Morgunblaðið - 05.12.1992, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1992
TT!!1 h:l!Ivi!.-ihnu ,í; :■ i i/ , nui/ >i;iv’i i;lm■'1 r/i
ins. Það hafði mikil áhrif þróun
samfélagsins og í sambandi við
átökin um aldamótin. Atlagan sem
þá var gerð að fullveldinu og stjórn-
málaátökin, sem fylgdu í kjölfar
hennar, skerptu enn frekar skilning
fólks á öllu sem þjóðlegt var. Því
fylgdi mikil uppsveifla í menningu
og listum sem átti eftir að hafa
varanleg áhrif. Jafnframt voru
stofnanir þjóðfélagsins endurskipu-
lagðar í samræmi við strauma sam-
tímans. Nútímalegt þing í einni
deild kom í stað gamla stéttaþings-
ins árið 1906. Samtímis hlutu kon-
ur kosningarétt. Upp úr þessu fór
flokkakerfinu að vaxa fiskur um
hrygg.
Nú hefur því verið lýst stuttlega
hvernig Finnland þróaðist í þá átt
að verða ríki en vegna átakanna
og umskiptanna í Rússlandi á árum
fyrri heimsstyijaldarinnar gafst
Finnum færi á að stíga skrefið til
fulls og lýsa yfir sjálfstæði. Ef þetta
er haft í huga má segja að ekki
sé ijarri lagi sú skoðun prófessor-
anna Matti Klinge og Osmo Jussila
að ef til vill væri Finnum nær að
minnast ártalsins 1809 en 1917.
Hver veit nema hlutirnir þróist
þannig að beggja þessara ára verði
minnst, á svipaðan hátt og íslend-
ingar minnast áranna 1918 og
1944.
Sú staðreynd að Finnland liggur
á spennumörkum austurs og vest-
urs hefur komið landsmönnum í
koll hvað eftir annað, alveg fram
á okkar daga.
Það var ekki fyrr en eftir blóðug
innanlandsátök, sem sem sumir
nefna Frelsisstríðið en aðrir Borg-
arastyrjöldina og rekja má til and-
stæðra hagsmuna Rússa og Þjóð-
veija, að Finnar gátu snúið sér að
því að byggja upp nútímalegt vel-
ferðarþjóðfélag eftir norrænum
fyrirmyndum.
En þetta ástand stóð ekki lengi.
í Vetrarstríðinu 1939-40 og síðar
U. Kekkonen. Forseti lýðveldis-
ins 1956-1981.
á árum heimsstyijaldarinnar vár
sjálfstæði þjóðarinnar í mikilli
hættu. En Finnar stóðust þolraun-
ina. Þrengingarnar þjöppuðu þeim
saman og gamalt missætti var lát-
ið víkja. Arið 1945 hófust þeir
ótrauðir handa við enduruppbygg-
inguna eftir fimm ára styrjöld sem
kostað hafði miklar fórnir. Meðan
á stríðinu stóð og á eftirstríðsárun-
um, sem voru afar erfið, bæði
heimafyrir og í utanríkispólitísku
tilliti, áttu Finnar því láni að fagna
að eiga mikilhæfa foringja, þá
Mannerheim, Paasikivi og Kekkon-
en. Þessir menn höfðu mikil völd
sem rekja mátti alla leið til hinnar
gústavíönsku stjórnskipunar og
zartímabilsins. Þeir höfðu þrek og
þor til að beita þessum völdum til
hagsbóta fyrir land og þjóð.
Smáþjóðum er það mikils virði
að minnast merkisdaga í sögu sinni.
