Morgunblaðið - 20.12.1991, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.12.1991, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1991 Landakotsspítali: Starfsfólk uggandi um framtíð spítalans ÁHRIF áætlaðrar sameiningar Landakots- og Borgarspítala og vænt- anlegur niðurskurður á fjárframlögum til spítalans á hag starfsfólks jafnt sem sjúklinga eru óviss enn. Upplýsingar hafa verið af skornum skammti, að sögn viðmælenda Morgunblaðsins, og ekki eru allir sam- mála því sem sameiningin myndi fela í sér. Blaðamaður Morgunblaðs- ins hitti í gær að máli nokkra starfsmenn Landakotsspítala og leitaði álits þeirra á hugmyndinni um sameiningu og því að sjúkrahúsið verði gert að öldrunarspitala. G. Bima Guðmundsdóltir Guðbjörg Pálsdóttir Elín Ólafsdóttir Hans Hilariusson Kristín Ilögnadóttir Margrét Björasdóttir Kristinn Sigurjðnsson Jarþrúður Þórhallsdóttir Guðlaug Torfadóttir „Auðvitað hefur þetta áhrif á lækna eins og annað starfsfólk, og kemur þá sérstaklega illa við kandí- datana. Engu að síður er starfs- andinn mjög góður þó óvissan sé erfið,“ segir G, Birna Guðmunds- dóttir, aðstoðarlæknir. „Það sem mest hefur skort á er þó fagleg umræða. Það er skrýtið að ætla með handafli að leggja niður heilan spítala á nokkrum dögum — sérstaklega þann sem hefur sýnt fram á lægstan rekstrarkostnað. Ef af svona sameiningu ætti að verða mundi ég vilja sjá það sem margra ára þróun þar sem fulltrúar frá heil- brigðiskerfínu og stjómmálamenn tækju virkan þátt. Auðvitað er slæmt fyrir starfs- fólkið að missa sína vinnu, en allra verst er að hagur sjúklinga er að engu hafður. Sjúkrahús eru til fyrir sjúklinga en ekki starfsfólkið, og það er ekkert rætt um hvemig þetta kemur við þá. Hin sjúkrahúsin éru á engan hátt fær um að taka við auknu streymi eins og ástandið er þar í dag — þetta þýðir ringulreið og verri þjónustu fyrir sjúklinga. Sjúklingar hér hafa persónulega og góða þjónustu en ég tel engu að síð- ur vera hægt að ná aukinni hagræð- ingu eftir nokkur ár, með vandlegum undirbúningi. Það er út í hött að ætla sér svo stórar framkvæmdir á svo stuttum tíma, og sjúklingarnir þjást fyrir það.“ Tvísýnt ástand „Ástandið er mjög tvísýnt — ég er lausráðin og þori ekki að fastráða mig því ég vil hafa vaðið fyrir neðan mig. Þetta eykur líka álagið í vinn- unni, þegar búið er við svona óör- yggi og óvissu," sagði Guðbjörg Pálsdóttir, hjúkrunarfræðingur. Guðbjörg segist auk þess hafa fengið sterk viðbrögð og stuðning frá sjúklingunum. „Þeim þykir þetta mjög heimilislegt sjúkrahús og fínnst mjög miður að sjá í hvað horf- ir. Andlegt ástand starfsfólksins og líðan hefur auðvitað líka áhrif á starfíð og okkur þykir leitt að svona mál skuli geta haft áhrif á umönnun sjúklinganna.“ Rangt að farið kostur, en ekki að leggja niður starf- semina á þann hátt að þetta verði ekki lengur virkur spítali." Svíður sárt „Það sem stingur okkur hvað mest, sem lengst emm búin að vera hérna, er hvernig heilbrigðisráðu- neytið hefur sent systmnum kveðj- una,“ segir Hans Hilaríusson, um- sjónarmaður. Hans hefur unnið á Landakoti í 35 ár og ber sterkar taugar til spítalans og systranna. „Það svíður dálítið sárt að sjá hversu iítil virðing hefur verið borin fyrir þeim. Hvað sameininguna varðar virðist mér ómælda tugi milljóna skorta til að koma þessari stofnun í það horf að hún geti orðið að sómasamlegu öldmnarvistheimili." Vildi heyra meira í sjúklingum „Þessi umræða hefur farið óskap- lega illa í starfsfólk," segir Kristín Högnadóttir, deildarstjóri í móttöku- deild. „Margir eru orðnir uggandi um hag sinn þó við hjúkrunarfræð- ingamir getum flest fengið vinnu annars staðar. Það sem mér þykir sérstaklega verðmætt við þennan spítala er að í þessari smáu einingu er hægt að veita sjúklingum mun betri þjónustu á öllum sviðum — hlutirnir ganga fljótar fyrir sig og biðtíminn er minni. Mér þykir í raun verst hvað við heyrum lítið frá sjúklingum á opin- bemm vettvangi, því við fáum sjálf svo mikið hrós fyrir þjónustuna sem við veitum. Við emm komin með dagdeild fyrir sjúklinga sem ekki leggjast inn, og koma til að fara í alls konar aðgerðir, blóðgjafir og svo framveg- is. Á níu rúma deild höfum við haft allt upp í fjórtán sjúklinga á dag, og hefur mikil hagræðing verið í þessu — deildin hefur margborgað sig og lítið sem ekkert verið um bið- lista. Þetta verður einnig til þess að skurðstofur og annað nýtist betur.