Morgunblaðið - 20.12.1991, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.12.1991, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1991 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1991 35 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Tvö ný lýðveldi Ríkisstjórn íslands ákvað á fundi sínum sl. sunnudag að viðurkenna sjálfstæði Króatíu og Slóveníu og var tilkynning um það send til þessara ríkja síðdegis í gær. Er ekki annað að sjá, en þessi ákvörðun njóti almenns stuðnings meðal þjóð- arinnar. ísland hefur átt sam- starf um viðurkenninguna við sjö önnur ríki í Evrópu, sem hafa sett þau skilyrði um fram- kvæmd hennar, að Króatía og Slóvenía tryggi lýðræðislega stjórnarhætti, mannréttindi og jafnrétti minnihlutahópa. Króatia og Slóvenía lýstu yfir sjálfstæði sínu 25. júní sl. að undangenginni þjóðaratkvæða- greiðslu. Mikill meirihluti kjós- enda ákvað að stofna sjálfstæð lýðveldi o g úrslitin boðuðu enda- lok Júgóslavíu í þeirri mynd, sem sambandsríkið hafði, allt frá stofnun þess árið 1918. í Júgó- slavíu voru það Serbar, sem höfðu mest völd innan ríkis- stjómarinnar í Belgrað. í Króat- íu og Slóveníu hafnaði fólkið Kommúnistaflokknum algerlega pg fjölflokkakerfi var komið á. í'Serbíu var aðeins skipt um nafn á Kommúnistaflokknum og heitir hann nú Sósíalistaflokkur- inn eins og reyndar víðar í fyrri kommúnistaríkjum Austur-Evr- ópu. í sambandsstjórninni í Belgrað höfðu kommúnistar áfram tögl og hagldir og harð- línukommúnistar fóru með stjóm hersins. í fyrstu gátu bæði Króatar og Slóvenar hugsað sér að vera áfram, um sinn a.m.k., innan endurskipulagðs sambandsríkis Júgóslavíu, en þó með fullri stjóm eigin mála, t.d. löggjafar- valds. Fijáls markaðsbúskapur átti að leysa miðstýringu kom- múnismans af hólmi. Þetta gátu harðlínumennirnir í Belgrað alls ekki hugsað sér og Serbar óttuð- ust að missa áhrif sín og völd. Afleiðing sjálfstæðisyfírlýsingar Króata og Slóvena varð sú, að Belgraðstjómin beitti sam- bandshernum til að þvinga þá til undanhalds og koma í veg fyrir upplausn sambandsríkis- ins. Heimurinn hefur nú í hálft ár horft upp á hörmungarnar, sem dunið hafa yfir í Júgóslav- íu. Fólk hefur fallið þúsundum saman og tugþúsundir hafa særzt. Heilu bæimir og þorpin hafa verið jöfnuð við jörðu og eignatjónið er gífurlegt. Mest hafa átökin bitnað á Króötum síðustu mánuðina, en í upphafi voru það Slóvenar, sem áttu í höggi við sambandsherinn og stjómina í Belgrað. Allar til- raunir erlendra ríkja til að koma í veg fyrir vopnuð átök, og síðar til að stöðva bardagana, hafa verið árangurslausar. Það voru fyrst og frémst Bandaríkin, Evr- ópubandalagið og síðar Samein- uðu þjóðirnar, sem reyndu að stöðva átökin og koma á vopna- hléi. Margítrekað samkomulag um stöðvun vopnaviðskipta var aldrei haldið og fór svo, að Efna- hagsbandalagið setti viðskipta- bann á Serbíu, sem það taldi bera höfuðábyrgð á ástandinu. Samstaða tókst hins vegar aldr- ei innan Evrópubandalagsins um það að senda friðargæzlusveitir á vettvang, þótt menn horfðu í hryllingi á blóðvöllinn. Síðustu vikurnar hefur verið mikill þrýstingur á Sameinuðu þjóðimar um að senda frið- argæzlusveitir til Júgóslavíu, en þar hafa ýmis ljón verið í vegin- um, m.a. að samkvæmt