Morgunblaðið - 05.12.1992, Qupperneq 10
1 A SfHH Í)38M323Q .5 SUOAQÆAQQAJ QIQAJ8HUQSOM
10 - MÖRGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1992
Fallegar 120 fm íbúðir
Á góðum stað í Hamrahverfi, Grafarvogi, eru vel skipu-
lagðar íbúðir til sölu. Stórar svalir á móti suðri. Góðar
stofur, 2-3 svefnherbergi, sérþvottahús og bílskúr.
Frekari upplýsingar í síma 31104.
Örn Isebarn, byggingameistari.
Melhagi - sérhæð
Höfum í einkasölu 1. hæðina í húsinu nr. 15 við Mel-
haga í Reykjavík. íbúðin er 115 fm. Glæsilega innrétt-
uð. Parket á öllu. Nýleg eldhúsinnrétting. Samliggjandi
stofur, 3 svefnherb. Tvennar svalir. Sérinng. Áhv. 2350
þúsund byggingarsjóður ríkisins til 35 ára.
Ibúðin verður til sýnis i dag laugardag frá kl. 14-17.
Fasteignamarkaðurinn hf.,
Óðinsgötu 4, símar 11540 og 21700.
mmmmmm^—mm^—mmm^J
Jöklafold - 4ra + bílskúr
Afburða glæsileg 4ra herb. endaíbúð 110 fm á 2. hæð
ásamt 25 fm bílskúr. íbúðin skiptist í 3 rúmgóð svefn-
herb., stóra stofu, eldhús með glæsilegri innr. og borð-
króki og baðherb. með glugga (tengt fyrir þvottavél á
baði). Parket á allri íbúðinni. Tvennar svalir. Laus strax.
Áhvílandi veðdeild 4,5 millj. Verð 10,9 millj.
Opið í dag frá kl. 13-15
SKÓLAVÖRÐUSTÍG 38A,
— VIÐAR FRIÐRIKSSON,
LÖGG. FASTEIGNASALI,
HEIMASÍMI 27072.
29077
Goðatún-Gbæ 7406
Óvenju snyrtilegt 120 fm timburhús ásamt 37 fm bíl-
skúr. Parket og flísar. Nýklætt og einangrað. Nýjar raf-
lagnir. Samþykktur byggingaréttur. Fallegur garður.
Skipti möguleg á minni eða stærri eign í Garðabæ.
Í^Z^FASTEIGNA
1 MIÐSTÖÐIN
112 20 30 SKIPHOLTI50B -105 REYKJAVÍK
SÍMI 622030 - SÍMBRÉF 622290
911 Rfl 91 97A L^RUS R' VALDIMARSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI
L I lwU"Llw/U KRISTINNSIGURJÓNSSON,HRL.löggilturfasteignasali
Til sýnis og sölu m.a. eigna:
Glæsileg einstaklingsíbúð - lyftuhús
2ja herb. ib. í lyftuh. v. Kríuhóla. Parket. Suðursv. Góð sameign. Laus
fljótl. Tilboð óskast.
í gamla, góða vesturbænum
5 herb. 2. hæð 116,1 fm nettó v. Holtsgötu. Nýtt sérsmíðað eldhús.
Nýtt bað. Nýl. parket. Rúmg. 3 svefnherb., 2 saml. stofur. Góð lán fylgja.
Glæsileg eign á góðu verði
raðhús á tveimur hæðum m. 6-7 herb. íb. um 170 fm samt. Innréttað-
ur kj. um 85 fm m. fráb. fjölsk.aðstöðu. Gufubað, heitur pottur. Góður
bílsk. Húsið er um 11 ára gamalt á vinsælum stað í Árbæjarhv.
Mikið endurnýjuð - rúmgóður bílskúr
3ja herb. íb. á 1. hæð 84,4 fm nettó skammt frá „Fjölbraut" i Breiö-
holti. Góö sameign. Rúmg. bílsk.
Á vinsælum stað f Vogunum
steinhús ein hæð 165 fm auk bílsk. 5 svefnherb. m.m. Sólverönd.
Glæsil. lóð. Ýmiss konar eignaskipti mögul.
Nýleg fbúð f vesturbænum
3ja herb. um 80 fm vel skipul. Parket. Sólstofa. Þvhús á hæðinni.
Ágæt sameign. Geymsla í kj. Hentar m.a. eldra fólki. Skipti mögul. á
lítílli 2ja herb. ib.
Góð íbúð - tilboð óskast
suðurib. 2ja herb. á 2. hæð um 55 fm auk geymslu og sameignar.
Nýl. parket. Nýl. gler. Stæði í bílgeymslu. Góð sameign. Laus strax.
íb. er í þriggja hæða blokk miðsvæðis í Kóp.
Fjöldi beiðna - fjársterkir kaupendur
Miðað við árstíma óvenju margir fjársterkir kaupendur hafa falið okkur
að útvega sér fasteignir af flestum stærðum og gerðum. Ýmiss konar
eignaskipti möguleg.
• • •
Opið ídag kl. 10-16.
Almenna fasteignasalan sf.
var stofnuð 12. júlí 1944.
