Morgunblaðið - 20.12.1991, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 20.12.1991, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1991 Minning: Guðbjörg Bjarman Fædd 14. september 1954 Dáin 14. desember 1991 Mjög er mér óljúft að festa þessi orð á blað, svo ótímabært, sem það er að kveðja Gullý hinstu kveðju. Hún átti enn eftir að gera svo margt, leggja svo mikið gott til og gleðja okkur með nærveru sinni. Við höfðum hugmynd um að Gullý væri ekki fillilega heil heilsu, en gerðum okkur enga grein fyrir því hve alvarlegur heilsubresturinn væri. Síðasta daginn, sem Gullý lifði, hélt hún upp á eins árs af- mæli yngsta barnsins, fann að þrek- ið var að bila og lagði sig eins og hún gerði, þegar svo stóð á. Hún vaknaði ekki til nýs dags. Áfallið er þyngra en tárum taki og missir- inn ósegjanlega mikill. Hinn stóri vinahópur hefur misst mikið en mest hafið þið misst, Teitur og börnin, Unnur og Qölskylda: Enn er skarð höggvið í ykkar fjölskyldu og dauðinn hefur svo alltof fljótt knúið dyra á ný. Ég bið þess að þið fáið yfirstigið þennan mikla harm, eins og hina fyrri, styrkt þeirri góðu náðargjöf, sem ykkur hefur verið veitt, en það er.trú á Guð, sterk lund og samheldni. Ég veit að góður Guð stendur ykkur við hlið og gefur enn styrk. Guðbjörg Bjarman var fædd í Reykjavík hinn 14. september 1954. Foreldrar hennar eru Unnur Grönd- al og Björn Bjarman. Guðbjörg var yngra barn þeirra, en eldri en Bene- dikt, f. 1950, arkitekt hjá Skipulagi ríkisins á Akureyri. Að Gullý standa í báðar ættir sterkir stofnar og fékk hún í vöggugjöf gott veganesti, hlý- leika, gott lundarfar og umhyggju- semi. Unnur og Björn slitu samvist- ir. Síðari maður Unnar var Gísli Jónsson, frá Víðivöllum í Skaga- firði, sem lést í janúar 1989, fyrir aldur fram. Að Víðivöllum kom Gullý 5 ára að aldri og ólst upp í blómlegri Blönduhlíðinni, bast henni sterkum böndum og komu þau Teitur og bömin norður svo oft, sem þau máttu. Yngri systkini Gullýjar eru Hall- dóra Gísladóttir, f. 1960, býr á Víði- völlum, Gísli Sigurður Gíslason, f. 1962, kennari á Sauðárkróki, Hólm- fríður Amalía Gísladóttir, f. 1964, hjúkrunarfræðingur í Tromsö í Noregi. Hefðbundna skólagöngu stund- aði Gullý bæði hér nyrðra og einn vetur í Reykjavík og bjó hún þá hjá Frumleiki — gæói — glæsileiki höfuóeinkenni Christion Bernord úranno. Margar spennandi geróir fyrir dömur og herra. Verðfiátr. 17.lll-112.lll. úra- og skortgrípoverslun, Bonkostræti 12, sími 14007. föður sínum. Hún gerði stuttan stans í námi hér og var einn vetur í lýðháskóla í Noregi, en lauk síðan stúdentsprófí frá MA árið 1976. Þar kynntist hún og bast tryggðar- böndum Teiti Gunnarssyni, frá Hjarðarfelli á Snæfellsnesi, oggiftu þau sig 19. júní það ár. Börn þeirra eru þijú, Björn 10 ára, næst voru tvíburasystur en aðeins Ásthildur lifði og er hún nú 6 ára og yngstur er Baldur 1 árs. Gullý og Teitur bjuggu um þriggja ára skeið í Lundi í Svíþjóð, þar sem Teitur stundaði nám, en hann er efnaverkfræðing- ur. Þar náði Gullý góðu valdi á sænsku, sem von var því að tungu- mál lágu vel fyrir henni. Eftir að þau fluttu heim, kenndi hún sænsku við