Morgunblaðið - 05.12.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.12.1992, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1992 Langur laugardagur TILBOÐ 30% af sláttur af öllum úlpum Mikið úrval - stærðir 74-1 76 Aðeins i dag EN&LABÖRNÍN Bankastræti 10, Reykjavík. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Siðumúla 39, 108 Reykjavík, sími 678500, fax 686270 Fjárhagur eldra fólks Fræðsludagskrá fyrir 67 ára og eldri á Vesturgötu 7 Miðvikudaginn 9. desember gengst öldrun- arþjónustudeild Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar fyrir fræðsludagskrá um „fjármál á efri árurn", Námsstefnan verður haldin á Vesturgötu 7 og hefst kl. 14.30. Dagskrá: 1. Ásta R. Jóhannesdóttir, upplýsingafulltrúi ræðir um bætur almannatrygginga fyrir ellilífeyrisþega. 2. Ingólfur Hjartarson, lögfræðingur ræðir um mikil- væga þætti í fasteignaviðskiptum, búskipti og erfðaskrár. 3. Bjarni Ármannsson, tölvunarfræðingur, ræðir um hvernig unnt er að ávaxta sparifé sem best og öruggast og almenn verðbréfaviðskipti. Ræðumenn munu svarafyrirspurnum. Stjórnandi verður Þórir S. Guðbergsson, félagsráðgjafi. Kaffiveitingar kosta kr. 300,- Þátttöku ber að tilkynna í síma 678 500 og er þátt- tökufjöldi takmarkaður. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar, öldrunarþjónustudeild. Lítill strákur kr. 850. Lítill trúður kr. 980. Lítill Hans kr. 980. Lítil Gréta kr. 1.280. DÚKKUSKÁPURINN Kringlunni (milli Kóko og Body Shop). Framtíðar-fisk- veiðistefna eftir Önund Asgeirsson Það er ekki þorsk að fá í þessum firði. Þurru landi eru þeir á, og einskis virði. Þessi vísa var ekki ort af því til- efni að í gær var lögð fram skamm- sýn og ónothæf fiskveiðistefna á Alþingi allra íslendinga, heldur orti Páll Olafsson hana til að glettast við nágranna sína fyrir austan fyr- ir um 100 árum. Bolfiskveiðar fyrr og nú Mér er í bamsminni þegar Finn- ur Guðmundsson (faðir Garðars skipstjóra og veiðieftirlitsmanns) lagði að Flateyrarbryggju á 8 tonna Litla-Hinrik með 30 tonna þor- skafla eftir dagsróður á línu. Þegar slegið var af við bryggjuna lögðust seilarnar fram með bátnum, og golþorskurinn dreifðist eins og sól kringum allan bátinn. Það þurfti að flytja seilarnar til að hægt væri „Hinn kosturinn er sá, að stefnt sé að því að leyfa aðeins notkun umhverfisvænna veið- arfæra innan fiskveiði- lögsög-unnar, þ.e. aðal- lega eða eingöngu krókaveiðar.“ að koma tógi í land, og af því að lágsjávað var, þurfti að bíða flóðs, svo hægt væri að kasta upp. Það voru fjórir eða fimm á bátnum. Þetta mun hafa verið árið 1932 eða 1934, en síðara árið var sett nýtt landsmet í bolfiskveiðum, 306.000 tonn upp úr sjó, eða meira en allur veiðifloti landsmanna aflar nú ár- lega. Það er mikill munur á tækni og tilkostnaði nú. Einmitt nú, þegar þetta er skrif- að, er smá hrota á Hala og í Djúp- ál og 300-900 tonna togarar með 20 manna áhöfnum koma að landi Önundur Ásgeirsson með 50-80 tonna afla. „í verinu“ má lesa, að 12 togarar voru að á Halanum, en auk þess lágu 20 tog- arar undir Grænuhlíð, en flestöll Vestfjarðaskipin voru komin til hafnar vegna veðurs og til löndun- ar. Fjöldi þeirra er 12, og þannig voru alls 44 togarar, sem haldið er út á Halann þessa stundina. Annars staðar voru 11 togarar að veiðum innan 