Morgunblaðið - 20.12.1991, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 20.12.1991, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1991 JjJTlnnÆj Jólin nálgast Verið vel klæddyfir hátíðirnar. Glæsilegur fatnaður. Opið á laugardagfrá kl. 11-22. Sunnudagfrákl. 14-18. co cz < m co VERSLUNARHUSINU MIÐBÆR HÁALEITISBRAUT 58-60 S: 38050 105 RVK. ScaniaT142H6x2 '86 Timburbíll Scania T 82 M 4x2 '86 Kranabíll með svefnklefa (pallur) ScaniaT142H6x2 '85 Timburbíll Scania G 82 M 4x2 '85 Fastur pallur með vörulyftu ScaniaP112M6x2 '84 Fastur pallur með vörulyftu Scania G 82 M 4x2 '84 Norba sóparabíll ScaniaR142H6x2 '81 Gámalyfta Scania LBS1116x2 '77 Dýraflutningabíll Scania LS111 S42 6x2 '76 Pallur með sturtu ScaniaLBS1116x2 '76 Fastur pallur með vörulyftu ScaniaL 85.42.4x2 '71 Pallur með sturtu, Ticokrani K54 Volvo F7 4x2 '79 Pallur með sturtu, Ticokrani AB Berner & Co AB Bemer & Co, Box 363, S-831 25 Östersund Sverige Tel. +46 631172 40. Fax +46 63 11 34 16. Verðbreytingarstuðull fyrir áríð 1991 Samkvæmt ákvæðum 26. gr. laga nr. 75, 14. september 1981, um tekju- og eignar- skatt, sbr. 1. gr. laga nr. 36, 2. apríl 1991, um breytingu á þeirri grein, hefur ríkis- skattstjóri reiknað verðbreytingarstuðul fyrir árið 1991 og nemur hann 1,0618 miðað við 1,0000 á árinu 1990. Reykjavík 18. desember 1991 m RÍKISSKATTSTJÓRI Minning: Gunnar B. Jensson húsasmíðameistari Gunnar B. Jensson, húsasmíða- meistari, lést í Landspítalanum fimmtudaginn 12. þ.m. eftir erfíð veikindi. Gunnar var fæddur 27. júlí 1929 í Brekkholti við Drafnarstíg hér í borg. Foreldrar hans voru þau Þur- íður Þórðardóttir og Jens Eyjólfs- son, húsasmíðameistari. Gunnar ólst upp hjá móður sinni og að loknu hefðbundnu skyldunámi hóf hann nám í húsasmíði hjá móðurbróður sínum, öðlingnum Ingvari Þórðar- syni, sem hann mat mikils. Eftir að námi lauk vann Gunnar við húsa- smíðar um margra ára skeið og aflaði sér meistararéttinda í grein- inni. Upp úr 1960 sneri hann sér að rekstri vinnuvéla og verktaka- starfsemi í jarðvinhu og síðar í húsbyggingum í Selási á landi sem hann eignaðist að föður sínum látn- um. Það var hér í Selásnum sem leiðir okkar Gunnars lágu saman, en ég hafði keypt hér íbúð og eign- ariandskika árið 1963. Kynni okkar Gunnars hófust við stofnun Félags landeigenda í Selási árið 1967. Þar var hann framarlega í flokki og lengst af í stjórn félagsins enda langstærstur landeigandi og liags- munir hans miklir. Sá er þessar lín- ur ritar kom inn í stjórn félagsins upp úr 1970 og áttum við þar báð- ir sæti allt til þess tíma er félaginu var slitið vorið 1981, þegar það hafði leyst þau mál sem það var stofnað til að leysa, þ.e. að gera Selásinn að byggingarlandi með sameiningu landeigenda og samn- ingum við Reykjavíkurborg. Ég starfaði við fyrirtæki Gunnars 1975—76 og síðan aftur frá 1981— 1986. Þó Gunnar væri þannig vinnuveitandi minn beint og óbeint um margra ára skeið var hann mér fyrst og síðast félagi og vinur. Við Hulda minnumst með þakklátum huga margra ferða og samveru- stunda innanlands og utan með Gunnari og hans ágætu konu Kol- brúnu. Gunnar var höfðingi heim að sækja og sparaði ekkert