Morgunblaðið - 05.12.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.12.1992, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1992 Eignarétturinn og EES eftir Óðin Sigþórsson, Einarsnesi íslendingar standa nú á þrö- skuldi hins Evrópska efnahags- svæðis. Þess er vænst að 360 millj- ónir íbúa Evrópu handsali gagn- kvæm þegnréttindi á efnahags- svæðinu við upphaf nýs árs. Þessi samningur, svo víðtækur sem hann er, hefur óhjákvæmilega sett mark sitt á stjómmálaumræðuna undangengin misSeri. Því miður hefur þessi umræða lagst í hefð- bundinn farveg stjórnar og stjórn- arandstöðu, hvítt eða svart, gott eða vont, eftir því, hvoru megin borðsins setið er. Slíkt er mjög bagalegt nú, þar sem efnisleg umfjöllun um kosti og galla samn- ings á þessum grundvelli leiðir ekki fram þá hlutlausu niðurstöðu, sem nauðsynleg er, svo almenn- ingur geti mótað afstöðu á grund- velli eigin sannfæringar. í þessari umræðu hefur verið alið á þeim ótta af hálfu andstæðinga EES, að erlendir peningamenn muni kauupa íslenskar bújarðir í stórum stíl, sérstaklega hlunnindajarðir, þá og ef þeir hefðu færi á. Hér virðast andstæðingar EES hafa reynt um of á taugar stjómarliða, ef marka má fmmvarp til breyt- inga á jarðalögum, sem lagt var fram á Alþingi nú nýverið. í fmm- varpi þessu em svo víðtækar heim- ildir til handa sveitarstjórn til að grípa inn í viðskipti með bújarðir að ljóst er að jarðeigendur eru sviptir ráðstöfunarrétti eigna sinna, nái breytingin fram að ganga. í 3. grein framvarpsins sem er viðbót við 6. grein jarðalag- anna segir svo: „Sveitarstjórn og jarðanefnd er heimilt að binda samþykki sitt samkvæmt þessari grein því skilyrði að sá sem öðlast réttindi yfir fasteign, hafí í allt að fimm ámm fasta búsetu á eign- inni eða innan fjarlægðar frá henni til að nýta hana. Með sama hætti er heimilt að binda samþykki skil- yrðum um að eignin verði nýtt til landbúnaðar eða annarrar at- vinnustarfsemi í samræmi við þau áform, sem lýst er í beiðni um samþykki. Slíkum skilyrðum skal þinglýst sem kvöð á eignina." Þá er i greininni heimild fyrir sveitar- stjóm með atbeina ráðherra að taka jarðir eignanámi af kaup- anda, sé settum skilyrðum ekki fullnægt. í 5. grein frumvarpsins eru tí- unduð þau skilyrði sem uppfylla þarf til að fá samþykki til að öðl- ast réttindi yfir fasteign, sbr. 6. gr. til landbúnaðarnota. Þar er ákvæði um að viðkomandi skal hafa starfað við landbúnað í fjögur ár, þar af tvö ár hérlendis. Ráð- herra getur veitt undanþágu frá þessu ákvæði, að fenginni umsögn jarðanefndar og sveitarstjórnar. Augljóslega gera þessar breyting- ar á jarðalögum, sem að framan eru raktar, sveitarstjórnum kleift að hamla gegn sölu jarða til út- lendinga. En þær gera meira. Þær gefa sveitarstjórnum og jarða- nefnd heimild til að mismuna ís- lenskum þegnum innbyrðis er þeir hyggja á kaup jarðnæðis. Sveitar- stjómir hafa hingað til túlkað nú- verandi forkaupsréttarákvæði jarðalaga rúmt. Þess er nýlegt dæmi, að ráðherra hefur ógilt