Morgunblaðið - 20.12.1991, Qupperneq 67

Morgunblaðið - 20.12.1991, Qupperneq 67
67 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1991 HANDKNATTLEIKUR Hætt við byggingu íþróttahúss í Kópavogi vegna HM 1995: Höllin síðasta hálmstráið BÍKISVALDIÐ hefur losað sig undan öllum kvöðum vegna fyrir- hugaðrar heimsmeistarakeppni íhandknattleik á íslandi 1995 með því að greiða Handknattleikssambandi íslands 20 milljón- ir króna og Kópavogsbæ 10 milljónir. íþróttahús vegna keppn- innar verður því ekki byggt í Kópavogi, en eina von HSÍ er að Alþjóða handknattleikssambandið samþykki að keppnin fari fram við núverandi húsakost og úrslitaleikurinn verði í Laugardalshöli. | eirihluti fjárlaganefndar lagði til í breytingartillög- um við frumvarp til fjárlaga í þriðju umræðu fjárlaga á Alþingi í gær að gert yrði ráð fyrir 30 millj. kr. vegna kostnaðar við handboltahöll, sem skiptist þannig að HSÍ fengi 20 milljónir og Kópa- vogur 10 milljónir. Umræða verð- ur um ijárlögin í dag og sennilega verða þau samþykkt á morgun. Ólafur G. Einarsson, mennta- málaráðherra, sagði við Morgun- blaðið í gærkvöldi að viðræður við viðkomandi aðila um málið hefðu staðið yfir í langan tíma. Samn- ingur fyrri ríkisstjómar við Kópa- vogsbæ hefði ekki verið aðgengi: legur fyrir bæjarfélagið og HSI hefði óskað eftir að fá 20 milljón- ir upp í kostnað. „Með þessari ljárveitingu er úr sögunni að ríkið styrki byggingu handboltahallar í Kópavogi og í annan stað er ljóst að engir reikningar verða sendir til ríkisins vegna Heimsmeistara- keppninnar, Verði hún haldin hér á landi. Málið er uppgert. Ég er hins vegar áhugamaður um að mótið verði haldið hérna, en það verður að vera með viðráðanleg- um hætti.“ Gunnar Birgisson, forseti bæjarstjórnar Kópavogs, sagðist skilja vel afstöðu ríkisstjómarinn- ar út frá því efnahagsástandi, sem hér ríkir. „Við fömm ekki að byggja hús vegna keppninnar upp á eigin spýtur, en munum halda okkar áætlunum gangandi varð- andi hús, sem hentar okkur.“ Jón Hjaltalín Magnússon, for- maður HSÍ, sagði að fram- kvæmdastjórn HSI hefði tekið til- boði ríkisstjómarinnar, því um annað hefði ekki verið að ræða í stöðunni. „Við verðum að taka þátt í efnahagserfiðleikunum, sem eru i landinu, en munum áfram vinna að því að halda keppnina. Það er jákvætt að fjármálaráð- herra er reiðubúinn til að koma til móts við okkur, en það hefði verið betri lausn ef við hefðum fengið peningana og ríkisváldið hefði auk þess fjármagnað íþróttamannvirki í Kópavogi." Málið verður tekið fyrir á sam- bandsstjórnarfundi HSÍ á morg- un, en Jón sagði að sérstök nefnd yrði fljótlega skipuð til að sjá um undirbúning keppninnar og unnið yrði að því að fá samþykki IHF fyrir því að fá að leika úrslitaleik- inn í húsi, sem tæki færri en 7.000 áhorfendur. Hann nefndi Laugar- dalshöllina í því sambandi og sagði að óskað yrði eftir viðræðum við Reykjavíkurborg um málið. „Við munum ekki leggja árar í bát. Við erum heldur undir í hálf- leik, en leiknum er ekki lokið." KORFUKNATTLEIKUR Framlenging - þegar Keflvíkingar lögðu Valsmenn Þetta hálf skrítinn leikur - við lékum of hægt og miðað við gang mála er ég hálf hissa á að okkur skyldi takast Bjöm að sigra miðað við Biöndal hvemig við lékum,“ skrifarfrá sagði Jón Kr. Gísla- Ke,lavik son þjálfari og leik- maður ÍBK eftir að lið hans hafði unnið nauman sigur á Valsmönnum eftir framlengdan leik í Keflavík í gærkvöldi. Lokatölur leiksins urðu 96:93 eftir að staðan hafði verð 83:83 að loknum venjulegum leiktíma. Þar með er Keflvíkingar komnir með 10 stiga forskot á Valsmenn í sínum riðli að loknum 13 umferðum og hafa þeir aðeins tapað einum leik. Leikur liðanna bauð ekki uppá mikla spennu framan af. í hálfleik höfðu Keflvíkingar þó