50 mílna lögsögunnar en aðeins 6 utan, samtals 17. Af Norður — Suður Átakalínur 21. aldarinnar? eftir Kjartan Emil Sigurðsson Á undanförnum misserum hafa borist voveifieg tíðindi sunnan úr Afríkuríkinu Sómalíu. Þar ríkir stjómleysi og hungursneyð og al- þjóðastofnanir anna engan veginn þörfum fólksins fyrir matvæli. Ljóst er að mikill fjöldi manna mun láta lífið áður en vargöldinni þar linnir. En hvað veldur og hvað er til ráða? Norðrið mergsýgur Suðrið Síðasti áratugur einkenndist af lægð í efnahag Afríku- og Suður- Ameríkuríkja. Þetta stafaði ekki síst af því hve þau eru skuldug ríkjum Norðursins, þ.e. Evrópu og Norður-Ameríku. Nú er svo kom- ið, að talið er að skuldir þróunar- ríkja verði með engum hætti end- urgreiddar. Ástæðan er sú, að vextir hafa bæst við höfuðstól hinna upphaflegu lána frá þróuð- um ríkjum, og valdið því, að þriðja heims ríki skulda meira í dag en fyrir tíu árum, þrátt fyrir að höfuð- stóll lánanna hafi, að fjárhæð til, þegar verið endurgreiddur. Þessi mynd verður enn ískyggi- legri þegar litið er til þess, að á umliðnum árum hafa u.þ.b. 50 milljarðar dala runnið frá löndum Suðursins til hinna ríku landa Norðursins. Þetta hefur gerst þrátt fyrir alla þróunaraðstoð og tal um stuðning Norðursins við fátækari lönd heimsins. Staða mála er sú, að þróunar- löndin eru stórskuldug, vanþróuð og fátæk, og fyrsta heims löndin standa sig ekki sem skyldi. Fæst þeirra uppfylla þannig grundvall- arregluna, sem samþykkt hefur verið á vettvangi Sameinuðu þjóð- „Ef ríkjum þriðja heimsins er ekki gert kleift að ná Vesturlönd- um að lífsgæðum er hætt við að spenna og tortryggni verði áfram við lýði og aukist jafn- vel.“ anna, um að veita 0,7% af þjóðar- framleiðslu til aðstoðar. Þannig veita Bandaríkin einungis 0,2% af þjóðarframleiðslu til aðstoðar. Á sama tíma fer 1,11% og 0,98% af þjóðarframleiðslu smáþjóða eins og Noregs og Hollands til þróunar- aðstoðar (sbr. Jón Orm Halldórs- son: Þróun og þróunaraðstoð). Skilyrðin fyrir því, að þriðja heims ríki nái Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku að velferð og hagsæld, hljóta að byggjast á þrem meginþáttum. í fyrsta lagi að ríku löndin (alþjóða fjármála- stofnanir) láti skuldir þriðja heims- ins falla niður að meira eða minna leyti. í annan stað að þau veiti ærlega aðstoð við fátækari ríkja, uppfylli a.m.k. 0,7% takmarkið og helst 1% markið. Og, síðast en ekki síst, að þau opni markaði sína fyrir fijáls og sanngjörn alþjóða- viðskipti. Átök Norðurs og Suðurs Á tímum kalda stríðsins voru flestar deilur og átök á alþjóða- vettvangi háðar í skugga risaveld- anna tveggja. Þau létu sér fátt eða ekkert óviðkomandi í stanslausu valdabrölti sínu. En nú hefur stað- an gjörbreyst. Hið sjálfstæða hernaðarveldi, Rússland, hefur hallað sér upp að Bandaríkjunum og svipuðu máli gegnir um önnur Mið- og Austur-Evrópuríki. Þetta út af fyrir sig veit á gott eitt. Hitt er verra, að óstöðugleiki í Herrakuldaskór úr leðri Stærðir 41-46. Litur: Brúnir og svartir. Verð; 3.600 kr. áður 5.900,- Staðgreiðsluafsláttur - Póstsendum samdægurs. SKÆM MÍLAN0 KRINQLUNNI8-12 S. 689345 LAUGAVEGI 61-63 3fíí)\\ búð af nýjum haustvörum. Opi& á laugardögum frá kl. 12—16. Nýbýlavegi 12, sími 44433.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.