stofn- sáttmála geta þær ekki haft afskipti af innanlandsátökum. Deiluaðilar þurfa því að fallast á afskipti SÞ og það hefur verið hlutskipti sendimanns þeirra, Cyms Vance, að fá slíkt sam- þykki og koma á vopnahléi. En það fór eins og um friðarumleit- anir Evrópubandalagsins. Fyrir- heit og samkomulag um vopna- hlé hélt aldrei. Þessi þróun hefur sannfært ýmsar þjóðir um það, að nýjar leiðir verði að reyna til að stöðva bardagana og þjáningu íbúa Júgóslavíu. Ein leiðin að mati þessara þjóða er að veita Króat- íu og Slóveníu formlega viður- kenningu sem sjálfstæðum ríkj- um. Það ryðji m.a. brautina fyr- ir afskipti SÞ. Þjóðveijar hafa verið ákveðnastir í þessum efn- um og hafa þeir fengið önnur ríki Evrópubandalagsins á sitt band. Það ákvað sl. þriðjudag að veita ríkjunum formlega við- urkenningu sína 15. janúar nk. Þjóðveijar veittu lýðveldunum tveimur viðurkenningu í gær, en hún tekur gildi á sama tíma og hjá öðrum ríkjum EB, en þó er hugsanlegt að viðurkenning Þjóðveija komi til framkvæmda fyrir jól. Bandaríkin 'hafa lagzt gegn viðurkenningu við núverandi aðstæður og framkvæmdastjóri SÞ segir, að hún geti leitt til harðari og víðtækari stríðs- átaka. Það verður að segjast eins og er, að stefna Bandaríkj- anna og SÞ hefur ekki leitt til neins árangurs og ástandið er fyrir löngu orðið óþolandi. Nýrra leiða er því þörf og það er rétt ákvörðun hjá ríkisstjórn íslands að hafa um það samstöðu með hópi Evrópuþjóða að viðurkenna sjálfstæði Króatíu og Slóveníu. Þannig hefur viðurkenning vonandi raunverulegt gildi en verður ekki gagnslaust papp- írsplagg. íbúar Króatíu og Slóv- eníu hafa lýst vilja sínum og sjálfsákvörðuparrétt fólksins á að virða. Það ber því að fagna nýju lýðveldunum tveimur í hópi lýðfijálsra ríkja Evrópu. Fjárhagsáætlun Reykjavíkur; 780 millj. varið til nýrra skóla Hugsanlegt útboð á hluta sorphirðunnar í RÆÐU Markúsar Arnar Antonssonar borgarstjóra við fyrri umræðu fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar í gærkvöldi, kom meðal annars fram að á næsta ári verður varið um 780 millj. til nýbygginga skóla að teknu tilliti til endurgreiðslna frá ríki og Mosfellsbæ ef samningar takast um nýjan fjölbrautaskóla í Borgar- holti. Framlag til skólabygginga í heild hækkar um 143,4 millj. eða 22,5%. Morgu nblaðið/Þorkell Markús Örn Antonsson borgarsljóri flytur ræðu sína um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar á fundi borgarstjórnar í gærkvöldi. Við hlið hans situr Magnús L. Sveinsson forseti borgarstjórnar. Tekjur borgarsjóðs tæpir 13 milljarðar í FJÁRHAGSÁÆTLUN Reykjavíkurborgar vegna ársins 1992, sem lögð var fram til fyrri umræðu á fundi borgarstjórnar í gær, kemur fram að heildartekjur borgarsjóðs eru áætlaðar tæplega þrettán milljarðar króna. Rekstrargjöld eru níu milljarðar króna en heildargjöld tæpir þrett- án milljarðar króna. Af tekjum borgarinnar vega útsvörin þyngst, eða sem nemur rúmlega 6,2 milljörðum króna, en útsvarsálagningarhlutfallið er óbreytt, 6,7%. Tekjur af aðstöðugjöldum eru annar stærsti liðurinn og nema þær tæplega þremur milljörðum króna. Fasteignaskattar, sem nema tæpum tveimur milljörðum króna, eru þriðji stærsti liðurinn. I frum- varpinu er gert ráð fyrir að rekstrargjöld