Morgunblaðið - 05.12.1992, Page 1

Morgunblaðið - 05.12.1992, Page 1
88 SIÐUR B/LESBOK 279. tbl. 80. árg. LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1992 Prentsmiðja Morgoinblaðsins Owen lávarður varar NATO við Balkanstríð yfirvofandi Brussel, Washington, Sarajevo. Reuter. OWEN lávarður, samningamaður Evrópubandalagsins í átökum júgó- slavnesku lýðveldanna fyrrverandi, segir að hætta sé á að stríðið í Bosníu-Herzegóvínu breiðist út til nágrannalandanna og svo geti farið að barist verði um allan Balkanskaga. Heimildarmaður hafði eftir Owen á lokuðum fundi með sendiherrum rikja Atlantshafsbandalags- ins, NATO, í Brussel að bandalagsþjóðirnar yrðu að gera upp við sig hvenær svo væri komið að óhjákvæmilegt væri að grípa inn í átökin. Owen taldi mesta hættu á að næst blossuðu upp átök í Kosovo- héraði sem byggt er múslimskum Albönum aðallega en lýtur stjórn Serbíu. Emflig gætu orðið átök í Makedóníu en þar er stór albanskur minnihluti auk þess sem Grikkir telja sjálfstæða Makedóníu ógnun við öryggi Grikklands. Utanríkis- ráðherra Grikkja varaði í gær við hernaðaríhlutun af hálfu Vestur- veldanna í Bosníu, hún yrði gagns- Norskir læknar Má þjóna tveimur herrum? ERU læknar að þjóna tveim- ur herrum með því að reka eigin rannsóknastofur sam- tímis því að vera í opinberri þjónustu? Nei, segja læknar, en forstjóri ríkisspítalanna í Noregi segir já og hyggst fylgja því eftir í framkvæmd, að sögn Aftenposten. Norskir læknar, sem vinna á ríkisspítölunum, eru sumir með sjálfstæðan rekstur, til dæmis rannsóknastofur, og stundum mjög umfangsmikinn. Var hagnaður af starfsemi þeirra stærstu um 32 milljónir ÍSK í fyrra og komu 13 milljónir til samans í hlut eigendanna, fjög- urra lækna. Þar að auki fengu þeir greitt fyrir störf sín á stof- unni og þá að sjálfsögðu greitt sem opinberir starfsmenn. Odd Arild Haugen, forstjóri ríkisspítalanna, segir, að með þessu sé óhjákvæmilegt annað en til hagsmunaáreksturs komi. Því hafa læknarnir mótmælt en Oddvar Stokke, prófessor og yfirlæknir á þeirri deild rík- isspítalanna, senr fæst við kiín- íska efnafræði, tekur undir með Haugen og segir, að læknar í opinberri þjónustu en jafnframt með eigin rekstur geri allt til að fá rannsóknirnar til sín. Mikið af þeim megi hins vegar gera á rannsóknastofu sjúkra- húsanna og með miklu minni kostnaði fyrir skattborgarana. Stokke hefur bannað læknum á sinni deild að vera með sjálf- stæðan rekstur. laus. Hann lagði einnig áherslu á að útiloka yrði alla þátttöku Tyrkja í slíkum aðgerðum. Bæði Grikkir og Tyrkir eru í NATO en Tyrkir, sem eru múslimar og réðu öldum saman yfir Balkanskaga, hafa gagnrýnt mjög aðgerðaleysi Vest- urveldanna í málefnum Bosníu- múslima sem Serbar hafa beitt miklu harðræði. Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna hefur for- dæmt Serba fyrir grimmdarverk þeirra. Samtök islamskra ríkja kröfðust nýlega hemaðaríhlutunar SÞ gegn Serbum. Hjálparflug stöðvað Hjálparflug til Sarajevo hefur verið stöðvað í bili vegna harðra sprengjuárása Serba á borgina. Utanríkisráðherrar Ungveijalands, Austurríkis, Slóveníu, Tékkóslóvak- íu og Póllands eru sagðir hafa beð- ið um fund með George Bush Bandaríkjaforseta til að ræða ástandið í Bosníu. Markmiðið er að fá Bandaríkin til að reyna að stöðva stríðið í landinu. Kósakkar styðja Jeltsín