náð 10 stiga forskoti sem virtist ætla að duga þeim til sigurs, en á síðustu mínút- unum tókst Valsmönnum að skora 9 stig gegn aðeins 2 stigum heima- manna og jafna þar með metin. Raunar munaði hársbreidd að þær næðu að sigra því að skot frá Ragn- ari Jónssyni dansaði á körfuhring- unum á lokasek. í framlengingunni voru Keflvíkingar sterkari og mun- aði þar mestu um stórleik Guðjóns Skúlasonar. Vörn Keflvíkingar var sterk - Jón Kr. var með Booker í strangri gæslu og þrátt fyrir að hann næði að skora 37 stig var nýting hans slæm og þá sérstaklega í framlengingunni. Jonathan Bow, Albert Óskarsson, Nökkvi M. Jóns- son átti einnig góðan leik. Hjá Vals- mönnum voru þeir Booker og Magnús Matthíasson atkvæðamest- ir. ÍBK-Valur 96:93 íþróttahúsið f Keflavík, Islandsmótið í körfuknattleik, Japisdeildin, fimmtudaginn 19. desember 1991. Gangur leiksins: 2:0, 2:3, 8:3, 8:12, 13:13, 19:19, 29:26, 37:33, 46:33, 46:36, 50:40, 60:52, 70:61, 81:74, 83:83, 86:83, 88:87, 91:91, 96:91, 96:93. Stig ÍBK: Jonathan Bow 24, Nökkvi M. Jónsson 23, Guðjón Skúlason 21, Albert Óskarsson 10, Kristinn Friðriksson 8, Jón Kr. Gíslason 6, Hjörtur Harðarson 2, Sig- urður Ingimundarson 2. Stig Vals: Franc Booker 37, Magnús Matt- híasson 20, Símon Ólafsson 11, Tómas Holton 9, Ragnar Jónsson 9, Svali Björg- vinsson 3, Ari Gunnarsson 2, Matthfas Matthíasson 2. Dómarar: Leifur S. Garðarsson og Kristinn Albertsson sem dæmdu ágætlega. Áhorfendur: Um 500. Spennandi lokamínútur Við þui-ftum virkilega að hafa fyrir þessum sigri. Elvar, Birgir og Maxim voru allir mjög góðir og það var TheodórKr. erfitt að eiga við þá. Þóróarson Við vorum sterkari skrifar á lokasprettinum," sagði Valur Ingi- mundarson, þjálfari Tindastóls, sem lagði Skallagrím að velli, 94:91. „Við vorum óheppnir að fara ekki með sigur af hólm, eftir að vera búnir að ná átta stiga for- skoti. Við lékum mjög vel, en það sem réði úrslitum var að við misnot- uðum góð færi undir lokin,“ sagði Ingvar Árnason, liðsstjóri Skalla- gríms. Tindastólsmenn höfðu frum- kvæðið í fyrri hálfieik, en heima- menn komu sterkir tii leiks í þeim seinni og náðu fljótlega að jafna og komast yfir. Undir lok leiksins léku þeir Valur og Pétur Guð- mundsson aðalhlutverkið hjá gest- unum og innsiglaði Pétur sigur þeirra með því að skora úr tveimur vítaskotum á lokasekúntunum. UMFS-UMFS 91:94 íþróttahúsið í Borgarnesi: Gangur leiksins: 0:5, 2:5, 8:14, 25:35, 43:48. 45:50, 51:51, 70:70, 77:70, 86:83, 88:89, 91:92, 91:94. Sti UMFS: Elvar Þórólfsson 27, Birgir Mikaeisson 24, Maxim Krúpatsjev 21, Jón Bender 8, Þórður Jónsson 6, Hafsteinn Þórisson 3, Þórður Helgason 3. Stig UMFT: Valur Ingimundarson 28, Pét- ur Guðmundsson 18, Ivan Jónas 16, Einar Einarsson 15, Haraldur Leifsson 10, Björn Sigtryggsson 5, Kristinn Baldvinsson 2. Dómarar: Einar Þór Skarphéðinsson og Bergur Steingrímsson. Áhorfendur: 300. í kvöld Körfuknattleikur — Japis- deildin: Þór - Haukar kl. 20 á Akureyri. Fjáröflunarleikur í Grindavík Körfuknattleikslið UMFG og UMFN leika fjáröflunarleik í íþróttahúsinu í Grindavík í kvöld. Allur ágóði af leiknum rennur í sjóð sem stofnaður var til að styrkja aðstandendur þeirra sem fórust með Eldhamri við Grindavík. Bræðurnir Sturla, Teitur og Gunnar Örlygssynir leika saman í Njarðvíkurliðinu í fyrsta sinn og Joe Lewis, nýi leikmaðurinn UMF sýndi í leik á móti Keflvíkingum sl. sunnu- dagskvöld að hann kann ýmislegt fyrir sér. Leikurinn verður sem fyrr segir í íþróttahúsinu í Grindavík og hefst klukkan 20. Húsið tekur um 500 manns í sæti og með góðu móti ættu að komast um 600 manns í húáið og fólk er hvatt til að mæta tímalega. URSLIT Morgunblaðið/Rúnar Þór Erlingur Kristjánsson fór á kostum og skoraði síðustu fjögur mörk KA. KA-Valur 