borgarsjóðs lækki um tæplega 1,4% frá áætlaðri útkomu þessa árs en samanlögð útgjöld hækki um 5,6%. Frumvarp um Lánasjóð íslenskra námsmanna; Tillaga um að vextir á námslánum verði 3% Endurgreiðsla hefjist ári eftir námslok Breytingar á endurgreiðslum námslána (miðað er við meðaltekjur í starfsgrein) Einstaklingur í leiguhúsnæði. Starf: Viðskiptafræðingur 2° r \ Breytt kerfi Arslán 432.000 þús. kr. f \ 16 Tekiðlán 1.728.000 12 I 1 Námstími 4 ár "\ Gildandi kerfi*’ Or—t—r-r-T-T-r—r-r 25ára 30 ' '35' ’ .r.T-rT-r 40 45 ' '50' ’ ■T-T.~T.-r-l- 55 TTTrT 60 TTTTT 65 Einstakl. í leiguhúsnæði. Starf: Framhaldsskólakennari 12 Árslán 432.000 Tekiðlán 1.296.000 Námstímí 3 ár 4 Gildandi kerfi** 0 f-|'-r-|-T-r-T-T,,T-i-T,"l",T'"T'" I' .!1 l1" T" l'l ’T T T "1 'T 7’ "!.r"l.I’11” l'" )” ,f' 'I "V T"T 25 ára 30 35 40 45 50 55 60 65 4s.kr. Breytt kerfi* 8 Einstætt foreldri m. eitt barn. Starf: Viðskiptafræðingur Einstætt foreldri m. eitt barn. Starf: Framhaldssk.kennari 12 Árslán 648.000 Tekið lán 1.944.000 Námstimi 3 ár bús. kr. — - 8 , Breytt kerfi* , • n 25 ára 30 35 4 0 45 50 5 5 60 65 *Breytt kerfi skv. frumvarpi til laga um LÍN. Endungreiðslur hefjast ári eftir námslok. Vextir 3%. Tekjutenging: 4% fyrstu 5 áriin, 8% eftir það. **Endurgreiðslur hef|ast þremur árum eftir námslok. Vextir 0%. Tekjutenging 3,75%. Endurgreiöslur námslána eiga að vera tekjutengdar - segir Steinunn V. Óskarsdóttir formaður SHÍ Við Húsaskóla verður byggt íþróttahús sem taka á í notkun næsta haust og er áætlað að veija til þess 330 millj. Að auki verður varið 96 millj. til 1. áfanga kennsluhúsnæðis við skólann. Þá er áætlað að lokið verði við viðbyggingu Árbæjarskóla, félagslega álmu við Hlíðaskóla og frágang við Foldaskóla. Hafin verður smíði íþróttahúss ásamt viðbyggingu við Ártúnsskóla og lokið við síðasta áfanga Selásskóla, sem er íþróttahús ásamt tengibyggingu. Loks verður hannaður skóli í Rimahverfí í Borg- arholti og bókasafn í viðbyggingu við Seljarskóla. Menningarmál Gert er ráð fyrir 37 millj. fram- lagi til lokafrágangs innandyra í Borgarleikhúsi og af öðrum fram- kvæmdum er heyra undir menning- armál verður ráðist í viðhald á Kjarv- alsstöðum og 10 millj. fara til endur- bóta á Ásmundarsafni. Til Korpúlfs- staða verður varið 45 millj. og er þar um hönnunar- og undirbúnings vinnu að ræða. Könnun á golfvelli í landi Keldna Til framkvæmda á sviði íþrótta- og æskulýðsmála er áætlað að veija 315 millj. og fer mest til sundlaugar- innar í Árbæjarhverfi. Þá verður lögð 400 metra hlaupabraut við aðalleik- vanginn í Laugardal og er áætlaður heildarkostnaður um 80 millj. Gert er ráð fyrir 10 millj. vegna endur- byggingar sundlaugarinnar í Laug- ardal og 5 millj. í hönnun á nýrri stúku við Laugardalsvöll. Áformað er að veija 10 millj. til staðavalsat- hugana og undirbúnings við nýjan golfvöll, en í athugun er að koma honum fyrir í landi Keldna. 