for- kaupsrétt sveitarfélags, sbr. sölu Efra-Ness í Stafholtstungum. í því máli er nú til úrlausnar fyrir dóm- stólum, hvort forkaupsréttur sveit- arfélags á bújörðum sé fortakslaus eður ei. í 3. grein fmmvarpsins er sveit- arstjórnum og jarðanefnd gert heimilt að þinglýsa skilyrðum sín- um, þ.e. skyldu til búsetu og skyld- nýtingu til landbúnaðar eða ann- arrar atvinnustarfsemi sett jarðar- kaupanda, sem kvöð á jörðina. .Uppfylli ekki kaupandi skilyrðin, skal hann afsala öðmm eignina sem það gerir, að öðmm kosti getur sveitarstjóm með samþykki jarðanefndar, og ráðherra, tekið jörðina eignanámi. Sú spurning hlýtur að vakna, hvort hér sé ákvæði, sem kunni að fara í bága við þau þegnréttindi, sem varin eru í 67. og 69. grein stjórnar- skrárinnar, en í þessum greinum er kveðið á um eignarrétt og at- vinnufrelsi manna. Það fer ekki á milli mála, að sú skipan mála, sem boðuð er í breytingafmmvarpinu á jarðalög- unum, kemur mjög í bakið á þeim bændum, sem þekkst hafa boð stjórnvalda undanfarinn áratug um búháttarbreytingar. Sérstak- lega verða þeir illa settir sem eiga jarðir sem liggja fjarri þéttbýlis- kjörnum og ekki hægt að sækja vinnu frá, þurfi þeir að selja. Þeir bændur verða nánast gerðir öreig- ar og bundnir átthagafjötmm. Miklar’breytingar era framund- an í íslenskum landbúnaði. Sam- hliða niðurskurði framleiðsluheim- ilda, em áformaðar stórfelldar verðlækkanir á afurðaverði til bænda á næstu árum. Afleiðingin getur ekki orðið nema á einn veg: Stórfelld byggðaröskun. Hér sýn- ast stjórnvöld leggja enn einn þröskuldinn í veg þeirra bænda sem báru skarðan hlut frá borði vegna opinberrar íhlutunar í mál- efnum búvömframleiðenda á und- angengnum ámm. Þær breytingar á jarðalögunum, sem hér hafa verið gerðar að umræðu, em sagðar framsettar vegna þess að útlendingar ágirnist hérlendar náttúruperlur og hlunn- indajarðir. Nú er það svo, að mál- efnum laxveiðijarða er svo fyrir- komið í íslenskri löggjöf að í lang- flestum tilfellum er ógerningur fyrir einstaklinga að kaupa veiði- jarðir til eigin nota á veiðinni. Ráðstöfun veiði á félagssvæði er almennt séð á hendi veiðifélaga og til að hnekkja því, þyrfti við- komandi að kaupa meirhlutaat- kvæði í veiðifélaginu. Þá ber að hafa í huga, að framboð hlunn- indajarða er hverfandi, enda er auðveldara að viðhalda búsetu, þar Óðinn Sigþórsson „í frumvarpi þessu eru svo víðtækar heimildir til handa sveitarstjórn til að grípa inn í við- skipti með bújarðir að Ijóst er að jarðeigendur eru sviptir ráðstöfunar- rétti eigna sinna, nái breytingin fram að ganga.