“ Óvisst atvinnuástand „Niðurskurðurinn kemur auðvitað niður á Sóknarkonunum hér, sem margar em orðnar fullorðnar og hlaupa ekki bara í nýja vinnu,“ seg- ir Margrét Bjömsdóttir, aðstoðar- ræstingastjóri. „Sá góði vinnuandi sem hér er hefur skaðast af óviss- unni og má segja að loftið sé lævi blandið. Annars líst mér ekki svo illa á sameiningaráformin í sjálfu sér — það er bara ekki rétt að þeim staðið og heilbrigðisráðherra hefur komið illa út úr þessu. Systumar störfuðu og starfa hér óeigingjamt og mér finnst þær ekki eiga svona meðferð skilið, að samningur þeirra við ríkið sé að engu hafður." Leita verður annarra Ieiða „Ég stend í þeirri trú að eftir því sem fyrirtæki stækka, þá vaxi stjómunarvandamálin. Skrifræðið vex og stjórnunarþörfín verður meiri í sameinuðum spítala en í hinum tveimur samanlagt," segir Kristinn Siguijónsson, verkfræðingur á rann- sóknastofu. „Við gætum fengið „sænskt ástand", þar sem báknið var orðið svo óhöndugt að nú em þeir að vinna að því að snúa þróun- inni við. Stærsti kosturinn við þennan spít- ala er þó ekki smæð hans, heldur launakerfí læknanna. Þetta gerir það að verkum að þeir hafa keyrt starf- ið hér miklu hraðar. Það væri miklu nær að spítalinn færi út í „rútínuað- gerðir", þar sem styrkur hans er, því vissulega fara menn seint að gera hér heila- og hjartaskurðað- gerðir. Ég vil gera það að tillögu minni að spítalinn verði seldur, og í framtíðinni verði verkin boðin út, og ef hann reynist dýrari en Landsp- ítalinn þá verði viðskiptunum beint þangað." Minnir á þráhyggju „Órói og óvissa er í fólki, og auð- vitað er óþægilegt að fá allar fréttir úr fjölmiðlunum — kvöldfréttimar segja manni hvað gerist næst, og fólk hefur áhyggjur, því það gæti reynst miserfítt fyrir það að fá nýja vinnu,“ segir Jarþrúður Þórhalls- dóttir, yfirsjúkraþjálfí. „Manni fínnst þetta allt mjög sér- kennilegt — tvennt er þó sérstaklega alvarlegt: Annars vegar tillögur sem ekki virðast tryggja að unnt verði að veita sömu þjónustu og áður og því hljóti biðlistar að lengjast. Nú þegár liggja sjúklingar sem bíða eft- ir að komast í bæklunaraðgerðir heima hjá sér og taka verkjalyf. Þeir hafa ekki orku til að beijast. í öðru lagi er það, að skurðaðgerðir leggist hér af, sem hlýtur að reyn- ast óhagkvæmt þar sem nýlega hef- ur verið gerð upp skurðstofa. Fyrir okkur lítur þetta út eins og leggja eigi spítalann niður og marg- ir sjúklingar hafa lýst yfír óánægju. Auðvitað verður að hagræða og spara, en tillögurnar sýna að mínu viti ekki glögglega að það verði nokkur sparnaður af þessu — þetta minnir hálfpartinn á þráhyggju. Svo er það sem snýr að systmn- um. Mér fínnst heilbrigðisráðherra gagnrýni verður, því þeim hefur ekki verið sýnd sú virðing sem þeim ber — fáir vita hversu mikið starf þær hafa lagt í þetta í gegnum árin, því þær hafa ekki hátt um það. Samningur sem veitir þeim neitunar- vald er í raun ekki virtur, því þegar þær nýta sér það, þá beitir ráðherra valdi og þvingar fólk til hlýðni, og þá verður auðvitað neitunarvaldið óvirkt." Þjóðarskömm „Starfsfólk er almennt mjög óánægt með hvernig að málum hef- ur verið staðið. Gjöf nunnanna á Landakoti til þjóðarinnar hefur verið misnotuð þegar gengið er á svig við þeirra vilja,“ segir Guðlaug Torfa- dóttir, líffræðingur á rannsókna- stofu. „Ég þekki þennan spítala, bæði sem sjúklingur og starfsmað- ur, og þar ríkir alveg sérstakur andi. Þegar ekki einu sinni virðist liggja fyrir að beinn fjárhagslegur ávinn- ingur verði af sameiningunni held ég að þetta sé hvorki viturleg né góð lausn. Það liggur við að það megi kalla það þjóðarskömm hvernig komið hefur verið fram við systumar, sem hafa gefíð