Morgunblaðið - 20.12.1991, Page 67

Morgunblaðið - 20.12.1991, Page 67
67 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1991 HANDKNATTLEIKUR Hætt við byggingu íþróttahúss í Kópavogi vegna HM 1995: Höllin síðasta hálmstráið BÍKISVALDIÐ hefur losað sig undan öllum kvöðum vegna fyrir- hugaðrar heimsmeistarakeppni íhandknattleik á íslandi 1995 með því að greiða Handknattleikssambandi íslands 20 milljón- ir króna og Kópavogsbæ 10 milljónir. íþróttahús vegna keppn- innar verður því ekki byggt í Kópavogi, en eina von HSÍ er að Alþjóða handknattleikssambandið samþykki að keppnin fari fram við núverandi húsakost og úrslitaleikurinn verði í Laugardalshöli. | eirihluti fjárlaganefndar lagði til í breytingartillög- um við frumvarp til fjárlaga í þriðju umræðu fjárlaga á Alþingi í gær að gert yrði ráð fyrir 30 millj. kr. vegna kostnaðar við handboltahöll, sem skiptist þannig að HSÍ fengi 20 milljónir og Kópa- vogur 10 milljónir. Umræða verð- ur um ijárlögin í dag og sennilega verða þau samþykkt á morgun. Ólafur G. Einarsson, mennta- málaráðherra, sagði við Morgun- blaðið í gærkvöldi að viðræður við viðkomandi aðila um málið hefðu staðið yfir í langan tíma. Samn- ingur fyrri ríkisstjómar við Kópa- vogsbæ hefði ekki verið aðgengi: legur fyrir bæjarfélagið og HSI hefði óskað eftir að fá 20 milljón- ir upp í kostnað. „Með þessari ljárveitingu er úr sögunni að ríkið styrki byggingu handboltahallar í Kópavogi og í annan stað er ljóst að engir reikningar verða sendir til ríkisins vegna Heimsmeistara- keppninnar, Verði hún haldin hér á landi. Málið er uppgert. Ég er hins vegar áhugamaður um að mótið verði haldið hérna, en það verður að vera með viðráðanleg- um hætti.“ Gunnar Birgisson, forseti bæjarstjórnar Kópavogs, sagðist skilja vel afstöðu ríkisstjómarinn- ar út frá því efnahagsástandi, sem hér ríkir. „Við fömm ekki að byggja hús vegna keppninnar upp á eigin spýtur, en munum halda okkar áætlunum gangandi varð- andi hús, sem hentar okkur.“ Jón Hjaltalín Magnússon, for- maður HSÍ, sagði að fram- kvæmdastjórn HSI hefði tekið til- boði ríkisstjómarinnar, því um annað hefði ekki verið að ræða í stöðunni. „Við verðum að taka þátt í efnahagserfiðleikunum, sem eru i landinu, en munum áfram vinna að því að halda keppnina. Það er jákvætt að fjármálaráð- herra er reiðubúinn til að koma til móts við okkur, en það hefði verið betri lausn ef við hefðum fengið peningana og ríkisváldið hefði auk þess fjármagnað íþróttamannvirki í Kópavogi." Málið verður tekið fyrir á sam- bandsstjórnarfundi HSÍ á morg- un, en Jón sagði að sérstök nefnd yrði fljótlega skipuð til að sjá um undirbúning keppninnar og unnið yrði að því að fá samþykki IHF fyrir því að fá að leika úrslitaleik- inn í húsi, sem tæki færri en 7.000 áhorfendur. Hann nefndi Laugar- dalshöllina í því sambandi og sagði að óskað yrði eftir viðræðum við Reykjavíkurborg um málið. „Við munum ekki leggja árar í bát. Við erum heldur undir í hálf- leik, en leiknum er ekki lokið." KORFUKNATTLEIKUR Framlenging - þegar Keflvíkingar lögðu Valsmenn Þetta hálf skrítinn leikur - við lékum of hægt og miðað við gang mála er ég hálf hissa á að okkur skyldi takast Bjöm að sigra miðað við Biöndal hvemig við lékum,“ skrifarfrá sagði Jón Kr. Gísla- Ke,lavik son þjálfari og leik- maður ÍBK eftir að lið hans hafði unnið nauman sigur á Valsmönnum eftir framlengdan leik í Keflavík í gærkvöldi. Lokatölur leiksins urðu 96:93 eftir að staðan hafði verð 83:83 að loknum venjulegum leiktíma. Þar með er Keflvíkingar komnir með 10 stiga forskot á Valsmenn í sínum riðli að loknum 13 umferðum og hafa þeir aðeins tapað einum leik. Leikur liðanna bauð ekki uppá mikla spennu framan af. í hálfleik höfðu Keflvíkingar þó náð 10 