10 millj. verður varið til kaupa á skíðalyftum í hverfi borgarinnar og 12 millj. til sameiginlegra framkvæmda í Skála- felli og Bláfjöllum. Áætlaður rekstarhalli sundstaða er um 80,9 millj. og sagði borgar- stjóri til greina komi að hækka að- gangseyri eins og nú áraði. Gert er ráð fyrir að um 284 millj. verði var- ið til íþróttastarfsemi fijálsra félaga, þar af um 159,5 millj. til íþrótta- bandalags Reykjavíkur. Skiptist fjár- veitingin þannig, að 13,1 millj. fer til reksturs ÍBR, 120 millj. til húsa- leigu- og æfíngastyrkja til ÍTR og ÍBR og 26,4 miljj. til uppgjörs á byggingastyrkjum ÍBR til íþróttafé- laga í Reykjavík. Til framkvæmda á vegum íþróttafélaga er við fyrri umræðu reiknað með 90 millj. Fyrirhugað er að veija 250 millj. til umhverfis- og útivistarmála. Þar af 150 millj. til framkvæmda við Fjölskyldugarðinn í Laugardal en fyrirhugað er að garðurinn heyri undir Iþrótta- og tómstundaráð. Áætlað er að veija 81,5 millj. til leik- svæða í nýjum hverfum og frágang í kjarna Seljahverfis, endurbætur við Skúlagötu og Laugaveg, lagfæringa í Hljómskálagarði og til skólagarða austan við Holtaveg í Laugardal. Þá er fyrirhugað að veija 20 millj. til stækkunar Húsdýragarðs og tjald- stæða í Laugardal auk framkvæmda í Borgargarði. Dagheimili Gert er ráð fyrir að veija 278,5 millj. til smíði barnaheimila og fram- kvæmda á gæsluvöllum. Leikskóli verður tekinn í notkun í Rimahverfí, lokið við tveggja deilda skóladag- heimili við Logafold og byggt við Amarborg. Auk þess verður ráðist í breytingar og endurbætur á húsum og lóðum barnaheimila í grónum hverfum. Leiguíbúðir og verkamannabústaðir Áætlaður kostnaður við rekstur fasteigna borgarinnar er 86,1 millj. Þar af er rekstrarkostnaður vegna Viðeyjar, Borgarleikhúss og Ráðhúss samtals 43 millj. Framlög til kaupa á leiguíbúðum og smíði eða kaup á félagslegum íbúðum eru áætluð 150 millj. Er fyrirhugað að kaupa allt að 67 íbúðir, ýmist félagslegar eign- aríbúðir eða kaupleiguíbúðir. Til framkvæmda vegna íbúða aldr- aða og sjúkrastofnana er áætlað að veija 559,5 millj. þar á meðal vegna íbúða og þjónustumiðstöðvar við Lindargötu og hjúkrunarheimilis í Grafarvogi. Lokið verður við fram- kvæmdir við þjónustusal aldraðra við Hraunbæ, Hæðargarð og Sléttuveg og 28 millj. verður varið til þjón- ustumiðstöðvar í Suður-Mjódd. Gatna- og holræsaframkvæmdir Til nýframkvæmda, reksturs og viðhalds á götum og holræsum er áætlað að veija 1.900 millj. og er það tæplega 14% lægri upphæð en á þessu ári. Gert er ráð fyrir að fram- kvæmdir hefjist við Geirsgötu á Mið- bakka í samvinnu við Reykjavíkur- höfn. Af framkvæmdum við aðrar umferðaræðar má nefna malbikun Víkurvegar í Grafarvogshverfí að Borgarvegi og Borgarveg að Langa- rima. Haldið verður áfram hönnun Ósabrautar, tengibrautar frá Klepp- smýrarvegi að Höfðabakka. Framkvæmdahraða við lagningu aðalholræsa og byggingu mann- virkja þeim tengdum verður aukinn og er þar gert ráð fyrir 470 millj. Lokið verður við byggingu dælu- stöðvar við Faxaskjól ásamt 300 metra útrásarlögn frá henni. Lagn- ing aðalholræsis við Ægisíðu-Eiðis- granda verður haldið áfram og byggð dælustöð í Skildinganesi. Til verk- efna í nýjum íbúðarhverfum verður varið 124,5 millj. Er gert ráð fyrir að 56 einbýlishúsalóðir verði gerðar byggingarhæfar á árinu auk þess sem séð verður til þess að hægt verði með litlum fyrirvara að auka fram- boð á lóðum verði eftirspurn meiri en útlit er fyrir. Miðbærinn Áfram verður haldið við endurnýj- un og upphitun gatna og göngu- svæða í Kvosinni og er áætlaður kostnaður um 90 millj. kr. Um er að