ALMENNA
FASTEIGNASALAN
LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370
40aEdM ooáfl
Umsjónarmaður Gísli Jónsson 669. þáttur
Þá er að reyna að segja eitt-
hvað um fyrsta hlutann í bréfí
Halldórs Ármannssonar, sjá síð-
asta þátt. Mál það, sem hann
fjallar um, er rammflókið. Hve-
nær á að vera i og hvenær ekki
í þágufalli karlkyns- og hvorug-
kynsorða sterkrar beygingar.
Verð ég nú, til að stytta mál
mitt, að láta sem menn muni
það helsta sem ég hef skrifað
um beygingafræði. Tökum t.d.
orðið ís. Er ég á hálum ís eða
ísi? Ég veit það ekki. Hitt veit
ég, að ég segði skip hafa orðið
fast í hafís eða rekís eða þá
böm gófla í sig rjómaís.
Orðið ís, í fornu máli íss, er
A-stofn. Fleirtalan er ísar, um
ísa o.s.frv. Um þessi orð segir
próf. Halldór Halldórsson í beyg-
ingarfræðihluta íslenzkrar
málfræði: „Á elstu tímum ís-
lenzks máls gætir þess, að þágu-
fallsendingin fellur brott, fyrst
í langstofna orðum, en síðar í
stuttstofna, og hefír þessi þróun
farið í vöxt.“
Um I-stofna í karlkyni segir
Halldór: „Aðeins fá orð hafa nú
eða geta haft i-endingu í þgf.
et. Meðal þeirra eru þessi: at-
burður, feldur, fundur, gest-
ur, guð, kostur.“
Af þessu leiðir að hann telur
þá óeðlilegt að hafa orð eins og
Ieggur, lækur, styrkur, vegg-
ur, ylur og þefur með títt-
nefndri endingu.
Lítum á hvorugkynsorð. Öll
„sterk“ hvorugkynsorð í ís-
lensku eru A-stófnar nema fé.
Langsamlega flest þeirra enda
skilyrðislaust á i í þágufalli ein-
tölu, svo sem land, bú, sumar,
berg, vik, fjall, öl, lyng, smjör,
fen, flet, men, nef, nes, net,
gil, kið, kyn, rif, þil, skegg,
egg, skýr og hey. En þó er á
fleira að líta. Um orðin kné
(>hné) og tré segir Halldór
Halldórsson: í þgf. et. þeirra
orða féll i brott (knéi>kné;
tréi>tré)....Sjá síðar um hlé.
Þessu næst skal sýna dæmi
þess hve brottfall i-endingar í
málinu er gamalt í nokkrunj
karlkynsorðum. í Hávamálum
kemur fyrir orðasambandið í byr
óðum, ekki byri. í vísu, sem er
eignuð Kveldúlfí Bjálfasyni, seg-
ir:
Þrekiundaðr fell Þundar
Þórólfr í gný stórum.
Egill, sonarsonur Kveldúlfs, á
að hafa kveðið í Sonatorreki:
En mér fens/ í fóstum þokk/
hrosta hilmir/ á hendi stendr.
Ekki er ég á móti þágufalls-
endingunni i, nema síður sé,
enda er hún oft og tíðum óhjá-
kvæmileg eftir mínum smekk
og kokkabókum. Ég er aðeins
að reyna að sýna fram á að
málið er allt annað en einfalt.
Ég læt t.d. guð og heldri menn
sitja á veldisstóli, en sjálfur sit
ég á stól. Ekki get ég fundið
að orðafari manns sem baðst
afsökunar á hlé, því að sjálfur
segi ég að ávextir vaxi á tré
eða að ég sé með skrámu á
hægra hné. í Hávamálum var
maður hins vegar á knéi kalinn.
En ég bæðist reyndar afsökunar
á hléi, svo að ekki er samræm-
inu fyrir að fara. Þetta er nú
orðin meiri þulan. Þegar ég
sýndi Hlymreki handan þessa
þvælu, bað hann mig aðeins að
bíða, og svo fékk ég:
í orðanna mosgráum mekki
finn ég meiningu seint eða ekki.
Er frú Lára í kjóli?
Er ég líkur Dególi?
Beið ég hnekk(i) af hrekk eða hrekki?
★
„í framhaldi af limrunni vil
ég minnast á að fyrir skömmu
las ég í Mbl. grein um limrur
eftir Jónas Ámason, þar sem
hann segir, að stuðlar skuli vera
í stuttlínunum og höfuðstafur í
þeirri síðustu. Ég hef séð marg-
ar lipurlega kveðnar limrur, þar
sem stuðlar eru hafðir bæði í
stuttlínunum og í síðustu línunni
eins og ég gerði reyndar sjálfur
í þeirri, sem birt var hér að of-
an. Fróðlegt væri að frétta af
þinni tilfínningu fyrir þessu."
Umsjónarmaður hefur sljóa
tilfínningu fyrir þessu, og svo
virðist vera um þá Hlymrek
handan og félaga. Veit þó um-
sjónarmaður dæmi afbragðs
limra, þar sem sérstuðlað er í
lokalínu. En sé einkum miðað
við höfuðlimrunga, eins og Jó-
hann S. Hannesson og Þorstein
Valdimarsson, er kenning Jónas-
ar rétt.
