Morgunblaðið - 05.12.1992, Page 16

Morgunblaðið - 05.12.1992, Page 16
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1992 Um Piaget og Kohl- berg og biblíu kennara í tilefni ritdóms um bókina Skóli í kreppu eftirHelgu Sigmjónsdóttur Siguijón Björnsson fjallar um bók mína Skóli í kreppu í Morgunblaðinu 27. nóvember sl. Ritdómur þessi er bæði ósanngjam og villandi og til þess fallinn að draga athygli frá inn- taki bókarinnar og boðskap hennar. Sigurjón skilgreinir ekki hugmynda- fræðina sem þar er kynnt og heldur ekki niðurstöður eða ályktanir höf- undar. Ritdómurinn er mestmegnis vamarræða fyrir Jéan Piaget, kenn- ingasmiðinn sem hefur verið hvað fyrirferðarmestur í uppeldis- og kennslufræðum á íslandi í aldarfjórð- ung. Þess má geta að líklega hefur ekkert þjóðríki tekið jafnmiklu ást- fóstri við kenningar þessa manns og íslendingar. Sænskir skólamenn skilja ekki hversu mikil áhersla hefur verið lögð á kenningar Piagets í kennslumálum hér á landi. Þó hafa þeir „ameríkaníserað“ skólakerfið sitt eins og við. Raunar emm við með sænsku útgáfuna. Varnarrit fyrir börn og foreldra Áður en lengra er haldið er best að fræða lesendur um efni bókarinn- ar. Hún er fyrst og fremst vamarrit fyrir vanrækt böm og afskipt í skóla- kerfmu. Hún er líka vamarrit fyrir foreldra sem oft em dæmdir hart og fá steina fyrir brauð þegar þeir leita aðstoðar skólans. Hún er enn fremur vámarrit fyrir kennara sem sinna vandasömu starfi sínu, oft við óvið- unandi aðstæður. Bókin er líka hvatning til almennings um að láta skóla-, uppeldis- og menningarmál til sín taka. Bókin er áskomn á ráð- andi menn í skólamálum að sinna núna strax börnum og unglingum sem em að farast fyrir augum þeirra. Þar á ég einkum við bömin sem „falla“ á grannskólaprófi og þurfa aðhlynningar við, rétt eins og illa slasaður maður. „Kerfið" finnur til með þeim sem er líkamlega meiddur og sinnir honum. „Kerfið“ lokar hins vegar augunum fyrir þeim sem er meiddur á sálinni. Og „kerfið“ hefur ekki brennandi áhuga á bömum sem „geta ekki kært“, hinum óhreinu Évu-bömum sem mega enn sem fyrr híma úti í kuldanum. í bókinni er ítrekað bent á vanda framhaldsskól- ans. Hann á að sinna öllum við rýran kost. Þá er bent á hversu mikilvægt sé að skólamenn standi vörð um hann og veiji stefnuna sem honum hefur verið mörkuð í lögum; að vera framhaldsskóli fyrir alla. Loks er bókin vöm fyrir sígilda menntun í landinu. Ef svo fer fram sem horfir mun ekki aðeins verða þörf á fomámi í framhaldsskólum heldur einnig í háskólum og sá §öldi framhaldsskóla- nema sem þarf á hljóðbókum að halda sökum torlæsis mun vaxa ár frá ári og verða kominn í 10, 15 eða 20% af nemendafjöldanum eftir fá ár. Þessi tala er nú um 5%. (Tekið skal BLAAUGUOG BIKSVÖRT HEMPA fram, að nemendur með sértæka lestrarörðugleika þurfa á þannig þjón- ustu að halda og er það eðlilegt.) Hér er því um að ræða efni sem á brýnt erindi við leika jafnt sem lærða. Bókin hefur orðið til á löngum tíma og hún er annað og meira en áhuga- vekjandi þankar og hugvekjur eins og Siguijón orðar það. Hún er niður- staða af langri starfsævi á vettvangi skólamála. Hún