Morgunblaðið - 20.12.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.12.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1991 15 Sveinn Sæmundsson Yfir sjó Bókmenntir Erlendur Jónsson Sveinn Sæmundsson: Brotsjór rís. 191 bls. Setberg. Reykjavík, 1991. Þetta er auðvitað sjómannabók. Titillinn segir til um það. Sögumað- ur, Einar Bjamason skipstjóri, stundaði sjó í stríði og friði og kynntist náið bæði skipum og mönnum. Hann prófaði líka að hafa fast land undir fótum; sinnti reynd- ar ýmsum störfum í landi. Og hann segir frá daglega lífinu víðsvegar um land, samskiptum sínum við fólk, ferðalögum og annars konar tilbreytingu. Allt um það liggur þungamiðja frásagnarinnar í sjó- sókninni sem heiti bókarinnar ber og með sér. Naumast þarf að efa að skipstjór- inn hafi séð brotsjói rísa, og það Einar Bjarnason og land líkast til oft og mörgum sinnum. Og siglingar á stríðsárunum voru enginn barnaleikur. I bók þessari ber þó meira á logn- inu. Frásögnin er skipuleg og sam- viskusamlega skráð en harla dauf. Bókin er skrifuð í upptalningarstíl: Fyrst var þetta gert, svo hitt, síðan annað, og svo aftur enn annað. Það vantar í þetta lit og líf. Óþörf inn- gangsorð, viðaukar og vafningar draga víða úr áhrifum frásagnar- innar. Kaflinn, Kötlugosið 1918, byijar t.d. svo: »Náttúruhamfarir gleymast seint þeim sem fyrir þeim verða. Einkum festast slíkir atburðir í hugum barna og unglinga. Kötlugosið 1918 varð mér minnisstætt, enda er Katla í næsta nágrenni Víkur og við sem þar áttum heima áhorfendur að hamförunum.« Hér eru fyrstu setningarnar vita- skuld óþarfar. Sömuleiðis á ekki að þurfa að taka fram að Katla sé í nágrenni Víkur. íslendingur, sem veit ekki svo lítið, les varla bók af þessu tagi hvort eð er. Sýnu meira úrleiðis er þó að skrifa heilan kafla um aðdraganda heimsstyijaldarinn- ar síðari. Mönnum ýmsum, sem sögumaður kynntist á langri ævi, hefði hins vegar mátt lýsa betur. Sömuleiðis hefði verið ástæða til að staldra nánar við atburði sem telja má að verið hefðu þónokkuð frásagnarverðir. Enginn skilji samt orð mín svo að bók þessi sé ekki virðingarverð á sinn hátt. Til dæmis miðlar hún ýmiss konar fróðleik. Sjómannsfer- ill sögumanns, sem hann rekur all- ýtarlega, er sjálfsagt dæmigerður fyrir marga hans líka og má þann- ig skoðast sem almenn svipmynd af sjómannslífinu á fyrri hluta ald- arinnar. Einar sigldi til erlendra hafnarborga og sá lífið í öðrum löndum. Þess háttar reisur töldust til forréttinda meðan fæstir höfðu ráð á að frílysta sig utanlands og skapaði dálítinn framandleika kringum persónu sæfarans. Tals- verða samantekt um sjósókn og útgerð er og að finna vítt og breitt um bókina. Að höfundurinn hafi vandað verk sitt þarf ekki heldur að efa. Allt gæti þetta rennt stoðum undir góðan árangur. En einu gildir hvort verið er að semja skáldverk eða færa í letur endurminningar, höfundur verður einatt að velja og hafna, skera nið- ur, auka við, skeyta saman. Fari hann mikið ofan í hversdagslífið, eins og hér er raunin, þarf hann einnig að töfra fram með stíl sínum það sem vantar á íjölbreytni efnis- ins. Hér hefur sá póll ekki verið tek- inn í hæðina. Sögumann skortir