grunnskóla og almenna kennslu stundaði hún einnig í tvo vetur. Man ég hve hún kunni því vel og hafði hún raunar ætlað sér að hefja nám í kennslufræði, en vegna anna varð ekki af því. Hún var áhuga- samur kennari og mjög vel látin af nemendum sínum, enda var hún elsk að börnum og hafði næmt auga fyrir þörfum þeirra. Okkur þykir ævitími Gullýjar svo alltof stuttur, aðeins 37 ár. Við vildum fegin hafa átt hana svo miklu lengur. En á þessum skamma tíma var það svo margt sem hún gerði og lætur eftir sig. Þau urðu ekki nema fimm árin, sem við þekktumst og þó fínnst mér sem við höfum verið aldavin- konur. Það er vegna þess hve hún var hlýleg frá fyrstu stundu og tók mér sem náinni vinkonu. Þannig var hún og því var vinahópurinn stór. Gullý var opinská og umhyggj- usöm, átti oftar en ekki hrósyrði að gefa um leið og hún heilsaði og gaf því gaum, sem ekki allir sáu. Hún var ákaflega félagslynd og var fljót að kynnast fólki. Hún söng um tíma með Skag- fírsku söngsveitinni og naut þess mjög enda hafði hún yndi af söng eins og flestir, sem í Skagafirði hafa dvalið. Umhyggja fyrir öðrum sat í fyrir- rúmi hjá Gullý og um það vitna síðusju verk hennar. Allt til hinstu stundar var hún að hugleiða velferð annarra. Börnin skipuðu sérstakan sess í hjarta hennar, jafnt systkinabörnin, sem hennar eigin börn. Ég man eftir öllum fínu fötunum og mynd- um af prúðbúnum börnum, í fötun- um sem Gullý frænka hafði leitað að og keypt fyrir foreldra, sem áttu ekki heimangengt. Öll nutu þau þess hve fús hún var að liðsinna og án efa hefur hún ekki síður not- ið þess að leita að því sem best hæfði hveiju. Það er ómetanlegt að Gullý skyldi nú á allra síðustu vikum taka sér tvær ferðir á hend- ur með Dóru systur sinni, aðra þeirra til Hósu systur þeirra í Tromsö til að fagna nýfæddri dótt- ur hennar. Tindrandi brún augun hennar Gullýjar og brosið verða mér ætíð minnisstæð og ég þakka fyrir allar þær stundir, sem við fengum að vera með henni. Síðasta minningin um Gullý er heiman frá Víðivöllum að áliðnu sumri. Þá stóð hún úti fyrir dyrum er sól lækkaði á lofti, alsæl með Baldur sinn í fanginu og hvernig gat annað verið „þegar maður fær að eiga svona dýrgrip", sagði hún. Sjálf var hún dýrgripur. Elsku Unnur, Teitur, Bjössi, Ásta og Baldur. Við Agnar vottum ykkur innilega samúð okkar og biðjum þess að sorg ykkar megi huggast vegna alls þess, sem þið áttuð með Gullý. Blessuð sé minning hennar. Dalla Þórðardóttir, Miklabæ. Það var sumar og sól. Ég var að leika í búinu mínu í klettunum fyrir framan bæinn. Þótt ég væri önnum kafin við drullukökubakstur fylgdist ég vel með ferðum um þjóð- veginn. Leit reglulega niður á veg, því að það var von á gesti. Það var ekki fyrr en eftir síðdegiskaffið að einhver kom hrópandi svo hátt að undir tók í bænum: Amma, amma, vinkona hans Teits er komin! Ég hef ekki verið nema fjögurra eða fimm ára, sennilega var þetta sumarið ’73. Stúlkan hans Teits kom gang- andi í hlað á Hjarðarfelli, með poka á bakinu. Hún hafði komið á puttan- um, sennilega að norðan, ég er samt ekki viss. Gullý kom á heimili móð- urforeldra minna, þá enn í Mennta- skólanum á