til að gera gestum sínum til hæfis og var þá sama hvort um var að ræða vini og kunningja eða smáfugla og flæk- ingsketti. Þó Gunnar ynni lengst af langan vinnudag átti hann sín áhugamál útan vinnunnar. Hann stundaði skíði með félögum sínum í Jósefsdal á yngri árum og nú aft- ur síðari árin með konu sinni og fjölskyldu bæði eriendis og hér heima og var mjög leikinn skíða- maður. Þá skal síðast en ekki síst geta þess sem var hans helsta tóm- stundagaman nú síðustu árin en það voru fjalla- og jeppaferðir á vel búnum jeppum og fjallabílum. Ég held að Gunnari hafí hvergi liðið betur en í hópi góðra vina og félaga á fjöllum þegar glatt var á hjalla, sagðar sögur og iagið tekið og greip hann þá oft í gítarinn, enda mjög söngelskur. Gunnar var mikill gæfumaður í fjölskyldulífi. Hann og kona hans, Kolbrún Svavarsdótt- ir, fluttu hingað í Selásinn árið 1966 eftir að þau höfðu gert upp og endurnýjað Selásdai, sumarhús sem faðir Gunnars hafði reist hér árið 1933, og hefur heimili þeirra staðið þar síðan. Þeim varð fjögurra barna auðið. Elst er Aldís, f. 1959, gift Sigurði Þorsteinssyni og eiga þau tvo syni; Gunnar Þór, f. 1964, í sambúð með Ingibjörgu Björns- dóttur, eiga þau tvö börn; Rut, f. 1966, á hún eina dóttur; Dagný Erla, f. 1971, í sa.mbúð með Auð- uni Ragnarssyni. Áður átti Gunnar dótturina Helgu, f. 1950, sem bú- sett er hér í borg. Ég vil að leiðar- lokum þakka Gunnari vini mínum það sem hann var mér og minni fjölskyldu. I okkar huga mun minn- ing hans tengd glaðværð og birtu. Elsku Dollý, börn og barnabörn við Hulda biðjum góðan Guð að styrkja ykkur á sorgarstund. Megi minningin um góðan dreng lifa í hjörtum ykkar. Jóhannes Óli Garðarsson Nú er genginn góður drengur. Gunnar B. Jensson vinur okkar óg félagi laut lögmálum náttúrunnar. Náttúrunnar sem hann unni svo mjög. Náttúrunnar þar sem við átt- um svo margar góðar stundir sam- an. Fyrir 4 árum er við félagarnir leituðum að sjötta manninum í leið- angurinn „yfir jöklana þijá“ vissum við ekki hvílíkan öndvegismann við höfðum fundið fyrr en seinna. Þessi maður varð að vera völundarsmiður til viðgerða, skapgóður umfram allt, tilbúinn að taka áhættur ef þörf krefði, hafa reynslu í ferðalögum, eiga öflugt ökutæki er hann þekkti út og inn. Við urðum að geta tre- yst á hann og hann á okkur. Já, vonir okkar með Gunna Jens rætt- ust og langt umfram það. Hann, sem var elstur okkar, var mjög áhugasamur fyrir öllum nýj- ungum og fyrstur til að framkvæma ýmsár nýjar aðferðir og gera sér grein fyrir þýðingu þeirra í alvöru fjallaferðanna. Nægir þar að nefna kraftgírinn, spindillegur, GPS-tæk- ið, 44“ felgufráganginn o.fl. Gunni var brautryðjandi. Alltaf best búinn. Allt sem hann tók sér fyrir hend- ur gerði hann af kostgæfni og af miklu æðruleysi. Þó að manni fynd- ist stundum allt vera í járnum var alltaf ró yfir Gunna. Hann hafði reynslu sem við höfum ekki. Hafði lært að meta manngildið ofar öllum aurum. Fáir hafa haft slíka víðsýni sem Gunni. Það var sama hvort heldur var húsasmíði, vélaviðgerðir, verklegt eða tæknilegt, lítið eða Minning: Edith Clausen í dag, föstudaginn 20. desember, kl. 10.30 verðður rausnarkonan