Morgunblaðið - 20.12.1991, Side 40

Morgunblaðið - 20.12.1991, Side 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1991 FJÓRPIINGSSJÚKRAHÚSIÐ A AKUREYRj Breyting á heimsðknartíma vegna jóla og áramóta Aðfangadag og gamlársúag: Heimsóknartími kl. 18.00-21.00 Jóladag, annan dag jóla og nýársdag: Heimsóknartími kl. 14.00-16.00 kl. 19.00-20.00 og eftir samkomulagi við viðkomandi deild Akureyri ÁritimíBókval Vegna Gjölcla NÓttí boranni ►►►►►►► „Virkilega spennandi og óvenjuleg unglingasaga eftir einn efnilegasta rithöfund okkar.“ Arnaldur Indrióason, kvikmyndagagnrýnandi Morgunblaósins Lúðrasveit tónlistarskólanna á Dalvík og í Ólafsfirði: Lék á þremur stödum á einum og sama degi LÚÐRASVEIT Tónlistarskólans á Dalvík og Tónlistarskólans í Ólafsfirði lék á þremur stöðum á sunnudaginn, 8. desember. í hljómsveitinni eru þrjátíu hljóðfæraleikarar, sem leika á tíu mismunandi hljóðfæri. Er starf hljómsveitarinnar fjörugt og hafa nemendur af því mikla ánægju. Lúðrasveit Tónlistarskólans á Dalvík og Tónlistarskólans í Ólafs- fírði lék á síðasta ári í Grunnskó- lanum á Árskógssandi til að kynna nemendum starfsemi sína og þau hljóðfæri sem leikið er á í hljóm- sveitinni. Á þessum vetri hafa átta nem- endur við Árskógsskóla notið til- sagnar á blásturshljóðfæri og eru þeir nú meðlimir í lúðrasveitinni. Hin sameinaða lúðrasveit gerði víðreist á sunnudaginn, 8. desem- ber, en þá lék hún á ijáröflunar- samkomu sem kvenfélagið hélt í Árskógsskóla til að standa straum af kaupum á klarinetti, sem skólinn nýlega festi kaup á. Síðar um daginn lék hljóm- sveitin í Ólafsfírði er ljós voru kveikt á jólatré bæjarins og að því loknu hélt hún stutta tón- leika í Tjarnarborg. Þá var haldið til Dalvíkur og lék hljóm- sveitin einnig er kveikt var á jólatré Dalvíkinga. Mánudaginn 9. desember kynnti hljómsveitin hljóðfæri sín og lék fyrir nemendur Grunnskóla Hríseyjar. Stjórnandi Lúðrasveitar tónlist- arskólanna á Dalvík og í Ólafsfírði er Michael Jacques. Kröfur í þrotabú Björns V. Gíslasonar hf. um 21,2 míllj. LÝSTAR almennar kröfur í þrotabú Björns V. Gíslasonar hf. á Ólafsfirði nema tæpum 21,2 milljónum króna. Alls var 19 kröfum lýst í búið. Á fyrsta skiptafundi í búinu sem eitt tilboð hafði borist í bifreið haldinn var' í gær kom fram að í eigu búsins og var því tekið. „ BlLALEIGUBÍLAR Höldursf. UM JÓLIN Eins og undanfarin 15 ár bjóðum við 50% afslátt af dag- og kílómetragjaldi yfir hátíðirnar. BÍLALEIGA AKUREYRAR, Skeifunni 9, Reykjavík, sími 686915, Akureyri, sími 96-21715 og útibúin í kringum landið. r NTDEC** FJÖLSKYLDULEIKTÚLVAN Á AÐEINS 8.900,- NI/20 LEIKJUM Tveir stýripinnar og þríhliða tengi fyrir sjónvarp fylgja. Frábært úrval leikja á mjög hagstæðu verði frá kr. 1.290,- kr. íslenskur leiðarvísir. Árs ábyrgð. Heildsala — smásala _______ NAUST HF. • GEISLAGÖTU 14 -600 AKUREYRI • SÍMI 96-21300 Annað lausafé, sem einkum eru gömul veiðarfæri, verða seld á nauðungaruppboði eftir ára- mót, að sögn Kjartans Þorkelss- onar bæjarfógeta. Ein forgangskrafa barst, frá Birni Val Gíslasyni, eins af eigend- um fyrirtækisins, upp á 148 þús- und krónur og var henni hafnað. Kjartan sagðist ekki hafa tekið afstöðu til almennra krafna þar sem óvíst væri hvort eitthvað feng- ist upp í þær. Stjórnarformaður fýrirtækisins, Sigtryggur Valgeir Jónsson, gerði kröfu í búið upp á tæpar 7 milljón- ir króna, en við hana gerði Björn Valur Gíslason athugasemd og kvað kröfuna ekki hafa verið skuld hlutafélagsins heldur lán fengið til hlutafjárkaupa á sínum tíma. Stærstu kröfuhafar í búið eru Sparisjóður Ólafsfjarðar og Kaupfélag Eyfírðinga auk hluthaf- anna. ------»•■■» ♦---- Tónlistarskóli Mývatnssveitar: Vel heppnað- ir tónleikar nemenda Björk, Mývatnssveit. I Tónlistarskóla Mývatns- sveitar eru 28 nemendur í vetur á fyrri önn. Eftir áramót bætast við 6 nemendur og er það svip- aður nemendafjöldi og á síðasta skólaári. Skólastjórinn er Viðar Alfreðs- son, hann kennir á píanó, orgel, gítar, trompet, klarinett, þver- flautu, blokkflautu og selló, auk þess tónfræði. Sigríður Vilhelms- dóttir kennir á fiðlu og auk þess einum nemanda á píanó. Jólatónleikar nemenda voru haldnir i Reykjahlíðarkirkju sunnudaginn 15. desember. Þar komu fram nemendur skólans og léku á öll þau hljóðfæri sem kennt er á í skólanum. Ennfremur lék strengjasveit 9 nemenda. Undirtektir viðstaddra voru frábærar enda verulega ánægjulegt á að hlýða. Mjög góð aðsókn var, eða ná- lega fullsetin kirkja. Krislján

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.