“ sem hlunnindi styðja að fram- færslunni. Ekki skal gerður ágreiningur hér við framvarpsflytjendur um nauðsyn þess að koma í veg fyrir kaup útlendinga á sérstökum nátt- úmperlum íslands, verði EES að veraleika. Núverandi forkaups- réttarákvæði sveitarstjóma, ásamt fyrirhuguðu framsali réttarins til Jarðasjóðs, skv. 8. gr. fmmvarps- ins, er fyllilega nægjanlegt í þessu skyni. Jarðasjóður getur síðan við endursölu jarða sett þau skilyrði sem þurfa þykir og nauðsynleg kunna að reynast á hveijum tíma í samræmi við reynslu okkar á hinu Evrópska efnahagssvæði. Með þeim hætti er ráðstöfunar- réttur jarðareigenda yfir eignum sínum ekki rýrður að marki umfrf- am það sem nú er í lögum. Það hefur örlað á þeirri skoðun í umræðunni um hið umdeilda breytingaframvarp á jarðalögun- um, að heimildarákvæðum lag- anna, skuli beitt ef útlendingar eiga í hlut en undanþáguákvæðin séu fyrir íslendinga. Nú er það svo, að stjórnvöldum er skylt með lögum að viðhafa jafnræði í stjórn- sýslunni. Með EES-samningnum er óheimilt að mismuna íbúum Eflxa- hagssvæðisins í löggjöf, ef frá em talin fáein atriði, svo sem fjárfest- ing í sjávarútvegi o.s.frv. Ekki er líklegt, að Eftirlitsstofnun EES, sem á að hafa umsjón með því, að samningnum sé framfylgt á öllu efnahagssvæðinu, líti framhjá því, ef ákvæði 3. gr. og 5. gr. frum- varpsins bitnuðu eingöngu á út- lendingum sem hyggðust kaupa jarðir á íslandi. Því verður óhjá- kvæmilega að beita lögunum al- mennt við kaup og sölu bújarða. Mismunun á beitingu þess milli íslenskra og erlendra ríkisborgara hlyti að skoðast sem brot á fram- kvæmd EES-samningsins, um gagnkvæm réttindi á þessum svið- um. Því er ekki að leyna, að fram- komið fmmvarp til breytinga á jarðalögunum hefur valdið mörg- um fylgismanni Sjálfstæðisflokks- ins miklum vonbrigðum. Spurt er, hvort Sjálfstæðisflokkurinn sé að láta af ríflega sex áratuga varð- stöðu um réttindi manna til yfir- ráða og ráðstöfunar eigna sinna, hvort skuldbindingunni um frið- helgi eignarréttarins sé nú vikið frá. Það er von mín, að þingmenn Sjálfstæðisflokksins verði þess minnugir við afgreiðslu á um- ræddu fmmvarpi, að það er ein- mitt þessi skuldbinding, ásamt fijálslyndri stefnu í atvinnumál- um, sem hefur gert Sjálfstæðis- flokkinn að pólitískri fjöldahreyf- ingu, sterkasta stjómmálaafli landsins undanfarna sex áratugi. Höfundur er formnður í veiðifélagi Hvítár í Borgnrfirði. Athugasemd frá Brimborg hf. Morgunblaðinu hefur boristeft- irfarandi athugasemd frá Brim- borg hf.: í Morgunblaðinu hafa nýlega birst greinar þar sem fjallað er um lóðina nr. 56 við Suðurlandsbraut. Embættismenn borgarinnar hafa tjáð sig um málið einhliða en mála- vextir fengið ónákvæma umfjöllun. Leyfir Brimborg hf. sér því að óska eftir að Morgunblaðið birti eftirfar- andi um málið í heild sinni. Á fundi borgarráðs 17. mars 1987 var samþykkt að gefa Brim- borg hf., Brauði hf. og Víði Finn- bogasyni hf. kost á byggingarrétti fyrir starfsemi sína á svæði, sem afmarkast af Faxafeni, Suðurlands- braut og Réttarholtsvegi. Gerður var fyrirvari um endanlega gerð deiliskipulags. í bréfí skrifststj. borgarverk- fræðings til borgarráðs 14. septem- ber 1987 er sagt um ofangreint að lóðarstærð og skilmálar um gatna- gerðargjöld liggi nú fyrir. Þriðjung áætlaðs gatnagerðargjalds skuli greiða innan mánaðar frá dagsetn- ingu úthlutunarbréfs, en ella falli úthlutun sjálfkrafa úr gildi. Eftir- stöðvar