ræða Kirkjustræti frá Vallar- stræti að Aðalstræti, Aðalstræti að Ingólfstorgi og auk þess Vallar- stræti og Thorvaldsenstræti. Gengið verður frá götum í Laugardal, Sig- túni og á Holtavegi og gert hringt- org á mótum Reykjavegar og Sigt- úns. Til hreinlætismála er áætlað að veija 426,6 millj. eða tæplega 10% lægri fjárhæð en á þessu ári. I athug- un er að breyta fyrirkomulagi sorp- hirðu í borginni í kjölfar þeirra breyt- inga sem orðið hafa eftir að Sorpa tók til starfa. Þykir koma til greina að bjóða tiltekinn hluta sorphirðunn- ar út í tilraunaskyni. í ræðu Markúsar Arnar Antonsson- ar, borgarstjóra, á fundinum í gær kom fram að gert sé ráð fyrir að tekj- ur borgarinnar hækki um 5,6% á milli áranna og verði 12 milljarðar og 851 milljón króna. Aðaltekjustofninn, úts- vörin, eru samkvæmt frumvarpinu 5,5% hærri en áætlað er að þau verði á þessu ári, samtals 6 milljarðar og 265 milljónir króna. Útsvarshlutfall óbreytt frá 1988 í ræðu borgarstjóra kom fram að ákvörðun um 6,7% útsvar í stað- greiðslu væri ákvörðun um óbreytt hlutfall frá 1988, fyrsta ári stað- greiðslunnar. Á sama árabili hefði rík- ið hækkað hlutfall tekjuskatts í stað- greiðslu um 4,3 prósentustig. Tekju- skattbyrðin í staðgreiðslu hefði aukist um 15,1% á sama árabili og borgar- stjórn hefði haldið útsvarinu og ann- arri skattheimtu óbreyttri. „Eftir þessu ættu menn að taka, þegar rekinn er sá áróður, að Reykja- vík og önnur sveitarfélög hafí á liðnum árum aukið umsvif sín og skattheimtu umfram ríkið,“ sagði Markús Örn og bætti við: „Að vísu er nú svo komið, að ýmsar sveitarstjómir sem hingað til hafa staðið gegn útsvarshækkunum telja sig nú nauðbeygðar til að hækka útsvarið í 7,5% vegna fyrirhugaðrar skattlagningar ríkisins, en um leið og heimild til útsvarsálagningar er full- nýtt koma sveitarfélögin jafnframt til greina við úthlutun framlaga úr Jöfn- unarsjóði sveitarfélaga.“ Fasteignaskattar eru í frumvarpinu áætlaðir 1 milljarður og 991 milljón króna og hækka _um 5,9% frá álagn- ingu þessa árs. Áætlað er að tekjur af byggingarleyfum verði 12 milljónir, óbreytt frá fyrra ári. Lóðarleigur munu nema 138,2 milljónum króna og hækka í samræmi við fasteigna- mat á lóðum. Arður af fyrirtækjum verður 670 milljónir og er eins og á fyrra ári miðaður við 2% arð af endur- metinni eign fyrirtækja borgarsjóðs í lok ársins 1990. Borgarstjóri gat þess í ræðu sinni að framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfé- laga væri nú einungis fjórðungur þeirra landsútsvara, sem til féllu í Reykjavík og áætlaðist 66 milljónir króna. Tekjur af aðstöðugjöldum eru áætl- aðar 2 milljarðar og 875 milljónir króna og er þá miðað við óbreytta gjaldskrá. Þá er í áætluninni gert ráð fyrir að þjóðvega- og bensínfé nemi 212 milljónum, en borgarstjóri sagði ljóst að sú áætlun væri 70-80 milljón- um króna of há. Þá er áætlað að gat- nagerðargjöld nemi 200 milljónum króna. Tekjur af dráttarvöxtum eru áætlaðar 250 milljónir króna. Rekstrargjöld lækka um 1,4% í ræðu borgarstjóra kom fram að rekstrargjöld borgarsjóðs lækki sam- kvæmt frumvarpinu um tæplega 1,4% frá áætlaðri útkomu þessa árs en sam- anlögð útgjöld hækki um 5,6%. „Út- gjaldaforsendur frumvarpsins eru í meginatriðum miðaðar við, að