Þegar Finnland hafði öðlast sjálf-
stæði var ákveðið að halda upp á
það hinn 6. desember ár hvert. í
Finnlandi er þjóðhátíðardagurinn
raunverulegur hátíðisdagur. Hann
er allmikið frábrugðinn þjóðhá-
tíðardögum margra annarra þjóða
sem einkennast meira af almennum
gleðskap og kátínu. Þjóðhátíðar-
dagur Finna er í myrkasta skamm-
deginu. Segja má að það sé í nokkru
samræmi við sögu þeirra. Fánar
blakta við stöng þótt dagsbirtan
sé lítil og norðanáttin bitur. Kveikt
er á kertum í gluggunum þegar
húmar og um allt landið vitjar fólk
grafreita þeirra sem féllu í orr-
ustunum miklu. Að þessu sinni
hefur Koivisto forseti boðið fjölda
gamalla hermanna til mikillar há-
tíðarmóttöku í forsetahöllinni í
Helsingfors. Hin fræga kvikmynd
„Óþekkti hermaðurinn“, sem gerð
er eftir sögu Váinö Linna, verður
endursýnd í kvikmyndahúsunum.
Að sjálfsögðu fara þessi hátíðahöld
ekki fram einungis til að gleðja þá
sem lifðu hörmungar stríðsins,
heldur einnig unga fókið, en það
hefur, sem betur fer, fullan skilning
á því hve mikilvægt það er fyrir
smáþjóð að glata ekki sjálfstæðinu
í umróti viðsjálla tíma.
Skilningur áþessu er mikilvægur
en menn verða einnig að skilja að
það er sérstaklega áríðandi fyrir
smáþjóð að halda góðu sambandi
við aðrar þjóðir bæði nær og fjær
og að taka virkan þátt í alþjóðlegu
samstarfi. Vegna hinna óskaplegu
umbyltinga sem átt hafa sér stað
í grannlöndum Finna á síðustu tím-
um stendur þjóðin frammi fyrir
erfíðum ákvörðunum, sem telja
verður víst að hafi afdrifarík áhrif
á alla framtíð hennar.
Koivisto forseti leggur á það
mikla áherslu að Finnar séu háðir
ákvörðunum sem teknar eru í öðr-
um löndum. Hann segir: „Eins og
ástandinu er háttað er betra að við
höfum atkvæðisrétt þar sem
ákvarðanirnar eru teknar en að við
séum án hans.“
kennsla í finnslu og finnskri menn-
ingu fyrir börn sem á einhvem
hátt eru tengd Finnlandi. í árs-
byijun lét finnska sendiráðið
dreifa í skóla og víðar vasabrots-
bók sem nefnist „Ágrip af sögu
Finnlands" eftir Matti Klinge, pró-
fessor, í þýðingu Aðalsteins Dav-
íðssonar. Bókin kom sér ákaflega
vel því ekki hefur verið til neitt
handhægt efni um sögu Finnlands
á íslensku. Fyrsta yfirlit verka
skáldkonunnar Edit Södergran, í
þýðingu Njarðar P. Njarðvík, kom
út alveg á réttum tíma fyrir sýn-
inguna sem haldin var til að minn-
ast 100 ára afmælis hennar. Enn-
fremur er rétt að nefna í þessu
samhengi „Finnskt ljóðakver" Sig-
uijóns Guðjónssonar fv. prófasts
með úrvali ljóða, allt frá Runeberg
og Leino til Carpelan og Saari-
koski. Þýðing Njarðar P. Njarðvík,
á bók Antti Tuuri, „Ný Jerúsal-
em“, er nýútkomin, alveg á réttum
tíma fyrir þjóðhátíðardaginn.
Nú líður að lokum þessa afmæl-
isárs. Það hefur verið sérlega við-
burðaríkt hvað varðar menning-
arsamskipti íslands og Finnlands.
Margir ágætir aðilar hafa lagt sitt
af mörkum og eiga heiðurinn af
því hve vel allt þetta hefur heppn-
ast. Sérstök ástæða er til að minn-
ast á Menningarsjóð íslands og
Finnlands auk Norræna hússins
sem var eðlilegur vettvangur fyrir
marga af viðburðum ársins.
Suomi-félagið minnist sjálf-
stæðisafmælisins með hátíðar-
samkomu í Norræna húsinu að
kvöldi 6. desember kl. 20.30. Há-
tíðarræðu flytur Kaarina Suonio,
varaborgarstjóri í Tampere og
ræðismaður Islands. Hún er fyrr-
verandi kennslu- og menntamála-
ráðherra Finnlands.
