Morgunblaðið - 05.12.1992, Side 12

Morgunblaðið - 05.12.1992, Side 12
 íSí Borgarstjórn Pípugerðin fyrsta verkefni Aflvakans UMRÆÐUR spunnust á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur á fimmtudag' um Aflvaka Reykja- víkur, hið fyrirhugaða eignar- halds- og þróunarfélag Reykja; víkurborgar í atvinnumálum. í máli Markúsar Arnar Antons- sonar borgarsljóra kom fram, að Aflvakinn verður stofnsettur, og fyrsta verkefni hans yrði Ríkisútvarpið Osætti vegna ráðningar málfars- ráðunautar HEIMIR Steinsson útvarps- stjóri, hefur ráðið Ara Pál Krist- insson málfræðing, málfars- ráðunaut Ríkisútvarpsins. Hundrað og tuttugu starfsmenn Útvarps og Sjónvarps hafa skrifað undir undirskriftalista gegn ráðningu Ara Páls. Auk Ara sóttu þau Guðlaug Kjartansdóttir og Sigurður Jóns- son um starfið en Sigurður hefur gegnt því frá því í sumar. Ákvörð- un um stöðuveitinguna var í hönd- um útvarpsstjóra og segist hann hafa átt góðra kosta völ og telji sig hafa valið þann besta. Annað hafi hann ekki um málið að segja. Heimi hefur verið afhentur undirskriftalisti 120 starfsmanna Útvarps og Sjónvarps sem mót- mæla ráðningunni og lýsa yfir stuðningi við Sigurð Jónsson. Að- spurður sagðist útvarpsstjóri ekki vita betur en málinu væri lokið. Ari Páll tekur við stöðu málfars- ráðunautar 1. janúar næstkom- andi. væntanlega að gerast lögaðili á móti Reykjavíkurborg um stofn- un hlutafélags um rekstur Pípu- gerðar Reykjavíkurborgar. Þá kvaðst borgarsljóri telja að er- lend lán þyrfti til að halda uppi hámarkskrafti í atvinnumálum Reykvíkinga, og eins væri óvissa um hvað sveitarfélög fengju í stað aðstöðugjalda, sem fallið hafa brott. Tillögur meirihluta atvinnu- málanefndar um Aflvaka Reykja- víkur sem samþykktar voru á fundi nefndarinnar 26. nóvember, fela í sér að hlutverk Aflvakans verður að gegna upplýsingahlutverki fyrir fjárfesta, vinna að stefnumótun um atvinnumál í borginni í sam- vinnu við atvinnumálanefnd, auk hlutverksins sem meðeigandi að fyrirtækjum borgarinnar sem gerð kunna að verða að hlutafélögum. Kristín Á. Ólafsdóttir, borgarfull- trúi Nýs vettvangs, lýsti óánægju sinni með tillögur atvinnumála- nefndar, og kvað Aflvakann vera orðinn að „lítilli mús“ miðað upp- runalegar tillögur borgarstjóra. Borgarstjóri kvað engar önnur áform um rekstrarformsbreytingar og Aflvakann vera uppi enn sem komið er, en enn ætti eftir að ákveða hve mikið af hlutafé Pípu- gerðarinnar yrði í eigu borgarinnar og hve mikið í éigu Aflvaka Reykjavíkur hf. Bókun atvinnu- málanefndar um Aflvakann, þar sem lagt er til að hlutafé verði 15 milljónir, rekstrarkostnaður 30 milljónir og að 20 milljónum verði veitt til sérstakra verkefna, væri þó ekki síðasta orðið í málefnum Aflvakans. Þetta væri aðeins A- kafli verkefnisins, en rétt væri að bíða með B-kaflann í ljósi óviss efnahagsástands. Upprunalegar tillögur borgarstjóra um Aflvaka Reykjavíkur gerðu ráð fyrir um 750 milljón króna kostnaði á fimm árum. Getum ekki sett okkur upp á móti hagræðingu * - segir formaður starfsmannafélags Islandsbanka FORMAÐUR Starfsmannafélags íslandsbanka segir félagið ekki geta sett sig upp á móti hagræðingu í bankakerfinu, þar sem hag- ræðing sé trygging fyrir áframhaldandi vinnu bankastarfsmanna. íslandsbanki hefur ákveðið að sameina þijú útibú í Reylqavík öðr- um útibúum, og er gert ráð fyrir að starfsmönnum