Akureyri. Falleg stúlka, með brún augu og dökkt hár, leit á mig og sagði: Hæ Ella! Við urðum strax vinkonur. Hún tæplega tví- tug, ég á fimmta ári. Móðurbróðir minn kom með glæsilega stúlku inn í ijölskylduna, sem vann hug og hjörtu allra, ekki síst okkar sem vorum af yngri kyn- slóðinni. Enginn var skemmtilegri en Gullý. Enginn mátti flétta hárið mitt nema Gullý. Unga parið hefur sennilega verið að gefast upp á þessari skottu, sem hékk utan í þeim frá morgni til kvölds. Þau hófu búskap og fóru í Há- skólann. Ég man glöggt eftir því þegar þau þjuggu í kjallara á Rán- argötunni. Ég vissi ekkert skemmti- legra en að fá að vera hjá þeim, er leið fjölskyldunnar úr Hólminum lá í höfuðstaðinn. Fá að gista í litla herberginu. Fara með Gullý í sund, á hjólinu hennar. Ég sat á böggla- beranum. Druslast með henni í bænum. Fá að fara með, þegar hún hitti vinkonur sínar eða sitja með þeim í litlu kjallaraíbúðinni og hlusta á plötur, pijóna og slúðra. Þrátt fyrir það hve ung ég var að árum, talaði Gullý alltaf við mig eins og fullorðin væri. Það fannst mér að minnsta kosti og var upp með mér af því. Ég held að það segi meira en mörg orð um menn, hvernig þeir koma fram við lítil böm. En það er vegna þeirra og frænda míns, sem unni henni svo heitt, að ómögulegt er að skilja, hví kona í blóma lífsins er fyrirvaralaust hrifln frá eiginmanni og þremur ungum börnum. Um leið og ég kveð vinkonu sem var mér svo kær, minnist ég þeirra stunda sem við áttum saman. Hafi hún þökk fyrir að hafa komið mér til meiri þroska, en ég hefði öðlast án hennar samfylgdar. Megi minningin um Guðbjörgu Bjarman verða þeim ástvinum sem eftir lifa styrkur til að lifa með sorginni. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. A grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. (Úr 23. Davíðssálmi.) Elínborg Sturludóttir Frænka mín, Guðbjörg Bjarman, dóttir Unnar Gröndal og Björns Bjarman, var jafnan kölluð Gullý. Við ólumst að mestu leyti upp á Norðurlandi, hún í Skagafirði en ég á Siglufirði. Þriggja ára aldurs- munur var með okkur frændsystk- inunum, Gullý var yngri. Við kynnt- umst lítið í barnæsku og á unglings- árunum, en vissum þó vel hvort af öðru. Það var ekki fyrr en að ég fór norður á Miklabæ haustið 1978, að ég kynntist Gullýju og Teiti, sem voru þá gestkomandi á Víðivöllum, hjá Unni Gröndal móður Gullýjar og Gísla Jónssyni, óðalsbónda og uppeldisföður hennar. Halldóra Gísladóttir, systir Gullýjar, var á þessum árum að hefja búskap á Víðivöllum með manni sínum, Sig- urði Kristjánssyni, frá Reynivöllum. Hólmfríður A. Gísladóttir og Gísli S. Gíslason, systkini Gullýjar, voru þá á unglingsárum, en Benedikt Björnsson Bjarman, bróðir Gullýjar, var þá nýkominn úr námi frá Dan- mörku, og var hann tíður gestur á Víðivöllum og hitti ég hann þar oft ásamt Gullýju og Teiti. Víðivallafólkið, eins og við Elsa ávallt nefndum bestu vini okkar úr Skagafirði, voru næstu nágrannar okkar um 6 ára skeið. Á þeim tíma kynntumst við Gullýju og Teiti og áttum með þeim, og fjölskyldu hennar, góðar stundir. Eftir að við Elsa fluttum til Reykjavíkur hefur sambandið við Víðivallafólkið