skuli greiða með 6 víxlum. Greiðist víxlarnir ekki á gjalddaga sé heimilt að afturkalla úthlutun lóðar án frekari fyrirvara. I niður- lagi bréfs segir að skv. skipulags- skilmálum sé greiðsla fyrsta hluta gatnagerðargjalds viðurkenning lóðarhafa á því að hann hafí kynnt sér ítarlega alla skilmála sem varða lóðina og ennfremur að hann hafi samþykkt að hlíta þeim. Borgar- stjóri tilkynnir 17. september 1987 skriflega lóðarhöfunum þrem að borgarráð hafi samþykkt þessar til- lögur skrifstofustjóra. Brimborg hf. greiddi á árinu 1987 gatnagerðargjöldin og kynnti sér skilmála sem vörðuðu lóðirnar. Skilmálamir fjölluðu um skipulag, stærð og lóðarlegu. Ekki kom neitt fram um ráðstöfun lóða eða að byggjendur yrðu einir að nýta eða byggja á lóðunum. A lóðum Brauðs hf. og Víðis Finnbogasonar hf. var fljótlega byggt, en hvorugt fyrirtækið er eða hefur verið með atvinnustarfsemi sína í þeim húsum. Lóð Brimborgar hf. var ekki byggingarhæf þar sem vatnsæð lá um lóð þvera. Vatnsæð- in var aftengd í desember 1989 og lóðin ekki byggingarhæf af þeim ástæðum fyrir en 1990. Sá galli var á lóðinni að borgaryfirvöld upplýstu að þau kynnu að vilja breyta legu umferðaræðar þannig að þau tækju óskilgreinda skán af lóð. Borgaryf- irvöld hafa ekki enn tilkynnt um að þau hafi tekið endanlega ákvörð- un um slíka framkvæmd og er því lóð vart byggingarhæf enn þann dag í dag vegna atriða er borgaryf- irvöld varða. Brimborg hf. lét árin 1987/88 teikna mannvirki á lóðinni fyrir starfsemi sína en ekki var hægt að heíja framkvæmdir vegna fyrr- greindrar vatnsæðar um lóðina. Á árinu 1988 sameinast félögin Brim- borg hf. og Veltir hf. og gjörbreyt- ist þá húsnæðisþörf hins sameinaða félags. Um líkt leyti kaupir Ventill hf. húsnæði og réttindi Veltis hf. á Bíldshöfða 4-6 og flytur Ventill hf. hluta starfsemi sinnar þangað. Hef- ur starfsemi Ventils hf. síðan farið fram á þrem stöðum í borginni. Var hafist handa um að reyna að sam- eina alla starfsemi Ventils hf. á Bfldshöfða. Sem liður í því sótti Ventill hf. um að byggja meira á lóðinni og fengust tilskilin leyfi og em framkvæmdir hafnar. Skrif- stofa Brimborgar hf. hefur séð um framkvæmdaþátt og samningsgerð fyrir hönd Ventils hf. í bréfi vegna framkvæmda á Bíldshöfða til emb- ættismanns borgarinnar kemur fram nafn Brimborgar hf. í stað Ventils hf. Síðar hefur verið leið- rétt að um misritun var að ræða, byggjandi og lóðarhafi væri Ventill hf. en Brimborg hf. sæi um fram- ' kvæmdir fyrir Ventil hf. Er borgar- starfsmönnum sem öðrum ljóst að Ventill hf. er lóðarhafi og byggj- andi á Bíldshöfða. Þrátt fyrir fram- angreinda vitneskju hefur embætt- ismaður borgarinnar í umljöllun um Suðurlandsbraut 56 reynt að halda því fram að Brimborg hf. hafi með óskilgreindum hætti eignast lóð og mannvirki á Bíldshöfða og hyggist sameina starfsemi Brimborgar hf. á Bíldshöfða. Sami embættismaður hefur með engum hætti skilgreint hvert starfsemi húseigandans og lóðarhafans Ventils hf. á þá að fara eða hvernig eða