er öðrum þræði reynslusaga íslensks kennara og námsráðgjafa sem hefur kennt bæði í „gamla“ skólanum og hinum „nýja“. Þessi kennari er því gjörkunnugur íslensku skólakerfi og þróun íslenska skólans undanfarin 30 ár. í bókinni er sagt frá upphafi þeirrar mennta- stefnu sem nú ríkir í íslenskum skól- um, þegar íslendingar „ameríkanís- eruðu“ skólakerfið sitt um miðjan 8. áratuginn af lítilli fyrirhyggju en með miklum fyrirgangi. Mannlegir vitsmunir Ein af niðurstöðum bókarinnar er tilgáta sem þar er sett um mannlega vitsmuni og mat á þeim. Tilgágan er þessi: „Djúpstæðar breytingar til bóta i skóiastarfi eru útilokaðar á meðan ríkir það viðhorf til mann- legra hæfíleika sem nú einkennir þann menningarheim sem við tilheyr- um. Hér er um það að ræða að mjög afmörkuðum, fáum og fábreytilegum mannlegum hæfíleikum ergert óeðli- lega hátt undir höfði. Þetta eru þeir hæfíleikar mannsins að geta tileink- að sér fremur hratt og auðveldlega allt er lýtur að máli og meðferð talna. Eða með öðrum orðum það sem a 1- mennur skólalærdómur byggist á og kom til sögunnar sem almenn nauð- syn í vestrænni menningu þegar þjóð- imar þurftu að verða læsar og skrif- andi. í reynd hafa- þessir afmörkuðu námshæfíleikar verið gerðir að því sem greinir á milli manna. Þessa hugmyndafræði er að fínna jafnt hjá lærðum og leikum. Hún byggist á nokkurs konar „gæðamati" á fólki, flokkun þar sem einn er öðrum æðri sakir gáfna sinna eða andlegra hæfí- leika og sem réttlætir lítilsvirðingu á þeim sem minni gáfur hafa. Þetta er gamalkunnug hugmyndafræði sem við sjáum víða merki um ímannheimi og menn berjast gegn af mismikilli hörku. Má þar nefna kynþáttabaráttu og kvennabaráttu. í báðum tilvikum hefur ákveðinn hópur manna náð völdum yfír öðrum hópi og skammtar honum mannréttindi að eigin geð- þótta.“ (Bls. 59.) Ekkert af þessu þykir Siguijóni frásagnarvert. Hann eyðir hins vegar miklu púðri í þá hálfu blaðsíðu í grein- inni Tossar og ofurmenni þar sem minnst er lauslega á áðumefndan Piaget. Greinin fjallar ekkert um Pia- get eins og ætla mætti af umfjöllun Siguijóns sem slítur tilvitnaðan kafla úr samhengi við meginefni greinar- innar. í greininni er ekki verið að íjalla um rannsóknir Piagets. Hann er að- eins nefndur til sögunnar til að ítreka það sem áður var komið fram og er niðurstaða af greininni; að þrátt fyrir nýjar kenningar og breytta kennslu- hætti megi búast við því að kenning- amar séu gallaðar og kenningasmið- imir svo litaðir af eigin menningu og djúpstæðri hugmyndafræði þeirrar menningar - í þessu tilviki vestrænni karlamenningu 19. aldar - að gamlar hugmyndir og jafnvel fordómar geti lifað góðu lífi undir nýjum formerkj- um. Annað varðandi Piaget skipti ekki máli og því út í hött fyrir Sigur- jón að kalla eftir allsheijar umfjöllun um rannsóknir hans, samstarfsmenn hans, efniviðinn sem hann notaði og rannsóknaraðferðir. Goð á staili - biblía kennara Eins og áður segir tekur Siguijón upp hanskann fyrir Piaget og ver hann. Samt er eins og hann vilji sveija hann af sér í aðra röndina. Siguijón skammar mig fyrir að telja íslenska skólamenn hafa haft á hon- um