Morgunblaðið - 05.12.1992, Side 19

Morgunblaðið - 05.12.1992, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1992 19 Jólakaffi Kvenfé- lagsins Hríngsins eftirHörð Bergsteinsson Á morgun, annan sunnudag í aðventu, verður jólakaffi Hrings- kvenna. Auk glæsilegra og góm- sætra veitinga verður happdrætti til styrktar Barnaspítala Hrings- ins. Einnig selja Hringskonur jólakort til fjáröflunar fyrir starf- semi sína. Nú eins og svo oft áður er sér- stök ástæða til þess að þakka Hringskonum fyrir þeirra frá- bæra starf að líknarmálum. Þær hafa í ár fært Vökudeild Barnasp- ítala Hringsins, sem er gjör- gæsludeild fyrir nýbura, stórgjaf- ir, sírita fyrir alla deildina og ferðakassa með öndunarvél ásamt nauðsynlegum síritum. Alla tíð síðan þessi deild tók til starfa 1976 hafa Hringskonur séð til þess að tækjabúnaður hennar hefur verið sambærilegur við það besta sem gerist í heiminum. Það er skemmtilegt að minnast þess að fyrstu verkefni Hrings- kvenna við að hjálpa þurfandi, voru mjólkur- og fatagjafir til bágstaddra sængurkvenna í Reykjavík á útmánuðum árið 1904. Enginn okkar getur í dag gert sér í hugarlund hvemig lífs- baráttan var í þá daga, svo mikið hafa aðstæður breyst. Erfíðleikar og vandamál eru þó enn margvís- leg, nú eru úrræðin að vísu oft önnur svo sem dýr og fullkomin rafeindatæki. Það verður því aldr- ei metið til fulls að enn eru Hringskonur að hjálpa þeim sem eiga undir högg að sækja í upp- hafí lífsbaráttunnar. Okkur á Barnaspítala Hrings- ins er það ljúft og skylt að hvetja fólk til að sína hug sinn til Hrings- kvenna og mæta í jólakaffíð á sunnudaginn þann 6. desember kl. 14. Höfundur er læknir á Bamaspítala Hringsins. Kvikmyndasýning í Norræna húsinu SÝNDAR verða tvær fínnskar barnamyndir í Norræna húsinu sunnudaginn 6. desember á þjóðhátíðardag Finnlands. Myndirnar sem sýndar verða eru Prinsessan Lindagull og „Myttö och JouIu“. Prinsessan Lindagull er teikni- mynd sem er byggð á ævintýri eft- ir Zacharias Topelius. Sögusviðið er ýmist blómstrandi rósagarðar gömlu Persíu eða snæviþaktar fjallshlíðar Lapplands. Við sögu koma töfrakarlar og allskyns verur og margt skemmtilegt gerist. Seinna ævintýrið gerist í kon- ungsríki í fjarlægu landi þar sem ríkir friður og spekt þar til kon- ungsdóttur er rænt. Kóngurinn fað- ir hennar lætur þau boð út ganga í ríki sínu að hver sá sem fínnur hana fái hana og hálft konungsrík- ið að launum. Þá hefst leitin að týndu konungsdótturinni. Myndimar eru ætlaðar bömum á öllum aldri og em um ein klst. að lengd. Sú fyrri er með sænsku tali og sú seinni með fínnsku tali og sænskum texta. Allir era vel- komnir og er aðgangur ókeypis. (Fréttatilkynning) borg hf. yrði upplýst um lagaheim- ild. Borgarráð frestaði afgreiðslu. Skrifstofustjóri gat enn ekki vísað í lagaheimild fyrir erindi sínu. Loks skrifaði Brimborg hf. borgarráði og tilkynnti að verktakinn hefði rift verksamningi um bygginguna og andstöðu skrifstofustjóra væntan- lega þar með