haldist, við höfum hist reglulega, jafnt fyrir norðan og í Reykjavík, á heimili Gullýjar og Teits eða á heimili okkar Elsu. Það er ánægjulegt að minnast góðra stunda norðan úr Skagafírði og einnig stóðum við saman á sorgar- stundum, þegar svört sorgartjöld voru skyndilega og ítrekað dregin fyrir innan fjölskyldunnar. Sumarið 1990 fluttum við Elsa í nýja Grafarvogshverfið og skömmu síðar fluttu Gullý og Teitur heimili sitt í næsta nágrenni við okkur. Frá þeim tíma hafa sam- skipti okkar enn aukist og Elsa og Gullý urðu á þessum tíma trúnaðar- vinkonur. Við ræddum um bygging- armálin og bárum saman bækur okkar. Unnur og Dóra komu í heim- sókn með Gullýju, þegar þær voru í bænum, og við fengum þannig oftar tækifæri til að hitta vini okk- ar að norðan. Á laugardagsmorgun, þann 14. desember sl., bárust okkur sorgar- tíðindin. Hún Gullý frænka og vin- kona okkar er dáin. Hvílík skelfíleg tíðindi. í gegnum huga minn runnu myndir síðasta áratugs og ég sá svip hennar, hreinan og glaðværan og ég heyrði rödd hennar frá okkar fyrstu kynnum norður í Skagafirði, er hún sagði um leið og hún kyssti mig á vangann: „Komdu sæll frændi." Þessar minningar höfum við hjónin um Gullýju. Hún var hlý og trygglynd og hvers manns hugljúfi. Það var sárt að kveðja sína bestu vini í blóma lífsins, en það er sár- ast fyrir þig, Teitur minn og börn ykkar. Megi góður Guð blessa ykk- ur og styrkja. Elsa Guðmundsdóttir og Þórsteinn Ragnarsson Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá huga þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahlil Gibran.) Það er skammt stórra högga á milli í Bjarmansfjölskyldunni þetta haust. Fyrir rúmum 10 vikum fylgdum við ættmóður okkar, Guð- björgu Björnsdóttur Bjarman frá Miklabæ, til grafar. Hún var stór- kostleg og merk kona, orðin háöldr- uð og södd lífdaga. í dag stöndum við hnýpin yfir moldum sonardóttur hennar og alnöfnu, Guðbjargar Bjömsdóttur Bjarman. Hæg, yndis- leg kona, þriggja barna móðir, sem átti bjarta framtíð fyrir sér með elskulegum eiginmanni og börnum. Aldrei hefur mér fundist skamm- degið jafn myrkt og laugardaginn 14. desember sl. þegar ég frétti lát bróðurdóttur minnar og elskulegrar nöfnu. Þá komu minningarbrotin upp í huga mér, minningar um Gullý frænku, og allar voru þær fallegar og ljúfar og lýstu upp huga minn eins og kertalog á aðventu. Ég man alltaf þegar ég sá Gullý fyrst, ég var 18 ára að koma frá útlöndum eftir hálfs árs fjarveru. Þá bjuggu, ásamt móður minni og systur, heima í Bjarmanshúsi Björn elsti bróðir minn og Unnur kona hans ásamt tveimur börnum sínum. Gullý var þá 8 vikna gömul og ég var svo spennt að sjá frænku mína og nöfnu. Benni, stóri bróðir henn- ar, leiddi mig að vöggunni tii að sýna mér litlu systur, sem honum þótti svo vænt um. Þarna lá þessi litli, brúnhærði hnoðri sofandi, allt í einu opnaði hún brún, stór augun og brosti; mér fannst hún svo falleg að ég, 18 ára unglingurinn, fékk tár í augun. Það skildu leiðir, ég fluttist að heiman, en alltaf fylgdist ég með frænku minni og nöfnu; Gullý á Víðivöllum í Blönduhlíð með móður sinni, hálfsystkinum sínum og stjúpa „frænda“ sínum, Gísla