ekki söguefni. Og höfundinn skortir ekki elju og samviskusemi. Hvorugt hefur þó nægt til að gera bók þessa að hugtækri og skemmtilegri lesn- ingu. Hún er í fáum orðum sagt trúverðug og greinagóð svo langt sem hún nær, en svipdauf og til- þrifalaus. Barna- gæzla við Laugaveg SKIPTINEMASAMTÖKIN AFS á Islandi verða með gæzlu fyrir börn undir 10 ára aldri laugardaginn 21. desember í húsnæði samtakanna að Laugavegi 59, Kjörgarði, 3. hæð. Þessi þjónusta er einkum ætl- uð foreldrum í verzlunarerindum. Um er að ræða tvö tímabil, annars vegar frá klukkan 10 til 14 og hins vegar frá klukkan 14 til 18. Gjaldið er 400 krónur fyrir hvert barn í þessar fjórar klukkustundir. Systk- in fá afslátt, þannig að eitt greiðir fullt gjald, annað 200 krónur og séu þau fleiri fá þau fría gæzlu. Ný verzlun „Pier“ í Starmýri NÝ verzlun hefur verið opnuð í Starmýri 2 og hefur hlotið nafn- ið „Pier“. Eigendur eru Krislján Bergmann og Andrea Björgvins- dóttir. Verzlunin sérhæfir sig í munum úr marmara og graníti. Boðið er upp á þá þjónustu að mótaðar eru borðplötur o. fl. eftir teikningum viðskiptavina. Afgreiðslutími er alla virka daga frá klukkan 10 til 18, föstudaga til klukkan 19 og laugar- daga til klukkan 14. A myndinni er Kristján Bergmann, annar eig- enda verzlunarinnar. Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíðum Moggans! y Satínnáttfót og satínnáttserkir Náttfót kr. 6.900,- Serkir kr. 5.500,- Mikið úrval af náttfótum ogsloppum. Gjafakortin okkar erugóö, hentug og vinsæljólagjöf Sendum í póstkröfu. 5% staðgreiðsluafsláttur. tískuverslun, Kringlunni, sími 33300. STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN JÓLATILBOÐ .vanui vy ...... Stærðir: 40-46. Mikið úrval af hönskum og töskum. Gjafakortin okkar eru góð, hentug og vinsæl jólagjöf. Póstsendum samdægurs - 5% staðgreiðsluafsláttur. Domus Medica, Toppskórinn, Kringlunni, Egilsgötu 3, sími 18519 Veltusundi 1, Kringlunni 8-12, sími 21212 sími 689212 ■SX/L. EMH Á ENGAN «SINN LÍKAN SANNKALLAÐ HÖRKUTÓL EMH er einkaleyfisverndaður höggbúnaður frá Skil, sem gerir borun í steinsteypu svo létta, að því trúir enginn nema reyna það sjálfur. ALHLIÐA B0R- 0G SKRUFUVEL MEÐ EMH 6852H - 600 vatta mótor - 5 þrepa átakskúplíng - stiglaus hraðarofi með læsanlegri hraðastillingu - hraðasvið 0-1600 sn/m(n -13mm patróna - báðar snúningsáttir - allt að þreföld ending á steinborum HLEÐSLUVEL -12 volta - skrúfar og borar - báðar snúningsáttir - 2ja hraða - stiglaus hraðaroli - hraðasvið 0-500 og 0-1650 sn/mfn - fimm stiga kúpling BOR- 0G SKRUFUVEL [ IFALKINN 6550U - 550 vatta mótor -13mm patróna - stiglaus hraðarofi - hraðasvið 0-850 sn/mín Chleðsluskrúfujárn\ C~ hleðsluskrall A 2210H - 3,6 volta mótor -hraði 180 sn/min - sjáltvirk læsing - veggfesting 2239H - 3,6 volta mðtor - þolir 200NM - sjáltvirk læsing - báðar snúningsáttir SKIL - KRAFTVERKFÆRI HENTA ÞEIM KRÖFUHÖRÐUSTU Eigum ávallt fjölbreytt úrval SKIL rafmagnshandverkfæra og fylgihluta jafnt til iðnaðar- sem heimilisnota. SÖLUAÐILAR VÍÐA UM LAND. ÞEKKING - REYNSLA - ÞJÓNUSTA u SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 814670
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.