Morgunblaðið - 20.12.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.12.1991, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1991 FRAMKVÆMDASJÓÐUR ÍSLANDS Framkvæmdasjóður íslands auglýsirtil sölu hluta- bréf sjóðsins í íslenskum markaði hf., Leifsstöð, Keflavíkurflugvelli. Um er að ræða 52,82% af heildarhlutafé ífélaginu. Upplýsingar veittar hjá Framkvæmdasjóði íslands í síma 624070. (SLENSK LEIKLIST I Sveinn Einarsson Upphaf ritverks um íslenska leiklistar- sögu og er brautryðj- endaverk á því sviði. Bókin fjallar um upp- tök leiklistarinnar hér á landi og greinir frá áhrifum víða úr heim- inum og frá íslensk- um fornbókmenntum. Greint er frá fyrstu leikstarfsemi hérlend- is og upphafi ís- lenskrar leikritunar fram undir síðustu aldamót. Ritið er skreytt myndum. J¥ m 31T\ ITT I ffl rr S! i ffl v rn" Bókaufgáfa /HENNING4RSJÖÐS SKÁLHOLTSSTlG 7 • REYKJAVlK SÍMI 6218 22 DÝRIÐ GENGUR LAUST Bókmenntir Sigurður Haukur Guðjónsson Höfundur: Hrafnhildur Val- garðsdóttir. Setning: Höfundur. Umbrot og filmuvinna: Offset- þjónustan hf. Prentverk: Prentsmiðja Árna Valdimarssonar. KáPUMYND: Almenna auglýs- ingastofan/ Anna Þorkelsdótt- ir. Útgefandi: Æskan. Bráðsnjöll bók! Síðasta prófið. Vor í nösum. Auglýsing á vegg: Leikendur vantar! Grjóni mættur. Hinir ungu sáu á honum vængi, hinir eldri illahirt flókatrippi. Einu gilti, hann hafði undarleg áhrif á alla. Drauma um frægð og fráma í hugum æskunar, drauma um gróða í hugum hinna fullorðnu. Það átti sem sé að fara að gera kvikmynd, festa þjóðsögu á filmu, og Gijóni kominn til þess að kynna sér aðstæður; velja umgjörð; velja í hlutverk; velja samastað. Hrafnhildur segir þessa sögu af leiftrandi snilld, hraði og hljóm- fall stílsins minnti mig á söng Helga Péturs og félaga. Enda heiti sögu sótt þangað, og upphaf henn- ar sjálfsagt ritað undir ómum þess. Þó gleymir höfundur ekki gamalli hefð, íslenzkri, að gera sögunni forspá. Gijóni hittir Línu gömlu og óttinn sezt að í bijósti hans. Kerlingarnornin! Gústa, 15 ára snáða, er fylgt um sögusviðið. Hann er sonur draumóra- og bjarga-þessu-á- morgun-manns. En karlinn er grísku goði líkur, einsog meitlaður fyrir aðalhlutverk leiksins, og þá leikarinn að sunnan veikist, þá er faðir Gústa ráðinn. Það er engin lognmolla á sviðinu hjá höfundi, margir leiddir inn. Þarna er Þura á háum hælum og þröngu pilsi; þarna er Rós; þarna er Bragi og Halla, já, ástin, þessi saklausa, sem gefur veröldinni fagran blæ; en þarna er líka ógnin, — skelfing- in, — dulúðin. Saklaus dýr deyja; menn sjá elda þar enginn eldur er; á svörtum fáki fer óþekkjanleg vera, eins og hvirfilvindur. Gijóna er ekki rótt. Nornin! Orðin hennar og spáin láta hann ekki í friði. Frá Álfhóli er hörfað, er það birtist í linsu vélar, sem ekki verður á filmu fest. Þá líka lækka öldufaldar, lognsær glóir, og gátur leysast. Höfundur kann listavel til verka, svo vel, að hver síða kallar á lestur þeirrar næstu, já fár mun geta lagt þessa bók frá sér, fyrr en saga er öll. Hér er hraði; hér er spenna; hér er kímni, samúð með tilburðum okkar við að sýnast menn. Þessi bráðsnjalla bók á því eftir að gleðja marga. Hrafnhildur Valgarðsdóttir Stundum skildi ég ekki alveg: T.d. „Bræðurnir gengu heim á leið, annar til að láta sig dreyma um Rós en hinn til að hatast við.“ Er hér orði ofaukið eða orði vant? (27.) „Eigum við að hleypa þeim í?“ í hvað? (44). Próförk vel lesin (losaðifeita) (27). Prentverk mjög gott. Kápa Önnu faglega unnin, eins og gluggi að sögu. Þökk fyrir bráð- snjalla bók. Til hamingju. Með undirspili náttúrunnar Bókmenntir Ingi Bogi Bogason Eyjólfur Óskar: Strengir veg- hörpunnar. (88 bls.) Skákprent 1991. Rómantískur andblær svífur yfir síðum þessarar ljóðabókar. ERFÐASKRÁIN Verö kr. 1.580.- Hér er ijallað um ríki tilfinning- anna, andinn er í fyrirrúmi en daglegt amstur fær litla umfjöllun. Yrkisefni skáldsins eru aðallega af tvennum toga: Ástarljóð og sambúð manns og lands. I bestu ljóðunum tekst Eyjólfi að tengja þetta tvennt saman með frumleg- um hætti þannig að náttúrulýsing- ar leika undir mannlegar kenndir. Myndmálið er oft sótt í ríki náttúr- unnar. Sem dæmi nefni ég Morgungolu: Ég var rekaviður í fjöru ' sem þú fannst og fleygðir á eldinn og í flöktandi örmum þínum ég logaði alla þá nótt Þegar morgunninn mildur og þrifínn hvítþvoði grómtekið myrkrið ■ og vakti mitt hjarta með hlátri þá leit ég í augu þín En þar var bálið brunnið og askan að bera í bílinn farteski sitt Eyjólfur hefur gott vald á ýms- Eyjólfur Óskar um tegundum myndmáls, mynd- hverfingar og viðlíkingar spretta eins og átakalaust fram í ljóðlínun- um: „Jólatré / ilmandi grænt / er líkami þinn // Varir mínar / skreyta það ljósum ...“ (Hjal). Gallalaus er þessi ljóðabók ekki. Helstu annmarkar hennar felast í formrænni einhæfni. Alltof mörg ljóðanna eru svipuð að formi þann- ig að í miðri bók slær lesandinn ósjálfrátt taktinn í huganum fyrir næstu blaðsíðu. Hugsanlega hefði önnur niðurröðun ljóða bætt hér eitthvað úr en varla skipt sköpum. REDSTONE sj onvarpsleiktæki Nintendo samhæfil. Stýripinnar og tengingar við sjónvarp fylgja.Steríó útgangur. A/V útgangur. Sýnishom úr leikjaskrá: TURTIES II___kr. 1900 TOPCUN______kr. 2.900 SIMPSONS....kr. 2.900 ÞOR H ARMULA 11 0 91-GB1500 SOCCER________kr. 1.950 Konami Olympics kr. 2.900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.