þjóðinni svo mikið en hafa verið svo illa meðhöndlaðar af stjórnvöldum." Hjúkrunarstjómendur Landa- kots vilja ræða sanieiiiiiigri SIGHVATUR Björgvinsson fékk í gær undirskriftaskjal frá öllum stjórnendum hjúkrunarsviða á Landakotsspítala þar sem þeir lýsa yfir vilja sínum til að viðræður verði hafnar á ný á milli Landakots og Borgarspítalans. Þar er einnig farið fram á að skipuð verði ný viðræðunefnd af hálfu Landakots en að sögn Sighvats verður spítal- inn sjálfur að velja sína fulltrúa í nefndina. Ráðherra barst einnig bréf í gær frá Haraldi Ólafssyni, formanni yfirstjórnar Landakots og starfsmanni ráðherrans, vegna sameiningaráformanna, þar sem hann skýrir ástæður þess að hann hætti störfum í viðræðunefndinni um miðjan nóvember. „Á lyflæknisdeild 1A eru 30 sjúkl- ingar þó deildin sé aðeins mönnuð fyrir 20, svo það er erfítt að sjá hvað verið er að meina með hagræð- ingu,“ segir Elín Ólafsdóttir, sjúkral- iði. „Það er engin aðstaða hér fyrir gamalt fólk — þrengslin eru mikil og eflaust þyrfti að gera stórvægi- legar breytingar á húsnæðinu ef ætti að breyta spítalanum í öldrun- arspítala. Áuk þess mundi starfs- fólkið sennilega frekar kjósa að vinna á öldrunardeildum sem væru hannaðar sem slíkar." Elín segir góðan starfsanda ríkja á Landakoti, enda séu margir búnir að vinna þar lengi. Nokkuð óöryggi hefði þó gripið um sig upp á síðkast- ið — fólk fengi svo lítið að heyra nema það sem fram kæmi í ijölmiðl- um. „Ef þetta yrði gert að ellispítala einvörðungu mundi sennilega helm- ingurinn af starfsfólkinu segja upp, en sannleikurinn er sá að við erum með mikið af gömlu fólki inni á deild- unum — um og yfir helmingur sjúkl- inga.“ Um sameiningarspurninguna segir Elín sér þykja í góðu lagi að stofna til sameiginlegra verkefna eins og efni standa til á hverjum tíma. „Samstarf sem eykur sparnað - og hagræðingm er vissulega góður- Samkvæmt tillögu ráðherra verður fjárframlag til Borgarspít- ala óbreytt frá þessu ári en fjárveit- ing til Landakots 830 millj. kr., sem er niðurskurður um rúmlega 300 millj. kr. á milli ára. Sighvatur seg- ir að um tvo kosti hafi verið að ræða. „Annars vegar að skerða verulega fjárveitingar til beggja spítalanna, sem hefði þýtt að þeir hefðu'Mðir verið að meira ’eða minna leyti í lamasessi. Hinn kost- urinn var að haga fjárveitingum þannig að hægt yrði að starfrækja annan spítalann með eðlilegum umsvifum. Mínar tillögur voru að gera það og fara síðan í uppbygg- ingarstarf á þeim spítala í samræmi við tillögur nefndarinnar, sem vann álitsgerð um sameiningu spítal- anna. Ég hafði skýrt frá því að ég myndi hrekjast til áð gerá þettá ef samkomulag um samstarf næðist ekki,“ sagði Sighvatur. Kom fram í máli hans að afleið- ingar niðurskurðarins yrðu, að Landakotsspítali ætti ekki mögu- leika á að veita bráðaþjónustu nema á augndeild og barnadeild og mjög muni dregið úr starfsemi lyflækningadeildarinnar. „Spítal- inn mun því samkvæmt þessu halda áfram að starfa en hann verður að breyta starfsemi sinni mjög verulega. Ég tel að af tveimur slæmum kostum sé betra að vera með annan spítalann í góðum gangi en að báðir verði Iamaðir,“ sagði hann. Sighvatur kvaðst reikna með að viðræður hæfust fljótlega á milli spítalanna og ekki stæði á ráðu- neytinúr K Vildi hann ekki skýra frá því hvað kæmi fram í bréfi Haraldar Ólafssonar. Sagðist hann telja að Haraldur væri ekki á móti samein- ingu spítalanna þótt hann væri mótfallin niðurstöðum nefndarinn- ar varðandi hlut Landakotsspítala. „Við gerðum ráð fyrir að ráðningartími hans hjá ráðuneytinu rynni út um áramótin en ég legg áherslu á að Haraldur sat í þessari nefnd sem fulltrúi ráðuneytisins. Og hann var ráðinn til þessa starfs af mér og sem talsmaður minn þótt hann hafi fullan rétt til að hafa eigin skoðanir á þessum mál- um, en þær eru ekki þær sömu og mínar. Eg á eftir að ræða við hann um skýringar hans í bréfinu en þær felast í að hann sé ekki sáttur við þessa sameiningu spítalanna," sagði- Sighvatur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.