laun og launatengd gjöld hækki um 3,6 til 4% og önnur útgjöld hækki að óbreytt- um umsvifum um 6% til jafnaðar milli áranna 1991 og 1992, en á móti veg- ur sá samdráttur sem víða er gert ráð fyrir í þessu frumvarpi og þá ekki hvað síst á sviði gatnagerðar," sagði Markús Öm. Hann sagði jafnframt: „Ástæðu- laust er að draga fjöður yfír það, að hér er teflt á tæpasta vað hvað rekst- urinn varðar og þess vegna verða borgarfulltrúar sem aðrir að gera sér ljóst, að frekari niðurskurður, meðal annars vegna áforma ríkisstjómarinn- ar um sérstakar tímabundnar álögur á sveitarfélögin á næsta ári, hlýtur fyrst og fremst að bitna á framlögum til framkvæmda." „Frumvarpið eins og það er lagt fram nú til fyrri umræðu lýsir því fyrst og fremst, hvernig meirihluti borgarstjórnar vill bregðast við erfíðu árferði, án þess að hverfa frá þeim framkvæmdum sem fyrirheit hafa verið gefin um og til þess að veija atvinnustarfsemina í borginni frekari áföllum,“ sagði Markús Om. Reykjavík með sterka stöðu Markús Örn lagði áherslu á það í ræðu sinni að þótt blikur væra á lofti í efnahagsmálum landsmanna og að ýmsum væri þungt til fjár, bæði ein- staklingum, fyrirtækjum og sveitarfé- lögum, hefði Reykjavíkurborg gífur- lega sterka stöðu til að mæta þeim erfíðleikum, sem spáð væri á komandi ári. „Fjárhagsáætlunarfrumvarpið fyrir 1992 og fjárhagsstaða borgarinnar almennt sýnir þetta og sannar. Þess vegna ber að vísa afdráttarlaust á bug því svartsýnisrausi sumra fulltrúa minnihlutans, sem hafa sungið þann söng hér í borgarstjórninni undanfarið að allt væri á fallanda fæti hjá Reykja- víkurborg, en svartnættið eitt fram- undan og ekki nokkra ljósglætu að sjá,“ sagði borgarstjóri. Hann sagði að með því einu að kynna sér innihald þeirra tillagna sem fyrir lægju samkvæmt fjárhagsáætl- un, gætu borgarbúar séð hversu frá- leitur þessi áróður um alvarlega fjár- hagsörðugleika Reykjavíkur hefði ver- ið. Engu að síður sagði borgarstjóri að fyllstu gætni væri þörf. „Nokkur óvissa ríkir um tekjuliði í ljósi yfírvof- andi samdráttar í þjóðfélaginu og mæta verður aðstæðum með því að fara mjög hóflega í áætlanir um verk- legar framkvæmdir, þó að freistandi væri að herða róðurinn til að tryggja hærra atvinnustig," sagði Markús Öm. Borgin ekki þátttakandi í skollaleiknum Hann sagði Reykjavíkurborg ekki verða þátttakanda í þeim skollaleik, sem hafin væri meðal sveitarfélaga vegna þeirrar fjárhagsaðstoðar, sem ríkið væri að krefja þau um til rekst- urs löggæslu í eitt ár. „Reykjavíkur- borg mun ekki framsenda þann reikn- ing til borgarbúa í auknum sköttum. Slíkt hefði aldrei komið til álita af hálfu meirihlutans og síst af öllu nú, þegar viðræður um kjarasamninga era á mjög viðkvæmu stigi.“ „Öhætt er að fullyrða, að málflutn- ingur félagsmálaráðherra í umræð- unni um fjármál sveitarfélaga síðustu vikur og daga hafí komið róti á hugi sveitarstjórnarmanna, sem átta sig ekki lengur á því, hvort um er að ræða gaman eða alvöru, þegar ráð- herrann kveður sér hljóðs,“ sagði Markús Örn. Hann benti á að á fjármálaráð- stefnu Sambands íslenskra sveitarfé- laga í nóvember hefði félagsmálaráð- herra lýst því yfír að nauðsynlegt væri að fella niður aðstöðugjöldin. „Ekki var annað á félagsmálaráð- herra, sem