Enn segir Halldór Ármanns-
son:
„Notkun annars bókstafs í
föllum orða varð mikið hitamál
á Orkustofnun í fyrra, þ.e. -n-i
í ef. ft. veikra kvenkynsorða og
var einkum rætt um orðið hola.
Stungið var upp í þá, sem ekki
vildu -n-ið hafa, með því að birta
í innanhússfréttablaði stofnun-
arinnar eftirfarandi klausu úr
bók Áma heitins Böðvarssonar
um málfar í fjölmiðlum: „Hola
er veikt kvenkynsorð, beygist
eins og t.d. kúla. Við tölum um
„kúlnahríð" og borun rannsókn-
arholna er rétt orðalag, en „bor-
un rannsóknarhola“ rangt.“ Ég
minntist þess að fyrir fjölda
mörgum áram sat ég að kaffi
með nokkrum helstu málfræð-
ingum þjóðarinnar og kom þetta
þá þar til umræðu og sýndist
sitt hveijum. Ég spurði nafna
minn einnig um þetta og var
hann sammála mér um að -n- í
orði eins og „holna“ væri skelf-
ing ljótt en taldi að alltaf ætti
að vera unnt að komast hjá notk-
un þess með því t.d. að tala um
borun á holum o.s.frv. Ekki virð-
ast allir beygja sig undir slíkar
reglur, því að nýverið var ég að
lesa yfír grein um samsætur
fyrir merkt íslenskt tímarit og
kom ef. ft. þess orðs nokkrum
sinnum fyrir og vildi ritstjóri
ritsins ekki að því yrði breytt
úr samsæta til samsætna.
Gaman væri að vita hvað þér
og unnendum þáttar þíns fínnst
um þessa stafí. E.t.v. er um
smáatriði að ræða, en mér segir
svo hugur að slík smáatriði geti
verið býsna mikilvæg í þróun
tungumáls. Ég þakka þér fyrir
góðan þátt og bið þig vel að lifa.
Blessaður."
★
P.s. í síðasta þætti misfórst
lítillega vitnun í Halldór Hall-
dórsson. Hún átti að vera svo:
„... hann ... leggur árar í bát og
lætur reka á reiðanum.“ Þetta
er góðfús lesandi beðinn að at-
huga.
Borgarráð
Samþykkt samkomulag við
Eimskip um Borgartún 30
BORGARRÁÐ hefur samþykkt, með fjórum samhþ'óða atkvæðum, sam-
komulag milli borgarsjóðs og Eimskipafélags íslands um að félagið
láti vinna deiliskipulag lóðarinnar við Borgartún 30 á eigin kostnað og
í náinni samvinnu við borgarskipulag Reykjavíkurborgar. Skal þeirri
vinnu vera lokið um mánaðamót janúar/febrúar árið 1993, að sögn
Hjörleifs B. Kvarans framkvæmdasljóra lögfræði- og stjórnsýsludeildar
Reykjavíkurborgar.
Samkomulagið gerir jafnframt ráð
fyrir að Eimskipafélagið greiði borg-
arsjóði gatnagerðargjöld af öllum
nýbyggingum sem samþykktar verða
. á lóðinni að frádregnum þeim rúm-
metrum í samþykktum byggingum á
lóðinni sem félagið á og ijarlægðar
verða. Hafa forsvarsmenn Eimskips
lýst því í viðræðum við borgaryfír-
völd að félagið stefni að sameiningu
flutninga- og geymslustöðva félags-
ins á einn stað við Sundahöfn. „Upp-
bygging Sundahafnarsvæðisins og
flutningar úr Borgartúni ráðast af
því, hvernig félaginu gengur að losa
fjármuni, sem nú eru bundnir í eign-
um í Borgartúni til að fjármagna
frekari uppbyggingu í Sundahöfn,"
segir í erindi Hjörleifs til borgarráðs.
----»■■ ♦ ♦-
Póstmenn
segjaupp
samningum
Póstmannafélag íslands hefur
sagt upp kjarasamningi sínum við
fjármálaráðherra fyrir hönd rík-
issjóðs með mánaðar fyrirvara.
Uppsögnin gildir frá og með 2.
janúar.
í tilkynningu frá Póstmannafélag-
inu er vísað til 5. greinar miðlunartil-
lögu ríkissáttasemjara frá í vor þar
sem segir að forsenda samningsins
sé að gengi íslensku krónunnar verði
stöðugt á samningstímanum ella séu
þeir uppsegjanlegir með mánaðarfyr-
irvara. Gengið hafi verið fellt og því
sé forsenda samningsins brostin.
Lítið hús í Hafnarfirði
Nýkomið í einkasölu gamalt timburhús við Bröttukinn. 2 herb.,
eldhús og kjallari, samtals 52,2 fm. Húsið þarfnast standsetn-
ingar. 350 fm lóð. Geymsluskúrar. Laust strax. Ekkert áhv.
Opiðídag Árni Gunnlaugsson hrl,
frá kl. 10-16 Austurgötu 10, sími 60764.