allnokkra helgi. Hann spyr: „Og hvernig má svo vera að kenningar þessa vandræðamanns séu biblía ís- lenskra skólamanna? Það hefur sára- lítið verið ritað um hann á íslensku." Það er nú það. Var þá biblían ekki aðgengileg fyrir íslenska presta fyrr en hún var þýdd á íslensku? Þekktu kaþólskir prestar ekki kenningar Krists úr því að ekkert hafði verið ritað um þær á íslensku? Geta há- skólanemar ekki tileinkað sér kenn- ingar útlendra manna nema um þær hafi verið ritað á íslensku? Nemar í kennslufræðum læra um kenningar Piaget á ensku, það gera líka fóstra- nemar og það gerði ég sjálf veturinn 1975-1976 þegar ég las Piaget - mig minnir hjá Siguijóni Björnssyni - ásamt öðru námsefni í sálfræði- deild Háskóla íslands á ensku. En þó að lítið hafí verið skrifað um kenningar Piaget á íslensku er þó að finna eina bók á móðurmálinu þar sem rittengsl við margnefndan ágætismann eru svo augljós sem verða má. Það er Aðalnámskrá grannskóla sem var í gildi 1976-1989 eða í 13 ára. Nær allur almenni hluti námsskrárinnar er eins og handbók í kenningum Piagets og Kohlbergs sem setti fram kenningar um þróun siðgæðisþroska hjá börnum, hlið- stæðar kenningum Piagets um vits- munaþroskann. Eigi kennarar sér biblíu hlýtur það að vera námskráin sem þeim er beinlínis fyrirskipað að fara eftir. Og í umræddri námsskrá var ekki farið mjúku leiðina að kenn- uram. Þeir fengu fræðin beint í æð og áttu ekki að efast. „Þú skalt..." Helsta gagnrýni mín og margra annarra á kenningar Piagets er sú að hann vanmeti vitsmuni ungra barná og álíti þau ekki geta hugsað óhlutstætt fyrr en 12 ára gömul og jafnvel enn síðar. Margir túlka kenn- ingar hans einnig þannig að hann telji ákveðinn hóp manna aldrei ná æðsta stigi vitsmunaþroskans. Ef við lítum á Aðalnámskrá grunnskóla, almennan hluta er ljóst að kenningar þeirra Piagets og Kohlbergs um vits- muna- og siðgæðisþroska era bæði uppistaða þeirra og ívaf. Hér verða tekin tvö dæmi. Vitsmunaþroski „Um og eftir 11-12 ára aldur geta margir farið að hugsa óhlutstætt. Þeir geta hugsað sér margar lausnir, sett fram tilgátur og prófað þær eina af annarri í kerfisbundinni röð. Ymis sérkenni unglingsáranna verða ekki nægilega skýrð nema höfð sé hliðsjón af þessum breytingum hugsunarinn- ar. Meira og minna heimspekilegar vangaveltur verða unglingunum hug- stæðar og hinn nýi þankagangur, sem nú er ekki lengur bundinn hlut- stæðri viðmiðun, leiðir til efasemda um ýmis fyrri viðhorf þeirra.“ (Að- alnámskrá grunnskóla, almennur hluti 1976, bls. 10.) Böm hugsa óhlutstætt frá mjög ungum aldri. Þau hljóta að hugsa óhlutstætt þegar þau hafa náð valdi á táknum. Það gera þau um leið og þau hafa lært bókstafi, lestur og reikning. Hið sama er að segja um hljóðfæraleik og nótnalestur. Börn eru líka farin að hugsa um lífið og tilveruna löngu fyrir 11 ára aldur. Líklega er maðurinn aldrei eins mik- ill heimspekingur og rökhugsuður og einmitt á ungum aldri. Einmitt lítil böm spyija stóra stóru spurninganna sem engin svör fást við. Um leið og þriggja ára barnið spyr: „Af hveiju ..." er það farið að hugsa um lífið og tilverana enda eru algeng- ustu spumingar