er 12. þingmaður Reykvík- inga, að heyra, en þetta væri meðal annars nauðsynlegt vegna þess, að annars kæmist borgarstjórn Reykja- víkur undan því að hækka útsvörin í Reykjavík og auka þannig álögur á Reykvíkinga. Nú gerðist það í gær, að flokksbræður ráðherrans í Hafnar- fírði, Alþýðuflokksmennimir sem þar ráða, ákváðu að hækka útsvar í Hafn- arfirði, m.a. til að mæta boðaðri skatt- heimtu ríkisins á sveitarfélögin. Kem- ur þá ekki ráðherrann fram á sjónar- sviðið og gagnrýnir flokksbræður sína í Hafnarfirði harðlega, telur þá ganga allt of langt í álögum á íbúana. En í sömu andrá ítrekar ráðherrann að þessi ákvörðun muni enn ýta á kröfur um niðurfellingu aðstöðugjaldsins, m.ö.o. enn ítrekar ráðherrann og þing- maður Reykvíkinga, að nauðsynlegt sé að borgarstjóm Reykjavíkur hækki álögur á íbúana í Reykjavík," sagði borgarstjóri. Loks sagði hann: „Bölmóðurinn sem nú er hinn rauði þráður í allri póli- tískri umræðu í landinu má aldrei gagntaka menn svo að þeir megni ekki lengur að skynja þá ótrúlegu kosti sem landið í heild og Reykjavík- urborg sem slík hefur að bjóða. Þeir em ótrúlega fjölbreyttir og að mörgu leyti lítið nýttir ennþá.“ VEXTIR á námslánum verða 3% að námstíma loknum og endur- greiðsla þeirra hefst ári eftir námslok ef frumvarp um Lánasjóð íslenskra námsmanna sem lagt hefur verið fram á Alþingi nær fram að ganga, Gert er ráð fyrir að endurgreiðslutími verði fjór- faldur eðlilegur tími þess náms sem lánað er til, en endurgreiðslur mega þó ekki fara fram úr því að vera 4% af útsvarstekjum fyrra árs fyrstu fimm árin eftir að endur- greiðsla hefst og 8% upp frá því og endurgreiðsla heldur áfram þar til lán er uppgreitt. Samkvæmt núgildandi námslána- kerfí eru lánin vaxtalaus, endur- greiðsla hefst ekki fyrr en þremur árum eftir námslok og er ekki hærri en sem nemur 3,5% af tekjum. Eftir- stöðvar falla niður eftir 40 ár ef þær eru einhverjar. Auk þessa felur frumvarpið í sér að hætt verður að lána til sérnáms sem ekki er á háskólastigi nema lán- þegi verði 20 ára á því almanaksári sem lán er veitt á. Felld verða niður öll ákvæði um námsstyrki en gert ráð fyrir að Vísindasjóður verði efldur til að veita styrki. Meðal annars er fellt niður ákvæði um ferðastyrki til náms- manna erlendis, en í greinargerð seg- ir að heimilt sé sjóðsstjórn að lána fyrir ferðastyrkjum. Þá er sjóðnum heimilt að innheimta lántökugjöld og 1,2% lántökugjald nefnt í því sambandi. Felld eru út ákvæði um greiðslur í lífeyrissjóði og gerð er krafa um tvo ábyrgðarmenn lána í stað eins áður. Skuldabréf verða sameinuð jafnóðum, svo ekki verða í gildi margar skuldaviðurkenningar hjá lánþega eins og nú er. Námsað- stoð verður aldrei greidd út fyrr en sýnt hefur verið fram á námsárang- ur. Heimilt verður að veita almenn skuldabréfalán en heimild til víxillána felld niður. Í greinargerð með frumvarpinu segir að ef það verði að lögum muni að líkindum draga úr eftirspurn eftir námslánum, þó ekki sé gerð tilraun til þess að meta hversu mikið það gæti orðið. Vegna þeirra breytinga sem gerðar séu tillögur um muni ríkis- framlag til sjóðsins lækka um 138 milljónir árið 1993, 310 milljónir árið 1997 og lækka um 2.332 milljónir árið 2010. Stuðningur ríkis við námsl- ánakerfíð