27:25 íþróttamiðstöðin á Akureyri, íslandsmótið í handknattleik, 1. deild karla, fimmtudag- inn 19. desember 1991. Gangur lciksins: 3:1, 6:2, 8:5, 10:9, 14:10, 16:13, 17:17, 19:20, 22:24, 24:24, 26:25, 27:25. Mörk KA: Guðmundur Guðmundsson 6, Erlingur Kristjánsson 5, Stefán Kristjáns- son 4, Alfreð Gíslason 4/1, Sigurpáll Ámi Aðalstcinsson 3/1, Pétur Bjarnason 2, Jó- hann Jóhannsson 2. Varin skot: Axel Stefánsson 8, Birgir Frið- riksson 5/2. Utan víillar: 8 mínútur. Mörk Vals: Brynjar Harðarson 7/6, Júlíus -• gunnarsson 5, Dagur Sigurðsson 4, Vald^B mar Grímsson 3, Ingi R. Jónsson 3, Þórður Sigurðsson 2, Sveinn Sigfmnsson 1. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 14/1. Utan vallar: 8 mínútur og þar af eitt rautt spjald. Dómarar: Guðmundur Sigurbjömsson og Jón Hermannsson. Áhorfendur: 755. KNATTSPYRNA Vináttulandsleikur í Brasilíu: Brasilia - Tékkóslóvakía...........2:1 Elivelton (13.), Rai (50., vsp.) - Thomas Skuhravy (67., vsp.). NBA-DEILDIN Leikir á þriðjudag: Cleveland - Miami Heat.....:...148: 80 NewYork-NewJersey..............102: 94 Atlanta - Indiana..............117:113 Utah Jazz - Charlotte.........122:102 Boston - Orlando..............105: 98 LA Lakers - Chicago........... 102: 89*1 San Antonio - Dallas.......... 98: 87 Houston - Washington..........100: 97 Seattle - LA Clippers.........116: 99 \Go!den State - Minnesota......119:105 Leikir á miðvikudag: Boston Celtics - Milwaukee....131:117 Detroit Pistons - Charlotte...,117: 97 Miami Heat - Indiana.......1...118:112 ■Eftir framlengingu. New Jersey Nets - Cleveland...102: 93 UtahJazz-Philadelphia.........107:105 Washington - San Antonio....... 96: 93 Denver Nuggets - Phoenix......123:109 Golden State - LA Clippers.... 104:100 1 Gleðileg jól hjá KA íslandsmeistararVals töpuðu á Akureyri í spennandi leik KA-MENN geta haidið jólin hátíðleg eftir 27:25 sigur gegn íslandsmeisturum Vals á Akur- eyri í gærkvöldi. Það var samt ekki fyrr en á síðustu mínútun- um, sem KA tryggði sér sigur- inn, þvíValur vartveimur mörkum yfir, þegar skammt vartil leiksloka. Alfreð Gíslason, þjálfari og leik- maður KA, var ánægður með sigurinn en ekki leikinn. „Við spil- uðum frábærlega á köflum, en þess á milli lékum við mjög óagað í vörninni og klúðruðum mörgum dauðafærum. Hins vegar sýndum við góðan „karakter“ í lokin, þegar við snerum leiknum okkur í vil.“ KA-menn byrjuðu af miklum krafti og náðu fljótléga fjögurra marka forystu, en Valsmenn kom- Anton Benjaminsson skrifar ust síðan æ meira inní leikinn og náðu að minnka muninn : eitt mark. KA bætti við og var með örugga fjögurra marka forystu í hálfleik, en snemma eftir hlé jöfnuðu gest- irnir og sýndu þá mun meiri vinnslu, bæði í vörn og sókn. Um miðjan hálfleikinn komust þeir yfir í fyrsta sinn, 20:19, og þegar sjö mínútur voru til leiksloka blés ekki byrlega hjá heimamönnum, sem voru tveim- ur mörkum undir. Þá gerðu Valsar- ar sig seka um nokkur sóknarmi- stök, heimamenn gengu á lagið og Erlingur Kristjánsson tryggði þeim sigur eftir æsispennandi síðari hálf- leik með því að gera fjögur síðustu mörk KA. Guðmundur Guðmundsson átti mjög góðan leik á línunni hjá KA í fyrri hálfleik, en annars var KA- lið mjög jafnt. Hjá Valsmönnum var Júlíus Gunnarsson einna mest ógn- andi og Dagur Sigurðsson átti einn- ig þokkalega spretti. Aifreð ekki með í B-keppninni A lfreð Gíslason, þjálfari KA, sagði í viðtali í leikskrá KA í gær- kvöldi, að hann gæti ekki tekið þátt í B-keppninni í Austurríki, þegar hann var spurður um hvort. að hann myndi gefa kost á sér í landsliðið, sem leikur í B-keppninni. Alfi"eð sagði að hann gæti ekki verið frá störfum á Akureyri í heilan mánuð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.