lítilla bama trúar- legs og heimspekilegs eðlis. Þess utan eru öll böm listamenn og listin er óhlutstæð eins og allir vita. Athugið að sagt er að mörg böm, ekki öll, geti hugsað óhlutstætt 12 ára gömul. Siðgæðisþroski „Siðgæðisþroski manna er sam- slunginn vitsmunaþroska þeirra. Meðan hugsun barna er bundin því áþreifanlega hlýtur það t.d. að grandvalla mat sitt á réttu og röngu á hlutstæðri viðmiðun. T.d. yrði fram til 9-10 ára aldurs að jafnaði talið stærra brot að bijóta tíu bolla við að missa bakka en einn við að stela kökum úr skáp. Röksemdafærslan við siðrænt mat endurspeglar vits- munalegt þroskastig einstaklingsins. Hvort tveggja þroskast hlið við hlið. Barn getur t.d. ekki sýnt nema tak- markaða tillitssemi við aðra fyrr en það hefur náð þeim þroska að það geti sett sig í spor annarra. Þróun þess hæfileika er einmitt talin megin- forsenda þess að siðgæðisþroski komist á æðra stig.“ (Bls. 11.) Þetta er nánast beint upp úr kennslubók í sálfræði enda er Kohlberg sjálfur kallaður fram á sviðið neðar á sömu blaðsíðu og niðurstöður af rannsókn- um hans taldar hafa „gildi til viðmið- unar í skólastarfi". Hér er manni sagt að böm undir 10 ára aldri geri ekki greinarmun á réttu og röngu; að þau skilji ekki muninn á ásetn- ingsbroti og slysi. En hvað segja Kohlbergssinnar um allar litlu telp- urnar - allt niður í 7 ára aldur - sem annast börn svo vel að betur verður varla gert? Enn yngri böm geta vel sett sig í spor annarra. Hvað með 4-5 ára bömin sem hafa hljótt af því að mamma er að leggja sig? Jafnvel enn yngri böm láta þarf- ir litla bróður eða litlu systur ganga fyrir eigin þörfum. „Gallað" fólk ogskarður stíll Næst ætla ég að að snúa mér að eigin reynslu og námi í fræðum Pia- gets. Veturinn 1975-76 stundaði ég nám í sálfræði við Háskóla íslands og las þá þroskasálfræði, m.a. kenn- ingar Piagets og Kohlbergs um stig- skiptan vitsmuna- og siðgæðisþroska bama. Ekki man ég til þéss að efast hefði verið um sannleiksgildi þessara kenninga. Skömmu eftir námið fór ég að kenna sálfræði í framhalds- deild Víghólaskóla á uppeldisbraut. Nemendurnir vora 14 stúlkur sem ætluðu flestar að verða fóstrar. Þær vora áhugasamar og þótti gaman að sálfræði og spurðu margs. Þær lásu kenningar Piagets og Kohlbergs af miklum áhuga. Þetta höfðaði mjög til þeirra og þær vora duglegar að finna dæmi um böm sem voru á þessu eða hinu þroskaþrepinu. En innst inni var ég ekki alveg sátt við þetta, sérstaklega hvað snerti börnin sem áttu ekki að komast á æðsta þroskaþrepið. Gat verið að hér væri eitthvað missagt? Ég leitaði svara við því hvernig aðrir túlkuðu Piaget og fann grein eftir Jónas Pálsson, sem var lengi rektor Kennaraháskól- ans, þar sem hann fjallaði einmitt um þetta. Greinin heitir Afstaða kyn- slóðanna og hana er að finna í bók- inni Persónuleiki skólabamsins en þar segir hann: „Sú tilgáta er sett hér fram að sértekningarárátta borgaraskólans sé veigamikill þáttur í almennri fírringu á okkar dögum, vöntun manna á tilgangi og persónu- legu sérstæði og er þannig snar þátt- ur í tengslaskorti kynslóðanna. Þessi tilgáta er studd rannsóknum síðari ára