yrði áfram nauðsynlegur og yrði á árinu 1992 væntanlega nálægt einum milljarði króna, sem skiptist þannig að 400 milljónir em í formi vaxtaleysis á námstíma og 400 milljónir í formi vaxtaniður- greiðslna. Ennfremur segir að tilgangur breytinganna sé að treysta fjárhags- lega stöðu Lánasjóðsins til frambúðar og draga úr þeirri byrði sem ríkissjóð- ur hefur af honum. Því verði best lýst með því að styrkhlutfall ríkisins falli úr 65% í 25% á 10-15 árum mið- að við 6% ávöxtunarkröfu. Arnór segir það mjög slæmt fyrir námsmenn erlendis ef endurgreiðslur námslána eigi að hefjast einu ári eftir námslok. „Þetta er mjög slæmt fyrir fólk, sem er að koma undir sig fótun- um. Þeir, sem eru að koma aftur heim eftir nám í útlöndum þurfa að útvega sér húsnæði og það lendir oft illa í því vegna þess að það á yfirleitt eng- ar eignir og lendir því oft í aukinni STEINUNN V. Óskarsdóttir, for- maður Stúdentaráðs Háskóla ís- lands, segir að mikil óánægja ríki meðal námsmanna vegna frum- varps um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Hún segir endur- greiðslur námslána verða að vera tekjutengdar. Steinunn segir endurgreiðslukerf- ið vera hugsanavillu eins og það sé sett fram í frumvarpinu. „Það skipt- ir öllu máli að sá, sem er með hærri greiðslubyrgði," segir Arnór. Arnór segir að gagnvart náms- mönnum erlendis sé mjög slæmt að gert sé ráð fyrir því að ferðastyrkur falli niður. „Flestir myndu þá komast lítið heim yfir námstímann. Þetta er auðvitað veruleg skerðing. Þetta kæmi jafnframt niður á fólki utan af landi, sem einnig hefur hlotið ferðastyrk," segir Amór Þórir Sigfússon. tekjur borgi að minnsta kosti jafn mikið af sínum launum og sá, sem er með lægri tekjur. Endurgreiðslur námslána eiga alltaf að vera tekju- tengdar.“ Jafnframt segist hún vera ósátt við að endurgreiðslur skuli eiga að hefjast einu ári eftir að námi lýkur og að það yrði mikið stökk að fara úr þremur árum eins og nú er niður í aðeins eitt ár. Einnig hafi náms,- menn lýst andstöðu við allar hug- myndir um að setja vexti á námslán. „Hins vegar höfum við sagt það að lántökugjald gæti vel komið til greina í einhverri mynd til að koma á móts við ríkisvaldið. Ég tel ekki rétt að setja vexti á námslán," segir Steinunn. Steinunn segir það hljóta að liggja í augum uppi að ef bæði eigi að tak- marka fjárveitingar til háskólans og gera námslánatökur svo óspennandi í augum fólks, þá gæti það auðveld- lega orðið til þess að fólk veldi sér nám, sem jafnvel væri arðbærara. „Það virðist vera ætlunin að minnka eftirspurn eftir námslánum og ég skil ekki þá hugsun, sem liggur þar að baki. Eins og í öðrum félagslegum kerfum eru tii dæmi um misnotkun á lánasjóðnum og em þau alltaf dregin upp til að sverta mynd náms- manna. Ef minnka á eftirspurnina er hætta á að fólk sækji ekki lengur í nám,“ segir Steinunn V. Óskars- dóttir. Margt í frumvarpinu al- varlegt fyrir námsmenn - segir Arnór Þórir Sigfússon, í stjórn SINE ARNÓR Þórir Sigfússon, sem sæti á í stjórn Sambands íslenskra náms- manna erlendis og er jafnframt fulltrúi þeirra í stjórn LÍN, segir ýmislegt í frumvarpi um Lánasjóð íslenskra námsmanna vera nyög alvarlegt fyr- ir námsmenn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.