þar fækki um 70 á næstu 18 mánuðum. Ekki verður gripið til hópuppsagna en nýráðningum hætt. „Þótt við hörmum að til þess þurfi að koma að sameina útibú þá hljótum við að fagna því að ekki komi til almennra uppsagna af því tilefni," sagði Geir Þórðarson formaður starfsmannafélags ís- landsbanka við Morgunblaðið. „Við vonumst til þess að starfsmenn muni í framtíðinni fá hlutdeild í þeirri hagræðingu sem verður í bankanum jafnt á við hluthafa og viðskiptamenn." Um fyrirhugaða fækkun starfs- manna íslandsbanka sagði Geir, að alltaf ætti sér stað eðlileg fækk- un, fólk hætti að vinna hjá bankan- um af sjálfsdáðum af ýmsum ástæðum og bankinn hefði ákveðið að þessi fækkun ætti að koma fram á 12-18 mánuðum. „Það er þó auðvitað óráðið hvað gerist þegar sá tími er liðinn ef sú fækkun hefur ekki orðið,“ sagð Geir. Uppsagnir hjá Meleyri hf. á Hvammstanga Hvammstan^a. VERKAFOLK, um 30 manns, sem vinnur við rækja- og hörpu- diskvinnslu hjá Meleyri á Hvammstanga fékk uppsagnar- bréf í lok nóvember. Starfsfólk sem er með fastráðningarsamn- ing er með þriggja mánaða upp- sagnarfrest þ.e. til janúarloka. Að sögn Guðmundar Tr. Sig- urðssonar hjá Meleyri hf. er ástæð- an fyrirsjáanlegur skortur á hrá- efni og því nokkur óvissa um fram- tíðina. Erfiðleikar í hráefnisöfiun hafa á liðnum mánuðum verið nokkuð í fréttum. Að sögn Guð- mundar hefur staða fyrirtækisins styrkst og bendir milliuppgjör fyrir janúar til október til batnandi rekstrar, miðað við fyrra ár. For- ráðamenn fyrirtækisins vinna að því að greiða úr erfiðleikum fyrir- tækisins, með ýmum aðgerðum. - Karl. Haukur Ragnarsson og Esther Inga Níelsdóttir. Glæsilegur árangnr Islendinga á Evrópumeistarakeppni í dansi Jón Pétur Úlfljótsson og Kara Arngrímsdóttir. __________Pans______________ Dröfn Guðmundsdóttir ÍSLENSKU keppendurnir Haukur Ragnarsson og Esther Inga Níelsdóttir og Jón Pétur Úlfljótson og Kara Arngríms- dóttir náði glæsilegum árangri í Evrópumeistarakeppni at- vinnumanna sem haldin var i Maastricht í Hollandi 28. nóv- ember sl. Keppt var í 10 döns; um, 5 standard og 5 latin. í keppninni tóku þátt 25 pör frá 15 Evrópulöndum. I undanúrslit komust 14 pör og 6 pör kepptu til úrslita. Evrópumeistarar urðu Martin og Aiison Lamb frá Englandi. Þau eru íslenskum dönsurum að góðu kunn en þau hafa verið gestakennarar hjá Nýja dansskólanum undanfarin ár. Jón Pétur og Kara, sem reka samnefndan dansskóla, komust í undanúrslit í 3 standard-dönsum, enskum vals, tango og vínarvals. Haukur og Esther, sem eru kennarar hjá Nýja dansskólanum, komust í undanúrslit í 4 latin- dönsum, cha cha cha, rúmbu, sömbu og jive. Jón Pétur og Kara hafa dansað saman í 7 ár, þar af sem atvinnumenn í 6 ár en Hauk- ur og Esther hafa dansað saman í 4 ár, þar af sem atvinnumenn í 1 ár. Bæði pörin hafa tekið þátt í fjölda danskeppna bæði heima og erlendis. Hvað skyldu þau æfa mikið og hvernig er það að^ vera atvinnu- maður í dansi á íslandi? Þessar spumingar og aðrar voru lagðar fyrir þau eftir heimkorrjuna. Hvað æfíð þið mikið og hversu oft? „Ekki nógu oft,“ segir Kara en Jón Pétur hlær. „Það er voða mis- jafnt,“ segir hann. „Við æfum mest þegar keppni nálgast en vild- um geta æft meira en við gemm. Við reynum að æfa daglega," bætir Kara við, „en það er erfitt vegna kennslunnar úti á landi. Við æfum að meðaltali 5 daga í viku.