hvenær eignatil- færslan átti sér stað. Á sama tíma krefur borgin Ventil hf. um öll byggingarleyfisgjöld vegna Bílds- höfðalóðar. Ein aðalröksemda- færsla skrifstofustjóra borgarverk- fræðings til borgarráðs fyrir að reyna að rifta eignarhaldi Brim- borgar hf. á lóð á Suðurlandsbraut 56 byggir á byggðingarfram- kvæmdum Ventils hf. á Bítdshöfða. Verður ekki með skynsamlegum hætti séð hvernig röksemdafærsla skrifstofustjórans á að geta gengið upp. Því síður verður fallist á að borgarráð geti tekið stjórnsýslulega ákvörðun á grundvelli hennar. .Þegar framkvæmdir Ventils hf. á Bíldshöfða fóru af stað og samið var um steypukaup við forsvars- menn Óss hf. fyrr á þessu ári voru framkvæmdimar kynntar í Morg- unblaðinu. Á þeim tíma tóku bygg- ingaraðilar í borginni að falast eftir lóð Brimborgar hf. við Suðurlands- braut. Var einhver tilboðsgjafi áhugasamur um að tengja efnis- kaup fyrir Bíldshöfðalóð og fá greiðslu með lóð á Suðurlands- braut. Kauptilboðum var hafnað enda þurfti Brimborg hf. að byggja yfir starfsemi sína á lóðinni. Brimborg hf. var í nánu sam- starfí við borgaryfirvöld um hvenær hafist yrði handa um framkvæmdir á lóð á Suðurlandsbraut. Frestir til framkvæmda voru fúslega veittir. í júlí í sumar var ákveðið að hefj- ast handa og gerður verksamningur við traustan byggjanda um að byggja yfír starfsemi Brimborgar hf. á lóðinni. Þarfir Brimborgar hf. eru fyrst og fremst fýrir verslun og sýningarsali á jarðhæð auk skrif- stofurýmis. Teiknuð vom mannvirki með þrem rúmgóðum sölum og skrifstofuhæð fyrir starfsemi Brim- borgar hf. Efri hæðir húsnæðis vom ekki nauðsynlegar starfemi Brimborgar hf. og þeim því ráðstaf- að vegna byggingarkostnaðar. Teikningar voru lagðar inn til borg- aryfirvalda. Brá þá svo við að borg- aryfirvöld óskuðu eftir afriti verk- samnings og var hann sendur þeim samdægurs. Viðbrögð skrifstofustjóra borg- arverkfræðings voru að halda því fram að „mönnum sýndist að um sölusamning væri að ræða“. Það voru þau síðari af tvennum rökum sem skrifstofustjórinn bar fyrir sig' að skrifa borgarráði og óska eftir að lóð yrði afturkölluð. Af hálfu lóðarhafa var ekki hægt að fallast á að verksamningur um að byggja yfir starfsemi Brimborg- ar hf. á einum stað og ráðstafa efri hæðum húseignar geti talist sölusamningur. Það var heldur ekki hægt að fallast á að samningurinn bryti gegn lóðarúthlutun sem í engu skilyrti að Brimborg hf. væri eitt með atvinnustarfsemi i mannvirkj- um á Suðurlandsbraut 56. Borgar- ráði var því ritað bréf og óskað eftir að skrifstofustjóri upplýsti hvaða lagaheimild, reglugerð eða byggingarskilmálar stæðu til þess að unnt væri að rifta lóðareign Brimborgar hf. Borgarráð frestaði afgreiðslu erindis skrifstofustjórans og skoraði á hann að svara bréfi Brimborgar hf. Skrifstofustjórinn sendi svarbréf en gat ekki vísað í lagaheimild fyrir riftun. Brimborg hf. skrifaði borgarráði enn og ítek- aði kröfu um að borgarráð og Brim-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.