stiga forskoti sem virtist ætla að duga þeim til sigurs, en á síðustu mínút- unum tókst Valsmönnum að skora 9 stig gegn aðeins 2 stigum heima- manna og jafna þar með metin. Raunar munaði hársbreidd að þær næðu að sigra því að skot frá Ragn- ari Jónssyni dansaði á körfuhring- unum á lokasek. í framlengingunni voru Keflvíkingar sterkari og mun- aði þar mestu um stórleik Guðjóns Skúlasonar. Vörn Keflvíkingar var sterk - Jón Kr. var með Booker í strangri gæslu og þrátt fyrir að hann næði að skora 37 stig var nýting hans slæm og þá sérstaklega í framlengingunni. Jonathan Bow, Albert Óskarsson, Nökkvi M. Jóns- son átti einnig góðan leik. Hjá Vals- mönnum voru þeir Booker og Magnús Matthíasson atkvæðamest- ir. ÍBK-Valur 96:93 íþróttahúsið f Keflavík, Islandsmótið í körfuknattleik, Japisdeildin, fimmtudaginn 19. desember 1991. Gangur leiksins: 2:0, 2:3, 8:3, 8:12, 13:13, 19:19, 29:26, 37:33, 46:33, 46:36, 50:40, 60:52, 70:61, 81:74, 83:83, 86:83, 88:87, 91:91, 96:91, 96:93. Stig ÍBK: Jonathan Bow 24, Nökkvi M. Jónsson 23, Guðjón Skúlason 21, Albert Óskarsson 10, Kristinn Friðriksson 8, Jón Kr. Gíslason 6, Hjörtur Harðarson 2, Sig- urður Ingimundarson 2. Stig Vals: Franc Booker 37, Magnús Matt- híasson 20, Símon Ólafsson 11, Tómas Holton 9, Ragnar Jónsson 9, Svali Björg- vinsson 3, Ari Gunnarsson 2, Matthfas Matthíasson 2. Dómarar: Leifur S. Garðarsson og Kristinn Albertsson sem dæmdu ágætlega. Áhorfendur: Um 500. Spennandi lokamínútur Við þui-ftum virkilega að hafa fyrir þessum sigri. Elvar, Birgir og Maxim voru allir mjög góðir og það var TheodórKr. erfitt að eiga við þá. Þóróarson Við vorum sterkari skrifar á lokasprettinum," sagði Valur Ingi- mundarson, þjálfari Tindastóls, sem lagði Skallagrím að velli, 94:91. „Við vorum óheppnir að fara ekki með sigur af hólm, eftir að vera búnir að ná átta stiga for- skoti. Við lékum mjög vel, en það sem réði úrslitum var að við misnot- uðum góð færi undir lokin,“ sagði Ingvar Árnason, liðsstjóri Skalla- gríms. Tindastólsmenn höfðu frum- kvæðið í fyrri hálfieik, en heima- menn komu sterkir tii leiks í þeim seinni og náðu fljótlega að jafna og komast yfir. Undir lok leiksins léku þeir Valur og Pétur Guð- mundsson aðalhlutverkið hjá gest- unum og innsiglaði Pétur sigur þeirra með því að skora úr tveimur vítaskotum á lokasekúntunum. UMFS-UMFS 91:94 íþróttahúsið í Borgarnesi: Gangur leiksins: 0:5, 2:5, 8:14, 25:35, 43:48. 45:50, 51:51, 70:70, 77:70, 86:83, 88:89, 91:92, 91:94. Sti UMFS: Elvar Þórólfsson 27, Birgir Mikaeisson 24, Maxim Krúpatsjev 21, Jón Bender 8, Þórður Jónsson 6, Hafsteinn Þórisson 3, Þórður Helgason 3. Stig UMFT: Valur Ingimundarson 28, Pét- ur Guðmundsson 18, Ivan Jónas 16, Einar Einarsson 15, Haraldur Leifsson 10, Björn Sigtryggsson 5, Kristinn Baldvinsson 2. Dómarar: Einar Þór Skarphéðinsson og Bergur Steingrímsson. Áhorfendur: 300. í kvöld Körfuknattleikur — Japis- deildin: Þór - Haukar kl. 20 á Akureyri. Fjáröflunarleikur í Grindavík Körfuknattleikslið UMFG og UMFN leika fjáröflunarleik í íþróttahúsinu í Grindavík í kvöld. Allur ágóði af leiknum rennur í sjóð sem stofnaður var til að styrkja aðstandendur þeirra sem fórust með Eldhamri við Grindavík. Bræðurnir Sturla, Teitur og Gunnar Örlygssynir leika saman í Njarðvíkurliðinu í fyrsta sinn og Joe Lewis, nýi leikmaðurinn UMF sýndi í leik á móti Keflvíkingum sl. sunnu- dagskvöld að hann kann ýmislegt fyrir sér. Leikurinn verður sem fyrr segir í íþróttahúsinu í Grindavík og hefst klukkan 20. Húsið tekur um 500 manns í sæti og með góðu móti ættu að komast um 600 manns í húáið og fólk er hvatt til að mæta tímalega. URSLIT Morgunblaðið/Rúnar Þór Erlingur Kristjánsson fór á kostum og skoraði síðustu fjögur mörk KA. KA-Valur 