður ekkert afl nægilega sterkt til þess að þvinga aftur saman í eitt ríki þjóðir, sem hafa kynnst sjálfstæði lýðveld- anna. Kommúnistaflokkurinn er horfinn af sjónarsviðinu. Her- gagnaiðnaðurinn er ekki nógu sterkur til þess að geta tekið völd- in. Verið er að losa KGB og her- inn við stórveldistilhneigingarnar. í lok september voru flutt til eða sett á eftirlaun hundruð háttsettra yfirmanna, með ofurstatign og æðri, en laun lægra settra yfir- manna voru hækkuð til þess að efla hollustu þeirra við nýtt stjórn- arfar. Afturhvarf til eins ríkis með aðild flestra lýðveldanna í Sovét- ríkjunum er útilokað. Engu að síð- ur er raunveruleg hætta á óeirðum vegna matvælaskorts, óeirðum af þeirri tegund sem 19. aldar stór- skáldið Púskín sagði að væru „bijálæðislegar og miskunnar- lausar“. Þessa stundina stafar rússnesku lýðræði meiri hætta af tómum pottum en skriðdrekum. Frá dögunum örlagaríku í Moskvu. lífi hafa orðið fyrir vonbrigðum með hæga þróun efnahagsmála í Sovétríkjunum seinustu 2 árin. Það veit að Vesturlönd eru nú þegar búin að ná fram því, sem þau sóttust eftir, Austur-Evrópu hefur verið frelsuð undan kommúnismanum, Þýskaland er sameinað og hernaðarógnin hefur minnkað. Áhrifamiklir rússneskir ráða- menn telja að einangrun Rúss- lands áukist ef ekki tekst með vestrænni aðstoð að bæta slæma lífsafkomu almennings. Af ör- birgð spretta óhjákvæmilega öfg- astefnur sem ógna umheiminum. Á sama tíma líta embættismenn í Bely Dom svo á, að hin fijáls- lynda, lýðræðislega bylting, sem fylgdi í kjölfar hins mislukkaða valdaráns, veiti Rússlandi einstakt tækifæri, til að bæta erfiða stöðu landsins í alþjóðlegum samskipt- um, byggja upp traust Vestur- landa og vinna bug á tregðu þeirra til að veita lýðveldinu verulega aðstoð. Bjartsýnin stafar fyrst og fremst af því, að nú gefast ný tækifæri til að koma markaðs- kerfi hratt á; af því að alræði- skerfinu hefur verið kollvarpað og vegna þess að annað valdarán verður sífellt ólíklegra. Rússneskir leiðtogar eru hins vegar sammála um að tíminn sé naumur. Ef þess- ar heppilegu kringumstæður eru ekki nýttar innan fárra mánaða einangrast Rússland aftur frá umheiminum og mun áfram missa af tækifærum, eins og síðustu 2 árin. Margir rússneskir stjórnmála- menn telja að núverandi utanríkis- stefna Rússlands hafi 2 megin- markmið. Það fyrra sé að breyta Sovétríkjunum í nýtt samband sjálfstæðra lýðvelda, koma í veg fyrir ringulreið og borgarastyij- öld, koma í veg fyrir fjölgun kjarnavopna og annarra ge- reyðingarvopna og hindra að gengið sé á mannréttindi og frelsi. Seinna markmiðið sé að binda enda á pólitíska og efnahagslega einangrun Rússlands og tryggja stöðu þess í efnahagskerfi og ríkjasambandi siðmenntaðra þjóða. Núorðið efast fáir í rússnesku stjórninni um að nánast sé útilok- •vSf*" Matargerð er list og undirstaðan er úrvals hráefni kjötiðnadarstoð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.