lokið. Bréfíð var ekki lagt fýrir borgarráðsfund en barst þó tímanlega. Á fundi borgarráðs var samþykkt með þrem greiddum atkvæðum að „afturkalla lóðarút- hlutun". Með athugun á því hveijir greiddu tillögu skrifstofusjóra at- kvæði telur Brimborg hf. að auk þess að ekki hafí verið lagaheimild til riftunar sé komið í ljós að borgar- ráðsmaður sem atkvæði greiddi sé vanhæfur skv. reglum stjómsýslu- réttar. Virðist Brimborg hf. þegar mál þetta er skoðað í heild sinni að um sé að ræða stjórnarfarslegt slys. Er það von Brimborgar hf. að borgaryfírvöld leiðrétti framgöngu sína í máli þessu og geri ekki bif- reiðaumboðum eða öðrum fyrir- tækjum í borginni mishátt undir höfði. Af málavöxtum verður ráðið að þegar borgarstjóri heldur því fram í Morgunblaðinu 2. desember 1992 að mönnum eigi ekki að líðast að selja lóðir þá getur hann ekki átt við Brimborg hf. Það má hins vegar vera að hann hafí ruglast á bifreiða- umboðum og þá jafnframt lóðum. Borgarstjóri fullyrðir að gögn liggi fyrir sem sýni ótvírætt að forsvars- menn Brimborgar hf. hafi ekki ætl- að að byggja á ióðinni við Suður- landsbraut undir sína starfsemi eins og látið var í veðri vaka þegar lóð var úthlutað. Þetta er rangt hjá borgarstjóra. Brimborg hf. fékk Aðalstein Richter til að teikna hús fyrir sig á lóðinni árin 1987 og 1988. Gögn þar að lútandi eru fyrir- liggjandi hjá embættismönnum borgarinnar. Nýjar teikningar gerð- ar þetta ár gera ráð fyrir þrem sölum og skrifstofuhæð fyrir starf- semi Brimborgar hf. Þá er einnig rangt hjá borgarstjóra að borgin hafi tekið tillit til byggingarþarfa Brimborgar hf. annars staðar í borginni. Lóðin á Suðurlandsbraut 56 er eina lóðin sem Brimborg hf. hefur verið úthlutað eða fengið byggingarleyfí á fyrir atvinnustarf- semi sína. Brimborg hf. getur ekk- ert fullyrt um af hveiju ■ borgar- stjóri fer með rangt mál. Nærtækt væri að borgarstjóri ræddi það við þá starfsmenn sína sem hafa veitt honum þessar upplýsingar. Ef borg- arstjóri og borgarráð standa í raun í þeirri trú að Brimborg hf. hafí ætlað að selja umrædda lóð þá er næst að ætla að þessir aðilar hafí verið blekktir. Ætti þessum aðilum ekki að vera erfítt að sjá hver eða hveijir hafa beitt sér fyrir aðgerðum þessum og tengsl þeirra aðila við hagsmuni sem leitt getur tii van- hæfís. Brimborg hf. hefur.þinglýst kvöð á umrædda lóð til að koma í veg fyrir að öðrum verði valdið tjóni með því að halda að þeir geti eign- ast rétt yfír lóðinni. Ef borgarráð leiðréttir ekki mistök borgarstarfs- manna er einsýnt að mál þetta fer til umfjöllunar og úrskurðar annars staðar þar sem lagaforsendur era metnar efnislega, jafnræðisreglur sem og hæfísskilyrði. Fyrir hönd Brimborgar hf., Jóhann Jóhannsson, Sigtryggul■ Helgason. ♦ ♦ MOLAUMBUÐUMfj^JOLAVERÐI ♦ ♦ IÍTQLAKQKURNAR IOLAGOTTIÐ' *$&*&&£* 99h. - 6’*°Xp ífC ..“‘V ■ jm ■ S/jj Jö /%>£*%■* **** k ^Iwi. 'Aí,V, ''S,*/)Í0°"C VNw AUK / SÍA k9d22-690-t

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.