Reuter Kósakkar standa í röð við Kreml, reiðubúnir að hylla Borís Jeltsín Rúss- landsforseta sem nú á í vök að veijast á fulltrúaþinginu. Frestað var í gær atkvæðagreiðslu um tillögu afturhaldsafla þar sem kveðið er á um stjómarskrárbreytingu er skerði stórlega völd forsetans. Verður gengið til atkvæða í dag, laugardag. Umbótasinnar segja tillöguna geta kollvarp- að tilraunum Jeltsíns til að koma á markaðshagkerfi og lýðræðisendurbót- um í landinu verði hún samþykkt. GATT-viðræður Bretaprins ver Frakka París. Reuter. ÞINGMENN úr báðum stóru flokkunum í Bretlandi gagnrýndu í gær ræðu Karls Bretaprins í Frakklandi, þar sem hann varði stuðning frönsku stjórnarinnar við franska bændur i tengslum við GATT-samningana. Prinsinn fór einnig gagnrýnum orðum um óbeislað markaðshagkerfi og virtist ræðan mjög í andstöðu við stefnu bresku íhaldsstjórnarinnar. Karl hefur oft valdið írafári með ummælum sínum um ágreiningsmál, m.a. hefur hann gagnrýnt nútíma byggingalist harðlega. Bob Cryer, þingmaður Verka- mannaflokksins, sagði það „óvenju heimskulegt“ að prinsinn skyldi skipta sér af viðkvæmum samninga- viðræðum þar sem þúsundir breskra starfa væru í hættu. Hvítir láta undansíga Washington. Reuter. Bandaríkjamönnum mun fjölga hratt á næstu áratugum og verða þeir orðnir 383 milljónir árið 2050, samkvæmt spá manntals- stofnunar. Gert er ráð fyrir að þá verði að- eins um helmingur landsmanna af- komendur innflytjenda frá Evrópu. Fjölgun í röðum þeirra er mun hæg- ari en hjá minnihlutahópunum, þ.e. blökkumönnum, Asíufólki og þeim stærsta; innflytjendum frá Mexíkó. Bush Bandaríkjaforseti sendir 28.000 hermenn til Sómalíu 011 ráð verða heimiluð gegn stríðsheminum Washington. The Daily Telegraph. GEORGE Bush, forseti Bandaríkj- anna, gaf í gær her landsins fyrir- mæli um að senda 28.000 banda- ríska hermenn til Sómalíu til að tryggja að matvæli berist til svelt- andi fólks í landinu. Hann heimil- aði einnig hernum að grípa til allra þeirra hernaðaraðgerða sem kunna að reynast nauðsynlegar gegn glæpaflokkum nokkurra só- malskra stríðsherra sem ráða lög- um og lofum í landinu. Bush útskýrði þessa ákvörðun í sjónvarpsávarpi í gærkvöldi og lofaði því að hermennirnir yrðu ekki „deg- inum lengur í Sómalíu en nauðsyn krefur". Hann setti þó engin ákveðin tímamörk um heimkvaðningu her- mannanna og sagði aðeins að friðar- gæsluliðar á vegum Sameinuðu þjóð- anna myndu leysa þá af um leið og skapast hefðu skilyrði til að dreifa Reuter Gert klárt Bandarískir hermenn í New York búa farartæki sitt undir Sómalíuferðina. matvælum með eðlilegum hætti. „Só- malska þjóðin, einkum börnin, þarfn- ast hjálpar okkar. Við verðum að hjálpa þeim að halda lífi. Við verðum að gefa þeim von,“ sagði forsetinn í ávarpi sínu og kvað 1,5 milljónir Sómala eiga á hættu að verða hung- urmorða. Margir háttsettir hershöfðingar eru lítt hrifnir af þessari hernaðar- íhlutun, segja ályktun öryggisráðs SÞ, sem heimilaði aðgerðirnar, vera afar loðna og tala þeir um skort á skýrum hernaðarmarkmiðum. Bill Clinton, verðandi forseti, styður hins vegar ákvörðun Bush. Þingmenn úr Repúblikanaflokkn- um jafnt sem Demókrataflokknum hafa einnig látið í ljós áhyggjur af ákvörðuninni. Sjá „Stríðsherrarnir í landinu óttast um sinn hag“ á bls. 30.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.