“ „Við reynum að æfa á hveijum degi,“ segir Esther. „Stundum meira og stundum minna,“ bætir Haukur við. „Mest æfum við um 5 tíma á dag þegar við fömm í æfingaferðir til Bretlands." Er nokkur tími fyrir annað þeg- ar dansinn er bæði atvinna og áhugamál? „Það er tæpast,“ segir Haukur. „Dansinn fylgir okkur allan sólar- hringinn, hvort sem við emm heima, á æfingu eða að kenna í dansskólanum. Bæði höfum við áhuga á íþróttum," heldur Esther áfram „en engan tíma fyrir þær. Við höfum líka mjög gaman af að fara í leikhús og borða góðan mat.“ „Áhugamálin em mörg en enginn tími til að sinna þeim,“ segir Kara og Jón Pétur tekur undir. Bæði hafa þau gaman af útivist og ferðalögum. Jón Pétur vonast til að komast í ijúpu einu sinni í vetur en það tókst ekki í fyrra. Hvernig er árangur íslenskra keppenda í danskeppnum erlendis? „Mér þykja íslensku keppend- urnir farnir að standa sig mjög vel. Framfarirnar em gífurlegar. Við sjáum það sérstaklega á ungu pömnum sem standa sig mjög vel í sínum aldursflokkum. Eins eldri krakkamir sem byija ekki í neðstu sætunum heldur oft um eða fyrir ofan miðju í erfíðum keppnum. Mér finnst það meiriháttar miðað við hvað dansinn er ung íþrótt hér heima,“ segir Kara. Jón Pétur bætir við: „Við atvinnumennimir emm að pota okkur í undanúrslit og svo em hér ung pör sem kom- ast í úrslit og sigra jafnvel. Árang- urinn er mjög góður.“ „íslendingarnir standa sig betur og betur í hverri keppninni á fæt- ur annarri," segir Haukur. „Við emm nú örstutt frá þeim bestu en fyrir 5 áram voram við langt á eftir þeim. Við sláum mörgum þjóðum við og eigum mörg pör á öllum aldri sem standa sig mjög vel og vinna jafnvel erfiðar keppn- ir erlendis." Hvernig finnst ykkur staða dansíþróttarinnar vera á íslandi? „Hún er nokkuð góð,“ segir Jón Pétur, „en aðstaða atvinnumann- anna er þó mun erfiðari hér en í öðram löndum. Það er langt að sækja þjálfun. Við þurfum að fara til útlanda eða fá erlenda þjálfara hingað. Þetta er allt í törnum hjá okkur. Fyrir áhugamennina er þetta ekki eins erfitt. Þeir geta æft sig eftir þörfum og sótt einka- tíma í dansskólum." Kara heldur áfram og segir að miðað við fólks- fjölda æfi ótrúlega margir dans og nái ótrúlegum árangri. „Staða dansins á Islandi er góð,“ segiur Esther ánægð á svip. „Vinsældir hans era að aukast og breytast. Fjölmiðlar fjalla meira og meira um dansinn og dan- skeppni svo fólk veitir honum meiri athygli en áður. En við at- vinnumennirnir þurfum að sækja kennslu og þjálfun til útlanda og fylgjast vel með þróun í dansi svo við náum betri árangri." Hvað finnst ykkur eftirminni- legast úr Evrópumeistarakeppn- inni? „Þetta var eins og í ævintýri,“ segir Haukur með glampa í aug- um. „Að vera meðal yngstu kepp- endanna og komast svona langt. Rúmban var stórkostleg, „splittið" og „spinnið" þegar ég sný Esther í kringum mig vakti mikla at- hygli. Fólk klappaði og hrópaði. Við vorum mjög stolt.“ Ester bæt- ir við að þau hafi verið mjög ánægð þegar vinir þeirra og aðal- kennarar, Martin og Alison, sigr- uðu. „Það var eftirminnilegast að komast í undanúrslit í standard- dönsum, því staðan í þeim á ís- landi er ekki eins góð og í latin- dönsunum. Við höfum áður komist áfram í latin-dönsunum og áttum ekki von á þessu. Við erum því mjög ánægð,“ sögðu þau Jón Pét- ur og Kara að lokum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.