Edith Clausen (fædd Andersen) til grafar borin frá kapellu Fossvogs- kirkju. Edith sleit barnsskónum í Dröbak í Noregi, en árið 1937 kom Heriuf Clausen með glæsikonuna norsku með sér alkomna til Islands og með í för var dóttir hennar, Elísabeth (Lísa), sem þá var á sjöunda ári. Herluf gekk Lísu í föðurstað og. ættleiddi hana. Hjónin Edith og Herluf voru einstaklega samrýnd, hvort heldur var í leik eða stríði. Þau voru áræðin og stórhuga og keyptu m.a. jörðina Lund í Lundar- reykjadal og byggðu hana upp. Einnig reistu þau í hólmanum ynd- islegan lund, sumarlund sem þau héldu eftir að þau seldu sjálfa jörð- ina. Bústaðurinn stóð á Grímsár- hólmanum og þangað voru vel- komnir margir góðir gestir og margir voru laxarnir dregnir úr Grímsá. Ég undirrituð þakka alla þá gest- risni sem foreldrum mínum og fjöl- skyldu var sýnd af hálfu þeirra hjóna. Þar að auki eignaðist ég ævilangan vin í dóttur þeirra Edith og Herlufs, Lísu. Þau hjónin ólu að miklu leyti upp dótturson sinn, Herluf B. Gruber, því má í raun segja að þau hafi alið upp tvær kynslóðir. Ég veit að hinum megin bíður Edith hjartkær móttaka eiginmanns hennar, Herlufs, en hann lést í maí 1982. Þann dag missti Edith mikið stórt. Hann bar þess merki að vera einn að þeim fáu sem gat gert allt. Ekki leiddist okkur heldur á ferð- alögum þegar hann spilaði á gítar- inn í sæluhúsinu eða sagði okkur nýjustu brandarana. Fáir stóðust honum snúning þar. Eða að gabba okkur út og suður, eins óg t.d. er hann boðaði einn okkar í viðtal á Stöð 2, sjálfur í næsta herbergi. Það var mikið hlegið þegar hann lék á Togga með að þyria væri í erfiðleikum. Hjá honum var svo oft 1. apríl. Allir munum við þetta og margt fleira eins og það hafí gerst í gær. Stór var súper-jeppa vinahópur- inn er sótti til Gunna upp á verk- stæði á Tangarhöfða um ráðlegg- ingar. Alltaf tók hann öllum jafnt og var fyrstur til að gera hvetjum manni greiða. Ferðir eru farnar. Leiðangrar eru í undirbúningi og okkur finnst Gunni hafa farið allt of fljótt héð- an. Eftir standa ljúfar minningar. Minningar og reynsla sem við geymum með okkur. Elsku Dollý, Rut, Aldís, Gunnar Þór, Dagný, tengdabörn og barna- börn, ykkur vottum við okkar dýpstu samúð. Guð gefi ykkur styrk í dag og hátíðisdagana sem fram- undan eru. Addi, Valdi, Gulli og Eiríkur. Gunnar B. Jensson húsasmíða- meistari, Selási, lést 12. desember sl. eftir skamma en erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm. Eftir rann- sóknir á liðnu sumri og skurðað- gerð, sem fylgdi, varð ljóst, að víg- staðan var Gunnari erfið. Hann komst þó til þokkalegrar heilsu um hríð og nýtti þann tíma vel með fjölskyldu sinni. Á haust- dögum fór svo að halla undan fæti og ljóst var, að hveiju stefndi. Ég kynntist Gunnari fyrir 19 árum. Hann reyndist vera hæglátur maður og yfirvegaður í framkomu, prúðmenni en jafnframt gæddur einstakri kímnigáfu, sem þó var öðrum kostnaðarlaus. Ég er þess viss, að í hörpu hans leyndist viðkvæmur strengur, sem af sinni iífsgleði og lífstilgangi eins og oft gerist þar sem hjón eru eitt. Fari hún í friði. Helga Guðbrandsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.