svo langt sem þær ná. Kenning- ar um raðbundna stigþróun greindar (Piaget) gera ráð fyrir að fullkomn- asta stigi sértekinnar skynsemi sé ekki náð fyrr en við 11 ára aldur eða síðar þótt hlutbundin gerð hennar komi fram hjá þorra barna við 5-7 ára aldur. En mjög er einstaklings- bundið hvenær þessum stigum vits- munastarfs er náð. Allir, eða nær ,allir, ná hlutbundinni hugsun að lok- um (9-11 ára) en rannsóknir (Ko- hlbergs) benda til að 30-40% ein- staklinga nái aldrei efsta stigi rök- hugsunar, hinu sértæka (formal op- eration). (Iðunn 1974, bls. 231.) Helga Sigurjónsdóttir „Mér er það ekkert keppikefli að úthúða Piaget eða Kohlberg og því síður að valda fyrr- verandi og núverandi áhangendum hans sár- indum. Hins vegar er mér það keppikefli að koma nemendum til manns og leggja mitt af mörkum til þess að hér á landi verði vand- að sem best til kennslu barna og unglinga og borin virðing fyrir vits- munum þeirra og manngildi.“ Hveijir hugsa ekki? Þetta hlaut að vera svona og lík- lega þurfti maður ekki framar vitn- anna við. Ég tók að velta því fyrir mér hvort ég hefði lagt of þung verk- efni fyrir barnaskólabömin sem ég hafði kennt á áram áður. Gat verið að ég hefði heft þroska þeirra eða spillt honum með of þungum verk- efnum? Hefði ekki stundum verið betra að bíða eftir þroskanum? Við ræddum þetta, ég og nemendur mín- irm og komumst að þeirri niðurstöðu að Piaget, Kohlberg og Jónas Pálsson hefðu rétt fyrir sér. Jónas benti einn- ig á að mál skólans væri mál yfir- stéttarinnar og of sértækt fyrir hugs- un þessara bama sem ekki náðu valdi á sértekinni hugsun. Okkur gekk verr að kyngja því. Jónas Páls- son hefur greinilega tileinkað sér hugmyndir Wolfgangs Edelstein um mismunandi málfar eftir stéttum og tengt þær þroskakenningum Piagets og Kohlbergs. í greininni Breyttir samfélagshættir og hlutverk skól- anna (1966) segir dr. Wolfgang frá málfarsrannsóknum Bernsteins nokkurs og Deutsch. Sá fyrrnefndi var enskur uppeldisfræðingur en sá síðarnefndi bandarískur geðlæknir. Rannsóknimar miðuðu að því að kanna hvort munur væri á málfari bama eftir stéttum og efniviðurinn var miðstéttar- og lágstéttarböm í New York og London. Niðurstaða þeirra var samhljóða; sú að málfar lágstéttarbamanna væri ekki aðeins fátæklegra en málfar miðstéttarbam- anna heldur annars eðlis. Svo mikili er munurinn að mati Wolfgangs að í raun er um tvö mál að ræða. Hann segir: „Börn lágstéttanna koma í skóla sem mælir á framandi tungu. Enginn verður þess var vegna þess að hvort tveggja er enska, íslenska eða þýska. En inn á við er þessi þýska, enska og íslenska ekki ein tunga.“ (Skóli - nám - samfélag, Iðunn 1988, bls. 35.) Miðstéttarbömin beita þróuð- um stíl, segir Wolfgang, en lágstéttar- bömin verða að notast við skarðan stíl. „Setningakerfi miðstéttarbam- anna varð að eins konar driffjöður fyrir hugsunina, tæki sem hjálpaði hugsuninni áfram. Setningakerfi lág- stéttarbamanna varð hemill á hugsun þeirra. (Bls. 34.) Eins og sjá má heimfærir dr. Wolfgang niðurstöður þessara gömlu rannsókna — þær eru frá því um

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.