Morgunblaðið - 20.12.1991, Page 18

Morgunblaðið - 20.12.1991, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1991 FRAMKVÆMDASJÓÐUR ÍSLANDS Framkvæmdasjóður íslands auglýsirtil sölu hluta- bréf sjóðsins í íslenskum markaði hf., Leifsstöð, Keflavíkurflugvelli. Um er að ræða 52,82% af heildarhlutafé ífélaginu. Upplýsingar veittar hjá Framkvæmdasjóði íslands í síma 624070. (SLENSK LEIKLIST I Sveinn Einarsson Upphaf ritverks um íslenska leiklistar- sögu og er brautryðj- endaverk á því sviði. Bókin fjallar um upp- tök leiklistarinnar hér á landi og greinir frá áhrifum víða úr heim- inum og frá íslensk- um fornbókmenntum. Greint er frá fyrstu leikstarfsemi hérlend- is og upphafi ís- lenskrar leikritunar fram undir síðustu aldamót. Ritið er skreytt myndum. J¥ m 31T\ ITT I ffl rr S! i ffl v rn" Bókaufgáfa /HENNING4RSJÖÐS SKÁLHOLTSSTlG 7 • REYKJAVlK SÍMI 6218 22 DÝRIÐ GENGUR LAUST Bókmenntir Sigurður Haukur Guðjónsson Höfundur: Hrafnhildur Val- garðsdóttir. Setning: Höfundur. Umbrot og filmuvinna: Offset- þjónustan hf. Prentverk: Prentsmiðja Árna Valdimarssonar. KáPUMYND: Almenna auglýs- ingastofan/ Anna Þorkelsdótt- ir. Útgefandi: Æskan. Bráðsnjöll bók! Síðasta prófið. Vor í nösum. Auglýsing á vegg: Leikendur vantar! Grjóni mættur. Hinir ungu sáu á honum vængi, hinir eldri illahirt flókatrippi. Einu gilti, hann hafði undarleg áhrif á alla. Drauma um frægð og fráma í hugum æskunar, drauma um gróða í hugum hinna fullorðnu. Það átti sem sé að fara að gera kvikmynd, festa þjóðsögu á filmu, og Gijóni kominn til þess að kynna sér aðstæður; velja umgjörð; velja í hlutverk; velja samastað. Hrafnhildur segir þessa sögu af leiftrandi snilld, hraði og hljóm- fall stílsins minnti mig á söng Helga Péturs og félaga. Enda heiti sögu sótt þangað, og upphaf henn- ar sjálfsagt ritað undir ómum þess. Þó gleymir höfundur ekki gamalli hefð, íslenzkri, að gera sögunni forspá. Gijóni hittir Línu gömlu og óttinn sezt að í bijósti hans. Kerlingarnornin! Gústa, 15 ára snáða, er fylgt um sögusviðið. Hann er sonur draumóra- og bjarga-þessu-á- morgun-manns. En karlinn er grísku goði líkur, einsog meitlaður fyrir aðalhlutverk leiksins, og þá leikarinn að sunnan veikist, þá er faðir Gústa ráðinn. Það er engin lognmolla á sviðinu hjá höfundi, margir leiddir inn. Þarna er Þura á háum hælum og þröngu pilsi; þarna er Rós; þarna er Bragi og Halla, já, ástin, þessi saklausa, sem gefur veröldinni fagran blæ; en þarna er líka ógnin, — skelfing- in, — dulúðin. Saklaus dýr deyja; menn sjá elda þar enginn eldur er; á svörtum fáki fer óþekkjanleg vera, eins og hvirfilvindur. Gijóna er ekki rótt. Nornin! Orðin hennar og spáin láta hann ekki í friði. Frá Álfhóli er hörfað, er það birtist í linsu vélar, sem ekki verður á filmu fest. Þá líka lækka öldufaldar, lognsær glóir, og gátur leysast. Höfundur kann listavel til verka, svo vel, að hver síða kallar á lestur þeirrar næstu, já fár mun geta lagt þessa bók frá sér, fyrr en saga er öll. Hér er hraði; hér er spenna; hér er kímni, samúð með tilburðum okkar við að sýnast menn. Þessi bráðsnjalla bók á því eftir að gleðja marga. Hrafnhildur Valgarðsdóttir Stundum skildi ég ekki alveg: T.d. „Bræðurnir gengu heim á leið, annar til að láta sig dreyma um Rós en hinn til að hatast við.“ Er hér orði ofaukið eða orði vant? (27.) „Eigum við að hleypa þeim í?“ í hvað? (44). Próförk vel lesin (losaðifeita) (27). Prentverk mjög gott. Kápa Önnu faglega unnin, eins og gluggi að sögu. Þökk fyrir bráð- snjalla bók. Til hamingju. Með undirspili náttúrunnar Bókmenntir Ingi Bogi Bogason Eyjólfur Óskar: Strengir veg- hörpunnar. (88 bls.) Skákprent 1991. Rómantískur andblær svífur yfir síðum þessarar ljóðabókar. ERFÐASKRÁIN Verö kr. 1.580.- Hér er ijallað um ríki tilfinning- anna, andinn er í fyrirrúmi en daglegt amstur fær litla umfjöllun. Yrkisefni skáldsins eru aðallega af tvennum toga: Ástarljóð og sambúð manns og lands. I bestu ljóðunum tekst Eyjólfi að tengja þetta tvennt saman með frumleg- um hætti þannig að náttúrulýsing- ar leika undir mannlegar kenndir. Myndmálið er oft sótt í ríki náttúr- unnar. Sem dæmi nefni ég Morgungolu: Ég var rekaviður í fjöru ' sem þú fannst og fleygðir á eldinn og í flöktandi örmum þínum ég logaði alla þá nótt Þegar morgunninn mildur og þrifínn hvítþvoði grómtekið myrkrið ■ og vakti mitt hjarta með hlátri þá leit ég í augu þín En þar var bálið brunnið og askan að bera í bílinn farteski sitt Eyjólfur hefur gott vald á ýms- Eyjólfur Óskar um tegundum myndmáls, mynd- hverfingar og viðlíkingar spretta eins og átakalaust fram í ljóðlínun- um: „Jólatré / ilmandi grænt / er líkami þinn // Varir mínar / skreyta það ljósum ...“ (Hjal). Gallalaus er þessi ljóðabók ekki. Helstu annmarkar hennar felast í formrænni einhæfni. Alltof mörg ljóðanna eru svipuð að formi þann- ig að í miðri bók slær lesandinn ósjálfrátt taktinn í huganum fyrir næstu blaðsíðu. Hugsanlega hefði önnur niðurröðun ljóða bætt hér eitthvað úr en varla skipt sköpum. REDSTONE sj onvarpsleiktæki Nintendo samhæfil. Stýripinnar og tengingar við sjónvarp fylgja.Steríó útgangur. A/V útgangur. Sýnishom úr leikjaskrá: TURTIES II___kr. 1900 TOPCUN______kr. 2.900 SIMPSONS....kr. 2.900 ÞOR H ARMULA 11 0 91-GB1500 SOCCER________kr. 1.950 Konami Olympics kr. 2.900

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.