Morgunblaðið - 20.12.1991, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.12.1991, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1991 31 Stjórnendur Borgarspítala um sameiningu sjúkrahúsa: Viðbrögð lækna Landakots sér- hagsmunagæsla vegna launa „VIÐ erum ekki ánægð með þær sviptingar sem hafa orðið á Landakoti, og mislíkar mest þau vinnubrögð sem hafa komið upp, bæði í nefndinni um sameiningu spítalanna, af hálfu nefnd- armanna Landakots og þeirra sem hafa grafið undan þessum störfum innan spítalans, og hafa ekki komið hreint fram gagn- vart okkur,“ segir Jóhannes M. Gunnarsson yfirlæknir á Borg- arspítalanum. Jóhannes Pálmason framkvæmdastjóri spítalans segir að viðbrögð lækna Landakots verði ekki skilin örðuvísi en sem hrein sérhagsmunagæsla vegna launakerfis lækna spít- alans. „Hópur lækna og starfsmanna Landakots grófu undan þessu starfi," segir hann. Meirihluti fjárlaganefndar Al- þingis hefur afgreitt tillögur heil- brigðisráðherra um fjárveitingar til Landakotsspítala, Borgarspítala og St. Jósefsspítala nær óbreyttar til þriðju umræðu. Skv. tillögunni verður hreint ríkisframlag til Borg- arspítalans tæplega 2,6 milljarðar kr. sem er óbreytt fjárveiting að raungildi frá yfirstandandi ári. Jó- INNLENT hannes M. Gunnarsson, yfírlæknir á Borgarspítalanum, segir að þetta sé skásti kosturinn fyrst ekki gekk að fylgja þeirri áætlun að sameina Borgarspítala og Landakot eins og tillaga var gerð um í skýrslu nefnd- arinnar. Vegið að Borgarspítalanum Jóhannes átti sæti í nefndinni af hálfu Borgarspítalans auk Jó- hannesar Pálmasonar og Sigríðar Snæbjörnsdóttur hjúkrunarfor- stjóra. Þau segja að sérálit hjúkr- unarforstjóra Landakots í nefnd- inni, hafi ekki komið fram fyrr en í lok nefndarstarfsins eftir að haldnir höfðu verið tugir funda en hún hafi ekki haft frammi and- mæli gegn niðurstöðu hópsins fyrr en þá. „Okkur finnst vegið faglega að Borgarspítalanum þegar því er haldið á lofti að þjónustan á Landa- koti sé sérstaklega góð. í raun er um svipuð þjónustukerfi að ræða á spítölunum. Það sem skilur á milli eru hins vegar ólík launakerfi spítalanna, þar sem læknar Landa- kots fá greitt fyrir hvert viðvik en hér eru læknar á mánaðarlaunum. Laun hjúkrunarfræðinga á Landa- koti eru einnig hærri en hjá okk- ur,“ sagði Sigríður. Jóhannes Pálmason sagði að fulltrúar Borgarspítalans hefðu samþykkt skýrslu nefndarinnar og það muni reynast erfitt fyrir þá að hefja viðræður upp á nýtt á allt öðrum forsendum, „eins og þessi uppreisnarhópur á Landa- koti, úndir forystu Sigurðar Björnssonar, hefur talað um“, sagði hann. „Okkur virðist það líka vera lúa- legt bragð að draga St. Jósefssyst- urnar fram í þessum leik og skilja þær svo eftir einar. Þær hefðu ekki gengið fram fyrir skjöldu nema fyrir þrýsting," sagði Jó- hannes Pálmason. Hljótum að fá obbann af 200 milljónum í tillögum heilbrigðisráðherra -eru lagðar til hliðar tæplega 200 millj. kr. óskipttil spítalanna vegna nauðsynlegra framkvæmda við endurskipulagningu sjúkrahús- þjónustu á höfðuborgarsvæðinu. Fulltrúar Borgarspítalans segja að með þessu sé ráðherra að taka afstöðu með niðurstöðu nefndar- innar um að lagt verði í ákveðnar framkvæmdir á Borgarspítalanum, eins og að ljúka við B-álmuna, vegna áforma um sameiningu sjúkrahúsanna. „Þegar að þessari ákvörðun kemur hljótum við því að fá obbann af þessari upphæð," sagði Jóhannes Gunnarsson. Fram kom í máli þeirra, að vegna niðurskurðar á framlögum til Landakots sé vandséð að spítal- inn geti eftirleiðis sinnt sömu þjón- ustu og hann hefur gert, og því muni stærri hluti bráðaþjónustunn- ar óhjákvæmilega lenda á Landspítalanum og Borgarspíta- lanum. Sameining við Landspítala útilokuð Aðspurð hvort hugsanlega kæmi til að könnuð verði sameining Borgarspítala og Landspítala sögðu þau að ávallt hefði legið skýr afstaða Reykjavíkurborgar gegn slíkri sameiningu. „Hins veg- ar virðast ákveðin öfl innan Landspítalans ganga með það í maganum um að sameinast Borg- arspítalanum. Borgin hefur engan áhuga á slíku og það hefur komið mjög skýrt fram hjá ráðherra að enginn vilji sé til að gera þetta. Skynsamlegast sé að byggja upp tvo spítala, Landspítala og Borgar- spítala. Það hafa Landspítalamenn átt erfitt með að þola vegna þess að þeir teldu sig geta misst ein- hveija tugi milljóna á ári,“ sagði Jóhannes Gunnarsson. Jón Eiríksson bóndi, oddviti og ljósmyndari. Ljósmyndir frá Skeiðum ODDVITANEFND Laugarás- læknishéraðs og Afréttarmálafé- lag Flóa og Skeiða hafa gefið út myndabókina „Aldahvörf á Skeið- um, ljósmyndir Jóns Eiríkssonar í Vorsabæ. Bókin er gefin út í til- efni 70 ára afmælis bóndans og ljósmyndarans í Vorsabæ. Jón Eiríksson í Vorsabæ á Skeið- um hefur verið áhugaljósmyndari í 50 ár, því að árið 1941 eignaðist hann fyrstu ljósmyndavél sína, Kodak-kassavél. Síðan hefur hann tekið myndir, bæði svart-hvítar og í lit, og á nú um 10.000 myndir í safni sínu. Yfirleitt eru það ekki landslags- myndir, heldur mannlífsmyndir, teknar við hin ýmsu tækifæri. Myndirnar í bókina völdu auk Jóns Eiríkssonar sjálfs Inga Lára Bald- vinsdóttir og Páll Lýðsson, sem skrif- ar formálann að bókinni, „Að grípa augnablikið“, þar sem hann rekur æviferil Jóns Eiríkssonar. / beinni útsendingu á Stöð ffannan hvern þriðjudag. Jóla-Happó 26.DES. Dregið 24. DES. Vinningar birtast 26.DES. Sölu lýkur 22. DES. 7JAN., 21.JAN., 4.FEB., 18.FEB., 3.MARS .... -efþúáttmiða! ovDRÆrr/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.