Að lokum langar mig að minn-
ast á það sem hæst bar í samskipt-
um landanna tveggja á árinu en
það var heimsókn forseta íslands,
frú Vigdísar Finnbogadóttur, til
Vaasa í Finnlandi. Sú heimsókn
vakti mikla athygli. Frú Vigdís
opnaði nýtt borgarleikhús, Vaasa
nya stadsteater, og stóð fyrir ís-
lenskri menningarviku. Finnar
fögnuðu góðum gesti frá íslandi.
(Þýtt úr sænsku: Jón Snorri Ásgeirsson.)
Hækkun á húshitun er ófær
1 • >C p P* / •• p| • • / X
leið í fjaroflun nkissjoðs
eftír Árna Johnsen
Það er grundvallaratriði að húshit-
unarkostnaður hækki ekki, þrátt fyr-
ir áform ríkisstjórnarinnar um fækk-
un undanþága frá virðisaukaskatti,
enda er húshitunarkostnaður ein við-
kvæmasta gjaldtakan hjá heimilun-
um í landinu og mikilvægt að jafna
þar í stað þess að mismuna enn frek-
ar heimilunum í landinu.
Margt mælir með því „tæknilega"
að virðisaukaskattur sé lagður á
viðamikinn rekstur eins og hitaveit-
ur, en ráð stjómvalda til þess að
spoma gegn íþyngingu er endur-
greiðsla á sama lið eins og mörg
fordæmi eru fyrir.
Það hefur ekki staðið til að hækka
húshitunarkostnaðinn og við það
verður ekki unað. Það þarf vissulega
að afla aukinna tekna í ríkissjóð til
þess að rétta við ótækan og uppsafn-
aðan vanda í ríkisfjármálum lands-
manna, en flest mælir á móti því að
það sé gert innan húshitunarkostnað-
arins því það er í reynd mjög flókið
kerfi og misháir gjaldflokkar. Það
kemur heldur ekki til greina að vetja
aðferð í fjáröflun sem leiðir til þess
að þeir sem búa við hæstan kostnað
af húshitun verði að greiða hærri
skatt en þeir sem búa við betri kjör
til húshitunar.
Þetta mál er til meðferðar hjá
stjómarflokkunum á Alþingi og úr
vöndu að ráða, en ég sé ekki annað
en að þessari leið verði að hafna,
jafnvel þótt reynt yrði að setja málið
þannig upp að sama upphæð væri í
gjaldtökunni af öllum notendum.
Höfundur er þingmaður Sjálfstæð■
isflokksins í Suðurlandskjördæmi.
Árni Johnsen
I
erslanir og þjónustufyrirtæki í miðbænum bjóða nú
íslendingum að taka þátt í skemmtilegum leik sem tengist
sögu Reykjavíkur.
verslunum, veitingastöðum og þjónustufyrirtækjum eru til sýnis
gamlar myndir frá Reykjavík.
Þar sem myndimar eru geta viðskiptavinir lagt inn
Dnöfn sín og Svarað léttri spurningu.
regið verður um fjölda glæsilegra vinninga fyrir jól frá
miðbæjarfyrirtækjum og verða gjafirnar til sýnis í gamla góða
Geysisglugganum frá og með 8. desember.
Allar nánari upplýsingar á Aðalstöðinni 90.9 í dag kl. 11.00
Opið í dag frá kl. 10-18 og sunnudag frá kl. 13-17
■
í dag
1 M 1 1 1 Ð B j
N U M
A Kl. 13:30 Dómkórinn syngur við Geysishúsið
A Kl. 14:30 Jólasveinarnir koma í heimsókn.
A Kl. 15:00 Grýla flengir í Hlaðvarpanum.
A Kl. 15:20 Lúðrasveit verkalýðsins.
A Kl. 16:00 Kór og hljómsveit frá Mosfellsbæ
flytur jólalög.
^lafossbúöin
Gjafavörudeild
VesturgAtu 2 swni 13404
L
Landsbanki
islands
Banki allra landsmanna
GISLI
FERPINANPSSOM HF
LÆKJARGÖTU 6A ■ I0I REYKJAVlK ■ SÍMI 91-20937
Hafnarstneti 5, Símar 1 67 60 og 1 48 00
l/eMðwx / éæm
Miðbæjarfélagið y