Jóns- syni bónda á Víðivöllum, sem reynd- ist henni einstaklega vel, eins og hans var von og vísa, enda var hann hinn besti drengur. Á Víðivöll- um kynntist liún fegurð Skaga- fjarðar og undi sér vel í sveitinni, og var hún alla tíð mikill Skagfirð- ingur. Gullý átti því láni að fagna að eiga elskulega og góða foreldra og stjúpforeldra. Á Víðivöllum voru Unnur móðir hennar og Gísli, þar ríkti ætíð mikil gleði og söngur, og þar var ekki hægt að láta sér leið'- ast. í Reykjavík voru svo Björn faðir hennar og Sveina, kona hans, sem alla umvefur með ástúð sinni og elsku. Árin líða, næst heyri ég af Gullý í MA og búin að ná sér í kærasta, sem síðar varð eiginmaður hennar, Teitur Gunnarsson. Ég hitti þau fyrst saman á Hótel Borg fyrir 16 árum, í áttræðisafmæli ömmu Gull- ýjar og nöfnu, og hún kynnti mig stolt fyrir tilvonandi eiginmanni sín- um, bjarthærðum, svipfallegum manni, og fannst mér þau hæfa hvort öðru afskaplega vel. Svona liðu árin. Ég frétti alltaf af Gullý, hún búin að eignast son. Gullý orð- in kennari og búin að eignast dótt- ur. Alltaf fékk ég ljúfar og góðar fréttir af frænku minni og nöfnu. Mér er minnisstætt fallegt vor- kvöld í Akureyrarkirkju er ég fór ásamt Árna bróður mínum að hlusta á Skagfírsku söngsveitina. Þarna stormaði söngsveitin inn kirkjugólf- ið, og þar á meðal var Gullý, hnar- reist og falleg, en stalst samt til að líta inn í bekkinn til okkar og veifa og senda okkur skakkt bros. Þegar ég sá hvað hún söng af mik- illi nautn og gleði hlýnaði mér um hjartarætur og ég hugsaði: „Hún sver sig í ættina, blessunin." Hún rétt gaf sér tíma til að faðma okkur í kirkjudyrunum, því hún þurfti að drífa sig vestur á Víðivelli, og eflaust hefur hún setið lengi nætur og spjallað við móður sina og syst- ur og horft á miðnætursólina í Skagafirði. Mikið fannst mér gaman þegar ég hitti Gullý og fjölskyldu hennar á Sauðárkróki síðastliðið sumar í versluninni þar sem ég vinn. Nú voru börnin orðin þijú, lítill ljúfling- ur sem sat í innkaupavagninum. „Hann heitir Baldur,“ sagði Gullý og hún geislaði af fegurð og stolti. Þarna stóðum við og spjölluðum og ég gleymdi bæði stund og stað. Er ég var seinna spurð hver hún væri, þessi fallega stúlka, svaraði ég held- ur upp með mér: „Þetta er bróður- dóttir mín og náfna." Allar þessar fallegu, ljúfu minningar hrönnuðust upp í huga mér og mér fór að líða betur, gott á mannshugurinn að eiga fagrar minningar að ylja sér við, þegar einhver hverfur á braut. Ég sendi ykkur, öllum ástvinum Gullýjar, innilegar samúðarkveðjur, og megi Guð gefa ykkur friðsæl jól. Minningu Gullýjar langar mig til að senda kveðju með hendingu úr fegursta ástarljóði sem ort hefur verið á íslenska tungu: Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka og egg. En anda sem unnast fær aldregi eilífð að skilið. (Jónas Hallgrímsson) Fari hún í Guðsfriði. Guðbjörg Bjarman Það var sunnudagur. Ég gekk inn á hótelið. Á móti mér kom lítil stelpa, klædd í fallegan kjól með slaufu í hárinu. Ég horfði á hana um stund. Mér fannst ég aldrei hafa séð svona fallegt barn. Hver
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.