27:25 íþróttamiðstöðin á Akureyri, íslandsmótið í handknattleik, 1. deild karla, fimmtudag- inn 19. desember 1991. Gangur lciksins: 3:1, 6:2, 8:5, 10:9, 14:10, 16:13, 17:17, 19:20, 22:24, 24:24, 26:25, 27:25. Mörk KA: Guðmundur Guðmundsson 6, Erlingur Kristjánsson 5, Stefán Kristjáns- son 4, Alfreð Gíslason 4/1, Sigurpáll Ámi Aðalstcinsson 3/1, Pétur Bjarnason 2, Jó- hann Jóhannsson 2. Varin skot: Axel Stefánsson 8, Birgir Frið- riksson 5/2. Utan víillar: 8 mínútur. Mörk Vals: Brynjar Harðarson 7/6, Júlíus -• gunnarsson 5, Dagur Sigurðsson 4, Vald^B mar Grímsson 3, Ingi R. Jónsson 3, Þórður Sigurðsson 2, Sveinn Sigfmnsson 1. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 14/1. Utan vallar: 8 mínútur og þar af eitt rautt spjald. Dómarar: Guðmundur Sigurbjömsson og Jón Hermannsson. Áhorfendur: 755. KNATTSPYRNA Vináttulandsleikur í Brasilíu: Brasilia - Tékkóslóvakía...........2:1 Elivelton (13.), Rai (50., vsp.) - Thomas Skuhravy (67., vsp.). NBA-DEILDIN Leikir á þriðjudag: Cleveland - Miami Heat.....:...148: 80 NewYork-NewJersey..............102: 94 Atlanta - Indiana..............117:113 Utah Jazz - Charlotte.........122:102 Boston - Orlando..............105: 98 LA Lakers - Chicago........... 102: 89*1 San Antonio - Dallas.......... 98: 87 Houston - Washington..........100: 97 Seattle - LA Clippers.........116: 99 \Go!den State - Minnesota......119:105 Leikir á miðvikudag: Boston Celtics - Milwaukee....131:117 Detroit Pistons - Charlotte...,117: 97 Miami Heat - Indiana.......1...118:112 ■Eftir framlengingu. New Jersey Nets - Cleveland...102: 93 UtahJazz-Philadelphia.........107:105 Washington - San Antonio....... 96: 93 Denver Nuggets - Phoenix......123:109 Golden State - LA Clippers.... 104:100 1 Gleðileg jól hjá KA íslandsmeistararVals töpuðu á Akureyri í spennandi leik KA-MENN geta haidið jólin hátíðleg eftir 27:25 sigur gegn íslandsmeisturum Vals á Akur- eyri í gærkvöldi. Það var samt ekki fyrr en á síðustu mínútun- um, sem KA tryggði sér sigur- inn, þvíValur vartveimur mörkum yfir, þegar skammt vartil leiksloka. Alfreð Gíslason, þjálfari og leik- maður KA, var ánægður með sigurinn en ekki leikinn. „Við spil- uðum frábærlega á köflum, en þess á milli lékum við mjög óagað í vörninni og klúðruðum mörgum dauðafærum. Hins vegar sýndum við góðan „karakter“ í lokin, þegar við snerum leiknum okkur í vil.“ KA-menn byrjuðu af miklum krafti og náðu fljótléga fjögurra marka forystu, en Valsmenn kom- Anton Benjaminsson skrifar ust síðan æ meira inní leikinn og náðu að minnka muninn : eitt mark. KA bætti við og var með örugga fjögurra marka forystu í hálfleik, en snemma eftir hlé jöfnuðu gest- irnir og sýndu þá mun meiri vinnslu, bæði í vörn og sókn. Um miðjan hálfleikinn komust þeir yfir í fyrsta sinn, 20:19, og þegar sjö mínútur voru til leiksloka blés ekki byrlega hjá heimamönnum, sem voru tveim- ur mörkum undir. Þá gerðu Valsar- ar sig seka um nokkur sóknarmi- stök, heimamenn gengu á lagið og Erlingur Kristjánsson tryggði þeim sigur eftir æsispennandi síðari hálf- leik með því að gera fjögur síðustu mörk KA. Guðmundur Guðmundsson átti mjög góðan leik á línunni hjá KA í fyrri hálfleik, en annars var KA- lið mjög jafnt. Hjá Valsmönnum var Júlíus Gunnarsson einna mest ógn- andi og Dagur Sigurðsson átti einn- ig þokkalega spretti. Aifreð ekki með í B-keppninni A lfreð Gíslason, þjálfari KA, sagði í viðtali í leikskrá KA í gær- kvöldi, að hann gæti ekki tekið þátt í B-keppninni í Austurríki, þegar hann var spurður um hvort. að hann myndi gefa kost á sér í landsliðið, sem leikur í B-keppninni. Alfi"eð sagði að hann gæti ekki verið frá störfum á Akureyri í heilan mánuð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.